Morgunblaðið - 22.09.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.09.2022, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Sjávarútvegssýningin hefur farið einstaklega vel af stað og mikill fjöldi gesta leggur leið sína á hana, bæði innlendir og erlendir. Svo var ég að frétta að mjög stórir hópar koma úr sjávarbyggðum eins og Dalvík og Vestmannaeyjum. Maður finnur að fólkið í sjávarbyggðunum í kringum landið er á leiðinni,“ segir Ólafur M. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Ritsýnar, sem heldur sýninguna Sjávarútvegur 2022 í Laugardalshöll. Ólafur opnaði sýninguna form- lega í gær en henni lýkur á föstu- dag. Hann segir gríðarlega eftirvænt- ingu hafa verið í aðdraganda sýn- ingarinnar. „Ég hitti sjómenn sem voru búnir að taka sér frí til að koma hingað. Það er mjög mik- ill áhugi og það er svo margt hérna sem snert- ir líf sjómannana, öll þessi tækni og fleira.“ Bendir hann á fjölda nýjunga sem kynntar eru á sýningunni, svo sem sjálfvirka fiskvinnsluvél frá Akureyri, nýja vog sem stjórnað er snertilaust og þokuhreinsunartæki. Einnig er á sýningunni sérstök sendinefnd frá Möltu undir forystu Alicia Bugeja Said, matvæla- ráðherra landsins, sem sýnir sjávar- útvegi Íslendinga mikinn áhuga, að sögn Ólafs. Á annan tug þúsunda gesta Góð stemning er á sýningunni fullyrðir Ólafur og lofar gestum skemmtilegri upplifun. Hann segist ekki vita hver endanleg aðsókn verður á sýninguna en segir að gera megi ráð fyrir vel á annan tug þús- unda gesta. Samhliða opnun sýningarinnar í gær voru veittar viðurkenningar. Vigfús Vigfússon, sem gerir út Dögg SU-18, var útnefndur trillu- karl ársins af Landssambandi smá- bátaeigenda. Nýsköpunarfyrirtækin Sidewind og Alvar fengu viðurkenn- ingu frá Íslenska sjávarklasanum og Síldarvinnslan hlaut viðurkenningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Sýningin fari vel af stað - Mikill fjöldi streymir í Laugardalshöll á sýninguna Sjáv- arútveg 2022 - Sendinefnd frá Möltu - Margar nýjungar Morgunblaðið/Eggert Viðurkenningar Við afhendingu f.v. Örn Pálsson, Gunnþór Ingvason, Selma Dögg Vigfúsdóttir, Ragnar Ólafsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, María Kristín Þrastardóttir og Óskar Svavarsson. Ólafur M. Jóhannesson Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. L 206 cm Áklæði ct. 86 Verð 759.000,- L 206 cm Leður ct. 25 Verð 899.000,- STAN Model 3035 rafmagn ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG) í Hnífsdal hefur sagt upp þrettán manna áhöfn Stefnis ÍS-28 og verður útgerð skipsins hætt. Fyrirtækið kveðst í tilkynningu ætla að reyna eins og unnt er að finna störf fyrir skipverjana á öðrum skipum félags- ins. Ástæða uppsagnanna er sögð nið- urskurður í útgefnum aflaheimildum. „Úthlutað aflamark í þorski hefur dregist saman um 23% á síðustu tveimur fiskveiðiárum. Aflaheimildir H-G hf. dragast saman um 1.200 tonn við það. Einnig hefur orðið veruleg skerðing í úthlutuðu aflamarki í gull- karfa, sem hefur verið mikilvæg teg- und í útgerð Stefnis. Í ljósi þessa hef- Áhöfninni á Stefni ÍS-28 sagt upp ur verið ákveðið að hætta útgerð Stefnis. Með þeirri aðgerð mun rekstrargrundvöllur annarra skipa félagsins styrkjast,“ segir í tilkynn- ingu á vef HG. Þá segir að uppsögn þeirra 13 sem um ræðir gildi frá áramótum. „Út- gerðin mun leitast við að útvega þeim, sem missa vinnuna, störf á öðr- um skipum félagsins eins og kostur er.“ Stefnir ÍS 28 var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1976 fyrir Flateyringa og bar fyrst nafnið Gyllir ÍS 261. Skipið var keypt til Ísafjarðar í ársbyrjun 1993 og hefur verið gert út frá Ísafirði í nær 30 ár. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Það sem mér fannst áhugaverðast var hversu margar línur við fundum á Reykjaneshrygg og hversu lítið af almennu rusli eins og plasti, dósum og þess háttar fannst á þeim svæð- um sem við skoðuðum,“ segir Petrún Sigurðardóttir, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hún hefur skráð og gert samantekt á því rusli sem finnst á hafsbotni umhverfis Ís- land. Petrún flytur í dag erindið: „Rusl á hafsbotni við Ísland: Samantekt á skráningu rusls við kortlagningu bú- svæða á hafsbotni 2004-2019“ í höf- uðstöðvum Hafrannsóknastofnunar. „Í rauninni er ekki skrítið að við skulum hafa fundið svona mikið af veiðarfærum, þar sem svæðin sem við skoðuðum voru einkum fisk- veiðisvæði þar sem sjómenn höfðu gefið upplýsingar um að kóral gæti verið að finna. Ekki er óalgengt að veiðarfæri festist í kóral og grjóti, enda fundum við mikið af ummerkj- um um það,“ útskýrir hún. Ljósmynd/Hafró Hafsbotn Algengt er að veiðarfæri festist í kórali og steinum. Rætt um rusl á hafsbotninum - Veiðarfæri finnast víða Afurðaverð á markaði 21. september,meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 478,45 Þorskur, slægður 514,25 Ýsa, óslægð 328,31 Ýsa, slægð 287,33 Ufsi, óslægður 234,86 Ufsi, slægður 266,65 Djúpkarfi 166,00 Gullkarfi 292,73 Blálanga, óslægð 182,67 Blálanga, slægð 270,14 Langa, óslægð 311,62 Langa, slægð 346,52 Keila, óslægð 122,86 Keila, slægð 99,56 Steinbítur, óslægður 163,35 Steinbítur, slægður 330,34 Skötuselur, slægður 522,07 Skarkoli, óslægður 255,00 Skarkoli, slægður 509,19 Þykkvalúra, slægð 470,41 Langlúra, óslægð 296,14 Langlúra, slægð 221,02 Sandkoli, óslægður 123,66 Sandkoli, slægður 88,13 Skrápflúra, óslægð 2,27 Gellur 1.242,00 Hlýri, óslægður 286,21 Hlýri, slægður 295,52 Lúða, slægð 456,11 Lýsa, óslægð 78,06 Lýsa, slægð 123,42 Náskata, slægð 119,50 Skata, slægð 120,00 Stórkjafta, slægð 278,77 Tindaskata, óslægð 18,11 Undirmálsýsa, óslægð 8,03 Undirmálsýsa, slægð 60,40 Undirmálsþorskur, óslægður 119,90 Undirmálsþorskur, slægður 82,56

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.