Morgunblaðið - 22.09.2022, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.09.2022, Qupperneq 41
ur gat auðveldlega gleymt stund og stað. Og hver man ekki eftir meistaraverkinu „Tuttugu tillit til Jesúbarnsins“ eftir franska tón- skáldið Olivier Messiaen sem Anna flutti í Langholtskirkju í til- efni af fimmtugsafmæli sínu árið 2008. Það var stór stund og ógleymanleg. Nú er söngurinn hljóður og horfinn, aðeins hljómar frá bjöllunnar klið. Allt er hljótt yfir langferða leiðum þess er leitar að óminni og frið. (Freysteinn Gunnarsson) Nú er komið að leiðarlokum og við félagarnir í kórnum þökkum Önnu Guðnýju fyrir samstarfið og fyrir að vera ein af okkur í leik og starfi. Hennar verður ávallt minnst með mikilli virðingu. Elsku Siggi, börn og fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur öll. Fyrir hönd Karlakórs Reykja- víkur, Friðrik S. Kristinsson, söngstjóri. Fallin er frá í blóma lífsins lista- konan góða Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. Við fráfall hennar er stórt skarð höggvið í forystusveit íslenskra tónlistarmanna. Hún kom víða fram, gerði alla hluti vel, var góður listamaður sem vandaði til verka í hvívetna í öllu því sem fyrir hana var lagt. Hennar er sárt saknað. Eiginmanni hennar, Sigurði Ingva Snorrasyni, ættingjum hennar og vandamönnum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðju. Ágústa og Jónas Ingimundarson. Söknuðurinn er sár, skarðið er stórt, en þakklætið er mikið fyrir að hafa átt slíka samferðakonu í áratugi og fengið að njóta þess að vinna með henni við ótal tækifæri. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til Sigurðar Ingva, barna og barnabarna og annarra fjölskyldumeðlima og vina. Guðný Guðmundsdóttir. Anna Guðný, samstarfssystir til rúmlega 40 ára, akkeri mitt og klettur í tónlistinni, er horfin í ljós- ið til að kanna guðdómlegan fugla- söng í paradís. Leiðir okkar lágu fyrst saman innan veggja Guild- hall School of Music and Drama. Í örvandi og hvetjandi andrúmsloft- inu þar sugum við í okkur áhrifin. Þar upphófst líka djúp vinátta og slógu hjörtu okkar í takt músík- lega. Við æfðum og ófum marglita strengi, féllum kylliflatar fyrir li- taskölum og andagiftinni í tónmáli Messiaens. Margt annað var próf- að daginn út og inn. Þetta voru ár blóðs, svita og tára. Engin mis- kunn, við vissum að æfingin meitl- ar meistarann. Af næmi og fag- mennsku kafaði Anna djúpt í leit að fullkomnun þegar hún réðst til atlögu við áskorun lífs síns, verkið „Tuttugu tillit til Jesúbarnsins“. Hvernig höndum hún fór um það verkefni er lýsandi fyrir vinnu- semi og skilning Önnu á listinni. Hæfileikar hennar voru ótvíræðir og spilamennskan óaðfinnanleg. Eins ólíkar og við vorum bar aldr- ei skugga á okkar gifturíka sam- band. Alltaf sat hún hnakkakerrt við hljóðfærið eins og upplýst stuðlaberg. Ekkert hreyfðist nema liprir fingurnir sem hlupu upp og niður hljómborðið, á með- an ég galopnaði hjartað og jós úr skálum sönggleðinnar. Stundum gat augnablikið orðið „háspenna/ lífshætta“, sérlega þar sem söng- konan er hálfheyrnarlaus! Þannig mótuðum við og lærðum hvor á aðra og tókum oft flugið upp í hæstu hæðir. Eitt sinn áttum við að mæta í flug til Ísafjarðar, Anna mætti á undan út á völl. Ég hafði sofið yfir mig, endasentist í nátt- fötunum á flugvöllinn, en sá vélina takast á loft með Önnu innan- borðs. Hún varð veðurteppt í fimm daga, án mín! Þar kenndi hún mér að stundvísi borgar sig. Allt sem við höfum upplifað saman í tónlistinni og lífinu er ég óend- anlega þakklát fyrir. Alla tón- leikana og uppákomurnar um víða veröld, í sölum heimsins eða þegar við fórum í flesta grunnskóla landsins með tónlist fyrir alla, þá snarbreyttust krakkarnir í litlar Næturdrottningar í morgunsárið, hvílík var upplifun þeirra. Eitt sinn í byrjun ferilsins héldum við með áætlunarrútu í söngferð norður í land, þótti okkur frekar dræm mæting, en komumst að því að þetta var í miðjum hestarétt- um! Okkur leið svolítið eins og við værum „Tvær úr Tungunum“! Samstarf okkar spannar allt litróf tónbókmenntanna. Hvílíkt ferða- lag; gleði og gjöf lífsins að hafa haft Önnu samferða við að koma skilaboðum tónlistargyðjunnar til umheimsins. Ástarþakkir himinhæða elsku Siggi og fjölskyldan öll fyrir Önnu. Sigrún Hjálmtýs- dóttir (Diddú). Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari er látin. Stórt skarð er nú höggvið í fremstu raðir ís- lenskra tónlistarmanna. Anna Guðný var píanóleikari í hæsta gæðaflokki og kom mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, bæði sem einleikari, meðleikari og píanó- leikari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands um árabil. Ég var svo hepp- inn að njóta hjálpar hennar við kennslustörf mín, bæði við Tón- listarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Þeir nem- endur sem báru gæfu til að vinna með henni munu aldrei gleyma þeirri alúð, samviskusemi og inn- blæstri sem hún lagði í hvern ein- asta nemanda. Svona var allur hennar ferill. Hann einkenndist af ótrúlegri kunnáttu, natni og góð- vild. Hún hafði stórkostlegt vald á hljóðfærinu, syngjandi tón, skýr- leika og fallega mótun á hending- um. En öll þessi gæði flytjandans, Önnu Guðnýjar, komu ekki fyrir- hafnarlaust. Að baki lá gífurleg vinna og eljusemi. Þegar ég lít yfir feril hennar síðustu fjörutíu ár er erfitt fyrir mig að skilja afköst hennar. Það er ekki ofmælt að segja að hún hafi afkastað tveggja manna framlagi í þágu tónlistar og menningar á Íslandi. Í erfiðum veikindum hennar var Sigurður Ingvi sá klettur sem aldrei hagg- ast. Það er með sorg og söknuði í hjarta að ég kveð þessa einstöku konu, sem gaf svo mikið. Sigurði Ingva og fjölskyldum þeirra beggja sendi ég mína inni- legustu samúðarkveðju. Gunnar Kvaran. Það var eins og birti til þegar Anna Guðný settist við hljóðfærið. Útgeislun, fágun og virðing fyrir viðfangsefninu gerðu stundina eft- irminnilega. Það var mikið gæfuspor fyrir Karlakór Reykjavíkur þegar hún gerðist meðleikari kórsins og tók við af sæmdarkonunni Guðrúnu A. Kristinsdóttur. Samstarf Önnu Guðnýjar og Friðriks S. Kristins- sonar, stjórnanda kórsins, var ein- staklega farsælt í þrjá áratugi. Eldri félagar í Karlakór Reykja- víkur nutu einnig samstarfs við þau Friðrik og Önnu Guðnýju og ógleymanleg varð afmælisferð kórsins til Vestfjarða, þar sem Sigurður Ingvi, eiginmaður henn- ar, var einnig með. Ég var svo lánsamur að kynn- ast foreldrum Önnu Guðnýjar, Aa- got Árnadóttur og Guðmundi Halldórssyni, mætum heiðurs- hjónum og mannkostir þeirra höfðu sannarlega skilað sér til dótturinnar. Harmur þeirra á háum aldri er mikill. Kæri Sigurður Ingvi Snorra- son. Enn man ég úr Karfavogi 21, þegar þið bræður og foreldrar tókuð lagið á aðfangadagskvöldi svo hljómaði milli hæða. Svona geymast minningar. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. F.h. eldri félaga í Karlakór Reykjavíkur, Reynir Ingibjartsson. Önnu Guðnýju Guðmundsdótt- ur kynntist ég í Tónlistarskólan- um í Reykjavík á áttunda áratugn- um þar sem hún, ung menntaskólastúlka, var í píanó- námi, en ég nýkomin til starfa sem fiðlukennari. Strax þá birtust þeir eiginleikar sem síðar urðu aðals- merki Önnu Guðnýjar bæði sem píanóleikara og samstarfskonu, einlæg gleði og áhugi á verkefn- unum, næmi, vandvirkni, ná- kvæmni og úthald. Eftir framhaldsnám við Guild- hall School of Music í London sneri Anna Guðný heim og varð mjög fljótt virkur píanóleikari og kennari. Sem formaður Kammer- sveitar Reykjavíkur hafði ég sam- band við Önnu sumarið 1983 og bauð henni að spila með okkur Þorkeli Jóelssyni hornleikara Tríó í Es-dúr op. 40 fyrir horn, fiðlu og píanó eftir Johannes Brahms. Þar hófst áratuga langt og gefandi samstarf okkar Önnu Guðnýjar. Óteljandi eru tónleikarnir þar sem við tókum þátt saman á vegum Kammersveitarinnar, í Reykja- vík, víða um land og víða um heim. Fyrir okkur báðar var samstarfið við Paul Zukofsky sérstaklega gefandi, en hann hvatti alltaf alla til dáða. Anna Guðný tók þátt í frumflutningi Kammersveitarinn- ar á Íslandi á verki Oliviers Messi- aens Frá gljúfrunum til stjarn- anna árið 1989 undir stjórn Zukofskys. Þar var grunnurinn lagður að áhuga Önnu Guðnýjar á verkum Messiaens. Hún átti síðar eftir að tileinka sér þau og flytja á eftirminnilegan og glæsilegan hátt. Af óteljandi tónleikaferðum okkar saman um heiminn er ferðin til Kína haustið 1999 ógleymanleg fyrir margra hluta sakir, m.a. þeg- ar Anna Guðný fékk að æfa sig í hljóðfærabúð í Nanking þar sem við höfðum ekki aðgang að sal fyrr en rétt fyrir tónleikana. Ég kveð Önnu Guðnýju með miklu þakklæti fyrir langt og far- sælt samstarf og vináttu og bið henni og fjölskyldu hennar Guðs blessunar. Rut Ingólfsdóttir. Í dag kveðjum við í Karlakór Reykjavíkur með miklum söknuði og allt of snemma okkar yndislegu Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanóleikara kórsins til 30 ára. Fyrstu tónleikar Önnu með kórn- um voru árið 1984 um vorið, en pí- anóleikari kórsins í 20 ár, Guðrún A. Kristinsdóttir, hafði handleggs- brotnað og var úr leik. Þetta var rétt fyrir tónleikana og mjög stuttur fyrirvari. Páll Pampichler Pálsson söngstjóri kórsins fékk þá ungan og efnilegan píanóleikara, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, til að hlaupa í skarðið. Þá var Anna aðeins 25 ára. Sex árum síð- ar árið 1990 urðum við í kórnum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Önnu til liðs við okkur aftur og upp frá því var hún píanóleikari á árlegum vortónleikum kórsins í hartnær 30 ár og í fjölmörgum kórferðalögum bæði hér heima og erlendis. Anna var sæmd heiðurs- merki Karlakórs Reykjavíkur árið 2012. Það sem einkenndi spila- mennsku Önnu og var svo hrífandi var þessi mikla reisn þegar hún settist við flygilinn og töfraði fram tónana af þvílíku listfengi að mað- MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ATLI SIGURÐSSON bóndi, Ingjaldsstöðum, Þingeyjarsveit, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 9. september, verður jarðsunginn í Þorgeirskirkju laugardaginn 24. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Þorgeirskirkju, reikningsnúmer 1110-15-201755, kt. 560119-2160. Elma Atladóttir Þráinn Óskarsson Ragna Atladóttir Guðmundur Sigfinnsson Sigurður Atlason Berglind Gunnarsdóttir og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, SIGURÐAR ÁSTRÁÐSSONAR, Reyrhaga 14, Selfossi, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 16. júlí. Útförin fór fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 27. júlí. Guðný Bjarnadóttir Ásta Björk Sigurðardóttir Willy Blumenstein Sigurður Bjarki Blumenstein Sólon Blumenstein Valgeir Ástráðsson Emilía Björg Möller Herdís Ástráðsdóttir Þorvaldur Sigurðsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR ORRI DAVÍÐSSON myndasmiður, lést á krabbameinsdeild Landspítala miðvikudaginn 14. september. Útför fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 23. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Einars er bent á Ljósið. Helga Klara Alfreðsdóttir Tómas Orri Einarsson Heba Laufdal Hansdóttir Anna Einarsdóttir Róbert Traustason Karl Einarsson Birgitta Saga Jónsdóttir og afabörn Elskulegur eiginmaður minn, bróðir, fósturfaðir og afi, GÚSTAV KRISTJÁN GÚSTAVSSON rafeindavirkjameistari, Skipalóni 5, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 15. september. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 26. september klukkan 13. Margrét Sólveig Ólafsdóttir Ásdís Heiðdal Gústavsdóttir Berglind Gerða Libungan Bjarni Berg Elfarsson Lísa Anne Libungan Kjartan Benediktsson Sindri Fannar Ólafsson Corinna Spruch Daníel Pálmar Ólafsson og barnabörn Ástkær eignkona mín og móðir okkar, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Didda, lést laugardaginn 17. september á Landakoti. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. september klukkan 13. Ragnvald Larsen Garðar, Gróa Erla, Anna María, Kristín Ragnhild og ástvinir Elsku sonur okkar, bróðir og dóttursonur, JONNI SMÁRASON, Bríetartúni 26, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudagskvöldið 7. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Jóhanna Sigurjónsdóttir Smári Jónsson Jóna Dögg Smáradóttir Jóna Magnúsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR KARÓLÍNA JÓNSDÓTTIR, fyrrverandi bóndi á Mið-Grund undir Eyjafjöllum, lést þriðjudaginn 20. september á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli Hvolsvelli. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þorgerður J. Guðmundsd. Viðar Bjarnason Kristín Á. Guðmundsdóttir Diðrik Ísleifsson Bára Guðmundsdóttir Lárus Hjaltested Róbert Bragi Guðmundsson Jóhann B. Guðmundsson Thongmat Nonthakhamjan Guðbjörg Guðmundsdóttir Halldór Valdemarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, YNGVI ÖRN GUÐMUNDSSON, Jófríðarstaðavegi 7, Hafnarfirði, lést föstudaginn 16. september. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, mánudaginn 3. október klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Ingibjörg Lydía Yngvadóttir Aldís Yngvadóttir Jón Þór Þorgrímsson Yngvi Jósef Yngvason Þórdís Ósk Rúnarsdóttir Eyjólfur, Daði, Andri, Hugrún, Gígja, Signý, Kristófer Rúnar og langafabarn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, IBSENS ANGANTÝSSONAR skipstjóra, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ. Hulda Guðmundsdóttir Davíð Ibsen, Matthildur Sigríður Jónsdóttir Ríkharður Ibsen, Stella Norðdal Gísladóttir Marteinn Ibsen, Astrid María Dahl Reynisdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.