Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur
fallist á stækkun verslunarhússins
Lækjarvers á lóð nr. 2-6 við Lauga-
læk, samkvæmt frumtillögu THG
Arkitekta ehf. Lækjarver hefur
þjónustað Laugarneshverfi í meira
en 60 ár. Í næsta nágrenni er ein-
stakur byggðarkjarni sem ástæða er
til að vekja athygli á af þessu tilefni.
Perla í borgarlandinu, sem fáir hafa
haft vitneskju um. Fróðlegt er að
ganga um hverfið og skoða það.
Fram kemur í greinargerð verk-
efnastjóra skipulagsfulltrúa að
Laugalækur 2-8 tilheyrir byggð sem
reist var á fjórum tímabilum allt frá
1926 til 1960 og sé hverfið skýr vitn-
isburður um byggingarsögu Íslands
á þessu tímabili.
Hluti af heildstæðu hverfi
Verslunarhúsin við Laugalæk 2-8
voru byggð á árunum 1958 -1961,
teiknuð af Jóhanni Friðjónssyni
arkitekt (1928-2005) og eru mikil-
vægur hluti af heildstæðu hverfi rað-
húsa sem voru byggð á 6. áratug 20.
aldar. Alls eru það sjö tugir raðhúsa
við Laugalæk og Otrateig sem um-
lykja Lækjarver.
Verslunarhúsin eru einlyft hús
með kjallara, byggð úr steinsteypu,
múruð og máluð að utan og eru með
járnklæddu þaki. Húsin eru ákveðin
kennileiti á horni Laugalækjar og
Hrísateigs, form húsanna er sérstakt
og samröðun þeirra óvenjuleg. Í hús-
unum hefur verið starfrækt mismun-
andi þjónusta, m.a. kjötmiðstöð,
bændamarkaður, söluturn, skrif-
stofur, myndbandsleiga o.fl., en
lengst af hefur verið starfrækt ísbúð
í húsi nr. 8 og matvöruverslun í húsi
nr. 2. Í dag er matvöruverslunin
Krambúðin starfrækt í meginbygg-
ingunni en í aftari byggingunni Frú
Lauga, sælkeraverslun og bænda-
markaður, og aftast er hin þekkta ís-
búð, sem starfrækt hefur verið í ára-
tugi. Af frumteikningum stækkunar-
innar má ráða að Krambúðinni verði
breytt í Nettó-búð.
Fyrirtæki í nágrenninu
Hinum megin götunnar, við
Hrístateig, er að finna bakarí, hár-
greiðslustofu, pylsugerð og kaffi-
húsið Laugalæk. Því er óhætt að
segja að íbúar hverfisins geti sótt
fjölbreytta þjónustu í nærumhverfið.
Slíkar verslanaþyrpingar sem
Lækjarver tóku að ryðja sér til rúms
á 6. áratug síðustu aldar og var hugs-
unin sú að viðskiptavinurinn gæti
sótt helstu verslun og þjónustu á
einn stað en þyrfti ekki að fara á
marga staði til þess. Verslunarhúsin
nefndust einu nafni Lækjarver og
þar voru strax árið 1959 opnaðar
þrjár verslanir, Kjötmiðstöðin og
Matvörumiðstöðin auk vefnaðar-
vöruverslunar.
Í umsögn skipulagsfulltrúa er vís-
að í umsögn Borgarsögusafns frá
ágúst 2022. Þar segir m.a. að sam-
kvæmt varðveislumati húsakönnun-
arinnar skuli verslunarhúsin og
hverfið sem þau tilheyra njóta
verndar í milligulum flokki:
Um sé að ræða heildstætt hverfi
raðhúsa, sem skipulagt var á 6. ára-
tugi 20. aldar. Varðveislugildi svæð-
isins er einkum fólgið í þeim nýmæl-
um í skipulagi sem þar koma fram og
eiga sér hliðstæðu í skipulagi nokk-
urra annarra raðhúsahverfa í
Reykjavík frá 6. áratugi aldarinnar.
Þar voru byggðar samsíða raðir af
tvílyftum raðhúsum sem snúa gafli
að götu, með bílskúrum úti við götu
og aðkomu að hverri íbúð um göngu-
stíg, sem einnig tengist opnu svæði í
miðju hverfinu.
Áfangi í þróun skipulags
Fyrirkomulag sem þetta sé áfangi
í þróun skipulags íbúðahverfa þar
sem akandi og gangandi umferð er
algerlega aðgreind.
Allmargir arkitektar og húsa-
meistarar hafa teiknað raðhúsin í
hverfinu. Í húsakönnun Borgarsögu-
safnsins eru taldir upp þeir Halldór
Halldórsson, Manfreð Vilhjálmsson,
Kjartan Sveinsson, Halldór Guð-
mundsson, Gunnar Hermannsson,
Hafliði Jóhannsson, Þorvaldur
Kristmundsson og Sveinn Þorvalds-
son.
Verslunarhúsin við Laugalæk 2-8
tilheyri þessu skipulagi og skulu því
einnig njóta verndar í milligulum
flokki. Þau eru einnig meðal fárra
bygginga hér á landi sem Jóhann
Friðjónsson arkitekt teiknaði í eigin
nafni og eru sérstæð hvað form og
samröðun eininga varðar.
Verndun í milligulum flokki felur
m.a. í sér að lagt er til að svip húsa
verði sem minnst raskað, t.d. þak- og
gluggagerðum, upprunalegri vegg-
áferð (t.d. múrlit) verði haldið og að
sýnd sé sérstök aðgát við hönnun
breytinga og viðbygginga.
Helstu breytingarnar sem nú á að
ráðast í eiga við austasta húsið,
Laugalæk 2, þar sem húsið var lengt
til austurs 1979-80, og stækkun
framhliðar hússins til norðurs 1984.
Tilteknar breytingar hafi að mestu
leyti tekið mið af upprunalegri hönn-
un hússins. Hins vegar hafi litaval á
húsunum oft verið það sem hafi haft
neikvæðustu áhrifin á útlit þeirra.
Í umsögn Borgarsögusafns, segir
skipulagsfulltrúi, sé einnig bent
réttilega á að efnisnotkun s.s. í vegg-
klæðningu, gluggum og þakkanti
o.fl. sé ekki nógu skýr á uppdráttum
að breytingum sem gera á. Þetta séu
þeir þættir í útliti byggingarinnar
sem séu helstu sérkenni húsanna.
Óljóst sé líka um útlit glugga.
Að mati skipulagsfulltrúa og
Borgarsögusafns taki tillagan ekki
nægilegt tillit til upprunalegs bygg-
ingarstíls hússins, þ.e. sérstæðs
forms útveggja og þaks, vals á bygg-
ingarefnum, samræmis í stærð og
gerð glugga og samröðunar ein-
stakra byggingareininga. Úr þessu
verður væntanlega bætt við frekari
útfærslu stækkunar Lækjarvers.
Markmið gildandi deiliskipulags
svæðisins, sem er frá 2015, er meðal
annars að bæta aðgengi og umhverfi
fyrir gangandi og hjólandi vegfar-
endur með markvissum og öruggum
hætti og gera það aðlaðandi um leið.
Þar segir m.a. að Laugalækur verði
aðalaðkomuleiðin inn í hverfið.
Gatnamót Laugarnesvegar og
Hrísateigs verði hellulögð og verði
að upphækkuðu göngutorgi sem
myndi einskonar göngugötu sam-
hliða Laugalæknum þar sem hinn
forni Laugalækur rann áður.
Í skilmálum gildandi deiliskipu-
lags er gert ráð fyrir að svæðinu fyr-
ir framan verslunarhúsin að Lauga-
læk 2-8 verði breytt í markaðstorg
og þjónustuakstur verði aðeins leyfð-
ur um lóðina frá Hrísateig.
Laugalækurinn dreginn fram
Á torginu verði afmarkaður bygg-
ingarreitur, þar sem heimilt er að
reisa tjöld, byggja skyggni og léttar
bráðabirgðabyggingar fyrir torg-
sölu. Einnig skal meðhöndla hluta
torgsins með öðru yfirborðsefni en
steypu eða malbiki. Á torginu sé
einnig gert ráð fyrir að draga fram
hluta Laugalækjarins upp á yfir-
borðið með einhverjum hætti eins og
laugum eða brunnum. Laugalæk-
urinn kom upp við þvottalaugarnar í
Laugardal og rann til norðvesturs og
í sjó fram við Kirkjusand.
Lækjarver verði stækkað
- Verslunarkjarni sem hefur þjónustað íbúa Laugarneshverfis í meira en 60 ár - Einstakur byggða-
kjarni raðhúsa umlykur Lækjarver - Perla í borgarlandinu sem fáir hafa haft vitneskju um
Morgunblaðið/sisi
Lækjarver Í dag er þar að finna Krambúðina, Frú Laugu og hina sögufrægu ísbúð. Í baksýn sést glitta í eina af þeim raðhúsalengjum sem prýða hverfið.
Tölvumynd/THG Arkitektar
Eftir stækkun Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að Lækjarver líti út í framtíðinni. Hér er reiknað með að verslun Nettó verði starfrækt í húsinu.
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
GO WALK
14.995 kr./ St. 36-41
MEÐ ULTRA GO® PÚÐA FYRIR AUKIN ÞÆGINDI
withMemory
Foam
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
DÖMU STRIGASKÓR
SKECHERS