Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 19

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 19
19 Halaleikhópurinn 20 ára Mikið var um dýrðir þegar Halaleikhópurinn fagnaði 20 ára afmæli sínu í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í lok september. Meðal gesta var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem lét sig ekki muna um að heilsa upp á alla viðkomandi með handabandi. Í tilefni afmælisins var sett upp sýning á leikmunum og sviðsmyndum sem hafa verið notuð í leikverkum sem Halaleikhopurinn hefur sett á svið, en minnst eitt leikverk er sett á svið á hverju ári. Félagar í leikhópnum klæddust síðan búningum úr hinum ýmsu leikritum og settu skemmtilegan svip á samkomuna sem fór einstaklega vel fram. „Halaleikhópurinn var stofnaður 27. september 1992 með það að markmiði að ,,iðka leiklist fyrir alla” og hefur starfað óslitið síðan. Sjö leikrit hafa verið frumsamin fyrir leikhópinn og hefur Halaleikhópurinn svo sannarlega lyft grettistaki í að eyða fordómum og styrkja einstaklinga til að taka skref, sem annars hefðu verið ófarin. Halaleikhópurinn sem hefur það að markmiði sínu að iðka leiklist fyrir alla er öllum opinn. Engin inntökupróf eru í Halaleikhópinn og er reynt að finna öllum eitthvað verðugt hlutverk. Allir eru velkomnir í leikhópinn og er fötlun hvorki hindrun né skilyrði heldur tækifæri. Halaleikhópurinn er blandaður leikhópur þar sem hver og einn kemur inn á sínum eigin forsendum. Að sögn Þröst Jónssonar, formanns Halaleikhópsins var mikil gleði og fögnuður á afmælishátíðinni og mikill hugur sé í félögum hvað varðar vetrastarfið. Nú er búið að ráða Herdísi Þorgeirsdóttur leikstjóra til að leikstýra Rympa á ruslahaugnum eftir Herdísi Egilsdóttur, sem Halaleikhópurinn hyggst frumsýna í vetur.Félagar í Halaleikhópnum þau Stefanía Björk Björnsdóttir, Gunnar Freyr Árnason og Daníel Þórhallsson. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heilsaði öllum gestum með handabandi. Gestir á afmælishátíð Halaleikhópsins voru margir og nutu góðra veit- inga auk sem margt var í boði til skemmtunar. Í tilefni afmælisins var sett upp sýning á leikmunum og sviðsmyndum úr leikritum sem sýnd hafa verið á vegum Halaleikhópsins.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.