Morgunblaðið - 08.09.2022, Síða 40

Morgunblaðið - 08.09.2022, Síða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 ✝ Kristján Oddsson fæddist 1. sept- ember 1927 á Grett- isgötu 40b í Reykja- vík. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 25. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Sigríður Kristín Halldórsdóttir hús- móðir, frá Skálm- holtshrauni í Flóa- hreppi, f. 7.1. 1898, d. 7.4. 1964, og Oddur Björnsson stýrimaður og bókaútgefandi frá Akranesi, f. 7.11. 1989, d. 14.12. 1972. Systur Kristjáns voru Katrín, f. 17.3. 1923, d. 27.4. 1982, Andrea, f. 5.10. 1925, d. 1.3. 2022, og Birna, f. 23.5. 1931, d. 24.3. 2012. Kristján ólst upp í Reykjavík og bjó lengst af á Laugavegi 130 ásamt foreldrum og systrum. Hann fékk hefðbundna skóla- vist í barna- og gagnfræðaskólum. Hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1943 og lauk stúdentsprófi úr máladeild vorið 1947. stjórnum greiðslufyrirtækja og líf- eyrissjóða. Árið 1950 gekk Kristján að eiga Kristborgu Benediktsdóttur, f. 8.9. 1930, d. 17.10. 2010. Börn þeirra eru: 1) Þór, f. 21.5. 1951, d. 1.12. 1985. Börn Þórs og Elínborgar Þórarinsdóttur, f. 4.7. 1954, eru Anna, f. 4.8. 1974, Krist- borg, f. 7.10. 1977, og Þórarinn, f. 7.10. 1977. 2) Benedikt, f. 14.3. 1953. Börn Benedikts og Rósu Kristjánsdóttur, f. 14.11. 1955, eru Kolbrún, f. 19.5. 1978, Kristján, f. 23.4. 1980, og Kristrún, f. 26.7. 1988. 3) Sigríður Kristín, f. 15.12. 1956. Börn Sigríðar og Jökuls Sig- urðssonar, f. 28.1. 1955, d. 5.12. 1997, eru Tinna, f. 4.8. 1978, Orri, f. 11.7. 1984, og Sunna, f. 17.3. 1988. 4) Már, f. 5.7. 1958. Börn Más og Höllu Ásgeirsdóttur, f. 30.6. 1957, eru Anna Hrund, f. 26.2. 1981, og Ásgeir Þór, f. 15.8. 1984. 5) Oddur, f. 5.10. 1962, kvæntur Elsu Þór- isdóttur, f. 8.11. 1962. Börn Odds og fyrri konu hans, Hafdísar Sig- urðardóttur, f. 5.10. 1961, eru Ágústa, f. 9.9. 1981, Kristján, f. 18.1. 1989, og Ívar, f. 11.12. 1990. Barnabarnabörn eru 26. Útför Kristjáns fer fram í Bú- staðakirkju í dag, 8. september 2022, kl. 15. Samhliða námi stundaði Kristján ýmis störf til sjós er hann hafði aldur til en dvaldi í Neðra- Nesi í Stafholt- stungum á sumrin sem barn. Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám í lækna- deild Háskóla Ís- lands en hvarf frá námi í 2. hluta námsins vegna stækkandi fjölskyldu. Hann starf- aði við bóksölu í Bókaverslun Ísa- foldar og hjá Innkaupasambandi bóksala áður en hann hóf störf í Verzlunarsparisjóðnum. Við stofnum Verzlunarbanka Íslands starfaði hann fyrst í víxladeild, síðar sem skrifstofustjóri, aðstoð- arbankastjóri og loks sem banka- stjóri frá 1972. Við samruna sk. viðskiptabanka í Reykjavík (Versl- unar-, Útvegs-, Alþýðu- og Iðn- aðarbanka) í Íslandsbanka í árs- byrjun 1992 tók hann sæti í framkvæmdastjórn. Hann lauk störfum 1994 en starfaði áfram í Ástkær föðurafi okkar, Kristján Oddsson, kvaddi þann 25. ágúst sl. tæplega 95 ára að aldri. Við erum gæfusöm að hafa feng- ið að eiga afa KO að langt fram á fullorðinsár okkar, og þakka ber að hann var hress og hraustur fram yfir níræðisaldurinn. Afi og amma voru okkur systkinunum mikilvæg- ir bakhjarlar í fjölskyldunni, sér í lagi eftir fráfall föður okkar þegar við vorum enn á unga aldri. Á heimili þeirra og samvistum við þau hlutum við menningarlegt uppeldi, iðkuðum gott málfar og nutum nálægðar við bókmenntir og listaverk. Þau kynntu okkur töfra- heim leikhússins auk þess sem við höfðum aðgang að stolti heimilis- ins, hinu afar góða og yfirgrips- mikla bókasafni þeirra. Við búum að því að þau hjónin höfðu ákveðnar væntingar til okkar hvað varðar menntaveginn, sem reynd- ust okkur hvatning á því sviði. Yndi afa voru bókmenntir og ljóð. Hann þýddi nokkrar bækur, þeirra þekktust er Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley, auk þess sem hann gaf nokkrar bækur út. Hann hafði gott brageyra, var lunk- inn að setja saman vísur og við í fjölskyldunni eigum skemmtilegan brag um sérhvern meðlim. Er það nokkur bálkur enda afkomendur þeirra ömmu fjölmargir. Við fráfall ömmu þann 17. októ- ber árið 2010 varð mikil breyting á lífinu hjá afa. Hvað okkur systkinin varðaði hélt hann sínu striki og var samur við sig, góður heim að sækja, áhugasamur um okkar mál og líf, og studdi okkur með ráðum og dáð. Afi Kristján var afar vænn og traustur maður. Hann var glæsi- legur á velli, sem og þau hjónin bæði, tranaði sér eða sínu aldrei fram, heldur var „familían“ og eink- um barnabörnin ávallt í fyrirrúmi. Við kveðjum afa okkar með þakklæti og væntumþykju efst í huga. Anna, Kristborg og Þórarinn Þórsbörn. Nú hefur Kristján kvatt okkur, seinastur af fjórum systkinum. Andrea, móðir mín eða Adda eins og hún var venjulega kölluð, lést fyrir hálfu ári, á nítugasta og sjö- unda árinu. Yngst þeirra systkina, Birna, lést 2012 tæplega áttatíu og eins árs. Katrín, sem var elst, dó langt um aldur fram, 1982, ekki orðin sextug. Sorgin er óhjákvæmi- legur fylgifiskur lífsins, Kristján fór ekki varhluta af því. Hann missti konu sína fyrir tólf árum eftir tæp- lega 60 ára hjónaband og frumburð sinn í blóma lífsins sem hafði gefið honum þrjú barnabörn. Þetta eru mikil tímamót fyrir okkur, afkomendur ömmu og afa, Odds og Sigríðar Kristínar. Við systkinin höfum verið svo lánsöm að fá að hafa okkar foreldra inn í okkar efri ár. Nú er pabbi einn eftir af mökum móðursystkina minna. Einn staður gegndi lykilhlutverki í stórfjölskyldunni, Laugavegur 130, hús afa og ömmu sem foreldrar mín- ir eignuðust síðan. Þar bar fundum okkar Kristjáns helst saman þegar ég var barn að aldri. Lundin létt, líkt og hjá mömmu, þannig man ég Kristján. Einu sinni leitaði ég til Kristjáns vegna ritgerðarsmíðar þegar ég var í öldungadeild MH. Það var auðsótt að fá lánað heim úr bókasafni þeirra hjóna í Bjarmalandinu. Einhverju sinni, fyrir mörgum árum, sagði pabbi mér frá spjalli þeirra um bankastarfsemi en Krist- ján var bankastjóri. Pabbi hafði ákveðnar meiningar um tengsl inn- og útlána sem Kristján var ekki al- veg tilbúinn til að samþykkja. Vænt- anlega hefur pabbi verið fastur fyrir því Kristján gaf eftir. Mörgum árum síðar impraði ég á þessu við Krist- ján. Hann sagði mér að hann nennti ekki að standa í deilum um slíkt. Það átti hann sameiginlegt með mömmu, deilur voru ekki þeirra Ella. Ég votta börnum Kristjáns ásamt tengdabörnum og öllum af- komendum mína dýpstu samúð. Ari Tryggvason. Í dag kveðjum við og minnumst með hlýju fyrrverandi samstarfs- manns okkar Kristjáns Oddssonar bankastjóra. Kristján hóf störf í Verzlunarbankanum árið 1960, fyrst í víxladeild en varð fljótt stjórnandi og síðar bankastjóri bankans um árabil. Hann vann ötullega að sam- einingu fjórbankanna sem lagði grunninn að stofnun Íslandsbanka árið 1989 og var lykilmaður í þeim árangri sem náðist í samþættingu á rekstri bankanna. Kristján lét af störfum hjá Íslandsbanka fyrir ald- urs sakir hinn 1. september 1994. Kristján var glaðlyndur maður, skarpgreindur, framsýnn, hrein- skiptinn og víðlesinn. Hann hafði frumkvæði að innleiðingu nýjunga í bankarekstri og leiddi m.a. tölvu- væðingu bankans um árabil. Hann ávann sér fljótt traust starfsmanna bankans enda fór hann aldrei í manngreinarálit og nálgaðist alla á jafningjagrunni. Hann lagði sig fram um að kynnast starfsfólki bankans, virkja og virða sjónarmið þeirra. Hann hafði lag á að miðla málum ef á reyndi, ávallt með það að markmiði að ná árangri. Hann lagði áherslu á að fagna sigrum, stórum sem smáum, og lagði sig fram um að starfsfólki liði vel og væri ánægt í vinnunni, sem var óhefðbundið sjónarmið á þeim tíma þegar algengara var að formfesta réði ríkjum í stjórnarháttum. Sjálf man ég þegar ég hitti þennan reffilega bankastjóra í fyrsta sinn. Hann tók brosmildur á móti ungri konu sem var á sínum upphafsskrefum í bankaheiminum. Með Kristjáni er genginn heil- steyptur og góður maður sem við minnumst með söknuði. F.h. starfsmanna Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir. Kristján Oddsson - Fleiri minningargreinar um Kristján Oddsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Svanhildur Guðmunds- dóttir fæddist í Keflavík 17. des- ember 1933. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suður- nesja 27. ágúst 2022. Foreldrar hennar voru hjón- in Guðmundur Júl- íus Magnússon, f. 5.7. 1897, d. 11.3. 1975, frá Keflavík, og Sig- urðína Ingibjörg Jóramsdóttir, f. 25.11. 1903, d. 24.7. 1975 frá Leiru. Systkini Svanhildar eru Sig- urður Breiðfjörð, f. 24.7. 1922, d. 27.1. 1996, Ingveldur Haf- dís, f. 23.12. 1923, d. 6.3. 2022, Ingvar Guðmundur, f. 16.5. 1928, d. 13.11. 2021, Jórunn Alda, f. 9.12. 1941, og Guðrún, f. 17.9. 1945. Svanhildur giftist 11.12. 1954 Ólafi Heiðari Þorvalds- son. c) Bergrós, f. 1988. Sam- býlismaður Ívar Þorsteinsson, f. 1989. Barn þeirra: Trausti Ragnar. 3) Sigurður Stefán, f. 1960. 4) Reynir, f. 1965. M. Vil- borg Ása Björnsdóttir. Skilin. Börn þeirra: a) Guðrún Helga, sambýlismaður Davíð Már Sig- urðsson. b) Elísabet Sara, sam- býlismaður Sveinn Sveinsson, barn þeirra: Elísabet Fjóla. c) Ólafur Garðar. Seinni eigin- kona Reynis er Agata Ólafs- dóttir, dóttir hennar er Magdalena Anna. Svanhildur lauk hefðbundnu grunnnámi við barna- og ungl- ingaskólann í Keflavík. Svan- hildur vann lengst af starfsævi sinni við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Suður- nesja/Samkaupum frá maí 1970 til starfsloka í júní 2009 eða samfellt í tæp 40 ár, hún lét af störfum 75 ára. Hún var virkur félagi í Lionessuklúbbi/Lionsklúbbnum Æsu, félagi síðan 1988. Hún fékk Melvin Jones-viðurkenn- ingu 2012 og starfaði allt fram að lokafundi í vor 2022. Útför hennar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 8. september 2022, kl. 13. syni frá Grund í Njarðvík, f. 17.10. 1929, d. 7.6. 1999. Börn þeirra eru: 1) Þorvaldur Stefán, f. 1954. M. Fanney Sigurlaug Bjarna- dóttir, f. 1957. Sonur þeirra: Ólaf- ur Heiðar, f. 1974. M. Tinna Trausta- dóttir. Skilin. Börn þeirra eru: Brimar og Edda Margrét. 2) Sigríður Guðrún, f. 1956. M. Gísli Krist- ján Traustason, f. 1955, d. 2014. Börn þeirra: a) Svanhild- ur Heiða, f. 1976. M. Michael Anthony Weaver, f. 1976. Börn þeirra: Óðinn Kristjón og Ísak Logi, fyrir átti Svanhildur Heiða soninn Sigurð Stefán Ólafsson. b) Trausti, f. 1978. M. Kristín Guðmundsdóttir, f. 1979. Börn þeirra: Gísli Krist- ján og Karen Júlía, fyrir átti Kristín Aron Fannar Kristínar- Ekki hefði okkur órað fyrir því fyrir tæpu ári að við yrðum einar eftir af systkinahópnum, en við vorum sex systkinin. Öll höfum við búið á Suðurnesjum utan elsti bróðir okkar Sigurð- ur, sem bjó lengst af í Kaup- mannahöfn, en flutti hingað heim eftir lát eiginkonu sinnar Grethe, Siggi lést 1996, Ingvar lést í nóvember 2021, Ingveldur lést í mars 2022 og Svanhildur 27. ágúst 2022. Hvað lífið tekur oft óvæntar beygjur, þannig er það núna, við reynum að skilja, finnum hvað allt er breytt. Við vorum vön að fylgjast vel hvert með öðru, hittumst yfir kaffi- bolla og fjölskyldur okkar hafa átt saman gleðistundir á jólum og tengt sumarferðum bæði hérlendis og erlendis. Fram undan er að læra að skilja nýj- an veruleika án þeirra sem far- in eru, en með fjölskyldum okk- ar. Kæra Svana systir eins og þú varst ávallt kölluð, þú skilur eftir margar góðar minningar, sem ylja og draga úr sárasta söknuðinum. Við munum þig unga í flottu kjólunum þínum, líklega keyptum þegar þú fórst sem fulltrúi fjölskyldunnar í brúðkaup Sigga bróður og Grethe til Kaupmannahafnar, 1953, sigldir með Ms. Dronning Alexandrine. Þú hafðir yndi af því að klæðast fallegum fötum, vera vera vel tilhöfð um hárið og með fallega lakkaðar neglur, sem voru þær allra flottustu. Ári seinna ert þú gift kona með fyrsta barnið þitt hann Þorvald (Valda). Við systurnar munum þegar þið Ólafur (Bóbó) mað- urinn þitt fluttuð í kjallarann á Vatnsnesvegi 28, sem þá var sannkallað fjölskylduhús þar sem samheldni ríkti, og þar fjölgaði hjá ykkur þegar dóttir ykkar fæddist hún Sigríður (Sirrý). Seinna byggðuð þið Bóbó húsið ykkar á Hraunsvegi 9 í Njarðvík og þar bættust í hópinn ykkar þeir Stefán og Reynir. Þú fórst ung að vinna við verslunarstörf og Jórunn naut góðs af því þegar þið mamma komuð því í kring að hún gæti farið á Jamboree til Englands 1957, mamma gætti barnanna þinna og þú vannst í stað Jór- unnar í Kaupfélaginu á Vatnsnestorgi. En við verslun- arstörf hjá Kaupfélaginu/Sam- kaupum starfaðir þú samfleytt frá 1970 til ársins 2009, þá 75 ára. Það er gott að eiga góða að, við fundum það vel fjölskyldan 1975 þegar foreldrar okkar dóu það ár með stuttu millibili og húsið ykkar skemmdist í eldi, þá tóku margir höndum saman og unnu að endurnýjun á hús- inu, sem er enn heimili ykkar. Eftir að Bóbó lést 1999 hélduð þið Stefán heimili saman, til ykkar var gott að koma í kaffi, sitja við eldhúsborðið eða úti á palli og njóta samveru. Áfram verðum við til staðar og njótum samveru hvert annars. Mikið var það notaleg stund sem við áttum með Svönu á sjúkrahús- inu þegar við horfðum saman á myndband sem Óli mágur tók bæði í sumarbústaðnum þeirra Óla og Jórunnar og í Birki- hvammi, þar sem við systkinin vorum öll saman ásamt mökum í tilefni 70 ára afmælis Sigga bróður. Mikið var hlegið þegar við vorum að rifja upp stundir frá æskuárunum, aðallega voru það þau eldri sem sögðu frá og við tvær yngri nutum þess að hlusta á líflegar frásagnir. Þú varst glaðvær en flíkaðir ekki tilfinningum þínum, en varst alltaf til staðar fyrir fjöl- skyldu þína og systkini. Þið hjónin höfðuð yndi af því að ferðast og þá sérstaklega er- lendis og þá helst í sólina þar sem þið nutuð tilverunnar. Síð- ar meir ferðaðist þú bæði er- lendis og hérlendis með vini þínum honum Emil eða með fé- lögum í Félagi eldri borgara og Lionsfélögum í Lionsklúbbnum Æsu. Við kveðjum kæra systur og geymum minningu um hana í hjarta okkar. Við sendum Valda, Sirrý, Stefáni, Reyni og fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Jórunn, Guðrún og fjölskyldur. Svanhildur gerðist meðlimur í Lionessuklúbbi Njarðvíkur 1988, þá hafði klúbburinn verið starfræktur í eitt ár, en tíu ár- um seinna var honum breytt í Lionsklúbb Æsu. Svanhildur var búin að vera fullgildur með- limur í 34 ár. Á þessum langa starfsferli starfaði hún í mörg- um nefndum og verkefnum. Hún var sæmd æðstu við- urkenningu Lionshreyfingunn- ar, Melvin Jones, 27. júní 2012. Svanhildur var einstök manneskja, full af æðruleysi og hlýju og sífellt brosandi. Hún var góður félagi sem við kveðjum með hlýhug og virð- ingu. Við þökkum trausta og góða samfylgd og sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Nú húmi slær á hópinn þinn, nú hljóðnar allur dalurinn og það, sem greri á þinni leið um því nær heillar aldar skeið. Vor héraðsprýði horfin er: öll heiðríkjan, sem fylgdi þér. Og allt er grárra en áður var og opnar vakir hér og þar. Þér kær var þessi bændabyggð, þú battst við hana ævitryggð. Til árs og friðar – ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð, – vor hgjörtu blessa þína slóð og Laxárdalur þrýstir þér í þægum friði að brjósti sér. (Jóhannes úr Kötlum) Fyrir hönd félaga í Lions- klúbbi Æsu, Guðbjört Ingólfsdóttir. Svanhildur Guðmundsdóttir - Fleiri minningargreinar um Svanhildi Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær faðir okkar, afi og langafi, JÓN EGGERT HVANNDAL, Álfaskeiði 123, Hafnarfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 24. ágúst. Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 14. september klukkan 13. Dóra Hvanndal Björg Hvanndal R. Achinelli barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.