Morgunblaðið - 08.09.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 08.09.2022, Síða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 MX 17.995 kr. / St. 36-42 LÉTTIR GÖTUSKÓR MX 14.995 kr. / St. 36-41 MX 14.995 kr. / St. 36-41 MX 17.995 kr. / St. 36-42 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS Rússland hefur haldið í eins flokks kerfi þar sem allir eru meðlimir sama flokksins. Þess vegna hefur hefðin fyrir því að bókmenntir og listir þjóni flokknum haldist. En í Úkraínu eru listamenn og rithöfundar óháðir ríkisstjórninni eftir fall Sovétríkj- anna og eru alltaf í andstöðu við ráða- menn. Nú eru þeir í andstöðu við Sel- enskí,“ segir hann og hlær. „Úkraínskar bókmenntir og listir hafa þróast óháð klassískri úkra- ínskri hefð og óháð rússneskri hefð. Bókmenntirnar eru þar af leiðandi mun evrópskari og mun nútímalegri en rússneskar bókmenntir. Ég skrifa mest á rússnesku en meirihluti úkra- ínskra rithöfunda skrifar á úkraínsku og þeir eru mjög meðvitaðir um að ný úkraínsk bókmenntahefð hefst með þeim og þeir eru stoltir yfir því að vera fyrstir.“ Kúrkov hefur sagt í viðtölum und- anfarið að hann íhugi að byrja að gefa út bækur sínar á úkraínsku í stað rússnesku eins og hann hefur gert. „Það var aldrei nein andstaða á milli þeirra sem tala úkraínsku og þeirra sem tala rússnesku. Hálf þjóð- in talar rússnesku og hinn helming- urinn úkraínsku. Nú er úkraínskan svolítið að taka yfir. Rússneskumæl- andi eru svona 30-40% íbúa en úkra- ínskumælandi höfundar eru mun virkari og úkraínskir lesendur líka. Til dæmis seljast úkraínskar þýð- ingar bóka minna mun betur en rúss- neskar útgáfur þeirra,“ segir hann. „Nú er rússneska orðin tungumál óvinarins. Svo meira að segja þeir Úkraínumenn sem hafa rússnesku að móðurmáli eins og ég eru farnir að tala meiri úkraínsku. Og ég sé fyrir mér að rússneska verði notuð minna og minna í framtíðinni.“ Hermenn stofna bókaútgáfur Stríðið við Rússa hefur ekki aðeins haft áhrif á tungumál bókmenntanna heldur einnig innihald þeirra. „Þetta stríð hefur nú þegar staðið yfir í átta ár og síðan þá hafa úkra- ínskar bókmenntir orðið mun her- skárri. Úkraínskar bókmenntir voru mjög rómantískar og ópólistískar en frá 2014 fóru bókmenntirnar að fjalla mikið um stríðið í Donbas. Við erum nú með tvenns konar stríðs- bókmenntir. Annars vegar bækur eftir menn sem hafa gegnt herþjón- ustu. Við erum að tala um hundruð bóka. Fyrrverandi hermenn hafa stofnað sínar eigin bókaútgáfur. Hins vegar höfum við bækur um stríðið eftir venjulega rithöfunda.“ Beðinn að mæla með verkum ann- arra úkraínskra rithöfunda nefnir Kúrkov tvennt. Annars vegar „dásamlega fjölskyldusögu þriggja kynslóða“ eftir Mariu Matios og hins vegar The Tango of Death eftir Júrí Vinntsjúk, sem hann segir „frábæra bók um lífið í Lviv fyrir síðari heims- styrjöldina og meðan á henni stóð“. Báðar bækurnar fjalla um átök um yfirráð yfir landsvæðum í Úkraínu. „Úkraína er bæði heppin og óheppin. Þetta er landsvæði sem er mjög frjó- samt og með góðan landbúnað. En það er líka mikið af nágrönnum sem vilja eigna sér þetta góða land.“ Kúrkov er þekktur fyrir beittan húmor í verkum sínum. „Ég ólst upp í Sovétríkjunum þar sem það að segja brandara var leið til þess að mótmæla. Ég samdi brandara, þar á meðal pólitíska, í mörg ár áður en ég byrjaði að skrifa smásögur. Húmor er leið til þess að sýna andstöðu við þann raunveruleika sem þér líkar ekki við. Ég féll fyrir svörtum húmor, þessari kaldhæðnislegu sýn á raun- veruleikann. Það er minna af húmor í seinni verkunum mínum af því ég hélt að ég hefði tapað skopskyninu árið 2014 vegna atburðanna sem áttu sér stað þá og mér leið eins í upphafi innrás- arinnar í ár. En ég held að skop- skynið sé að koma aftur til mín. Það er leið til þess að lifa af og halda söns- um.“ Harmrænn dauðdagi hamstra Skáldsaga hans Dauðinn og mör- gæsin kom út í íslenskri þýðingu Ás- laugar Agnarsdóttur árið 2005 en Bjartur stóð fyrir endurútgáfu fyrr á þessu ári. Þar er mörgæsin Misha í stóru hlutverki. „Það er mikið um dýr í verkum mínum og það eru margar ástæður fyrir því. Meginástæðan er sú að ég átti mörg gæludýr sem barn og þau dóu öll harmrænum dauðdaga. Þannig að þegar ég byrjaði að skrifa fór ég ósjálfrátt að lífga þau við í textanum. Ég byrjaði að skrifa þegar ég var sjö ára. Þá skrifaði ég fyrsta ljóðið mitt eftir að tveir af hömstrunum mínum dóu. Ég átti þrjá svo þetta var um einmanaleika þess sem eftir lifði og hafði misst vini sína. Og viku síðar féll sá þriðji fram af svölum á fimmtu hæð,“ segir skáldið. „Dýr eru alltaf saklaus. Þau eru fyrirsjáanleg því maður veit hvernig þau hegða sér. Það er gott að hafa þau með í bókum sem tákn fyrir eðlilegt ástand því fólk er ekki fyrir- sjáanlegt. Sum dýr hafa líka tákn- ræna merkinu. Mörgæsin Misha er mjög táknræn. Mörgæsir eru hóp- dýr og það eru Rússar líka. Mörgæs getur ekki lifað án þess að vera hluti af einhverju stærra.“ Þannig kallist aðalpersónan Viktor, sem lærir að laga sig að lífinu eftir fall Sovétríkj- anna og lifa af einn síns liðs, á við mörgæsina, sem er gjörsamlega týnd. Snúa aftur heim í október Kúrkov hefur undanfarna mánuði einbeitt sér að skrifum fyrir vest- ræna fjölmiðla en segist vonast til að geta snúið sér að skáldskapnum fljótlega. Þegar stríðið hófst var hann að vinna að þriðju bókinni í þrí- leik um borgarastríðið í Úkraínu ár- ið 1919. „Það er margt í þessum bók- um sem líkist því sem er að gerast í dag. Á árunum 1918-1921 snerist stríðið um innrás bolsévika sem vildu innlima Úkraínu í Sovétríkin. Þeir gerðu fjórar tilraunir og tókst það í fjórðu tilraun árið 1921.“ En Kúrkov virðist handviss um að Úkraínumenn muni ekki tapa sjálf- stæði sínu í þetta sinn. „Rússar munu ekki vinna. Þeir eru að vonast til að stela meira landi frá Úkraínu og fleira fólki. En ég held að allir geti séð núna að þeir hafa ekki hvatninguna sem þarf. Úkraínu- menn hafa hins vegar hvatninguna til þess að verja sjálfstæði sitt.“ Kúrkov kom hingað til lands frá Marseille í Frakklandi þar sem hann hefur, ásamt eiginkonu sinni, hafst við síðan í júní. Þaðan hefur hann ferðast um Evrópu til þess að tala um málefni Úkraínu. Snemma í október munu snúa þau aftur til heimalandsins þar sem börn þeirra eru búsett. „Menning er vopn“ - Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov hlaut Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness - Segir innrás Rússa hafa áhrif á bókmenntir Úkraínu - Húmorinn er leið til þess að halda sönsum Morgunblaðið Eggert Verðlaun „Húmor er leið til þess að sýna andstöðu við þann raunveruleika sem þér líkar ekki við,“ segir úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov sem tók við Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness síðdegis í gær. VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta kom mér stórlega á óvart og var í raun tvöföld ánægja. Annars vegar að hljóta verðlaunin og hins vegar að fá tækifæri til þess að koma aftur til Íslands. Þetta er þriðja heimsókn mín hingað, á þennan dásamlega stað með þessa dásam- legu menningu,“ segir úkraínski rit- höfundurinn Andrej Kúrkov. Hann tók í gær á móti Alþjóðlegum bók- menntaverðlaunum Halldórs Lax- ness í hátíðarsal Háskóla Íslands. „Þetta gefur mér tækifæri til þess að velta því fyrir mér hvernig Íslandi tókst að breiða út menningu sína og þróa ríkisstefnu þar sem stutt er við listir og menningu. Ég vildi að Úkra- ína væri þannig.“ Kúrkov, sem er einn þekktasti rit- höfundur Úkraínumanna, hefur verið áberandi talsmaður heimalandsins í fjölmiðlum víðsvegar um Evrópu frá því að innrás Rússa hófst. „Þetta er skylda hvers rithöfundar og ég held að flestir skáldsagnahöfundar séu hættir að skrifa skáldskap og hafi snúið sér að blaðagreinum og þátt- töku í ýmsum viðburðum.“ Hann segir þó að menningarlífið í Úkraínu sé enn nokkuð virkt þótt auðvitað fari hluti þess fram á netinu. „Frá því í mars hafa verið reglu- legir bókmenntaviðburðir í loftvarn- arbyrgjum og neðanjarðarlestar- stöðvum og ég held að það sé gott dæmi um það hvernig menning getur orðið liður í andspyrnu. Fyrir fimm eða sex árum áttaði forsetisráðherr- ann sem þá var, Porosjenkó, sig á því að menning er vopn. Rússar hafa not- að rússneska menningu sem vopn í áraraðir. Menning er tól til þess að móta sjálfsmynd og ef þú hefur ekki menningu þá hefurðu ekki þjóð sem finnst hún bundin landinu.“ Gjörólík viðhorf tveggja þjóða Kúrkov segir menningu þessara fyrrverandi Sovétríkja afar ólíka í grunninn. „Rússar og Úkraínumenn hafa ólík viðhorf. Rússneskur hugs- unarháttur er hugsun þar sem heild- in skiptir máli, þar sem þú ert hræddur við að skera þig úr og velur sameiginlega ábyrgð fram yfir að hafa eigin rödd. Við Úkraínumenn erum hins vegar einstaklingshyggju- menn.“ Fyrir innlimun Úkraínu í Sovét- ríkin hafi venjan verið að leiðtogar væru kosnir og fólk vant að vera sjálfstætt og svolítið anarkískt. „Það kaus einhvern en tveimur dögum síð- ar vildi það losna við hann og kjósa einhvern annan. Það er ástæðan fyrir því að núna höfum við yfir fjögur hundruð stjórnmálaflokka á skrá. En

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.