Morgunblaðið - 22.09.2022, Page 44

Morgunblaðið - 22.09.2022, Page 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is MEÐ SJÁLFBÆRNI AÐ LEIÐARLJÓSI Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú átt gott með að átta þig á hlut- um með því að beita vitsmunum þínum og rökhyggju en stundum er nauðsynlegt að láta innsæið ráða. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú ert undir þrýstingi til að taka ákvörðun í vissum aðstæðum. Leitaðu álits annarra því það mun gagnast þér. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Taktu ekki gagnrýni óstinnt upp. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi þótt hlutirnir gangi ekki fyrir sig nákvæmlega eins og þú hafðir hugsað þér. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Til er ráð við kvíðanum sem þú upplifir og í því felst meðal annars blað og penni. Bjartar hugsanir hjálpa þér við að halda sól í sinni. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ekki vera of yfirþyrmandi í sam- skiptum þínum við smáfólkið í dag. Reyndu að halda ró þinni, þótt mikið gangi á. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Yfirmenn og aðrir ráðamenn reyna oft á sjálfsálitið. Það er erfitt að láta það ekki á sig fá. Sláðu á létta strengi til að bætaandrúmsloftið. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ert ómótstæðilega heillandi – og ómögulegt að spilla þínu góða skapi. Leyfðu þér að njóta lífsins. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það getur haft örlagaríkar af- leiðingar að skipta sér af málum sem ekki eru á manns færi. Fólk misskilur hvert ann- að auðveldlega í dag. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ert í harðri samkeppni og verður að leggja mikið á þig til þess að standast hana og koma þínum málum í höfn. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Fólk sýnir þér góðvild í dag. Reyndu að komast að því hvers það þarfn- ast og útvegaðu það þannig að það veki lukku. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú þarft ekkert að fyrirverða þig fyrir tilfinningar þínar, ef þær eru sannar og án sársauka fyrir aðra. Haltu áfram á sömu braut. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú færð góðar hugmyndir um hvernig þú getur verið eigin atvinnurekandi eða varðandi sérverkefni sem færa þér fé. Fáðu þína nánustu í lið með þér og þá heppnast allt vel. D avíð Sigurðsson fædd- ist 22. september 1982 á Akranesi og ólst upp fyrstu árin í Þorlákshöfn og á Þórustöðum í Ölfusi. Fjölskyldan flutti að Hellubæ í Hálsasveit þeg- ar hann var þriggja ára og bjó hann þar út grunnskólagönguna. „Ég var síðan með annan fótinn í Skagafirði eftir grunnskóla og var í tvö ár bæði í fjölbrautaskóla og í vinnu á bílaverkstæði en hafði verið vinnumaður á Skefilsstöðum á Skaga í fjögur sumur eftir ferm- ingu hjá yndislegum hjónum, þeim Búa Vilhjálmssyni og Margréti Viggósdóttur. Ég fór því næst aft- ur heim í Borgarfjörðinn og vann við byggingarvinnu, vélavinnu og tók eitt ár í Bændaskólanum á Hvanneyri. Ég nældi svo í eiginkonu mína hana Sigríði 2001 og saman fórum við í Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið 2005 að klára okkar nám. Vorið 2007 útskrifuðumst við bæði sem stúdentar en ég einnig sem vélvirki.“ Síðan þá hefur Davíð starfað sem vélvirki við járnblendið á Grundartanga, keypti ásamt föður sínum 2013 dekkjaverkstæði og smurstöð í Borgarnesi sem hann starfaði á og rak þar til í fyrra ásamt því að vera landbúnaðar- verktaki síðustu árin með eigin bústörfum. „Ég sá um ásamt góðum hópi manna að viðhalda varnargirðingu sauðfjárveikivarna milli Borgar- fjarðar og Húnavatnssýslna frá 2006-2020 en við kölluðum okkur Gaddavírsbandalagið.“ Davíð hefur verið mikið viðloð- andi félagsstörf síðasta áratuginn eða svo. Hann var formaður Fé- lags sauðfjárbænda í Borgarfirði í fjögur ár og formaður Búnaðar- félags og Ræktunarsambands Þverárþings í fjögur ár. Hann var kosinn í sveitarstjórn Borgar- byggðar 2018 og svo aftur í vor og situr nú sem formaður byggðar- ráðs. „Við höfum búið í Miðgarði meira og minna síðan 2005 og Davíð Sigurðsson, bóndi, sveitarstjórnarmaður og vélaverktaki – 40 ára Í Þverárrétt Davíð, Sigríður og Skarphéðinn Karl ásamt systkinum og systkinabörnum Sigríðar. Smalamennskan í fullum gangi Yngsti sonurinn Skarphéðinn Karl, á hestinum sínum, sem heitir Fyrstur. Hundurinn Maríó fylgir á eftir þeim á heimreiðinni í Miðgarð. Afmælisbarnið Davíð situr í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Sigrún Þorsteinsdóttir fæddist 22. september 1922 að Hörðubóli í Mið- dölum, Dalasýslu. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson, f. 1874, d. 1966, og Jóna Elín Snorradóttir, f. 1896, d. 1971. Sigrún giftist fyrri eiginmanni sín- um, Vilhjálmi Friðrikssyni, 1942 og slitu þau samvistum. Hann lést árið 1996. Börn þeirra eru Dagný Heiða, f. 1942, Friðjón Ágúst, f. 1944, Jón Steinar, f. 1945, og Una, f. 1949. Seinni eigin- maður Sigrúnar var Ársæll Hannesson, f. 1929, d. 2020. Börn þeirra eru Ásdís Lilja, f. 1955, Dóra Bryndís, f. 1957, Hannes Grétar, f. 1958, og Guðgeir Eið- ur, f. 1960. Fyrstu ár ævinnar flutti Sigrún með fjölskyldu sinni á milli nokkurra staða. „Efst í minningunni er jörðin Glæsivellir í Miðdölum, vorum við þar í nokkur ár. Að síðustu var flutt að Svalbarða í sömu sveit (1936-1956). Þar bjuggu þau meðan þau höfðu heilsu og getu til að vera með skepnur sem var þeirra lifi- brauð. Þar voru tvær kýr og kindur sem ég man ekki hvað voru margar. Það fór nú ekki mikið fyrir skóla- göngu, ég lærði að lesa, reikna og skrifa heima og það bóklega var ekki upp á marga fiska. Farkennsla var nokkra mánuði á vetri hverjum sem var á heim- ilum þar sem börn voru 10-12 ára. Eftir unglingsaldur vann ég á sím- stöðinni í Búðardal og líkaði það vel. Svo tók alvara lífsins við með eigin- manni og börnum, en við bjuggum t.d. um tvö ár á Svínhóli í Miðdölum. Eftir smá flakk í u.þ.b tvö ár þá slítum við Vilhjálmur samvistum. Basl er búskap- ur stendur einhvers staðar og þá var enga aðstoð að fá frá því opinbera. Þurftum við að koma börnum fyrir hjá góðu fólki, en það yngsta var hjá mér. Það tók á en harður er lífsins skóli.“ Sigrún réðist í vinnu austur í Grafn- ingi með ársgamla dóttur sína og þar kynntist hún seinni eiginmanni sínum, Ársæli Hannessyni. Fluttist hún til hans þegar þau fóru að búa á Stóra-Hálsi í Grafningi, þaðan sem hann var ættaður. „Þar var blandaður búskapur kýr, kind- ur, hænsni og tún ræktuð. Börnin fædd- ust, íbúðarhús byggt og einnig útihús og nóg að gera á báða bóga. Árin liðu, börnin flugu úr hreiðri við eltumst og heilsu okkar hrakaði. Á endanum flutt- um við á hjúkrunarheimilið Ás í Hvera- gerði þar sem eiginmaður minn féll frá árið 2020. Og hér er ég að ná 100 ára aldrinum. Það sem angrar mig mest er að bæði sjón og heyrn eru að fjara frá mér. En þegar upp er staðið er ég þakklát fyrir mig og mína.“ Afkomendur Sigrúnar eru í dag 68 talsins. Árnað heilla 100 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.