Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég er bjartsýnn á komandi kjara- viðræður,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðssér- fræðingur og dósent við Háskóla Ís- lands. Hann telur líklegt að lífs- kjarasamningurinn verði uppfærður og lagaður í ljósi reynslunnar, eins konar lífskjarasamningur 2.0. „Við höfum séð að það verða gjarnan átök fyrst og svo ná menn samn- ingi. Menn mættu hefja samninga- viðræðurnar fyrr í ferlinu en hing- að til að mínu mati. Reglan ætti að vera sú að kjarasamningur taki við af kjara- samningi.“ Hann segir að sérstaklega ungt fólk og þeir lægst launuðu sem skulda mikið finni mik- ið fyrir hækkunum sem nú dynja yf- ir. Því sé líklegt að verkalýðshreyf- ingin setji á oddinn að verja kaupmáttinn og hækka lægstu laun. Beðið eftir ASÍ-þinginu Spurður um mat á ástandinu í verkalýðshreyfingunni segir Gylfi að herskáar yfirlýsingar innan hennar séu engin nýlunda. Nú virð- ist vera komið logn, að minnsta kosti tímabundið, eftir nokkuð storma- samt tímabil. Menn séu ef til vill að bíða eftir því hvað gerist á 45. þingi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 10.- 12. október næstkomandi. Kristján Þórður Snæbjarnarson, sem tók við sæti forseta eftir að Drífa Snædal sagði af sér, ætlar ekki að sækjast eftir forsetaembættinu. Það verður því kjörinn nýr forseti þessara stærstu heildarsamtaka launafólks á landinu. „Það er erfitt að spá um hver verður kosinn forseti ASÍ. Það hefur gerst að einhver úr hópi iðnaðar- manna hefur verið kosinn forseti og lægt öldurnar,“ segir Gylfi. Efling og VR eru stærstu félögin í ASÍ. Svo virðist sem hagsmunir þeirra fari ekki endilega saman. En munu þeir stía þeim í sundur? „Þetta eru tvö mjög ólík félög. En þegar kemur að atriðum eins og því hvernig á að skipta þjóðarkökunni og áherslum gagnvart ríkisstjórn- inni er oftast samhljómur á milli for- ystumannanna,“ segir Gylfi. Hann bendir á að VR hafi lagt fram samn- ingsáherslur og þannig gefið tóninn fyrir komandi kjaraviðræður. „Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR leggur áherslu á að ríkið komi að kjarasamningunum. Síðustu tæp 60 ár hefur varla verið gerður kjara- samningur nema það komi einhver pakkalausn frá ríkisstjórninni. En það hefur alltaf verið á lokametr- unum, fyrst hafa aðilar vinnumark- aðarins þurft að ná saman,“ segir Gylfi. Hann segir að þetta mynstur samráðs hafi gilt allt frá 1964. Upp- bygging Breiðholtsins sé dæmi um slíka aðkomu ríkisins. Einnig sást þetta í þjóðarsáttarsamningunum og lífskjarasamningunum. Gylfi kveðst telja að það sé betra fyrir stéttarfélög að vera í heildar- samtökum eins og ASÍ eða BHM. Þau beiti sér gagnvart ríkisvaldinu og hafi sterkari rödd en einstök fé- lög. Stéttarfélög sem hafa sagt sig úr heildarsamtökunum hafa ekki jafn sterka rödd þegar kemur að stefnumótun á sviði vinnumarkaðs- mála. BHM vill fara strax í viðræður Samningar á almennum vinnu- markaði renna út í nóvember nk. Gylfi segir áhugavert að BHM, und- ir forystu Friðriks Jónssonar for- manns, sé tilbúið að taka upp samn- ingaviðræður þótt samningur þeirra renni ekki út fyrr en í mars í vetur. „Yfirleitt hefur almenni vinnu- markaðurinn samið fyrst og gefið tóninn. Þar verða verðmætin til og þar sést hvað verður til skiptanna. Svo hefur opinberi vinnumarkaður- inn fylgt á eftir,“ segir Gylfi. Hann bendir á að þegar samningur BHM rennur út í mars verði nokkuð langt um liðið síðan opinberir starfsmenn fengu síðast kauphækkun. Nú hafi vextir hækkað mikið, þótt sögulega séu þeir enn lágir, og verðbólga hafi aukist. Hún er þó langt frá því að vera í kringum 80% eins og margir núlifandi muna eftir. Auk þess er vaxandi dýrtíð og matvörur og aðrar nauðsynjar að hækka og kreppa á húsnæðismarkaði. Það er því ekki óeðlilegt að opinberir starfsmenn vilji hefja kjaraviðræður fyrr en ella í ljósi aðstæðna. Gylfi segir dæmi um að opinberi markaðurinn hafi gert kjarasamn- inga á undan almenna markaðinum, t.d. skömmu eftir bankahrunið. Þá minnir hann á að í heimsfaraldrinum hafi flugmenn og flugvirkjar hjá Ice- landair tekið upp gildandi kjara- samning og gert nýjan áður en sá gildandi rann út. Verkföll eru síðasta úrræðið En er líklegt að menn stefni að nýrri þjóðarsátt eða lífskjarasamn- ingi í komandi kjaraviðræðum? „Mér þykir ekki ólíklegt að menn haldi áfram með hugmyndafræði lífskjarasamningsins. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur lengi haldið því fram að lægstu laun- in séu allt of lág. Þau þurfi að hækka. Það var gert í lífskjarasamn- ingunum með því að fara krónutölu- leiðina. Svo segja opinberir starfs- menn að það þurfi að verja kjör millistéttarinnar. Það verður alls konar línudans og málamiðlanir sem verða ofan á, held ég,“ segir Gylfi. Hann segir að lífskjarasamning- urinn sé merkilegur og hafi virkað vel fyrir marga. „Það var margt nýtt í honum eins og krónutöluhækkunin sem lyfti þeim lægstlaunuðu. Svo var hagvaxtaraukinn, sem var nýj- ung, mjög áhugaverður. Mörg ákvæði samningsins voru bundin við aðkomu ríkisins eins og lána- og húsnæðismál og fleira. Þetta var ekki ólíkt því sem gert var í þjóðarsáttarsamningunum 1990,“ segir Gylfi. Hann segir ljóst að stytting vinnuvikunnar hafi verið út- færð með ólíkum hætti á opinbera markaðinum og þeim almenna. Mögulega verði útfærslurnar sam- ræmdar með einhverjum hætti. En eru líkur á að gripið verði til vinnu- stöðvana? „Verkfallsvopnið er síðasta úr- ræði verkalýðsfélaganna en það þarf margt að hafa gengið á áður en því er beitt. Ég tel að það þurfi að láta reyna á samningana og hvað rík- isvaldið er tilbúið að gera áður en gripið er til verkfalla,“ segir Gylfi. Bjartsýnn á kjaraviðræður - Vinnumarkaðssérfræðingur telur líklegt að lífskjarasamningur verði uppfærður í ljósi reynslunnar - Ekki ólíklegt að verkalýðshreyfingin leggi áherslu á að verja kaupmátt og að hækka lægstu launin Morgunblaðið/Hari Verkafólk á fjöldafundi Samningar á almennum vinnumarkaði renna út í nóvember og í mars á opinbera mark- aðinum. Það er því ljóst að kjaraviðræður munu setja mark sitt á komandi vetur og tekist verður á um kaup og kjör. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Samgöngustofa hefur gefið út leyfi til skoska eldflaugafyrirtækisins Sky- rora til að skjóta upp einni tilrauna- eldflaug frá Íslandi. Eldflauginni verður skotið upp einhvern tímann á næstu dögum eða vikum á Langanesi en leyfið gildir út október. Eins og og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur fyrirtækið beðið svo mánuðum skiptir eftir leyfinu frá íslenskum stjórnvöldum. Skyrora hefur lýst því yfir að umrætt tilraunaskot eigi að verða stærsta geimskot frá Evrópu til þessa og það sé liður í að skjóta fyrstu eldflauginni á sporbraut um- hverfis jörðu. Skyrora skaut upp eldflaug, Skylark Micro, frá Langanesi í ágúst 2020. Áformað var að skjóta upp ann- arri eldflaug í september 2021, Skyl- ark L, sem á að fara hærra. Að því er kom fram í Morgunblaðinu í vor er allt er til reiðu, geimhöfn, eldflaug og eldsneyti og aðeins tekur sjö daga að undirbúa geimskotið þegar leyfi ligg- ur fyrir. Eldflaugin er 11 metrar á hæð og er fyrsta eldflaug Skyrora sem getur flogið lengra en 100 kíló- metra frá jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu var leyfið gefið út með tilteknum skilyrðum, „sem felast m.a. annars í fullu samráði við hlut- aðeigandi yfirvöld á fyrirhuguðum skotstað, sem og samráði við Sam- göngustofu og framkvæmdaaðila vegna umferðar í loftrými og á sjó,“ eins og það er orðað í svari við fyrir- spurn blaðsins. Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að bréf frá Samgöngustofu verði lagt fram á fundi sveitarstjórnar í dag. Hann fundaði í vikunni með fulltrúa Sky- rora og segir að öll leyfi liggi nú fyrir. Fá loks leyfi fyrir tilraunaeldflaugina - Eldflaug verður skotið frá Langanesi Skot Eldflaugin er 11 metrar á hæð og getur flogið 100 km frá jörðu. ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA! SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU DINNA OG HELGI TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM VERÐ FRÁ139.900 KR NÁNAR Á UU.IS INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN ERTU MEÐ HÓP? SENDU OKKUR FYRIRSPURN Á HOPAR@UU.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.