Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 64
SALTO Hornsófi. Hægri eða vinstri. Stone eða Koníak bonded leðuráklæði. 275 x 216 x 85 cm. 295.992 kr. 369.990 kr. www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. CHRISTO Fallegt hringlaga borðstofuborð. Hvíttaður olíuborinn eikarspónn. Ø120 x 75 cm. 111.992 kr. 139.990 kr. AFSLÁTTUR AF ÖLLUM 20% DÖNSKUM VÖRUM* Danskir DAGAR MAXIME Innskotsborð. 3 í pk. Ø50 x 50 cm. 55.992 kr. 69.990 kr. CONNECT Sófaborð. Eikarplata með svörtum fótum. 60 × 60 × 40 cm. 63.920 kr. 79.900 kr. BÅSTAD 3,5 sæta sófi. Marsel grátt áklæði. 306 x 101 x 78 cm. 247.992 kr. 309.990 kr. „Tondeleyó! – Lögin hans Fúsa“ er yfir- skrift tónleika sem verða haldnir í bókasöfnum í Reykjavík í hádeg- inu næstu daga og eru í tónleikaröðinni Jazz í hádeginu. Lög eftir hinn ástsæla Sigfús Halldórsson verða sungin í djassaðri túlkun söngvarans Kjalars Martinssonar Kollmar. Flytjendur með honum eru Sunna Gunnlaugsdóttir á píanó, Svan- hildur Lóa Bergsveinsdóttir á slagverk og Leifur Gunn- arsson á kontrabassa en Leifur er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Tónleikarnir verða í bókasafninu í Grófinni í dag, fimmtudag, kl 12.15, á sama tíma á morgun, föstudag, í bókasafninu í Gerðubergi, og loks kl. 13.15 í bókasafninu Spönginni á laugardag. Kjalar Martinsson Kollmar djassar lög Fúsa á hádegistónleikum FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 251. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Víkingar unnu í gærkvöld stærsta sigur í efstu deild karla í knattspyrnu í 29 ár þegar þeir léku Leiknismenn úr Reykjavík grátt og sigruðu þá 9:0 í Bestu deildinni á Víkingsvellinum. Þeir eru þar með komnir í annað sæt- ið, tveimur stigum á undan KA en níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks, þegar sjö umferðum er ólokið af Íslandsmótinu. »54 Stærsti sigurinn í deildinni í 29 ár ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Guðrún Katrín Ingimars- dóttir og Ásgeir Helgason, kölluð Gunna og Geiri, fluttu frá Reykjavík til Perth í Ástralíu 1969 og hafa lengst af búið þar skammt frá strönd- inni síðan. „Við höfum alltaf verið sól- armegin í lífinu og ætlum að halda því áfram,“ segir Gunna og Geiri tek- ur í sama streng. Gunna segir að sem barn hafi hún verið þreytt á myrkrinu, snjónum og skafrenningnum. „Mig dreymdi um að búa í landi þar sem sólin skín og búa í húsi á einni hæð.“ Þegar hún var 19 ára stóð Íslendingum til boða að flytja til Ástralíu. Þá hafi þau Geiri, sem er ári eldri, verið búin að vera saman í þrjú ár og hún hafi talað hann til. Ef þau yrðu skemur en í tvö ár yrðu þau að endurgreiða flugfarið og því væri engu að tapa. „Við giftum okkur og litum á þetta sem brúð- kaupsferð.“ Mikil vinna og sældarlíf Þau leggja áherslu á að flutning- urinn hafi verið spennandi ævintýri í þeirra augum. Geiri er bifvélavirki, lærði hjá Ræsi og vann hjá föður sín- um, í fjölskyldufyrirtækinu Sérleyfis- bílum Helga Péturssonar, en Gunna starfaði í Eyþórsbúð á Brekkulæk áður en þau fluttu út. Þau fengu vel launuð störf, efnuðust fljótt, keyptu sér lóð, byggðu hús og fluttu inn 1971. „Lífið lék við okkur og hefur reyndar alla tíð gert það,“ segir Gunna. Geiri bætir við að þau hafi farið barnlaus út og því getað unnið eins og skepnur. „Á tímabili vann ég við akstur og viðgerðir í námum fyrir norðan Perth, átta vikur í einu og frí í viku á milli, en þar af fóru tveir dagar í rútuferðir heim og til baka.“ Skömmu eftir að Helgi Patrik, sonur þeirra, fæddist fóru þau í frí til Íslands 1974 og fluttu síðan til Reykjavíkur í árslok 1975. Þau seldu eignir sínar í Ástralíu og tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið í Reykjavík. Dóttirin Katrín fæddist og þau undu hag sínum vel. „Við höfðum ekki yfir neinu að kvarta, töldum samt að við hefðum betri tækifæri í Ástralíu og snerum því aft- ur þangað 1981,“ segir Geiri en börn- in og fjölskyldur þeirra búa skammt frá þeim. „Veðrið togaði í okkur,“ leggur Gunna áherslu á og vísar til þess að sólardagarnir sé fleiri í Perth en víða annars staðar. Margir Íslendingar fluttu til Ástr- alíu í lok sjöunda áratugarins. Þar könnuðust þau við fólk sem greiddi götu þeirra í fyrstu en annars höfðu þau fljótlega lítið samband við Íslend- inga og einbeittu sér að því að koma undir sig fótunum. Hjónin hafa komið nær árlega til Íslands og ættingjar þeirra hafa oft heimsótt þau. Geiri á tvö systkini á lífi en foreldrar þeirra eru látnir. „For- eldrar mínir heimsóttu okkur 14 sinn- um,“ segir Gunna, sem á eina systur, en bróðir þeirra dó fyrir 28 árum. Móðir þeirra er látin en faðir þeirra er 95 ára og á öldrunarheimili. Þau voru í heimsókn á Íslandi á dögunum. „Við flytjum ekki aftur, viljum vera nálægt kengúrunum,“ segir Gunna. „Við höfum haldið góðu sambandi við ættingja og vini en það var mikið gæfuspor fyrir okkur að flytja til Ástralíu.“ Erfitt hafi verið fyrir fjöl- skyldurnar að horfa á eftir þeim tvisvar sinnum og í seinna skiptið með börnin, en sambandið hafi aldrei rofnað. „Lengi vel hringdi mamma í okkur á hverjum morgni.“ Alltaf sólarmegin - Geiri og Gunna enn í brúðkaupsferðinni til Ástralíu 1969 Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Íslandi Hjónin Guðrún Katrín Ingimarsdóttir og Ásgeir Helgason. Í Ástralíu Fjölskylda Geira og Gunnu um jólin í Perth í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.