Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Jens Garðar Helgason, aðstoðar- forstjóri Ice Fish Farm, kveðst vona að stjórnvöld heimili bólusetn- ingu laxfiska gegn ISA-veirunni sem veldur blóðþorra. Veiran hefur valdið fyrirtækinu þó nokkru tjóni eftir að hún breiddist út milli kvía og eldissvæða á Austurlandi í vor. „Bólusetning- ar voru bannaðar vegna þess að við vorum ISA-veirulaust land, en núna er hið opinbera að skoða smitvarnir og bólusetning- ar,“ segir Jens og vísar til þess að Svandís Svav- arsdóttir mat- vælaráðherra hafi ákveðið að skipa starfshóp til að skoða smitvarnir og sjúkdóma í fiskeldi. Eitt þeirra at- riða sem eru til skoðunar er hugs- anlegur ávinningur af skyldubólu- setningu gegn ISA-veirunni. „Ég vona bara að það komi eitthvað út úr því, því bólusetningar sam- kvæmt rannsóknum stórminnka líkurnar á smiti,“ segir Jens. Starfshópnum hefur sérstaklega verið gert að skoða hvernig laxeldi fer fram í Færeyjum en þar eru fyrirtæki með hvert svæði einangr- að og aðeins ein kynslóð laxa alin upp hverju sinni. Einnig eru miklar takmarkanir hafðar á samgangi á milli eldissvæða í Færeyjum. „Nú hefur blóðþorri verið stað- festur í öllum kvíum í Reyðarfirði og grunur er á smiti víðar. Það verður að grípa til allra hugsan- legra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Náttúra Íslands er okkar fjöregg og skylda okkar að vernda hana sem best við get- um,“ sagði Svandís um málið í sum- ar. Útsetning seiða hafin Útsetning seiða í sjókvíar við Sigmundarhús í Reyðarfirði hófst í síðustu viku og er stefnt að því að halda því áfram auk þess sem sett verða út seiði í sjókvíar við Grip- alda í haust, segir Jens. Öllum fiski í kvíunum var slátrað í kjölfar þess að ISA-veiran greindist á svæðinu. Fyrst greindist veiran í kvíum við Sigmundarhús í Reyðarfirði í apríl en þegar ljóst varð í maí að veiran hefði farið yfir á önnur eld- issvæði í firðinum var ákveðið að hefja slátrun á öllum eldislaxi í firð- inum. Vaknaði síðan grunur um að veiran væri einnig komin í Beru- fjörð og var ákveðið að tæma fjörð- inn eftir að smit var staðfest. Enn er eitthvað um eldislax í sjókvíunum í Berufirði. Spurður um framvindu mála þar svarar Jens: „Við tæmum hann alveg á næstunni. Fiskurinn braggast vel í Berufirðinum og er við góða heilsu. Það hefur ekki verið aðkallandi að slátra honum alveg strax, en við gerum það á næstu vikum.“ Í fulla slátrun næsta haust Þá hafa um þrjár milljónir seiða verið settar út í sjókvíar Ice Fish Farm í Fáskrúðsfirði. „Það voru stór seiði sem við settum út þar, þau eru allt upp í kíló af stærð og við stefnum að því að byrja að slátra strax næsta haust,“ segir Jens. Spurður um framtíðarhorfur rekstursins svarar hann: „Núna erum við vonandi búin að komast yfir þennan veirufjanda og horfum bara björtum augum til framtíðar. Við gerum ráð fyrir að vera komin í fulla slátrun á ný næsta haust.“ Bindur von við bólusetningu - Ice Fish Farm gerir ráð fyrir að slátrun verði komin á fullt næsta haust - Slátra þurfti töluverðu magni vegna ISA-veiru - Útsetning seiða hafin á ný Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Smitleið Tækjabúnaður sem færður var milli sjókvía bar með sér ISA- veiruna og dreifði þannig veirunni um Reyðarfjörð og Berufjörð. Jens Garðar Helgason Í fundargerð fiskisjúkdómanefndar frá í júní kemur fram að talið sé að fyrsta smitið hafi komið upp í Gripalda eftir stökkbreytingu á svokölluðu „góðkynja afbrigði“ veirunnar yfir í HPR-del sem er meinvirkt afbrigði hennar. Smitið dreifðist síðan frá Gripalda yfir á önnur eldissvæði með tækjabúnaði, en með raðgreiningum kom í ljós að um sama uppruna er að ræða. Meinvirkt afbrigði veirunnar greindist í Gripalda, Sigmundar- húsum og Vattarnesi í Reyðarfirði annars vegar og Hamraborg og Svart- hamarsvík í Berufirði hins vegar. Sjúkdómseinkenni (klínísk einkenni) komu aðeins fram í fiski í einni kví en ekki í hinum þar sem meinvirka afbrigðið hafði greinst, samkvæmt upplýsingum sem lagðar voru fyrir nefndina. „Fiskur með klínísk einkenni var svæfður undir eftirliti Matvælastofn- unar, úr fiskinum var unnið hráefni í loðdýrafóður til útflutnings. Það sama er gert við fisk úr kvíum sem er of smár til manneldis þó svo klínísk einkenni hafi ekki komið fram. Fiski án klínískra einkenna er að öllu jöfnu slátrað til manneldis,“ segir í fundargerðinni. Einkenni í einni kví VEIKUR FISKUR SVÆFÐUR UNDIR EFTIRLITI MAST Samtök skoskra uppsjávaraf- urðastöðva (e. Scottish Pelagic Processors Association, SPPA) kalla eftir tafarlausum aðgerðum stjórnvalda til að styðja fyrir- tækin sem nú takast á við alvarleg áhrif stórhækkandi orkuverðs. Þetta er meðal þess er fram kem- ur í tilkynningu á vef samtak- anna. SPPA er málsvari skoskra fyr- irtækja sem vinna makríl, síld og kolmunna. Í bréfi, sem sent var um mánaðarmótin til m.a. Liz Truss, nýs forsætisráðherra Bret- lands, var sagt frá því að greinin væri að „nálgast neyðarástand og að þörf væri á mótvægisaðgerðum án tafar.“ Fyrirtækin sem eiga aðild að samtökunum eru samanlagt með um tvö þúsund starfsmenn. Starf- semin skapar einnig fjölda af- leiddra starfa. Auk þess að fram- leiða vörur fyrir breska markaðinn skila þau Bretlandi um 150 milljónum punda í útflutn- ingsverðmætum á ári hverju, um 24 milljörðum íslenskra króna. Biður SPPA meðal annars um að einhvers konar vinnsluskylda verði sett á uppsjávarfisk sem landað er í Skotlandi. gso@mbl.is Ljósmynd/SPPA Rekstur Skoskar vinnslur segja orkukostnað áhyggjuefni. Harma orkuverð í Skotlandi Afurðaverð á markaði 7. september,meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 475,83 Þorskur, slægður 454,09 Ýsa, óslægð 403,78 Ýsa, slægð 361,95 Ufsi, óslægður 246,01 Ufsi, slægður 274,79 Gullkarfi 262,63 Blálanga, óslægð 266,19 Blálanga, slægð 230,34 Langa, óslægð 318,75 Langa, slægð 298,67 Keila, óslægð 100,83 Keila, slægð 162,16 Steinbítur, óslægður 212,22 Steinbítur, slægður 349,65 Skötuselur, slægður 456,09 Grálúða, slægð 230,00 Skarkoli, óslægður 252,00 Skarkoli, slægður 468,20 Þykkvalúra, slægð 439,79 Langlúra, óslægð 253,89 Langlúra, slægð 271,45 Sandkoli, óslægður 144,20 Sandkoli, slægður 136,35 Gellur 1.438,85 Hlýri, óslægður 348,58 Hlýri, slægður 337,36 Kinnfiskur/þorskur 997,00 Lúða, slægð 530,42 Lýsa, óslægð 102,34 Lýsa, slægð 147,56 Stórkjafta, slægð 185,00 Undirmálsýsa, óslægð 101,94 Undirmálsýsa, slægð 108,48 Undirmálsþorskur, óslægður 226,56 Undirmálsþorskur, slægður 232,38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.