Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
Besta deild karla
Víkingur R. – Leiknir R........................... 9:0
Staðan:
Breiðablik 21 16 3 2 54:22 51
Víkingur R. 20 11 6 3 53:30 39
KA 20 11 4 5 42:25 37
Valur 20 9 5 6 38:30 32
Stjarnan 20 7 7 6 37:38 28
KR 20 6 9 5 32:31 27
Keflavík 20 7 4 9 31:33 25
Fram 20 5 9 6 38:41 24
ÍBV 20 4 7 9 31:39 19
FH 20 3 7 10 20:32 16
ÍA 21 3 6 12 23:48 15
Leiknir R. 20 3 5 12 18:48 14
3. deild karla
Elliði – Kormákur/Hvöt........................... 4:1
Staðan:
Dalvík/Reynir 20 14 1 5 49:27 43
Sindri 20 12 5 3 45:27 41
KFG 20 11 6 3 44:24 39
Víðir 20 10 5 5 39:25 35
Kári 20 9 4 7 33:32 31
KFS 20 9 2 9 35:48 29
Augnablik 20 7 6 7 30:29 27
Elliði 20 7 3 10 35:39 24
ÍH 20 6 2 12 36:45 20
Kormákur/Hvöt 20 6 2 12 31:42 20
Vængir Júpiters 20 5 2 13 30:49 17
KH 20 4 2 14 23:43 14
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Ajax – Rangers ......................................... 4:0
Napólí – Liverpool.................................... 4:1
B-RIÐILL:
Atlético Madrid – Porto........................... 2:1
Club Brugge – Leverkusen ..................... 1:0
C-RIÐILL:
Barcelona – Viktoria Plzen...................... 5:1
Inter Mílanó – Bayern München ............ 0:2
D-RIÐILL:
Eintracht Fr. – Sporting Lissabon......... 0:3
Tottenham – Marseille............................. 2:0
Danmörk
Bikarkeppnin, 2. umferð:
Nyköbing – OB........................... (1:1) 4:3 (v)
- Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn
fyrir OB.
Vináttulandsleikir kvenna
Bandaríkin – Nígería ............................... 2:1
Nýja-Sjáland – Filippseyjar.................... 2:1
4.$--3795.$
Þýskaland
Flensburg – Minden ............................ 36:23
- Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark
fyrir Flensburg.
Bergischer – Hannover-Burgdorf .... 22:23
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur
mörk fyrir Bergischer.
- Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari
Hannover-Burgdorf.
Leipzig – Kiel ....................................... 22:32
- Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk
fyrir Leipzig.
Sachsen Zwickau – Bietigheim ......... 15:36
- Díana Dögg Magnúsdóttir lék ekki með
Zwickau vegna meiðsla.
Danmörk
Skanderborg – Aalborg...................... 28:33
- Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg
vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoð-
arþjálfari liðsins.
Skjern – SönderjyskE......................... 27:20
- Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað hjá
Skjern.
Lemvig – Fredericia ........................... 24:25
- Daníel Freyr Andrésson varði ekki skot í
marki Lemvig.
- Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á
blað hjá Fredericia. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson þjálfar liðið.
Nordsjælland – Tvis Holstebro.......... 29:27
- Halldór Jóhann Sigfússon er aðstoðar-
þjálfari Holstebro.
Ringköbing – Horsens ........................ 27:29
- Lovísa Thompson komst ekki á blað hjá
Ringköbing. Elín Jóna Þorsteinsdóttir lék
ekki með liðinu vegna meiðsla.
Skanderborg – Odense ....................... 19:31
- Steinunn Hansdóttir komst ekki á blað
hjá Skanderborg.
Noregur
Bækkelaget – Kolstad......................... 20:38
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt
mark fyrir Kolstad og Janus Daði Smára-
son eitt.
Storhamar – Molde ............................. 33:36
- Axel Stefánsson þjálfar kvennalið Stor-
hamar.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Skövde – Önnered ............................... 35:31
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 11
mörk fyrir Skövde.
Sviss
Kadetten – Wacker Thun ................... 32:30
- Óðinn Þór Ríkharðsson lék ekki með
Kadetten vegna meiðsla. Aðalsteinn Eyj-
ólfsson þjálfar liðið.
Austurríki
Alpla Hard – Ferlach .......................... 26:21
- Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard.
%$.62)0-#
ekkert á því að hægja á ferðinni og
bætti við fjórum mörkum.
Tvær umferðir eru eftir af deild-
inni áður en henni verður skipt í
tvennt, efri og neðri hluta. Eftir að
deildinni verður skipt mætast efstu
sex liðin einu sinni til viðbótar inn-
byrðis og neðstu sex liðin sömuleiðis.
Því er enn að nógu að keppa á toppi
og botni deildarinnar.
_ Um er að ræða stærsta sigur
Víkings í efstu deild í 114 ára sögu
félagsins.
_ Sigurinn er sá stærsti í efstu
deild síðan ÍA vann Víking 10:1 árið
1993, eða í 29 ár. Metið á Valur sem
vann Víking 13:1 árið 1934.
_ Um leið er þetta langstærsta
tap Leiknis í efstu deild en áður
hafði liðið tapað 5:0 fyrir FH og KA.
_ Halldór Smári Sigurðsson lék
sinn 400. leik fyrir Víking í öllum
keppnum í gær.
Stærsti sigur-
inn í efstu deild
- Níu mörk Víkings gegn botnliðinu
Morgunblaðið/Eggert
Níu Oliver Ekroth og Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, fagna marki þess
síðarnefnda í ótrúlegum 9:0-sigri liðsins gegn Leikni í gærkvöldi.
BESTA DEILDIN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Víkingur úr Reykjavík kom sér upp í
annað sæti Bestu deildar karla með
því að vinna afskaplega öruggan 9:0-
stórsigur á Leikni úr Reykjavík á
Víkingsvelli í gærkvöld. Víkingur er
nú níu stigum á eftir toppliði Breiða-
bliks og er liðið um leið búið að laga
markatölu sína töluvert. Leiknir er
áfram í botnsætinu, tveimur stigum
frá öruggu sæti.
Víkingur var kominn tveimur
mörkum yfir áður en fyrri hálfleikur
var hálfnaður og reyndist eftirleik-
urinn einkar auðveldur enda bættu
heimamenn við þremur mörkum til
viðbótar áður en flautað var til leik-
hlés. Staðan því 5:0 í hálfleik.
Í síðari hálfleiknum var Víkingur
VÍKINGUR R. – LEIKNIR R. 9:0
1:0 Ari Sigurpálsson 15.
2:0 Júlíus Magnússon 21.
3:0 Erlingur Agnarsson 34.
4:0 Logi Tómasson 35.
5:0 Ari Sigurpálsson 44.
6:0 Helgi Guðjónsson 46.
7:0 Birnir Snær Ingason 56.
8:0 Pablo Punyed 67.
9:0 Danijel Dejan Djuric 75.
MM
Pablo Punyed (Víkingi)
M
Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)
Júlíus Magnússon (Víkingi)
Birnir Snær Ingason (Víkingi)
Erlingur Agnarsson (Víkingi)
Ari Sigurpálsson (Víkingi)
Helgi Guðjónsson (Víkingur)
Zean Dalügge (Leikni)
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 8.
Áhorfendur: Um 550.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
grein um leikinn – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Aron Kristjánsson, fyrrverandi
landsliðsmaður í handknattleik og
þjálfari Hauka undanfarin ár, á von á
jafnri, skemmtilegri og spennandi
keppni á Íslandsmóti karla í hand-
knattleik í vetur. Keppni í úrvals-
deildinni, Olísdeildinni, hefst í dag.
Val er spáð efsta sæti deildarinnar
í spá fyrirliða, þjálfara og forráða-
manna liða í deildinni, sem birtist í
fyrradag, en liðið hefur verið nánast
ósigrandi að undanförnu.
ÍBV, Stjarnan, FH og Haukar geta
hins vegar öll blandað sér í baráttuna
við Val enda ætla liðin sér öll að vera í
efri hlutanum. Grótta, Hörður frá
Ísafirði og ÍR eru hins vegar þau þrjú
lið sem talin eru líklegust til að lenda í
erfiðri fallbaráttu.
Hér á eftir eru umsagnir Arons um
liðin tólf í deildinni og þeim er raðað
upp samkvæmt spánni fyrir deildina
sem birtist í fyrradag.
Valur
Valsararnir eru með mjög gott og
vel mannað lið. Björgvin Páll Gúst-
avsson hefur staðið sig mjög vel í
markinu hjá þeim, sem og Japaninn
Sakai Motoki. Þeir hafa verið að spila
góðan framliggjandi 6:0 og 5:1 varn-
arleik sem hentar þeim vel. Snorri
Steinn Guðjónsson hefur fundið réttu
formúluna með liðið. Það er mikill
hraði í liðinu og þeir eru öflugir í
seinni bylgjunni. Eins og staðan er í
dag eru Valsararnir líklegastir til að
fagna sigri í deildinni. Það gefur
mönnum sjálfstraust að vinna bikara
og það er mikið sjálfstraust í liðinu
núna. Þátttakan í Evrópudeildinni
gæti kostað þá stig í deildinni, enda
flestir leikmenn í námi eða vinnu, og
þeir gætu því tapað óvæntum stigum
hér og þar.
ÍBV
ÍBV tók stórt skref fram á við í
fyrra, meðal annars með tilkomu
Rúnars Kárasonar, og hann var ein-
hvern veginn púslið sem vantaði. Það
er mikil skotógn fyrir utan og það
gefur línumönnum liðsins aukið pláss
til þess að vinna með. Eyjamenn eru
virkilega sterkir sóknarlega en varn-
arleikurinn og markvarslan hafa ver-
ið vandamál síðustu ár. Ef þeir ná
upp stöðugleika þar, geta þeir hæg-
lega blandað sér í baráttuna um
meistaratitilinn. Deildarkeppnin hef-
ur stundum verið upp og niður hjá
þeim og það verður gaman að sjá
hvort þeir ná upp alvörustöðugleika í
deildinni í ár.
Stjarnan
Það eru smávægilegar breytingar
á leikmannahópi Stjörnunnar sem
missti til dæmis Hafþór Vignisson. Á
sama tíma hafa þeir sótt sterka leik-
menn og Jóhann Karl Reynisson mun
til dæmis hjálpa þeim mikið í varn-
arleiknum. Arnar Freyr Ársælsson
er líka kominn og hann er góður
varnarmaður. Hergeir Grímsson hef-
ur verið prímusmótorinn í Selfosslið-
inu undanfarin ár og hann mun auka
baráttuna og viljann í liðinu til muna.
Þjálfarinn, Patrekur Jóhannesson, er
að fara inn í sitt þriðja tímabil með
liðið sem ætlar sér að berjast á toppi
deildarinnar.
FH
Það hafa athyglisverðar breyt-
ingar átt sér stað hjá FH með til-
komu þeirra Jóhannesar Bergs
Andrasonar og Einars Braga Að-
alsteinssonar. Þar með eykst breidd-
in fyrir utan í sóknarleiknum. Fróð-
legt verður að fylgjast með því
hversu miklu innkoma þeirra mun
skila. Ég er líka spenntur að sjá hvort
Einar Örn Sindrason stígi fram og
taki næsta skref á sínum ferli. Gengi
liðsins stendur aðeins og fellur með
því hvort Egill Magnússon verði heill
í vetur. Mér finnst þeir mun sterkara
lið með hann innanborðs en hann hef-
ur því miður verið óheppinn með
meiðsli.
Haukar
Það kom mér mikið á óvart að
Haukum skyldi vera spáð fimmta
sæti deildarinnar enda er hópurinn
ekki mikið breyttur frá síðustu leik-
tíð. Blandan er góð; ungir og efnilegir
leikmenn í bland við eldri og reynslu-
meiri, sem gefur liðinu aukna dýpt.
Það var erfitt fyrir Hauka að missa
markvörðinn Aron Rafn Eðvarðsson
síðasta vetur en Matas Pranckevicius
var sóttur í hans stað og það eru vonir
bundnar við hann. Andri Már Rún-
arsson gefur liðinu líka mikið og
breiddin er því ansi mikil. Haukar
eiga Þráin Orra Jónsson og Tjörva
Þorgeirsson inni og þá mun Guð-
mundur Bragi Ástþórsson fá stórt
hluverk líka. Ég á því von á því að lið-
ið verði í toppbaráttu enda þekkja
menn ekkert annað á Ásvöllum.
Afturelding
Afturelding hefur verið mjög
óheppin með meiðsli undanfarin tvö
tímabil og það hefur aðeins aftrað lið-
inu þegar kemur að því að ná sínu
besta fram. Þeir styrktu liðið vel fyrir
tveimur árum síðan og þá áttu menn
von á þeim í toppbaráttu. Það var
mikilvægt fyrir þá að halda Birki
Benediktssyni en á sama tíma var
slæmt að missa Svein Andra Sveins-
son til Þýskalands og það gerir þá
þunnskipaðri en ella fyrir utan. Á
sama tíma er Afturelding gott hand-
boltalið með góða og reynslumikla
leikmenn. Gaman verður að sjá hvort
Gunnar Magnússon nái að stilla sam-
Valsmenn
líklegastir
til afreka
- Aron Kristjánsson telur ÍBV, Stjörn-
una, FH og Hauka tilbúin í toppbaráttu