Morgunblaðið - 22.09.2022, Side 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
✝
Sævar Reykja-
lín Sigurðarson
fæddist í Reykjavík
1. mars 1981. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu 5.
september síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
voru Anna Krist-
jánsdóttir, f. 28.
júní 1945, d. 29. júlí
2002, og Sigurður
Sævar Ásmundsson, f. 7. októ-
ber 1935, d. 31. október 1989.
Sammæðra bróðir hans er
Eyvindur Gauti, f. 24. júlí 1977,
börn hans eru Anna Sigyn, f.
2004, og Ymir, f. 2006. Sam-
býliskona hans er Harpa Dögg
Kristinsdóttir. Samfeðra systk-
ini Sævars eru Guðmundur
Veigar, f. 10. janúar 1975, Halla
Bergdís, f. 6. janúar 1958, og
Georg Jóhann, f. 25. júlí 1956.
Árið 1999 kynntist Sævar
konu sinni, Höllu Björk Gríms-
dóttur, f. 3. febrúar 1982, er þau
í verkefnastjórnun frá Háskól-
anum í Reykjavík 2022.
Meðfram námi vann hann
lengst af hjá Vodafone þar sem
hann vann sig upp í stöðu við-
skiptastjóra, þaðan lá leiðin í
skamma stund til A4 þar sem
hann gegndi stöðu vörustjóra
uns hann fór yfir til Samskipa
og vann sem sölumaður þar þar
til hann vann sig upp í stöðu við-
skiptastjóra.
Félagsmál ýmiskonar voru
Sævari hugleikin og var hann
m.a. formaður barna- og ung-
lingaráðs Fjölnis, formaður for-
eldrafélags Kelduskóla, með-
limur íbúaráðs Grafarvogs, var í
forsvari fyrir lestrarátak Fjölnis
o.fl.
Sævar var slyngur penni og
skrifaði fjölda greina um ýmis
málefni, s.s. tækni, fótbolta og
skólamál, sem voru honum mjög
ofarlega í huga.
Útför Sævars verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 22.
september 2022, og hefst at-
höfnin klukkan 13. Aðstand-
endur hvetja alla til þess að
mæta í sinni uppáhalds-
íþróttatreyju í anda Sævars.
unnu bæði á Dom-
ino’s. Árið 2003
felldu þau hugi
saman og bjuggu
sér, í framhaldinu,
heimili í Orrahólum
7 og síðar Bakk-
astöðum 73 uns þau
stækkuðu við sig og
fluttu á Bakkastaði
75.
Synir Sævars og
Höllu eru: Lúkas
Blær, f. 29. júní 2007, Róbert
Logi, f. 8. apríl 2010, og Bene-
dikt, f. 22. maí 2012. Einnig voru
þau stuðningsforeldrar Marýar
og Jóseps, f. 2003, tvíbura og
frændsystkina Höllu, frá sjö
mánaða aldri fram á unglingsár.
Barnsskónum sleit Sævar í
Seljahverfinu í Breiðholti,
stundaði fótbolta og síðar hand-
bolta með ÍR. Hann lauk grunn-
skólaprófi frá Ölduselsskóla,
stúdentsprófi frá FB, prófi í við-
skiptafræði frá Háskólanum á
Akureyri 2014 og meistaraprófi
Elsku besti pabbi í öllum heim-
inum. Það var svo gott að fá þig á
leiki, þú hvattir alltaf allt liðið og
sagðir áfram Fjölnir, ekki áfram
Lúkas, Róbert eða Benedikt. Við
erum sammála um það sem Lúkas
sagði, að þú varst korter í full-
komnun. Það var alltaf skemmti-
legt að tala við þig um íþróttir,
skólann, lífið, allt. Þú sagðir okkur
alltaf að leysa málin því ef allir
myndu hefna sín þá myndu allir
enda blindir (sbr. auga fyrir auga).
Pabbi var besti knúsarinn í öllum
heiminum. Okkur finnst að þú hafi
alltaf hugsað um alla, hvað væri
best fyrir hvern og einn, allir elsk-
uðu þig sem þekktu þig. Pabbi eld-
aði góðan mat, elskaði að borða
góðan mat og mamma gaf honum
námskeið til að læra að gera
geggjaðar sósur. Hann sagði
fyndna pabbabrandara sem við
munum alltaf geyma og hlæja að.
Pabbi var okkar Arsenal-kall en
vildi að við myndum velja okkar
lið sjálfir þó að hann hefði örugg-
lega viljað að við værum allir Ars-
enal-strákar. Hann hafði svo mik-
inn áhuga á að við stæðum okkur
vel, var alltaf að benda okkur á
hvað við gætum gert betur. Hann
sagði alltaf að við ættum að vera
besta útgáfan af okkur sjálfum.
Pabbi var alltaf að grínast eitt-
hvað, hann breytti stundum lög-
um og söng um mömmu og okkur,
það var fyndið. Hann bjó til mynd-
bönd um Sævar Sindrason sem
voru mjög skemmtileg. Það er svo
gott að við eigum þessi myndbönd.
Hann var alltaf til staðar og
mamma hefur sagt okkur að þeg-
ar við vorum litlir og veikir þá var
hann alltaf með okkur í Lazyboy-
stólnum að rugga okkur fram og
til baka þangað til við sofnuðum.
Okkur finnst lagið „Gefðu allt sem
þú átt“ lýsa honum vel því hann
gaf alltaf allt í það sem hann gerði,
kláraði verkefnin sín og vandaði
sig. Honum fannst mjög gott að
láta klóra sér og strjúka, líka gott
að fá smá „leggju“ eins og hann
kallaði það. Hann var betri en
bestur, alltaf að hvetja, hrósa og
styðja okkur og segja okkur hvað
við gætum gert til að verða betri.
Hann var svo fróður, vissi næstum
allt og gat alltaf svarað ef við höfð-
um spurningar um heimanámið.
Pabbi var okkar stærsti aðdáandi
og mesta fyrirmynd í lífinu. Hann
var duglegur að segja okkur frá
þegar hann var lítill, því við kynnt-
umst aldrei foreldrum pabba.
Hann sagði að hann hefði verið
mikill mömmustrákur og elskað
að knúsa mömmu sína. Hann
sagði okkur líka að hann hefði ver-
ið mikill kexkall og þegar mamma
hans hefði keypt t.d. Homeblest
þá hefði hann gúffað honum í sig
en skilið eftir tvær kexkökur, eina
fyrir mömmu og eina fyrir Gauta.
Það fannst honum mjög fyndið.
Það var eitt sem var mjög fyndið
við pabba, hann vildi aldrei fá
fyrstu ostsneiðina, hann gaf hund-
inum okkar, Kríu, hana þegar hún
var á lífi eða henti henni. Þegar við
bjuggum til morgunmat handa
honum þá tók hann sérstaklega
eftir að við hefðum skorið fyrstu
ostsneiðina burt. Hann bjó til fal-
leg orð til að segja þegar við fórum
að sofa og við segjum það alltaf.
Góða nótt og dreymi ykkur falleg-
ustu draumana um fallegustu
staðina með skemmtilegasta fólk-
inu.
Við munum aldrei gleyma þér,
besti pabbi í öllum heiminum!
Lúkas Blær, Róbert
Logi og Benedikt.
Nú þegar Sævar Reykjalín hef-
ur verið tekinn of snemma frá okk-
ur, kveðjum við umhyggjusaman
maka, frábæran föður og alltof
stóran litla bróður. Ég man ekki
eftir því þegar Sævar var lítill, því
það var hann ekki, sama hversu
ungur hann var. Hann var vissu-
lega minni, en aldrei lítill. En hann
var samt alltaf litli bróðir minn þótt
hann gnæfði yfir mig, og mjög góð-
ur bróðir. Ég er honum eilíflega
þakklátur fyrir að hafa gefið Pearl
Jam- og Pantera-geisladiskunum
mínum gott heimili eftir að ég
ákvað að sú tónlist væri of mikið
léttmeti fyrir mig, fyrir að hafa
kynnt mér ónefndan kólagosdrykk
sem fylgdi okkur báðum í gegnum
árin og fyrir öll ævintýrin þegar við
fórum í sumarbústað með mömmu
og Höllu stóru systur hans. Þá verð
ég að nefna allar afmælisveislurnar
hjá Sævari og Höllu þar sem mað-
ur komst varla fyrir vegna allra
kræsinganna. Ég hef ekki ennþá
gengið inn í þá veislu sem hefur
nokkurt roð við barnaafmælunum
sem Sævar og Halla héldu. Nóg af
fólki, nóg af kökum, nóg af kaffi,
nóg af gleði. Allt eins og það átti að
vera.
Það mikilvægasta sem við skilj-
um eftir okkur eru án efa minn-
ingarnar. Það sem aðrir muna af
okkur, það sem aðrir lærðu af okk-
ur, það sem við gáfum af okkur.
Sævar skildi nóg af þeim eftir,
góðum minningum sem munu
hlýja Höllu og strákunum um
hjartarætur alltaf þegar söknuð-
urinn lætur á sér kræla.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Ég sakna þín, litli bróðir, og
vona að dvöl þín í Sumarlandinu sé
góð.
Þinn bróðir,
Gauti.
5. september mun seint líða
okkur úr minni þegar Halla Björk
dóttir okkar tilkynnti okkur að
Sævar maðurinn hennar og
tengdasonur okkar hefði orðið
bráðkvaddur snemma um morg-
uninn.
Á einu augnabliki breyttist allt,
mikil sorg, reiði og skelfing hellt-
ist yfir okkur, af hverju? Maður í
blóma lífsins? En honum hefur
verið ætlað annað hlutverk.
Það er svo óraunverulegt að
setja saman minningargrein um
Sævar, föður á besta aldri, faðir
þriggja drengja sem dáðu hann og
dýrkuðu.
Fyrir 20 árum kynnti Halla
dóttir okkar fyrir okkur yndislegan
og brosandi kærasta sinn og leist
okkur strax vel á hann. Hann virt-
ist traustur og hjartahlýr og geisl-
aði af þeim, þau áttu greinilega vel
saman og vógu hvort annað upp
enda samstiga í einu og öllu. Þar
var kominn kær tengdasonur hann
Sævar okkar sem reyndist okkur
vel og alltaf tilbúinn að hjálpa.
Sævar hafði gaman af elda-
mennsku og var alltaf tilbúinn að
læra eitthvað nýtt. Það fyrsta sem
hann vildi læra var að brúna kart-
öflur, gera uppstúf og brúna sósu
með jólahamborgarhryggnum og
að lokum var hann orðinn snilld-
arkokkur og ekki síðri í bakstri.
Sævar var mikil gleðisprengja
og stráði sólargeislum hvar sem
hann var með glaðværð sinni og
hjartahlýju. Hann var atorkumik-
ill ungur maður sem elskaði fjöl-
skyldulífið, konuna sína og syni og
gaf sér alltaf tíma fyrir þau, þó að
hann væri í fullri vinnu með námi
og starfaði einnig með íþrótta-
félaginu Fjölni í Grafarvogi og
væri einn af aðalmönnum þar, en
þetta hefði hann ekki getað án
Höllu sinnar sem hvatti hann
áfram í námi og starfi.
Sævar og Halla tóku að sér sem
stuðningsforeldrar tvíburana
Mary Elísabet og Jósef Gabriel
þegar þau voru sex mánaða og til
12 ára aldurs og fórst þeim það af-
ar vel úr hendi og dýrkuðu tvíbur-
arnir Sævar enda var hann óþreyt-
andi að gera eitthvað skemmtilegt
með þeim og eiga þau góðar minn-
ingar. Síðan bættust synirnir við
hver á fætur öðrum og alltaf nóg að
gera á þeim bæ.
Halla og Sævar voru einstak-
lega samhent með heimilið og
uppeldið og svo gaman að sjá hvað
þau unnu vel saman sem ein heild.
Aðalviðhorfið á heimilinu var að
það hjálpast allir að og taka tillit
hver til annars og virða skoðanir
annarra enda bera þeir merki um
gott uppeldi.
Sævar hafði nýlokið námi í
tveimur háskólum og núna í vor
mastersgráðu í verkerfnastjórnun
hjá HR og búinn að leggja mikið á
sig og loksins átti að njóta erfiðins
og fara að slaka á.
Sævar starfaði hjá Samskip síð-
ustu 10 árin og var hann svo
ánægður þar, sagði að þar væri
gott að vinna og einstaklega góður
starfsandi, þökk sé starfsfélögum
hans.
Sævar var ötull að hvetja sitt
lið, Fjölni, og drengina sína, alltaf
tilbúinn með sinn stóra faðm að
knúsa og hvetja.
Fjölnisfólk, þið hafið breitt
ykkar kærleiksríka faðm á móti
fjölskyldunni sem er í mikilli sorg,
takk fyrir það.
Drengirnir mættir á æfingar og
þótt við séum stödd í djúpum
sorgardal kemur önnur alda sem
reisir okkur við að lokum og við
lærum að lifa við missinn.
Elsku Sævar, takk fyrir allt, að
þér er mikill missir. Hvíl í friði
kæri tengdasonur.
Friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þínir tengdaforeldrar,
Þórunn Aldís og Grímur.
Mig minnir að ég hafi verið orð-
inn Sævari málkunnugur skömmu
eftir aldamótin síðustu enda var
hann alla tíð afar viðkunnanlegur.
Þó kynntist ég honum ekkert að
ráði fyrr en ég og konan mín fór-
um að rugla saman reytum tæp-
um áratug síðar en konur okkar
eru æskuvinkonur og samgangur-
inn því nokkur við hin ýmsu tæki-
færi. Frá því á ég margar góðar
minningar.
En þegar ég lít til baka og
hugsa til Sævars minnist ég þess
að ég var ekki lengi að sjá ým-
islegt í hans fari sem var öðrum,
þar á meðal mér, til eftirbreytni.
Því þrátt fyrir að fyrirheitin geti
verið mörg, þá eru efndirnar ekki
alltaf endilega alveg á pari við þau
um hvernig maður ætli sér aldeilis
að breyta háttum sínum og venj-
um til hins betra. Verða betri og
þá helst besta útgáfan af sjálfum
sér.
Í þessu samhengi hygg ég að
Sævar hafi verið annaðhvort mjög
meðvitaður öllum stundum um
hvernig maður hann vildi vera eða
honum hafi verið þetta meðfætt.
Því þegar ég hugsa um Sævar
hugsa ég um mann sem var ávallt
besta útgáfan af sjálfum sér.
Hvort heldur var, þá fannst
mér aðdáunarvert að fylgjast með
honum. Því hann virtist aldrei
skeyta skapi sínu á nokkrum
manni, vera laus við allan pirring,
alltaf hress, kíminn, atorkusamur
með eindæmum, fær um að sýna
einlægan áhuga á náunganum
hverju sinni, börn, þar á meðal
mín, hændust að honum, hann var
fyrirmyndarfjölskyldufaðir, gaf
mikið af sér og snerti við mörgum.
Hann gerði heiminn að betri
stað og var í alla staði gull af
manni. Að honum er mikill missir.
Björn Arnar Kárason.
„Hvað segir‘u meistari?“ er
setning sem Sævar notaði mikið
þegar hann heilsaði vinum, kunn-
ingjum eða fótboltafélögum sona
sinna.
Við trúum því ekki enn að Sæv-
ar sé fallinn frá, þessi brosmildi,
ljúfi og góði maður með sína ein-
staklega góðu nærveru. Algjört
gull af manni sem var alltaf já-
kvæður og hallmælti aldrei einum
né neinum. Hann lét sig varða
íþrótta- og skólamál í Grafarvogi
og sinnti þeim málefnum í frítíma
sínum af miklum áhuga og alúð.
Við hjónin kynntumst Sævari
Reykjalín í gegnum syni okkar
sem hafa spilað fótbolta með Ró-
berti og Benedikt síðan þeir voru í
leikskóla. Oftar en ekki stóðum við
með Sævari, Höllu og strákunum
þeirra á hliðarlínunni í allskonar
veðri að fylgjast með fótboltanum
og nánast alltaf var öll fjölskyldan
af Bakkastöðum mætt til að fylgj-
ast með og styðja sinn mann. Sæv-
ar sem var Fjölnismaður í húð og
hár studdi Fjölnisstrákana hvort
sem það voru hans strákar eða fé-
lagar þeirra. Hvort sem það gekk
vel eða illa þá heyrðust alltaf já-
kvæð orð frá Sævari sem hvatti
strákana áfram í gegnum leikinn.
Eftir leikinn, hvernig sem hann
fór, sá Sævar alltaf það jákvæða
við leikinn eða frammistöðu strák-
anna sem vert var að hrósa fyrir.
Á þeim gistimótum sem haldin
voru var Sævar yfirleitt gististjóri
fyrir liðið sem synir hans voru í og
það þótti liðsfélögunum alveg frá-
bært. Þessi góði maður sem byrsti
sig aldrei við strákana, heldur
ræddi við þá með sinni ljúfu og yf-
irveguðu rödd. Hann lét iðulega
nokkra brandara falla og las svo
sögu fyrir strákana þar til þeir
sofnuðu einn af öðrum. Á morgn-
ana þegar þeir vöknuðu var það
hann sem kom þeim af stað út í
daginn með sínu rólega og yfir-
vegaða fasi en aldrei var neinn æs-
ingur í kringum Sævar.
Þegar við vorum í kringum
Höllu og Sævar þá sáum við hvað
það var mikil ást, umhyggja, kær-
leikur, virðing og hamingja á milli
þeirra. Fallegt samband sem þau
höfðu þróað með sér í gegnum árin.
Þau voru samstiga í því að ala
strákana sína upp í þessu ástúðlega
umhverfi enda eru þeir einstaklega
flottir strákar, góðir, almennilegir
og kurteisir með eindæmum. Það
sem var mest áberandi við fjöl-
skylduna hvar sem þau komu var
öll gleðin, kærleikurinn og hvað
þau voru samrýmd.
Stórt skarð er komið í fjölskyld-
una og langar okkur að færa
Höllu, Lúkasi, Róberti og Bene-
dikt innilegar samúðarkveðjur.
Megi góður Guð styrkja ykkur í
sorginni á þessum erfiðu tímum.
Hvíl í friði meistari Sævar og
takk fyrir allar samverustundirn-
ar. Þín verður sárt saknað innan
sem utan vallar.
Viðar, Auður, Eyþór
Ingi og Kári Hrafn.
Það er sárara en orð fá lýst að
þurfa að kveðja samnemanda og
vin sem hefur verið kallaður frá
okkur allt of snemma. Við leitumst
gjarnan við að sættast við þann
veruleika með því að reyna að
finna einhvern tilgang í honum og
segjum okkur að þeir sem guðirn-
ir elska deyi ungir.
Við kynntumst Sævari haustið
2020 þegar við hófum meistara-
nám í verkefnastjórnun við Há-
skólann í Reykjavík. Alveg frá
upphafi var ljóst að ljúfari,
skemmtilegri, glaðari, jákvæðari,
þolinmóðari og hjálpsamari
dreng, sem var alltaf með brosið
að vopni, höfðum við ekki kynnst.
Það var þó eitt sem stóð upp úr.
Hann kunni ekki að segja nei. Það
skipti engu hvert verkefnið var,
hann sagði alltaf já.
Hann vakti sérstaka athygli
okkar og kátínu í fyrsta verkefn-
inu sem var áætlanagerð fyrir
nýja viðskiptahugmynd. Flestir
stóðu stjarfir fyrir framan hópinn
með þurru slæðukynningarnar
sínar en ekki hann Sævar okkar.
Hann mætti upp í pontu í skip-
stjórabúningi með skipstjórahatt
og hélt eftirminnilega kynningu
um siglingaferðir út fyrir lögsögu
Íslands, þar sem hann ætlaði að
bjóða upp á fjárhættuspil og aðra
skemmtun. Allur bekkurinn lá í
hláturskasti yfir þessum ljúfa
manni með þessar hálf-ólöglegu
hugmyndir og hvernig hann kom
með skemmtilegar útfærslur og
snúning á allt ferlið.
Við gáfum honum titilinn „borg-
arstjóri Grafarvogs“. Hann var allt
í öllu í voginum góða. Sum okkar
tóku þátt í verkefnum þar sem
ástríða hans fékk að njóta sín og þá
tengdist verkefnið að sjálfsögðu
Fjölni og Grafarvoginum. Hann
ljómaði þegar hann leiddi okkur
um Egilshöllina og það fór ekki
fram hjá neinum hvað hann var
mikilvægur samfélaginu sínu og
hvað allir elskuðu hann og virtu.
Guðfinna K. Bjarnadóttir, fyrr-
verandi rektor HR, kenndi okkur
einn áfanga í náminu. Hún vildi
meina að hún sæi strax hæfileika
hvers og eins og valdi þannig Sæv-
ar í stærsta hlutverkið. Hann átti
að vera fundarstjóri á ráðstefnu
um lokaverkefni okkar. Hann bar
ábyrgð á allri skipulagningu fyrir
stóra daginn og leysti það auðvit-
að með einstakri prýði. Guðfinna
las Sævar rétt. Því verður ekki
neitað að fljótlega byrjuðum við að
ræða hvort MPM-stjórnendur
ættu í raun að ráða Sævar til að
halda utan um námið því hann
stóð fyrir frábærri upplýsinga-
gjöf, fyrirspurnum var svarað
hratt og vel og dagurinn gekk eins
og smurð vél.
Sum okkar urðu þeirrar gæfu
aðnjótandi að vinna með Sævari
oftar en önnur. Námið er krefj-
andi fyrir nemendur og fjölskyld-
ur þeirra og stundum unnið langt
fram á nætur. Það getur reynt á
fólk og upp geta komið árekstrar.
Það gerðist hins vegar aldrei með
Sævari. Ekkert okkar getur rifjað
upp einu sinni brot af þess háttar
minningu. Hann Sævar var allra.
Sævar kallaði alla „meistari!“
en réttast væri að segja að nú höf-
um við misst hinn allra mesta
meistara.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast þessari yndis-
legu manneskju sem Sævar var.
Við munum aldrei gleyma þér
elsku vinur. Við vottum Höllu og
sonum þeirra Sævars okkar
dýpstu samúð.
MPM-nemendur, árgangur
2022,
Greta Lind Kristjánsdóttir.
Sævar Reykjalín
- Fleiri minningargreinar
um Sævar Reykjalín bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
EMILS RÚNARS GUÐJÓNSSONAR,
Gauksrima 6, Selfossi.
Þökkum alla aðstoð og stuðning í veikindum hans.
Oddný Magnúsdóttir
Guðjón Emilsson Kristrún Friðriksdóttir
Magnús Emilsson
Emilía Ólöf, Þórarinn Smári, Sigríður Oddný, Friðrika Helga
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
GUÐMUNDAR HANSSONAR
veitingamanns,
sem lést 5. ágúst.
Kær kveðja,
Haraldur Guðmundsson Bryndís Bjarnadóttir
Albert Þór Guðmundsson Snædís Björt Agnarsdóttir
Stefán Guðmundsson Guðbjörg Lilja Svavarsdóttir
Sæunn Halldórsdóttir
Sigrún Bryndís Hansdóttir
Hrund Apríl Guðmundsdóttir
Elísabet Haraldsdóttir