Morgunblaðið - 08.09.2022, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
H
á verðbólga er ein helsta áskorun
flestra hagkerfa heims um þess-
ar mundir. Ástæður hennar er
einna helst að finna í nauðsyn-
legum efnahagsaðgerðum vegna
Covid-heimsfaraldursins, óafsakanlegri innrás
Rússlands inn í Úkraínu og sumpart í hinni al-
þjóðlegu peningastefnu frá 2008. Verðbólga víða
í Evrópu birtist ekki síst í himinháu orkuverði
sem er farið að sliga fjárhag fjölskyldna og fyr-
irtækja í álfunni. Stjórnvöld í ýmsum löndum
hafa þegar tilkynnt um aðgerðapakka til þess að
dempa áhrif þessara hækkana, til dæmis með
lánalínum, beingreiðslum til heimila og hval-
rekasköttum á orkufyrirtæki til þess að fjár-
magna mótvægisaðgerðir.
Ísland hefur ekki farið varhluta af alþjóðlegri
verðbólgu en spár hérlendis gera áfram ráð fyr-
ir hárri verðbólgu, þrátt fyrir að hún hafi minnkað örlítið í
síðasta mánuði er hún mældist 9,7%. Stór stýribreyta í þró-
un hennar hérlendis er mikil hækkun á húsnæðisverði
ásamt mikilli einkaneyslu. Það er gömul saga en ekki ný að
langtímaáhrif verðbólgu eru slæm fyrir samfélög. Þau, sem
hafa minnst milli handanna, eru berskjölduðust fyrir áhrif-
um hennar, sem og fjölskyldur sem hafa nýlega fjárfest í
eigin húsnæði og sjá húsnæðislán sín hækka verulega í
kjölfar vaxtahækkana. Það er mikilvægt að styðja við þessa
hópa.
Í sögulegu samhengi hefur verðbólga átt sinn þátt í
heimssögulegum atburðum. Þannig átti hækkandi verð á
hveiti og korni til að mynda sinn þátt í falli kommúnismans
í Sovétríkjunum 1989. Fræðimenn hafa rýnt í samhengið á
milli hærra matvælaverðs og óstöðugleika í
ýmsum ríkjum. Þannig sýndi til dæmis hag-
fræðingurinn Marc Bellemare, prófessor við
Háskólann í Minnesota, fram á sterk tengsl
milli ófriðar og matvælaverðs í hinum ýmsu
löndum á árunum 1990-2011.
Ísland er að mörgu leyti í sterkri stöðu til
þess að takast á við háa verðbólgu. Undirliggj-
andi staða þjóðarbúsins er sterk. Stjórnvöld og
Seðlabankinn róa í sömu átt og landið er ríkt af
auðlindum. Ísland býr við mikið sjálfstæði í
orkumálum miðað við ýmsar aðrar þjóðir og
framleiðir mikla endurnýjanlega orku fyrir
heimili og fyrirtæki. Íslensk heimili greiða lágt
verð fyrir orku en verðlagning hennar lýtur
ekki sömu lögmálum og verðlagning á orku á
meginlandi Evrópu, þar sem íslenska flutnings-
netið er ótengt því evrópska. Slíkt hjálpar
óneitanlega við að halda aftur af verðbólgu. Þá byggist
efnahagslífið á öflugum stoðum eins og gjöfulum fiski-
miðum, heilnæmum landbúnaði og öflugri ferðaþjónustu.
Allt eru þetta þættir sem styðja við að ná verðbólgunni nið-
ur til lengri og skemmri tíma. Það verkefni er stærsta
verkefni hagstjórnarinnar þegar að fram í sækir enda ógn-
ar há verðbólga velsæld, bæði beint og óbeint, og dregur
þannig úr samstöðu í samfélaginu. Mikilvægt er að stjórn-
völd standi áfram vaktina og verði tilbúin að grípa inn í, eft-
ir því sem þurfa þykir, til að verja þann efnahagslega ár-
angur sem náðst hefur á undanförnum árum.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Innlend orka er gulls ígildi
Höfundur er viðskiptaráðherra
og varaformaður Framsóknar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Á
hugi á landeldi á laxi í
heiminum hefur stórauk-
ist á síðustu árum og
nokkur stórverkefni á því
sviði eru í undirbúningi eða komin á
framkvæmdastig hér á landi. Leið
frumherjanna hefur þó verið grýtt
og þeir þurft að yfirstíga vantrú og
mörg vandamál. Framleiðslan er
lítil enn sem komið er en eykst með
nýjum stöðvum sem eru að komast í
gagnið.
Þetta kemur fram í skýrslu
sem Leó Alexander Guðmundsson,
líffræðingur hjá Hafrann-
sóknastofnun, hefur skrifað og
stofnunin birt á vef sínum. Farið er
vítt og breitt yfir sviðið, meðal ann-
ars með tilliti til sjókvíaeldis. Sjón-
um er sérstaklega beint að kerfum
til að endurnýta vatn og að öðrum
aðferðum sem notaðar eru við land-
eldið.
Jafnstórt og sjókvíaeldið?
Eins og sést á meðfylgjandi
grafi hafa laxeldisfyrirtæki í hyggju
að margfalda framleiðslu sína á
skömmum tíma. Á árinu 2017 var
reiknað með 150 þúsund tonna
framleiðslu á ári en nú er verið að
ræða um tvær til 2,5 milljónir tonna
á ári. Síðarnefnda spáin svarar til
þess magns af laxi sem nú er fram-
leitt í sjókvíum í heiminum öllum.
Hingað til hafa áform um stór-
aukið landeldi ekki staðist. Leó seg-
ir að ekki sé hægt að segja til um
hversu stór hluti áformanna, sem
nú eru uppi, verði að veruleika en
vekur athygli á því að mögulega
þurfi aðeins tvö verkefni að ganga
upp til að úr verði veldisvöxtur í
greininni. Það myndi liðka fyrir
fjármögnun annarra stöðva.
Segir í skýrslunni að flestir
fræðimenn, sérfræðingar og álits-
gjafar séu sammála um að fram-
leiðsla úr landeldi verði viðbót við
sístækkandi markað fyrir lax. Ekki
er búist við að landeldið hafi áhrif á
verðmyndun á markaði næsta ára-
tuginn.
Margir hafa talið líklegast að
landeldi verði byggt upp sem næst
stórum mörkuðum, til dæmis í
Bandaríkjunum og Asíu, vegna
kostnaðar við flutning og kolefnis-
spors. Norðmenn og fleiri framleið-
endur myndu eftir sem áður sinna
Evrópumarkaði sem enn er stærsti
markaðurinn fyrir lax í heiminum.
Leó telur að ef framtíðaráætl-
anir um aukið landeldi ganga eftir
gæti samkeppni við eldislax úr
sjókvíum harðnað í framtíðinni. Sér-
staklega ef Norðmenn auka fram-
leiðslu sína í sjókvíaeldi, eins og
áform eru um, og bæti við úthafseldi
í lokuðum kvíum og landeldi. Veltir
hann fyrir sér hvort eftirspurnin
komi til með að halda í við aukið
framboð eða hvort þróunin leiði til
þess að heimsmarkaðsverð lækki.
Lax úr landeldi verði
viðbót við sjókvíaeldi
Fjögur verkefni í landeldi hér á landi eru í sýnilegu undirbúningsferli
eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Verði þau að veruleika verður
framleiðslan yfir 100 þúsund tonn af laxi á ári. Til samanburðar má
geta þess að framleidd voru 46 þúsund tonn af laxi hér á landi á síð-
asta ári, að megninu til í kvíum í sjó. Fjárfesta þarf fyrir hundruð millj-
arða, kalla þarf til þúsundir starfsmanna og auka raforkuframleiðslu
umtalsvert.
Stærsta verkefnið er landeldisstöð Samherja fiskeldis í Auðlinda-
garðinum á Reykjanesi. Undirbúningur miðast við 40 þúsund tonn en
verkefninu verður áfangaskipt. Áformað er að eldi hefjist á árinu 2025.
Framkvæmdir eru í fullum gangi á lóð Landeldis (Deep Atlantic) á
ströndinni við Þorlákshöfn. Þar á að reisa í áföngum 32.500 tonna
stöð. Fyrstu seiðin eru komin í eldi í stöðinni.
Geo Salmon hefur samið við norskt fyrirtæki um að byggja fyrsta
áfanga 20-24 þúsund tonna stöðvar á ströndinni í nágrenni Þorláks-
hafnar. Setja á út fyrstu seiðin árið 2025. Fleiri fyrirtæki hafa samninga
eða vilyrði fyrir lóðum á þessum stað, meðal annars Fiskeldi Ölfuss og
Arnarlax, en minna er vitað um áform þeirra.
Fjórða fyrirtækið sem er í alvarlegum undirbúningi er Icelandic Farm-
ed Salmon sem undirbýr 11.500 tonna stöð í Vestmannaeyjum.
Yfir 100 þúsund tonn á ári
STÓR LANDELDISVERKEFNI Í UNDIRBÚNINGI Á ÍSLANDI
Þróun framtíðaráforma um landeldi á laxi
Samantektir gerðar árin 2017-2022, áform um framleiðslu, þús. tonna
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2017 2018 2019 2020 2021 2022*
Heimild: Hafrannsóknastofnun, skýrslan „Lax á landi“. Byggt á samantektum greiningaraðila og annarra;
2017: Aukner og Hanstad (2017), 2018 og 2019: Ernst & Young (2019), 2020: iLaks.no (2020k), 2021: Salmon-
Business (2021f) og 2022: Norsk Fiskerinæring (2022). *Á við um lax og laxfiska.
150
350
973
1.400
2.012
2.451
16
Framtíðaráform um
framleiðslumagn á laxi
(og laxfiskum) í landeldi hafa
16-faldast frá 2017
Vel má vera að
það gleðji
suma, vítt og
breitt um veröld, að
nýr forsætisráð-
herra, Liz Truss
Breta, hafi skipað í
fjölmenna rík-
isstjórn sína og að
það hangi í því að þar
finnist einn hvítur, miðaldra
íhaldsmaður í burðugu ráðuneyti.
Frúin er þriðja konan sem situr í
öndvegi forsætisráðherrans í
Downingstræti 10.
Þau tímamót gætu gefið tilefni
til þess að héðan í frá verði það
eitt af aukaatriðunum til hvors
kyns oddvitinn þar telst.
En sjálfsagt er ekki algjörlega
hægt að útiloka að fordæmt verði
sem hneyksli að enn hefðu engin
af hinum kynjunum 16, eða hvað
þau voru mörg, sem Obama ákvað
að væru til staðar, fengið réttláta
viðurkenningu.
Kannski mætti vera að stjórn-
málafræðingum, sem eru næsta
einsleit hjörð, þætti loks eftirtekt-
arvert og jafnvel svo að ástæða
væri til að hafa orð á því, að hin
aðalblokkin í breskum stjórn-
málum, Verkamannaflokkurinn,
vígi vinstrisins, skuli ekki enn
hafa lagt til konu til slíks virðing-
arembættis. Sé horft til næstu
framtíðar í þeim efnum þá leggja
þeir Verkamannaflokksmenn
áfram upp með snotran karl og Sir
að auki uppi í næstu baráttu um
húsið fræga númer 10. Gæti reynt
á þetta fyrr en ætlað sé, því að
ýmsir telja að gera megi ráð fyrir
að nýja forsætisráðherranum
gæti hentað að draga ekki nýjar
kosningar á langinn, þótt hún hafi
nokkurt svigrúm til þess.
Í gær stóð Truss forsætisráð-
herra fyrir svörum í
óundirbúnum fyrir-
spurnum í neðri
deild þingsins og
þótti standa sig með
prýði.
Æskilegt er að
smám saman hverfi
úr umræðu sá kækur
að gefa sér að mestu
skipti hvort karl eða kona fara
með forystu í ríkisstjórn. Mikil-
vægt er að bæði kynin hafi sem
jöfnust færi til að reyna sig við
störf á borð við þetta, sem kalla á
athygli alþjóðar og eftir atvikum
sanngjarna skoðun á því hvort að
oddviti stjórnmálanna standi sig í
eldlínunni. Þær þrjár konur sem
gegnt hafa stöðu forsætisráð-
herra í Bretlandi voru harla ólíkir
stjórnmálamenn um margt.
Thatcher var talin liggja hægra
megin við miðju pólitískra sjón-
armiða í flokki sínum. May var
talin heyra til hóps þingmanna
Íhaldflokks vinstra megin við
miðju hans. Getgátur eru uppi um
að Liz Truss sé næst miðjunni
þeirra þriggja. Hún lagðist gegn
því að Bretar gengju úr ESB. En
hefur síðan svarið og sárt við lagt
að afstaða hennar til þess hafi
gjörbreyst og því megi þjóðin
treysta fullkomlega.
Afstaða Theresu May, hvað það
stórmál snertir, var æði þoku-
kennd en þegar á hana reyndi á
forsætisráðherrastóli mátti aug-
ljóst vera að hún skipaði sér í sveit
þeirra íhaldsmanna sem ætluðu
sér að tryggja að afstaða meiri-
hluta þjóðarinnar um útgöngu
næði ekki fram að ganga!
Frú Thatcher hafði sífellt meiri
andúð á veru Breta í ESB og
fundu leiðtogarnir á meginlandinu
sífellt meira fyrir því.
Liz Truss er mest
borin saman við
Thatcher og May, en
best færi á að horfa
til mun stærri hóps
til samanburðar}
Minna mál við hvort
kyn „trúss“ er bundið
Umræðan sem
fram fór í Dag-
málum Morgun-
blaðsins í fyrradag
og er að hefjast er-
lendis er ekki aðeins
mikilvæg, heldur nauðsynleg. Í
Dagmálum var rætt við Sigríði
Andersen, fyrrverandi dóms-
málaráðherra, og Skúla Magn-
ússon, umboðsmann Alþingis, um
þær sóttvarnaaðgerðir sem ráð-
ist var í þegar kórónuveiruf-
araldurinn hófst og drógust svo á
langinn með faraldrinum.
Sigríður benti á að aðgerð-
irnar hefðu ekki verið ræddar á
Alþingi áður en til þeirra var
gripið og að þingið hefði lítið
komið að málum yfirleitt. Skúli
nefndi að þessu hefði verið öðru-
vísi farið annars staðar á Norð-
urlöndum þó að þar hafi ekki
heldur allt verið gert með réttum
hætti og nefndi minkamálið í
Danmörku í því sambandi. Þá
lýsti hann áhyggjum af réttarrík-
inu almennt vegna þessara að-
gerða og ekki síst hve þær hefðu
fengið að vara lengi,
mun lengur en hægt
væri að halda því
fram að neyðar-
réttur leyfði. Hann
sagði einnig
áhyggjuefni að fólk væri ef til vill
farið að sætta sig frekar við að
vera stjórnað með fyrirmælum
og reglugerðum og velti því upp
hvort réttarríkið hefði beðið var-
anlegan skaða.
Sigríður Andersen er meðal
þeirra sem sátu á þingi á meðan
aðgerðirnar gengu yfir og vör-
uðu við. Því miður voru þeir allt
of fáir, þingmennirnir sem það
gerðu. Sú umræða var mikilvæg
þó hún næði eyrum fárra í miðju
fárinu. Vonandi er það ekki svo,
að réttarríkið sé komið að fótum
fram, en hættan er fyrir hendi.
Rétta leiðin til að draga úr þess-
ari hættu er að ræða málin. Það
átti við á meðan aðgerðunum
stóð en það er ekki of seint og
það er hægt að draga úr hætt-
unni með því að ræða þetta og
rannsaka.
Hver verða áhrif
kórónuveirunnar
á réttarríkið?}
Nauðsynleg umræða