Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Hörkupenninn Gunnar Rögn- valdsson, sem er ekki að óþörfu sammála síðasta ræðu- manni, segir m.a. þetta: - - - Það er grát- broslegt að horfa upp á ESB- Evrópu þessa dag- ana, mánuðina og árin. Árum saman hafa vindmyllu- valdamenn þar tíst um töframátt hins mjúka valds (e. soft power) og þul- ið þær kennisetningar upp yfir veröldinni að stríð séu úrelt fyr- irbæri og að aðeins aumingjahátt- ur af þriðju gráðu og almennt tannleysi geti komið í veg fyrir þau. - - - Skilningurinn á að mátturinn, valdið og ríkidæmið flæði af sverðinu er horfinn – og nú álitinn eins konar zappþústapasta nýrra sítístandi grænsápumanna alls- herjar-vinstrisins, en sem væru ekki til ef máttur sverðsins hefði ekki verndað og varðveitt forfeður þeirra, dýrðina, söfnuðinn, ættina og þjóðirnar, Og árum saman hafa sömu sérfróðu vindbarningsmenn (hámenntaðir imbahalar) frætt heiminn um hversu „lítið, smátt og vesælt“ rússneska hagkerfið sé. - - - En núna sitja þessir sömu sér- fróðu háskólamenn valda- stéttarinnar skjálfandi og vind- myllubarðir í valdastólum sínum, íklæddir rúlluskautum og snjó- þrúgum til að geta forðað sér sem hraðast. - - - Þeir reyndu allt hvað þeir gátu að halda á sér hita með rúss- nesku gasi til að geta tíst út til um- heimsins hversu vondir Rússar værufyrir að voga sér að neita að samþykkja sökklana fyrir NATO inni í sjálfri forstofu Rússlands.“ Gunnar Rögnvaldsson Vindmylluvalda- menn skjálfa STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Rekstur Faxaflóahafna var með miklum blóma fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í greinargerð B- hluta fyrirtækja við framlagningu árshlutareiknings borgarinnar. Fyrstu sex mánuði ársins voru rekstrartekjur samtals 2.346 millj- ónir og voru 334 m.kr. yfir áætlun. Í fyrra voru tekjur 1.853 m.kr. fyrir sama tímabil. Tekjur af öllum liðum rekstrarins jukust frá sama tíma í fyrra. Fjárhagsáætlun gerði ekki ráð fyrir þeirri fjölgun skemmti- ferðaskipa í ár sem raun varð á. Var- lega var farið í að meta aukningu á milli áranna. Vörugjöld voru aðeins undir áætlun en aflagjöld yfir áætl- un, sem að stærstum hluta orsakast af meira aflaverðmæti. Skipagjöld og hafnarþjónusta skiluðu saman- lagt 715 m.kr. í tekjur, sem var um 30% heildartekna. Gert var ráð fyrir 492 m.kr. tekjum og skiluðu þessir liðir því 223 m.kr. umfram áætlun. Á tímabilinu jókst umferð skipa frá fyrra ári og að auki var tonnastærð þeirra skipa sem komu til landsins meiri. Þá voru færslur innan hafnar tíðari en undanfarin ár. Hagnaður fyrstu sex mánuði árs- ins 2022 nam 2.554 milljónum, sem má að mestu leiti rekja til sölu á Hafnarhúsinu en það var afhent Reykjavíkurborg 1. júlí. sisi@mbl.is Blómlegur rekstur Faxaflóahafna - Aukin umferð og stærri skip en áður - Tekjur af öllum liðum hafa hækkað Morgunblaðið/sisi Sundahöfn Hefur fært Faxaflóa- höfnum mestar tekjur á árinu. Breytingar á lífeyrisréttindum sam- eignardeildar Lífeyrissjóðs verzlun- armanna (live.is), sem áttu að taka gildi í þessum mánuði, frestast. Ástæðan er sú að breytingarnar eru enn til skoðunar hjá stjórnvöldum, að sögn lífeyrissjóðsins. Breytingarnar varða aðlögun rétt- indakerfis sameignardeildar að hækkandi lífaldri sjóðfélaga, aukna tryggingavernd sjóðfélaga og auk- inn sveigjanleika við lífeyristöku, ásamt auknum réttindum vegna góðrar stöðu sjóðsins. Stjórn LIVE samþykkti breyting- arnar 25. febrúar 2022 og ársfundur sjóðsins samþykkti þær 29. mars 2022. Breytingarnar áttu að taka gildi 1. september síðastliðinn. Þær bíða staðfestingar fjármálaráðherra og taka gildi fyrsta virka dag næsta mánaðar eftir staðfestingu ráð- herrans. Kjör sjóðfélaga batna Sem kunnugt er jók LIVE áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild um 10% í nóvember 2021 og miðaðist hækkunin við áramótin þar á undan. Hún var gerð vegna góðrar ávöxt- unar eigna sjóðsins. Samkvæmt frétt lífeyrissjóðsins frá því í vor var gert ráð fyrir því að auka réttindi sjóðfélaga enn frekar og að hækka lífeyrisgreiðslur um liðlega 7%. Þá á að hækka makalífeyri, bæta örorku- tryggingu sjóðfélaga auk þess sem lífeyrir verður endurreiknaður oftar en áður hjá þeim sem eru byrjaðir að taka lífeyri og eru enn í launaðri vinnu. Sjóðfélagar verða upplýstir um framvindu mála á vef lífeyrissjóðsins auk þess sem fylgjast má með Face- book síðu hans. gudni@mbl.is. Breytingar á lífeyr- isréttindum frestast - LIVE bíður þess að ráðherra sam- þykki breytingarnar Morgunblaðið/Kristinn Hækkun Lífeyrissjóður verzlunar- manna vill hækka greiðslur. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Virka daga 10-17 Laugardaga 11-15 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum 2000 — 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.