Morgunblaðið - 08.09.2022, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá
og kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 21. september nk.
Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til
að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir,
geirlaug@hagvangur.is og Hlynur Atli
Magnússon, hlynur@hagvangur.is.
Hafnarstjóri
Faxaflóahafnir leita að leiðtoga með gott orðspor, getu til að takast á við
margvíslegar aðstæður og brennandi áhuga á verkefnum Faxaflóahafna.
Hafnarstjóri er framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, ber ábyrgð á daglegum
rekstri og leiðir starfsemi Faxaflóahafna í samráði við stjórn. Hlutverk
hans er að stuðla að stöðugum umbótum í takt við framsækna og
nútímalega hafnarþjónustu.
Ábyrgðarsvið hafnarstjóra
• Daglegur rekstur félagsins í umboði hafnarstjórnar
• Yfirmaður allra starfsmanna Faxaflóahafna
• Ábyrgð á að fjárhags- og fjárfestingaáætlun sé fylgt og ábyrgð
á fjárreiðum félagsins
• Samskipti og upplýsingagjöf til hafnarstjórnar
• Samskipti við eigendur, sveitarstjórnir, ríkisvaldið og atvinnulífið
• Vinnur störf sín að öðru leyti í samræmi við ákvæði hafnalaga
og hafnarreglugerða og samþykktir hafnarstjórnar
Hæfniskröfur
• Þekking á hafnarmálum, opinberri stjórnsýslu, skipulags-
og umhverfismálum æskileg
• Víðtæk reynsla af stjórnun og rekstri, þar með talið breytingastjórnun
• Reynsla af stjórnun viðamikilla verkefna og áætlana
• Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
• Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri
• Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til samstarfs og samvinnu
• Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti á íslensku og ensku
• Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur
hagvangur.is
Faxaflóahafnir sf. eru sameignarfélag í eigu fimm
sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar sem er stærsti
eigandinn, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar,
Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.
Faxaflóahafnir sf. eiga og reka fjórar hafnir,
Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn
og Borgarneshöfn. Hjá fyrirtækinu vinna um 70
manns en Faxaflóahafnir sf. annast almenna
hafnarþjónustu við skip og eiga m.a. fjóra
dráttarbáta. Allar nánari upplýsingar má finna
á faxafloahafnir.is
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
Verkefnastjóri til starfa í Nuuk
Verkefnastjórnun og
framleiðslustjórnun í samvinnu við
yfirstjórn verksins
Samskipti við verkstjóra og
undirverktaka
Útfærsla á tæknilegum lausnum
Áætlanagerð og eftirfylgni
Helstu verkefni: Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun í Verk- eða tæknifræði.
Mikil reynsla af stjórnun á framkvæmdum í
byggingariðnaði nauðsynleg.
Góðir samskiptahæfileikar og lausnarmiðað hugarfar.
Ensk og Íslensk tungumálakunnátta nauðsynleg, kostur
að hafa góð tök á pólsku og/eða dönsku.
Mjög góð tölvufærni.
Frumkvæði, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
Hægt er að sækja um starfið á heimasíðu Ístaks www.istak.is
Upplýsingar um starfið veitir Bjarki Þór Iversen, mannauðsstóri Ístaks bjarki@istak.is
Hjá Ístaki starfa rúmlega 500 manns við spennandi og fjölbreytt verkefni. Við kappkostum að vera eftirsóknarverður
vinnustaður í byggingageiranum þar sem hver starfsmaður er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu án
tillits til kyns, aldurs eða þjóðernis. Við leggjum mikið upp úr góðu og sveigjanlegu starfsumhverfi fyrir starfsfólkið
okkar og styðjum vel við öflugt starfsmannafélag.
Ístak byggir um þessar mundir stóra skólabyggingu í hjarta höfuðstaðar Grænlands, Nuuk, sem mun
setja svip sinn á bæinn um ókomna tíð. Ístak leitar að hæfileikaríku fólki til að taka þátt í að leiða
framkvæmdavinnuna og leysa tæknileg mál á verkstað. Spennandi tækifæri fyrir þau sem langar til að
vinna á norðurslóðum og starfa við stórar framkvæmdir