Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
ur
br
e
Róm
Ítalía
595 1000 www.heimsferdir.is
At
h.
að
ve
rð
et
rb
re
6. október í 4 nætur
129.850
Flug & hótel frá
4nætur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Á bara að bíða eftir næsta slysi?“
- Formaður Leiðsagnar gáttaður á ástandinu í Reynisfjöru - „Okkur ber skylda til að gera eitthvað“
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Reynisfjörumálið er náttúrlega eitt
af þessum stóru málum sem mér
heyrist að allir séu sammála um að
þurfi að laga,“ segir Friðrik Rafns-
son, formaður Leiðsagnar, félags
leiðsögumanna, í samtali við Morg-
unblaðið.
Umræðuefnið er pistill hans á
Facebook 1. september þar sem
hann segir frá ferð um Reynisfjöru
daginn áður í hífandi roki með svo-
felldum orðum: „Þurfti að smala
fólki úr fjörunni. Og það sem verra
er: viðvörunarskiltum hefur fækkað
frá síðasta dauðaslysi. Fyrirgefið
tuðið, en mér og mörgum öðrum leið-
sögumönnum blöskrar getu- og að-
gerðaleysi yfirvalda í þessu máli,
eins og reyndar fleirum sem varða
öryggi og gæðamál í ferðaþjónust-
unni.“
Við Morgun-
blaðið segir Frið-
rik að skipuð hafi
verið nefnd um
öryggismál á veg-
um hins opinbera
en einnig hafi fé-
lag hans, Leið-
sögn, ályktað um
málefni Reynis-
fjöru. Þar hafa
orðið mörg bana-
slys þar sem erlendir gestir eiga í
hlut sem ekki þekkja duttlunga og
ógnarkrafta íslenskrar náttúru.
Safna fyrir björgunarbát
„Við höfum fundað með Lands-
björg, almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra og þessum helstu aðilum.
Allir eru sammála um að þetta sé
hættulegur staður,“ heldur Friðrik
áfram og er spurður út í leiðir til úr-
bóta. „Því hefur verið velt upp að
hafa fána þarna, rauða eða græna
eftir því hvort fólki er óhætt að fara
niður í fjöruna eða ekki. Nú er verið
að safna fyrir björgunarbát sem á að
vera mjög snöggur á staðinn og við
leiðsögumenn tökum þátt í því,“ seg-
ir Friðrik og nefnir enn fremur hug-
myndir um að setja upp skilti með
krossum við fjöruna sem sýni hve
margir hafi látist þar og hvenær.
Óboðlegt getu- og andvaraleysi
„Mér kom mjög á óvart núna þeg-
ar ég var þarna í síðustu viku, hafði
þá ekki komið þangað í nokkrar vik-
ur, að ekkert hefur gerst. Ég sá ekki
betur en að skilti hefðu verið fjar-
lægð. Kannski er verið að laga þau,
ég veit það ekki. Þarna var brjálað
veður og haugasjór. Ég þurfti að
smala fólki burt. Þarna var maður að
leika sér í flæðarmálinu með átta eða
níu ára gömlum syni sínum og ég
þurfti að reka þá burt,“ heldur leið-
sögumaðurinn áfram.
Hann segir kerfið í sjálfu sér
standa sig vel, nefndarvinna sé í
gangi og svo framvegis, „en það ger-
ist ekki neitt“, segir Friðrik. En er
þetta ekki allt spurning um peninga
eins og svo víða?
„Jú, það er það. Við myndum helst
vilja hafa strandverði þarna, alla
vega yfir sumarið. Það kostar auðvit-
að peninga en að setja upp þetta
skilti með krossunum kostar nú ekki
mikið og það er vel hægt að grípa til
aðgerða sem kosta ekki mikið. En
getu- og andvaraleysi þeirra sem
stjórna þessum málum er algjörlega
óboðlegt. Það var alveg svakalegt að
koma á þennan annars yndislega
stað og fólk var bara að skemmta sér
niðri í fjörunni,“ segir Friðrik með
áherslu.
„Okkur ber skylda til að gera eitt-
hvað í þessum málum. Á bara að bíða
eftir næsta slysi þangað til eitthvað
verður gert eða skipa aðra nefnd?“
spyr Friðrik. „Viðbrögðin eru ótrú-
lega sein og léleg við vandamáli sem
allir eru sammála um að sé stóral-
varlegt,“ segir hann enn fremur.
Spurður út í léttari málefni kveður
hann leiðsögumenn ekki kvarta und-
an verkefnaskorti eftir faraldurinn.
Fimm til tíu símtöl á dag
„Nú eru allir sem vettlingi geta
valdið að vinna og búnir að vera á
fullu síðan í vor. Því miður voru
margir sem hættu í Covid og bíl-
stjórar líka svo ástandið hefur verið
erfitt í sumar. Mörg okkar fá fimm
til tíu símtöl á dag um hvort við get-
um tekið ferðir og auðvitað fögnum
við þessu en því miður fengu margir
sér aðra vinnu og hika við að koma til
baka, til dæmis vegna ótryggs ráðn-
ingarsambands,“ segir Friðrik
Rafnsson, formaður Leiðsagnar, að
lokum.
Friðrik
Rafnsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Arna mjólkurvinnsla í Bolungarvík
er að hefja framleiðslu á jógúrt sem
eingöngu er búin til úr höfrum.
Stefnt er að því að hafrajógúrtin
komi á markað í lok mánaðarins og
verður hún kynnt undir vörumerkinu
Vera Örnudóttir. Arna er með fleiri
járn í eldinum því á sama tíma hefst
útflutningur á skyri til Frakklands.
Markaður fyrir hafravörur, mjólk-
urlausar „mjólkurvörur“, eins og
stundum er sagt, vex stöðugt. Mikið
er flutt af þessum vörum til landsins.
Hálfdán Óskarsson, framkvæmda-
stjóri Örnu, segir að fyrirtækið hafi
lagt mikið í þróun á hafravörum og
unnið að því verkefni í eitt og hálft ár
í samvinnu við alþjóðlega pökkunar-
fyrirtækið Tetra Pak. Með því hafi
verið búin til ný tækni í framleiðslu á
þessum vörum í heiminum. Við fram-
leiðsluna eru notaðar nýjar vélar frá
Tetra Pak.
Í upphafi verður framleidd vegan
hafrajógúrt í fjórum bragðtegundum
og fimm tegundir af hafraskyri. Báð-
ar þessar vörur eru eingöngu gerðar
úr höfrum og engin bindiefni notuð.
Hálfdán segir að áferð varanna sé
svipuð og hefðbundinna hliðstæðra
mjólkurafurða.
Segir hann að með þessari þróun-
arvinnu hafi áherslur breyst. Fram-
leiðslan færist í auknum mæli inn á
þessa línu.
Skyr til Frakklands
Arna hefur hingað til sérhæft sig í
framleiðslu á mjólkurvörum án lakt-
ósa. Nú hafa skapast aðstæður til að
auka við framleiðsluna með útflutn-
ingi. Gerður hefur verið samningur
við verslanakeðju sem er með um 300
verslanir í Frakklandi um sölu á ís-
lensku skyri í 150 gramma pappadós-
um. Fyrsta sendingin fer út í lok
mánaðarins. Hálfdán segir að fyrir-
tækið hafi verið að færa sig yfir í
pappaumbúðir og hafi tekist að
minnka plastnotkun um 90%.
Arna mjólkurvinnsla hefur nægt
pláss í húsnæði sínu við höfnina í Bol-
ungarvík til að útvíkka starfsemina.
Starfsemin er í húsi þar sem áður var
stærsti vinnustaður Bolungarvíkur,
Hraðfrystihús Einars Guðfinnsson-
ar.
Vera Örnudóttir kynnir sig
- Arna mjólkurvinnsla hefur framleiðslu á jógúrt og skyri úr
höfrum - Útflutningur á skyri er að hefjast til Frakklands
Úr höfrum Hluti af fjölskyldu Veru
Örnudóttur stillir sér upp á mynd.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, sótti í gær hátíðarstund í
listasmiðjunni Líf og list að Forsæti
í Flóahreppi. Viðburðurinn var
haldinn til heiðurs Sigríði Krist-
jánsdóttur, tréskurðarmeistara og
listakonu, sem oft er kölluð Sigga á
Grund, en hann var haldinn í sýn-
ingarsal í gamla fjósinu að Forsæti.
„Ævistarf Sigríðar Kristjáns-
dóttur, Siggu á Grund, er glæsilegt
á alla lund, útskurður í tré sem ber
fagmennsku hennar og kunnáttu
öflugt vitni. Og umgjörðin í For-
sæti er frábær, gamalt fjós sem
ábúendurnir þar, hjónin Bergþóra
Guðbergsdóttir og Ólafur Sig-
urjónsson, breyttu í fyrirtakssýn-
ingarsal,“ segir Guðni um heim-
sóknina í dag, og var hann mjög
ánægður.
„Svo var ég leystur út með góðri
gjöf, spónum sem Sigga hafði gert
af sínum hagleik, merktum mér og
Elizu. Maður segir eins og í göml-
um sögum, mikils met ég gjafir
þínar en meir þó vináttuna,“ segir
forsetinn að lokum. sgs@mbl.is
Forsetinn
leiddur til
Forsætis
Ljósmynd/ forseti.is