Morgunblaðið - 08.09.2022, Síða 31

Morgunblaðið - 08.09.2022, Síða 31
Léttari og ferskari áferð Kinnalitur getur gert ótrúlegustu hluti ef hann er rétt settur á andlitið og á réttum tímapunkti í förð- uninni. Lengi vel var reglan sú að setja kinnalit und- ir kinnbeinin en nú er komin ný tískubylgja; að setja kinnalitinn ofar og draga hann meira upp á kinn- beinin. Ljósmynd/Chanel Ferskur Kinnaliturinn gefur svo létta áferð að maður finnur ekki fyrir honum á húðinni. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Með þessari aðferð er hægt að lyfta andlitinu upp og verður maður mun frísklegri og hressilegri fyrir vikið. Fullkominn kinnalitur í þetta verkefni er fljótandi kinnaliturinn Les Beiges Wat- er-Fresh Blush frá Chanel. Fljótandi kinnalitir hafa þann kost að ljá andlitinu meiri ljóma því þeir eru ekki þurrir eins og púðurkinnalitir. Formúlan í Les Beiges er ein- stök, en hún er 75% vatn og sér maður litarefnin þegar maður sprautar honum út. Formúlan var þróuð með Micro- Fluid-tækni og veitir húð- inni mikinn raka. Blanda, blanda, blanda Best er að bera kinnalitinn á með bursta, helst með miðlungslöngum hárum og ekki of þéttum. Þannig næst einstaklega fal- leg áferð. Ekki þarf að nota mikið af honum, einn dropi dugar í báðar kinnar og því ætti varan að nýtast lengi. Ef eitthvað fer úrskeiðis er gott að jafna það út með hreinum svampi og dúmpa svo aftur létt yfir með afgangnum úr burstanum. Mundu að það þarf að nudda hann svolítið til að fá rétta áferð og til að virkja litarefnin í formúl- unni og því er mikilvægt að blanda, blanda og blanda eins og Heiðdís Rós Reynisdóttir stjörnu- förðunarfræðingur segir. Til að gera kinnalitinn enn meira áberandi er sniðugt að fara tvær umferðir. Setja fyrstu um- ferð á áður en þú setur farða. Síð- an seturðu léttan farða yfir, til dæmis Miracle Pure frá Max Fac- tor. Eftir það setur þú umferð númer tvö og þá er kinnaliturinn sterkari án þess að þú lítir út eins og trúður í framan. Einstök For- múlan er falleg en óvenjuleg. Ljósmynd/Chanel Nýtt Nú er í tísku að draga kinnalitinn upp á kinnbeinið en sú aðferð gefur andlitinu lyftingu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Ve 13 Við to rét Pe 21 reynsla Við fe pa 533 13 •Gefur samstundis aukinn ljóma •Örvar kollagenframleiðslu HOLLY WOOOD GLOW Þéttir slappa húð á andliti og hálsi 20% afsláttur af HOLLYWOOD GLOW NÝTTU TÆKIFÆRIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.