Morgunblaðið - 08.09.2022, Page 6

Morgunblaðið - 08.09.2022, Page 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fólk þarf að huga vel að réttindum sínum og læra sem best á lífeyris- og tryggingakerfið löngu áður en það fer á lífeyri, segir Ingibjörg H. Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Í aðsendri grein eftir Ólaf Ísleifs- son, hagfræðing og fyrrverandi al- þingismann, í Morgunblaðinu á þriðjudag kemur fram að leysi mað- ur út tilgreinda séreign greiði hann af hverjum 100 krónum 38 krónur í tekjuskatt. Njóti hann greiðslna frá TR (Tryggingastofnun ríkisins) skerðast þær svo að hann sér á eftir 83 krónum af hverjum 100 sem hann fær úr tilgreindu séreigninni. Ef viðkomandi er ekki farinn að fá lífeyrisgreiðslur skerðast að sjálf- sögðu ekki greiðslur frá TR. ASÍ og SA sömdu um það í jan- úar 2016 að mótframlag launagreið- anda í lífeyrissjóði á almennum markaði skyldi hækka í þrepum um 3,5%. Launþegi greiðir 4% og launa- greiðandi 8% í samtryggingu lífeyrissjóða. Svo bættust við þessi 3,5% frá launagreið- anda. Sjóð- félagar geta valið hvort þeir setja þetta viðbótarframlag í sam- tryggingardeild lífeyrissjóðs síns og auka þannig tryggingaréttindi sín eða verja því að hluta eða öllu leyti í tilgreinda séreign. Hana má taka út frá 62 ára aldri. Við andlát sjóð- félaga rennur hún til eftirlifandi maka og barna líkt og annar sér- eignarsparnaður. Ingibjörg bendir á að láti fólk 3,5% viðbótina í samtryggingarsjóð lífeyrissjóðs njóti það ávaxta af 15,5% greiðslu til æviloka í formi hærri lífeyrisgreiðslna en ef það setur þessa viðbót í tilgreinda sér- eign. Séu greidd samtals 12% í sam- tryggingarsjóðinn í 40 ár er rétt- indaávinnslan 1,4 sem þýðir að við- komandi á rétt á að fá 56% af meðallaunum úr lífeyrissjóði við starfslok 67 ára. Ef greidd eru 15,5% í samtryggingarsjóð í 40 ár er réttindaávinnslan 1,8 sem þýðir 72% af meðallaunum úr lífeyrissjóðnum. Velji fólk að setja þessi 3,5% í til- greinda séreign þarf það að huga að ávöxtun fjárins, að sögn Ingibjarg- ar. Hægt er að taka tilgreindu sér- eignina út frá 62 ára aldri. Ingibjörg bendir á að sé viðkomandi enn á vinnumarkaði og ofarlega í miðþrepi tekjuskattskerfisins geti útgreiðsla tilgreindu séreignarinnar valdið því að hún lendi í hæsta skattþrepi. Hún bendir á að þeir sem ekki hreinsa tilgreindu séreignina upp, áður en þeir hefja töku lífeyris, geti lent í því að greiðslur vegna til- greindrar séreignar skerði greiðslur frá TR auk þess að vera mikið skattlagðar. Mikilvægt að kynna sér málin „Það er vafamál vegna skerðinga að það borgi sig að vinna lengur en til 67 ára, það er heila málið. Þetta ætti fólk að kynna sér vel,“ segir Ingibjörg. Hún segir að miðað við sína þekkingu og reynslu sem eldri borgari með blandaðar tekjur frá lífeyrissjóði og TR myndi hún ekki velja tilgreinda séreign heldur setja öll 15,5% í samtryggingarsjóð. „Með því væri ég búin að auka réttindi mín hjá lífeyrissjóðnum og tryggja mig til æviloka með hærri greiðslur en ef það hefðu verið greidd 12% af laununum mínum í lífeyrissjóðinn. Eins er maður betur settur með hærri greiðslu í lífeyris- sjóð ef maður verður öryrki áður en taka lífeyris hefst.“ Mikilvægt að þekkja lífeyrisréttindi - Tilgreind séreign getur orðið að litlu sé ekki rétt að farið - Huga þarf að skattaþrepi og skerðingum á greiðslum frá TR - Vafamál að það borgi sig að vinna lengur en til 67 ára aldurs vegna skerðinga Morgunblaðið/Eggert Eldri borgarar Lífeyrir er mikilvægur þegar fólk kemst á efri ár ævinnar. Ingibjörg H. Sverrisdóttir „Þessar hækkanir held ég að hafi komið flestum á óvart. Það að þær yrðu svona miklar. Við sjáum núna fjórðungshækkun á ársgrundvelli. Að teknu tilliti til verðbólgu er það 14% að raungildi, þ.e. í sömu pen- ingum og fyrir ári síðan. Þessar hækkanir hafa ekki einungis orðið hér á landi heldur víða um heim. T.d. í Bandaríkjunum og Hollandi. Í fyrra hækkaði húsnæðisverð mikið í Dan- mörku.“ Hann segir að Seðlabankinn hafi haft ríkar ástæður til að lækka vexti, einkum til að styðja við eignaverð og tryggja með því fjármálastöðugleika. Hins vegar hefði mátt stíga varlegar til jarðar að einhverju marki. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en það hefði kannski mátt setja „Covid-álag“ á greiðslumat. Það hefði mögulega minnkað eftir- spurnina á markaðnum þar sem framboðið var ekki til staðar í þess- um mikla hamagangi sem hefur verið í gangi á fasteignamarkaðnum á síð- ustu misserum.“ Slíkt álag hefði þá verið sett til þess að rétta af þá skekkju sem myndaðist vegna ofurlágra vaxta sem ætlað var að bregðast við heims- faraldri kórónuveirunnar. Ítarlegt viðtalið við Magnús Árna geta áskrif- endur Morgunblaðsins nálgast á mbl.is eða í gegnum kóðann hér að neðan. Enn ýtt undir eftir- spurn á markaði - Setja hefði mátt þrengri skorður við greiðslumati Sviptingar Eignamarkaðir hækkuðu mikið við vaxtalækkanir. Nú herðir að. DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Síðastliðinn áratug hefur aðfluttum fjölgað um 40 þúsund umfram brott- flutta hér á landi. Magnús Árni Skúlason, hjá Reykjavik Economics, bendir á það í Dagmálum í dag að þessi mikli straumur fólks hafi sett mikinn þrýsting á fasteignamark- aðinn. „Ef við segjum sem svo að það séu 40 þúsund manns og að það séu tveir um hverja íbúð þá kallar það á 20 þúsund íbúðir. Ef það eru þrír þá eru það færri. Það eru kannski gert ráð fyrir að talan sé nær þremur. En svo er það önnur leitni. Það eru færri sem búa í hverri íbúð. Það er þróun sem við höfum séð í nágrannaríkj- unum.“ Bendir Magnús Árni á að sú þróun ýti enn undir eftirspurn á mark- aðnum. Hann segir allt benda til þess að þessi þrýstingur verði við- varandi. Meðal annars sé verið að leggja áherslu á að fjölga erlendum sérfræðingum í hugverkaiðnaði, samhliða því sem ferðaþjónustan tekur við sér. Þeir einstaklingar, sem komi til landsins vegna þessara umsvifa, þurfi allir á húsnæði að halda. Mikill skriður á markaðnum Magnús Árni segir að þótt vissu- lega hafi mátt búast við því að eigna- markaðir myndu hækka við skarpa lækkun stýrivaxta, hafi hækkanirnar orðið meiri en fólk hafi búist við. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Verkfræðingurinn Valdimar Jónsson sér fyrir sér að efla megi virka ferða- máta fyrir heimamenn, sumarbú- staðaeigendur og ferðamenn ef lagðir yrðu hjóla- og göngustígar milli helstu kennileita og skilgreindra lykilstaða á Suð- urlandi. Hann hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar 2021 til þess að útfæra þessa hug- mynd sína. „Við fjöl- skyldan byggðum okkur bústað í Reykjanesi í Grímsnesinu fyrir nokkrum árum. Við áttuðum okkur á að það var mjög erfitt að komast milli staða, hjólandi eða gangandi, nema með því að fara eftir þjóðvegunum. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki væru möguleikar á því að leggja stíga utan hefðbundinna þjóðvega og kannski inn á svæði sem fólk sér sjaldan þegar það ferðast um Suður- landið,“ segir Valdimar, sem starfar hjá Mannviti verkfræðistofu. „Ég held líka að fólk hafi lítinn áhuga á því að ganga eða hjóla með- fram þjóðvegunum,“ segir hann. Það skapi auk þess hættu. Nýr afþreyingarmöguleiki „Svo fór maður að hugsa hvort þetta væri ekki bara nýr kostur í ferðamennsku, að geta hjólað, t.d. úr Öndverðarnesi og alla leið upp að Gullfossi og Geysi, utan þjóðvega.“ Valdimar sér fyrir sér að þarna væri kominn nýr afþreyingarmögu- leiki og tækifæri til þess að kynnast stærri hluta Suðurlands. Hann segir svæðið henta vel til hjólreiða. Slétt- lendið komi sér vel. „Þetta er í sjálfu sér mjög einfalt en ég held að ferðaþjónustufyrirtæki og aðrir gætu haft ávinning af þessu. Það væri hægt að tengja þetta við hótel og suma af þessum þekktu stöð- um. Hugmyndin var að það yrðu skil- greindir ákveðnir lykilstaðir og svo væru fundnar leiðir á milli þeirra. Kerfið yrði byggt á hringleiðum,“ segir Valdimar. „Svona stígakerfi geta opnað á nýja möguleika í ferðaþjónustu hjá sveitarfélögum. Til dæmis fer reið- hjólaferðum Íslendinga, sem og er- lendra ferðamanna, mjög fjölgandi. Þetta er í raun tækifæri til að höfða til enn breiðari hóps ferðamanna.“ Í greinargerðinni er sýnd gróf hugmynd að leiðakerfi út frá þessum skilgreindu lykilstöðum. Þá hefur Valdimar lagt til að stígarnir geti ver- ið annað hvort malbikaðir eða með malarslitlagi. Valdimar skilaði greinargerðinni til Vegagerðarinnar og sendi fjórum sveitarfélögum á svæðinu sömuleiðis kynningu á hugmyndinni, þ.e. Gríms- nes- og Grafningshreppi, Blá- skógabyggð, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Þetta er langtímaverkefni sem þarf að fara í gegnum aðalskipulag, deiliskipulag og landeigendur. Það eru alls konar áskoranir á leiðinni. Það er sveitarfélaganna að ákveða hvað þau vilja gera í framhaldinu. Hugmyndinni hefur verið komið á framfæri.“ Morgunblaðið/Ómar Hjólað „Svona stígakerfi geta opnað á nýja möguleika í ferðaþjónustu.“ Vill hjólastíga- væða Suðurland - Hugmynd um nýtt hjólastígakerfi Valdimar Jónsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há- skóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra tók í dag á móti Politician of the Year 2022-verðlaununum á One Young World-ráðstefnunni. Ráðstefnan fór fram í Manchest- er á Englandi að þessu sinni. „Þetta er hvatning og skemmti- leg viðurkenning, ekki bara fyrir mig persónulega, heldur varpar hún ljósi á þá staðreynd að á Íslandi fær ungt fólk tækifæri til að láta til sín taka,“ sagði Áslaug Arna þegar úrslitin voru gerð kunn. Fimmtán ungir stjórnmálamenn, víðs vegar að úr heiminum, voru upprunalega tilnefndir til verðlaun- anna en fækkað var í hópnum niður í fimm manns, hvern frá sinni heimsálfu. Tilkynnt var um sigur Áslaugar Örnu í mars á þessu ári þegar al- þjóðleg dómnefnd valdi hana. Politician of the Year-verðlaunin voru fyrst veitt árið 2018 en þeim er ætlað að beina athygli að ungum og efnilegum stjórnmálamönnum um allan heim. Á ráðstefnunni eru leiddir saman 2000 einstaklingar sem eru allir leiðtogar á sínu sviði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir valin stjórnmálamaður ársins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.