Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 60
VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Komandi starfsár einkennist af blöndu af gömlu og nýju. Þannig má segja að endurvinnsla, endurnýting, umbreyting, frjósemi, tíminn og hringrás náttúrunnar séu ákveðin leiðarstef. En einnig hugmyndir um afmælisveislur og spurningar eins og hvernig stofnun eldist og þrosk- ast í samanburði við manneskjuna og líkamann,“ segir Erna Ómars- dóttir, listdansstjóri Íslenska dans- flokksins (Íd). Á komandi starfsári frumflytur Íd þrjú ný verk, þ.e. Geigengeist eftir dúóið Geigen sem þau Gígja Jónsdóttir og Pétur Egg- ertsson skipa; Hringrás eftir Þyri Huld Árnadóttur og Urði Hákonar- dóttur tónskáld og vorsýningu eftir Tom Weinberger. Frá fyrri sýningarárum eru aftur tekin til sýningar verkin Ball eftir Alexander Roberts og Ásrúnu Magnúsdóttur; Hvíla sprungur eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur, Dagdraumar eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur og Black Marrow eftir Damien Jalet og Ernu. „Við hefjum starfsárið á því að taka upp sýningar frá síðasta starfs- ári, sem við upplifum að eigi enn mikið inni,“ segir Erna og vísar þar til Ball sem fer aftur í sýningu frá og með 23. september og Hvíla sprung- ur þar sem sýningar hefjast 20. október. „Ball býður elskendum á öllum aldri, með ólíka líkama, mis- munandi bakgrunn og reynslu, að stíga upp á svið og dansa saman. Dansinn snýst því ekki um afburða- tækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur um þá upplifun að dansa alla þessa dansa saman. Það er svo mikil dans- og leikgleði sem einkennir þessa sýningu og gaman að sjá hvað hún nær til ólíkra hópa,“ segir Erna og tekur fram að gaman hafi verið að verða vitni að því hversu vel sýningin spurðist út. „Þetta er ótrúlega falleg sýning, sem heiðrar dansinn í allri sinni mynd.“ Í sýningunni Hvíla sprungur dansa fjórir dansarar í landslagi af myndum eftir RAX, Ragnar Axels- son, sem Júlíanna Steingrímsdóttir hannaði búninga og leikmynd út frá. „Myndirnar gefa dönsurunum tæki- færi á að hverfa inn í sviðsmyndina með áhrifaríkum hætti,“ segir Erna. Vinnusmiðjur með nemendum Síðustu ár hefur Íd iðulega verið á ferð og flugi erlendis í sýningarferð- um. „Í ár verður sú breyting að við erum að horfa meira inn á við og munum fara í sýningarferð innan- lands með barnasýninguna Dag- drauma, en sýnt verður á Aust- fjörðum í október,“ segir Erna og tekur fram að það hafi lengi verið draumur sinn að geta sinnt lands- byggðinni betur þegar komi að sýn- ingarhaldi. „Markmið okkar er að mæta ekki bara til að sýna hérlendis heldur nýta sýningarferðina til að bjóða upp á vinnusmiðjur með nem- endum á staðnum, tengjast betur landsbyggðinni, kynna Íd, og hvað það er sem við stöndum fyrir,“ segir Erna og tekur fram að hún vonist til að geta farið í aðra landsfjórðunga á næstu árum. Þess má geta að Dag- draumar verða í framhaldinu sýndir í Borgarleikhúsinu í desember. „Samhliða auknu sýningarhaldi innanlands ætlum við að efla fræðslustarf okkar fyrir börn og unglinga,“ segir Erna og vísar þar til þess að Black Marrow, sem fer í almennar sýningar frá og með 22. febrúar, verði einnig skólasýning fyrir 9. bekkinga í grunnskólum Reykjavíkur. „Í fyrra hófum við samstarf við framhaldsdeildir þriggja dansskóla sem heldur áfram í ár,“ segir Erna og vísar þar til List- dansskóla Íslands, JSB og Klassíska listdansskólans. „Í ár munum við m.a. nota efni úr Hvíla sprungur til að vinna með dansnemum,“ segir Erna og tekur fram að samstarfið við dansskólana hafi verið í þróun mörg síðustu árin. „Okkur hafði lengi langað að gera þetta samstarf að veruleika, en við erum afar fálið- uð á skrifstofunni sem þýðir að við þurfum að setja á okkur marga hatta og getum ekki gert allt í einu.“ Klúbbastemning og frjósemi Fyrsta frumsýning starfsársins á nýju verki verður á Geigengeist um miðjan nóvember. „Geigengeist er nýtt verk eftir teknófiðludúóið Geigen,“ segir Erna og tekur fram að verkið sé unnið í samstarfi við Tönju Huld Levý búningahönnuð, Sean Patrick O’Brien listamann og Íslenska dansflokkinn, en Íd hafi markað sér þá stefnu að vera með eitt til tvö samstarfsverkefni á ári. „Geigengeist er sjónræn upplifunar- veisla, þar sem dans, tónlist, hönnun og myndlist koma saman undir for- merkjum dansklúbbs. Klúbburinn er geimræn fiðluveröld sem áhorfand- inn gengur inn í, ferðast um og tekur þátt í,“ segir Erna og tekur fram að klúbbastemningin birtist m.a. í því að áhorfendur verða ekki í sætum á sýningum. Fyrsta frumsýning á nýju ári er Hringrás eftir Þyri Huld sem frum- sýnd verður í febrúar. „Verkið sam- tvinnar myndlist, tónlist og dans sem mynda heildræna hringrás. Öll erum við í sömu hringrásinni, plöntur, dýr og við mannfólkið,“ seg- ir Erna og tekur fram að Hringrás sé dansverk til heiðurs kvenlíkam- anum. „Við lifum öll í hringrás sem einkennist af fæðingu, þroska, blómstrun, hrörnun og loks dauða,“ segir Erna og bendir á að það sé magnað að fylgjast með þeim breyt- ingum sem verða á líkömum kvenna þegar þær ganga með og eignast barn. „Hringrás á uppruna sinn í örverki sem Þyri Huld vann fyrir Íd í samstarfi við Urði Hákonardóttur tónlistarkonu og Sögu Sigurðar- dóttur ljósmyndara í Covid, en þá dansaði hún fyrir framan myndavél með óléttubumbuna út í loftið,“ segir Erna og bendir á að mikil frjósemi hafi einkennt dansara og danshöf- unda Íd síðustu ár „Sem betur fer hafa tímarnir breyst frá því sem var þegar ég var yngri. Nú er ekki leng- ur litið svo á að ferill dansara sé bú- inn um leið og hún eignast barn. Það er svo fallegt að í dag erum við dug- legri að heiðra líkamann í allri sinni mynd og þær breytingar sem hann gengur í gegnum,“ segir Erna. Sýningar hefjast á ný á Black Marrow eftir Ernu og Damien Jalet í febrúar með tónsmíði Bens Frost, en bæði er um almennar sýningar að ræða og skólasýningar. „Við hlökk- um til að fá nemendur hingað í hús,“ segir Erna og bendir á að sýningin bjóði upp á gott umræðuefni og sterk sjónræn áhrif. „Sýningin hef- ur fengið að þróast svo fallega með dönsurunum, því hver dansari sem tekur við af öðrum dansara fær allt- af tækifæri til að þróa efnið og gera það að sínu. Þetta er verk sem end- urspeglar samband okkar við jörð- ina,“ segir Erna og tekur fram að frá því þau Jalet sömdu sýninguna 2009 hafi fókusinn á náttúruvernd og meðferð manneskjunnar á jörð- inni aukist til muna. Dansandi karnivalstemning Íslenski dansflokkurinn var stofn- aður 1. maí 1973 en varð sjálfstæð opinber stofnun árið 1992. „Það var svo 2020 sem samþykkt voru ný sviðslistalög sem setti flokkinn á sama stall og systurstofnanir hans, Þjóðleikhús og Sinfónínuhljómsveit Íslands. Flokkurinn fagnar því 50 ára afmæli sínu á næsta ári og verð- ur afmælishátíðin haldin laugardag- inn 29. apríl. Við stefnum að því að hafa hér opið hús og bjóða upp á við- burði í ýmsum rýmum, enda ætlum við að leggja undir okkur allt Borgarleikhúsið með dansandi karnivalstemningu. Þetta verður afmælisritúal sem opnar þá veislu sem við viljum bjóða upp á á afmælisárinu,“ segir Erna og tekur fram að stórafmæli gefi tækifæri til að horfa samtímis fram og aftur. „Okkur langar að heiðra söguna með því að horfa til upprunans og skoða hvernig flokkurinn varð til á sínum tíma,“ segir Erna og tekur fram að einnig væri áhugavert að skoða hlutverk og stöðu dansins í samhengi við aðrar listir í landinu. „Og líka lífinu. Sem dansari að atvinnu finnst mér allt vera dans, en það deila kannski ekki allir þeirri upplifun,“ segir Erna kímin. Aðspurð segir Erna að besta afmælisgjöfin sem Íd gæti fengið í tilefni tímamótanna væri sitt eigið heimili. „Það er löngu kominn tími til að dansinn fái sitt eigið húsnæði hérlendis,“ segir Erna og bendir á að hún sæi fyrir sér að slíkt húsnæði gæti þjónað bæði Íd og sjálfstæðu senunni. „Slíkt húsnæði myndi opna svo marga möguleika,“ segir Erna og bendir á að danssenan hérlendis fari sístækkandi. „Það er svo gaman að það eru sífellt fleiri að uppgötva dansinn og möguleika hans. Í mín- um huga er öll listsköpun, og dans- inn ekki síst, mikilvæg til að efla fólk í samfélaginu og rækta bæði efnið og andann,“ segir Erna og tekur fram að vissulega sé mikill munur á því að dansa fyrir sig eða fyrir áhorfendur. „Dansinn er, líkt og tónlistin, tengdur frumorkunni sterkum böndum. Þarna birtast ýmsar heimspekilegar og vísinda- legar tengingar og svo eru tengslin við ritúalið líka sterk.“ Síðasta frumsýning ársins verður í maí á verki sem ísraelski danshöf- undurinn Tom Weinberger semur. „Hann er rísandi stjarna sem er að semja fyrir öll stóru kompaní heims,“ segir Erna sem kynntist Weinberger í verkefni þar sem þau voru bæði að dansa. „Draumur okk- ar er að í tengslum við sýninguna getum við boðið upp á vinnusmiðjur sem væru opnar fyrir dansara úr sjálfstæðu senunni. Það er mikið af efnilegum dönsurum að útskrifast, en sorglega fá tækifæri, sem okkur langar að breyta,“ segir Erna og bendir á að í Noregi hafi dans- flokkur Bærum samið við bæinn um að geta árlega boðið hópi nýútskrif- aðra dansara samning um verkefni. „Það væri frábært ef við gætum far- ið svipaða leið hérlendis og gefið fleirum tækifæri,“ segir Erna von- góð að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fræðslustarf „Samhliða auknu sýningarhaldi innanlands ætlum við að efla fræðslustarf okkar fyrir börn og unglinga,“ segir Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, um komandi starfsár flokksins. Hringrás náttúrunnar leiðarstef - Íslenski dansflokkurinn fagnar 50 ára afmæli næsta vor - Á starfsárinu verður skoðað hvernig stofnun eldist og þroskast í samanburði við manneskjuna og líkamann - Þrjú ný verk frumflutt 60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is MEÐ SJÁLFBÆRNI AÐ LEIÐARLJÓSI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.