Morgunblaðið - 22.09.2022, Side 38

Morgunblaðið - 22.09.2022, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 ✝ Arnbjörg Sig- urðardóttir fæddist í Hafnar- firði 25. nóvember 1952. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. september 2022 eftir stutt veikindi. Arnbjörg var dóttir Sigurðar Lárusar Árnason- ar, f. 23.10. 1921, d. 5.3. 1969 og Jólínar Ingv- arsdóttur, f. 1.11. 1924, d. 10.12. 2004. Bræður Arn- bjargar voru Árni Vilberg, f. 8.10. 1945, d. 13.1. 2019, og Ingvar Jóhann, f. 23.12. 1949, d. 2.4. 1963. Eftirlifandi eiginmaður Arn- bjargar er Ástgeir Þor- steinsson, f. 6.9. 1950. Arnbjörg og Ástgeir eign- uðust þrjú börn: 1) Sigurveig, f. 25.1. 1976, búsett í Kaupmanna- höfn. Eiginmaður hennar er Er- lingur Örn Bartels Jónsson og synir þeirra eru Karl Matthías Arnbjargar í nóvember 1972. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau á Öldugötunni í Reykjavík og árið 1977 fluttu þau á Sel- foss, þar sem þau bjuggu til ársins 1989. Þaðan lá leiðin í Bakkahverfið í Breiðholtinu og í byrjun árs 1996 fluttu þau að Suðurgötu 96 í Hafnarfirði þar sem þau hafa búið alla tíð síðan. Arnbjörg starfaði við hin ýmsu verslunar- og þjón- ustustörf, meðal annars á Hótel Sögu og Tösku- og hanskabúð- inni. Hún rak verslunina Skó- gluggann í Hafnarfirði um tíma. Fyrir u.þ.b. 20 árum hóf hún störf í Sundlaug Suður- bæjar í Hafnarfirði og síðustu árin þar til hún veiktist starfaði hún í Rokku í Fjarðarkaupum. Líkt og móðir hennar var Arnbjörg var mikil hannyrða- kona. Arnbjörg synti flesta daga og fór í langa göngutúra með hundinn Garúnu, sem þau hjónin tóku að sér síðasta haust. Arnbjörg var mikill tón- listarunnandi og síðustu ár fór hún reglulega á tónleika. Und- anfarin ár eyddu þau hjónin drjúgum hluta sumarfrísins keyrandi um landið með hjól- hýsið sitt. Útför Arnbjargar fer fram í dag, 22. september 2022, kl. 13 frá Hafnarfjarðarkirkju. Bartels, f. 2013 og Jóhann Ágúst Bar- tels, f. 2018. 2) Lína Dögg, f. 20.5. 1980, búsett í Reykjavík. Eig- inmaður hennar er Barry Lennon og synir þeirra eru Thomas Lennon, f. 2013 og Nói Len- non, f. 2018. 3) Sig- urður, f. 30.3. 1982, búsettur á Selfossi. Eiginkona hans er Harpa Kristín Hlöð- versdóttir og börn þeirra eru Arnbjörg Ýr, f. 2007, Ingvar Hrafn, f. 2010 og Álfheiður Edda, f. 2014. Arnbjörg ólst upp á Hóla- braut í Hafnarfirði og gekk í Lækjarskóla og síðar Flens- borg. Að skólagöngu lokinni bjó hún um tíma í París og á Mal- lorca á Spáni. Fljótlega eftir heimkomu kynntist hún eig- inmanni sínum, Ástgeiri Þor- steinssyni, og gengu þau í hjónaband á tvítugsafmælisdegi Elsku hjartans mamma mín. Ég á svo erfitt með að skilja það að nú sitji ég hér og skrifi um þig minningargrein. Veikindi þín komu okkur öllum í opna skjöldu. Mér finnst samt gott að hugsa til þess að þú hafir fengið að kveðja fljótlega eftir að heilsan var algjörlega farin enda var það ekki þinn stíll að liggja fyrir og vera upp á aðra komin. Þú varst kletturinn minn en líka besta vinkona mín. Við hringdum hvor í aðra á hverjum degi og stundum oft á dag. Sím- tölin okkar voru auðvitað ekki um neitt oftast nær en það var bara svo gott að heyrast og hlæja að- eins. Þó að ég væri orðin fullorðin og móðir sjálf þá hættir þú aldrei að vera mamma mín. Þegar ég hafði til dæmis fengið ítrekaðar ælu- pestir endaði það þannig að þú hreinlega mættir heim til mín og heimtaðir að ég færi á bráðamót- tökuna. Mér fannst það algjör- lega út í hött enda var ég bara með „ælupest“! Þú hélst nú ekki og að þetta þyrfti að skoða nánar. Þú gafst þig ekki og fórst með mig á bráðamóttökuna þar sem í ljós kom að gallblaðran mín var handónýt og sýkt. Næstsíðustu nóttina sem þú lifðir sat ég yfir þér á spítalanum. Nóttin var erfið og þú fórst ítrekað í andnauð seinni hluta nætur. Þú hættir samt aldrei að vera mamma mín. Alla nóttina varstu að huga að mér. Athuga hvort mér væri kalt, hvort ég þyrfti sæng eða hvort ég hefði náð að sofna eitthvað. Á meðan þú varst að berjast við að ná andanum gafstu þér tíma til þess að huga að mér. Elsku mamma. Þú og Barry minn áttuð líka einstaklega gott og hlýtt sam- band. Þú tókst honum opnum örmum frá fyrsta degi og hlúðir að honum eins og hann væri þinn eigin sonur. Þið gátuð endalaust grínast saman. Mér þótti alltaf vænt um sambandið ykkar Bar- rys og hann á eftir að sakna þín sárt, það veit ég. Þú elskaðir og dýrkaðir dreng- ina okkar Barrys. Thomas og Nói vissu fátt skemmtilegra en að koma á Suðurgötuna til ömmu og afa enda voru þeir þá í allra fyrsta sæti og dekrað við þá út í eitt. Við Barry munum halda minningu þinni á lofti með því að tala um þig og segja frá þér. Þannig munu þeir ekki gleyma elsku dýrmætu ömmu. Elsku mamma, nú þarf ég víst að kveðja þig þó mig langi ekki til þess. Bara eitt símtal í viðbót eða einn kaffibolli með þér. Lífið með þér var bara svo skemmtilegt og ég kann ekki á lífið án þín. Þú hættir aldrei að hlæja eða grínast undir lokin sama hvað. Ég ætla að taka það með mér út í lífið því eitt er víst að hlátur er bæði nærandi og læknandi. Sofðu rótt, elsku mamma, og vertu dugleg að halda áfram að njóta hvar sem þú ert. Við hitt- umst svo aftur þegar að því kem- ur. Það er ég viss um. Meira á mbl.is/andlat Þín dóttir, Lína. Elsku mamma. 1. janúar skrifaðir þú: „Trúi að þetta verði gott ár hjá okkur öll- um elsku Pollý mín“ á Facebook- vegginn minn. Rétt u.þ.b. viku áð- ur hafði komið í ljós að pabbi væri alvarlega veikur og orðin skrifuð með það í huga. Því miður hafðir þú ekki rétt fyrir þér, því þetta ár hefur verið langt frá því að vera gott. Þrátt fyrir að vera komin á ald- ur varstu ekki tilbúin til að hætta að vinna, það var einfaldlega of gaman í vinnunni. Þegar vorið nálgaðist ákvaðstu þó að taka þér langt sumarfrí og jafnvel huga að því að hætta að vinna með haust- inu. En öll þessi plön breyttust eins og hendi væri veifað aðeins tveimur dögum áður en þú áttir að fara í frí í maí og skyndilega varstu orðin rúmliggjandi og framtíðarhorfur miður góðar. Þú varst ekki tilbúin í að gefast upp og þrjóskaðist við með jákvæðn- ina að vopni, en það var því miður ekki nóg. Ég átti góða daga með þér í júlí og ég náði að koma til Ís- lands og kveðja þig áður en þú kvaddir þennan heim, fyrir það mun ég ætíð vera þakklát. Mamma, þú varst einstök kona. Alltaf til staðar, hjálpsöm og góð. Þú reddaðir einhvern veg- inn öllu, hvort sem það snerist um að staga í föt eða aðstoða við heimalærdóm, alltaf varstu reiðubúin. Meira að segja þegar þú lást fárveik inni á sjúkrahúsi komstu með góð ráð þegar veik- indi komu upp á heimilinu í ágúst, ráð sem skiptu sköpum hvað bata varðaði. Það var svo margt sem við átt- um eftir að upplifa saman. Þú átt- ir eftir að koma í margar ferðir til okkar og sjá drengina stækka og dafna. Við áttum eftir að fagna sjötugsafmælinu þínu og gull- brúðkaupinu ykkar í nóvember – myndum þó aldrei ná að gera það jafn vel og fyrir tíu árum þegar við fögnuðum sextugsafmælinu þínu og 40 ára brúðkaupsafmæl- inu ykkar pabba í Dublin. Við átt- um eftir að ræða heimsmálin, veðrið, prjónauppskriftir og stjórnmál, listinn er langur. Um páskana völdum við saman garn í kjól, sem þú vildir prjóna á mig, og prjónaskapurinn hófst í maí. Veikindin settu stórt strik í reikn- inginn en þú þrjóskaðist við, því þú vildir klára kjólinn. Því miður tókst ætlunarverkið ekki og ég lofaði þér að ég muni klára kjólinn sjálf og það loforð mun ég að sjálf- sögðu standa við. Þó að heilt haf væri á milli okk- ar síðustu 25 árin þá var sam- bandið alltaf náið og þökk sé Facetime þekkja strákarnir mínir ömmu sína vel. Karl elskaði að vera hjá ömmu og afa og Jóhann var alltaf til í gott ömmuspjall. Drengirnir mínir hafa nú misst báðar ömmur sínar, en við Er- lingur sjáum til þess að minningin lifir áfram í hjörtum þeirra og okkar með því að segja skemmti- legar ömmusögur. Elsku mamma, takk fyrir ALLT! Þín Sigurveig (Pollý). Ég átti satt að segja ekki von á því þegar sumarið kom að fljót- lega ætti ég eftir að fá fréttir af al- varlegum veikindum. Hvað þá veikindum sem myndu marka líf okkar allra að eilífu á svo skömm- um tíma. Minningin sem ég mun halda á lofti er minning um hressa, ást- ríka og yndislega mömmu. Mömmu sem var umhugað um hvernig mér liði og hvernig mér vegnaði. Allt fram að síðustu dög- um varstu meira upptekin af því hvernig færi um mig í stólnum sem ég svaf í uppi á spítala heldur en hvernig færi um þig. Undanfarna daga hef ég tekið þátt í að rifja upp söguna þína áð- ur en ég fæddist. Minningar þeirra sem þekktu þig lengur. Minningar um þig sem ungling, unga konu og eiginkonu. Eitthvað sem við ræddum aldrei enda í mínum huga varstu mamma mín og engin önnur. Jú og seinna amma barnanna minna. Þessar sögur eru yndislegar og hjálpa þær manni mikið í sorginni. Alveg sama hvað var í gangi eða hvað var framundan, alltaf varstu með hlutverk og alltaf tókstu til hendinni. Þarf að baka? Á ég að koma með eitthvað? Get ég hjálpað? Af þessu öllu kunni ég alltaf best við nærveruna, hafa þig í kringum okkur og strjúka á mér bakið þegar ég var barn. Fá að kúra með þér uppi í rúmi þegar pabbi var að vinna eða aðstoða í eldhúsinu. Allt kjarnaminningar úr æsku. Þú varst amma barnanna minna og nafna dóttur minnar. Það var mér svo kært að geta gef- ið þér nöfnu, litla stelpu sem var þitt fyrsta barnabarn. Síðar hann Ingvar sem ber nafn bróður þíns og loks Álfheiði sem dýrkaði þig og dáði. Þú last fyrir þau, spilaðir Pílu Pínu og gladdir með enda- lausum ís í frystinum. Þú vildir engin leiðindi, þú vild- ir að öllum liði vel enda leið þér best þegar við vorum að hlæja og grínast. Ég smitaðist af húmornum þínum ungur og mun halda í hann svo lengi sem ég lifi. Missirinn er mikill og skarðið stórt. Ég, Harpa og börnin okkar munum minnast þín með falleg- um sögum og fylgja gildunum þínum með allri þeirri gleði og húmor sem þeim fylgdu. Þinn einkasonur, Sigurður. Við erum bræðradætur ég og Adda frænka og heitum sama nafni. Ég er fædd 1950 og heiti Arnbjörg. Þú fæddist 1952 og varst að sjálfsögðu látin heita Arnbjörg Sigurðardóttir, alnafna föðurömmu okkar. Ég ólst upp á Akranesi til 11 ára aldurs en þú ólst upp í Hafnarfirði. Það var ekki fyrr en ég og fjölskylda mín fluttum í Kópavog 1961 að ég man eftir að við hittumst en það er samt líklegt að það hafi skeð fyrr. Ég og Ingvar bróðir þinn vorum hjá ömmu og afa á sumrin, ég frá 1961 til 1964 en Ingvar eitt sumar 1962. Ingvar dó af slysförum 1963 á vinnustað. Pabbi þinn, mamma þín og Árni bróðir þinn dóu á tímabilinu 1969 til 2018. Mamma sagði: Þá er þá Adda ein eftir. En þú átt mjög efnileg börn og barnabörn og góðan mann. Ég fór með mömmu í heimsókn til ykkar á Hólabraut í Hafnarfirði 1964. Kópavogsbúar fóru oftast í sund- laug Hafnarfjarðar. Ég hitti þig þar og sýndir þú mér mikla hlýju og fallegt bros eins og alltaf þegar við hittumst. Í biðröð fyrir utan Glaumbæ, líklega 1968, baðst þú mig að lána þér nafnskírteinið mitt. Ég fór þá inn og henti nafn- skírteininu á eftir út um gluggann og þú komst inn með það. Elsku hjartans Adda, mér þykir sorg- legt að ég muni ekki hitta þig framar. Ég votta börnum og barnabörnum Arnbjargar Sig- urðardóttur innilega samúð. Arnbjörg Andrésdóttir. Elsku Adda, vinkona mín og frænka. Lífið okkar hefur verið samofið nánast frá því að við fæddumst, það voru aðeins 5 vikur á milli okkar. Það var mikil vinátta á milli foreldra okkar og var alltaf gam- an að koma í heimsókn á æsku- heimilið þitt á Hólabrautina, þar var gjarnan mikill gestagangur og oft glatt á hjalla. Ég man eftir mér fara með pabba á föstudags- kvöldum, hann að horfa á boxið í kanasjónvarpinu og við að leika okkur. Þú fórst alltaf í sveitina á sumrin til Kiddu frænku þinnar og undir þú þér vel þar. Arnbjörg Sigurðardóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Ástkær faðir okkar, afi, stjúpfaðir, bróðir og tengdafaðir, BALDUR SVEINN BALDURSSON framkvæmdastjóri, lést á heimili sínu á Spáni 31. ágúst. Útför hans fer fram í Grafarvogskirkju miðvikudaginn 28. september klukkan 13. Baldur Ingi Baldursson Gerður Björk Wendel Birgir Baldursson Kristinn Guðmundsson Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir Baldur Jóhann Baldursson Benedikt Thor, Hrafnhildur Eva, Viktoría og Friðrik Theodór Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, THEODÓRA HILMARSDÓTTIR, lést laugardaginn 3. september. Útförin fór fram fimmtudaginn 15. september, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu Boðaþingi, fyrir einstaka umönnun og kærleik. Hildur Elísabet Ingadóttir Árni Þór Erlendsson Sóldís Lilja Árnadóttir Glódís Hera Árnadóttir Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS GUÐMUNDSSON, fyrrv. prófastur, lést laugardaginn 17. september. Útför hans fer fram þriðjudaginn 27. september í Langholtskirkju klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið. Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir Sveinbjörn S. Tómasson Dagmar Ásgeirsdóttir Ólöf Elín Tómasdóttir Ísleifur Sveinsson Guðmundur Tómasson Fríða Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, stjúpafi og langafi, GARÐAR ALFONSSON, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. september. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 23. september klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk öldrunardeildar B-4 í Fossvogi fyrir hlýja og góða umönnun. Elín Skarphéðinsdóttir Skarphéðinn Garðarsson Elísabet Árný Tómasdóttir Garðar Árni Skarphéðinsson Maria Reis Guðmundur Björn Birkisson Þórhildur Vala Þorgilsdóttir Heiða Björk Birkisdóttir Jónas Þór Guðmundsson Guðmundur Atli og Elísabet Dóra Jónasarbörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA JÚLÍUSDÓTTIR, Dalbraut 16, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 29. ágúst. Útför hennar fer fram frá Áskirkju mánudaginn 26. september klukkan 13. Júlíus Hafsteinsson Ingibjörg Richter Rannveig Andrésdóttir Sveinn Finnbogason Björg Andrésdóttir Einar Hafliði Einarsson Þorleifur Andrésson Ragnheiður Valgarðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær unnusti minn, sonur, bróðir og vinur, ÓLAFUR JÓN ÓLAFSSON, lést 15. september. Útförin verður auglýst síðar. Gyða Björg Þórsdóttir Ólína Sigþóra Björnsdóttir Elín, Jakob, Ólöf Kristín, Björn Sigþór, Ómar Ari og Justin Leifur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.