Morgunblaðið - 08.09.2022, Side 18

Morgunblaðið - 08.09.2022, Side 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Mikið úrval af borðstofuhúsgögnum frá CASØ Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N VIÐTAL Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Þetta byrjaði mjög snemma. Ég man eftir því að hafa verið að rölta í skólann þegar ég var sex ára, í fyrsta bekk í Engidalsskóla í Hafnarfirði, og horfði þá á stjörnurnar á himninum,“ segir Sævar Helgi Bragason, vísinda- miðlari, dagskrárgerðarmaður, rit- höfundur, jarðfræðingur og jarð- arbúi. Hann ætti að vera mörgum lesendum kunnur þar sem hann hefur undanfarna tvo áratugi dúkkað upp í flestum fjölmiðlum landsins og verið iðinn við að benda lesendum, hlust- endum og áhorfendum þeirra á kom- andi sól- eða tunglmyrkva, vænlega tíma til norðurljósaskoðunar eða bara benda á einhver merkileg fyrirbæri í himingeimnum, jafnvel eitthvað sem gerist á morgun og gerðist síðast á 13. öld og gerist ef til vill ekki næst fyrr en árið 2550, svo eitthvað sé nefnt. Hafnfirðingurinn, sem nú er brott- fluttur, rifjar áfram upp æskuár sín og nefnir sumarbústaðaferðir að vetr- arlagi með foreldrum sínum og afa og ömmu þar sem vel sást til stjarna og norðurljósa í myrkrinu. Hin endan- lega opinberun himingeimsins hafi þó vitrast Sævari þegar hann fékk að líta óravíddirnar gegnum sjónauka. „Ég fékk að kíkja í sjónaukann hjá frænda mínum, Snævari Guðmunds- syni. Og þegar ég sá Satúrnus og tunglið og allt þetta í fyrsta skipti í gegnum sjónauka var ekki aftur snú- ið,“ rifjar Sævar upp og kannski eng- in furða að viðurnefnið Stjörnu- Sævar hafi límst við hann fyrir þó nokkrum árum. Ætlaði í reikistjörnujarðfræði „Svo jókst áhuginn bara eftir því sem ég lærði meira um þetta og nú er ástríðan komin á það stig að mig lang- ar til að segja öllum frá því hvað þetta er merkilegt og skemmtilegt,“ segir Sævar sem þó lagði ekki til atlögu við stjarneðlisfræði eða önnur geimvís- indi í háskólanámi sínu heldur var öllu jarðbundnari. „Ég er með BS-gráðu í jarðfræði. Það var engin stjörnufræðilína eða neitt svoleiðis í boði, nema sem fram- haldsnám. Þannig að ég ætlaði að mennta mig í reikistjörnujarðfræði, vera sérfræðingur í Venusi og Mars og tunglinu og svo framvegis,“ segir Sævar frá. „Slíkt nám er til dæmis í boði í Bandaríkjunum þar sem ég þekki mjög marga prófessora á þessu sviði, í reikistjörnufræðum. Svo greip lífið bara inn í og tók aðra stefnu. Ég álpaðist inn í miðlun og hef jú verið að segja frá þessu í fjölmiðlum og kenna þetta,“ heldur Sævar áfram en hann ritstýrir Stjörnufræðivefnum, stjornufraedi.is. Honum auðnaðist þó að taka þrjú námskeið í stjarneðlisfræði í háskól- anum en er annars sjálflærður í þeim vísindum sem eiga hug hans allan. „Ég er skokkari, matargat og ástríðufullt vísindanörd,“ segir Sæv- ar glettnislega af lífi sínu nú til dags en þeim Þórhildi Fjólu Stef- ánsdóttur, sambýliskonu hans á besta stað í Fossvogi, sem starfar hjá hugbúnaðarlausnafyrirtækinu Wise, þykir fátt skemmtilegra en að borða góðan mat og drekka góða drykki. Hubbles og James Webb „Við ferðumst meira að segja til að borða og erum á leið til Kaupmanna- hafnar, bara til að borða á veitinga- staðnum Geranium, sem er þriggja Michelin-stjarna staður og var ný- lega útnefndur veitingastaður númer eitt í heiminum,“ segir Sævar frá en hann er faðir tveggja drengja, þeirra Arnórs Braga, 11 ára, úr fyrra sam- bandi og Jökuls Mána, sem er eins og hálfs árs, sonur þeirra Þórhildar. Systkini Sævars eru Arnar Ingi og Karen Ýr og foreldrarnir Bragi Guð- mundsson og Hjördís Sævarsdóttir. Sævar hefur um dagana kynnst fjölda vísindafólks með því að sækja ráðstefnur víða um heim. „Ég þekki fólk sem er að vinna við Marsleið- angrana, könnun reikistjarna í ytra sólkerfinu, Hubbles- og James Webb-sjónaukana. Þetta er frekar lítið samfélag og fólk þekkist býsna vel. Einn af mínum bestu vinum er prófessor við Leiden-háskólann í Hollandi, Pedro Russo, og hann er vel tengdur. Þegar maður hittir hann hittir maður aragrúa stjarnvísinda- fólks hvaðanæva að,“ segir Sævar af ástríðu sinni. Hann er nýhættur í starfi við los- unarbókhald hjá Umhverfisstofnun „en að öðru leyti hef ég verið að skrifa bækur, búa til sjónvarp, halda fyrirlestra og sýna fólki himininn. Ég hef lifað á því undanfarin ár. Ég ætl- aði að vera voðalega sniðugur og setja ekki öll eggin í sömu körfuna en svo kom Covid og þá hrundu öll egg úr öllum körfum. Það mátti ekki heimsækja skóla og ekki koma neins staðar fram og allt hvarf á einu bretti svo ég sótti um hjá Umhverfisstofnun og fékk þetta starf sem ég er ótrú- lega þakklátur fyrir. Ég hef lært ótrúlega margt á stuttum tíma,“ seg- ir Sævar sem nú rær þó á ný mið. Hann er á leið til KPMG, til liðs við sjálfbærniteymið þar á bæ. Það hefur á sinni könnu að fræða fyrirtæki um samfélagslega ábyrgð, umhverfismál og ábyrgð í rekstri á þeim vettvangi. „Þannig að ég tek ýmis störf að mér ofan á allt annað sem ég er að grúska,“ segir Sævar. Ísland er að hans mati heppilega staðsett þegar kemur að því að fylgj- ast með gangi mála á himnum. „Við búum undir norðurljósabelti sem býður upp á mikið sjónarspil. Svo þarf ekki að fara langt út úr bænum til að komast í gott myrkur svo við er- um ágætlega stödd,“ segir stjarnvís- indamaðurinn sem, eins og nefnt var hér í upphafi, hefur frætt Íslendinga um gang himintungla gegnum fjöl- miðla í tvo áratugi. „Ég bara veit það ekki“ „Ég fór í mitt fyrsta sjónvarps- viðtal í Kastljósi þegar ég var 15 eða 16 ára. Það var árið 2000 og svo jókst þetta hægt og bítandi. Stjarneðlis- fræðingar uppi í háskóla mæltu með mér sem viðmælanda þótt ég hefði ekki einu sinni verið í námi hjá þeim og svo vatt þetta upp á sig. Mér var sagt að það væri hægt að skilja mig og ég talaði mannamál,“ segir Sævar sem að viti blaðamanns er allvel máli farinn. Undir lok þessarar blaðaútgáfu viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á mbl.is fyrr en varir, er annað ótækt en að kasta fram einni mestu klis- juspurningu sólkerfisins. Er líf á Mars? „Ég skal koma með klisju- svarið sem er ógeðslega leiðinlegt: Ég bara veit það ekki,“ segir Sævar og hlær. „Þar er fullt af spennandi vísbendingum um rennandi vatn á yf- irborðinu og orku sem hefði getað viðhaldið lífi. Það er ekkert útilokað að það hafi verið líf þar þótt við höf- um aldrei fundið neitt,“ segir Sævar Helgi Bragason að lokum, kallaður Stjörnu-Sævar sem verður að teljast viðurnefni með rentu á þetta geð- þekka matargat og vísindanörd sem heldur betur hefur lagt sitt lóð á vog- arskálar stjörnufræða til handa al- menningi. „Matargat og vísindanörd“ - Hugfanginn af himingeimnum frá blautu barnsbeini - Sextán ára í Kastljósi að ræða stjörnurnar - Þarf ekki að fara langt til að komast í gott myrkur - „Mér var sagt að ég talaði mannamál“ Mataráhugafólk Sævar, Þórhildur, Jökull Máni og Arnór Bragi á ferðalagi í Commissey í Burgundy-héraðinu franska í maí. „Við vorum þarna í fjölskyldufríi ásamt nokkrum öðrum Íslendingum,“ segir Sævar af ferðalaginu. Eliza Reid ýtti úr vör nýrri herferð endurhæfingarmiðstöðvarinnar Ljóssins í vikunni. Herferðin ber yfirskriftina „Lífið í nýju Ljósi“. Fjöldi fólks mætti í höfuðstöðvar Ljóssins, meðal annars þátttakendur í herferðinni sem deila sögum af glímu sinni við krabbamein af ein- lægni. Starfsemi Ljóssins fer stöðugt vaxandi að því er fram kemur í til- kynningu frá félaginu, en á milli 2020 og 2021 fjölgaði þjónustuþegum um 24%. „Þessi mikla fjölgun veldur því að þrengra er um alla starfsemi í húsa- kynnum Ljóssins, og því mikil þörf fyrir stærra húsnæði fyrir endurhæf- inguna. Markmið verkefnisins er að eignast enn fleiri mánaðarlega vini til að styðja við starf Ljóssins. Þörfin er sannarlega fyrir hendi enda húsa- kostur Ljóssins orðinn afar þétt set- inn,“ segir í tilkynningunni. Herferðinni er ætlað að vekja at- hygli á því að fólk getur bæst í hóp Ljósavina, sem eru mánaðarlegir stuðningsaðilar Ljóssins. Hafa þeir gert það kleift að bjóða upp á endur- gjaldslausa endurhæfingu krabba- meinsgreindra. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni Ljósið.is. Ljósmynd/Ragnar Th. Upphafi Eliza Reid var ein þeirra sem tóku þátt í að hleypa nýrri herferð Ljóssins af stokkunum. Ætlunin er að safna fleiri Ljósavinum fyrir félagið. Starfsemi Ljóssins þarf stærra húsnæði - Nýrri herferð hleypt af stokkunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.