Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Meiraprófsnámskeið á íslensku Nánari upplýsingar: www.okuland.is Hefst 14. nóvember inn um 71 þúsund kílómetra, sem telst dágott fyrir bíl sem var notaður í um 15 ár. Gunnar lagði bílnum árið 1988 en fljótlega eftir það komst Sigurbjörn í kynni við hljóðmanninn, vegna starfa sinna syðra sem aðstoðarmaður Hljómsveitar Magga Kjartans og einnig hittust þeir við upptökur á plötu fyrir Geirmund Valtýsson. Fór Gunnar að tala um þennan bíl og að gaman væri að geta komið honum til upprunalegs horfs. Nokkrum árum seinna, kringum 1995, hafði Gunnar samband og spurði Sigurbjörn hvort hann hefði enn áhuga á að gera upp bílinn. „Ég tók vel í það, og daginn eftir var Gunni kominn með bílinn norður,“ segir Sigurbjörn og brosir er hann rifjar þetta upp. Lengi stóð Variantinn úti í horni á verkstæðinu en var tekinn fram á gólf þegar Mini-inn var klár fyrir fáum árum. Gunnar hefur síðan að- stoðað við að finna varahluti með leit á netinu og þeir þurft að fara ýmsar krókaleiðir í þeim efnum. „Aðalvandinn með þennan bíl var að innri brettin voru ónýt og það hef- ur gengið illa að fá varahluti og parta í boddíið. Eftir mikla leit á netinu fundum við fyrirtæki í Kaliforníu sem skar brettin úr öðrum bíl og sendi okkur,“ segir Sigurbjörn en að öðru leyti hafa flestir varahlutir feng- ist frá Bretlandi. Alls er búið að panta um 100 hluti af ýmsum stærð- um og gerðum en Sigurbjörn hefur orðið að smíða það sem upp á vantar. Bíll með „enga vél“ Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins heimsótti Sigurbjörn fyrr á árinu vann hann við að lyfta boddíinu á bílnum. Smíða hefur þurft ýmsa hluti upp á nýtt, eins og afturbrettin, smíða sílsa og fleira, og skipta út hlutum sem voru hvað mest ryðgaðir. – Einhver hefði nú bara dæmt þennan bíl ónýtan, er það ekki? „Jú, jú,“ svarar Sigurbjörn í fyrstu, og sýnir blaðamanni myndir af bílnum eins og hann leit út eftir að hann var tekinn í sundur. Meira að segja Björn, faðir Sigurbjörns, hafði úrskurðað stóran hluta bílsins gjör- ónýtan og gegnryðgaðan. Var þá mikið sagt þegar Björn bílasmiður var annars vegar! VW Variant var löngum kallaður „bíllinn sem er með enga vél“. Sést hún hvorki þegar húdd eða skott er opnað, heldur er hún undir hlera í skottinu, á svipuðum stað og í VW- Rúgbrauði, enda vélartegundin sú sama, stærðin bara 1.600. „Kosturinn við að gera þennan bíl upp er að margt er hægt að fá úr öðr- um tegundum Volkswagen-bíla frá svipuðum tíma og þessi var fram- leiddur. Undanskil ég þá boddíhlut- ina,“ segir Sigurbjörn. – Hvað fær menn til að standa í þessu, með annarri vinnu og ýmsum öðrum verkefnum? „Ég veit ekki hvað skal segja, sjálfsagt er þetta einhvers konar klikkun en frekar vil ég tala um sköp- unarþrá. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum, var alinn upp við þetta. Lærði mikið af pabba, fór svo í bifvélavirkjun en er að kenna í dag. Stundum hefur maður lagt af stað með gamlan bíl í einhverju bjart- sýniskasti, eða vitleysisgangi, og séð svo eftir því. Þegar maður fær upp í kok þá er gott að leggja verkið til hliðar og koma að því seinna. Endur- gerð gamalla bíla má ekki fara fram í einhverri tímapressu. Þetta getur tekið mörg ár og ekkert að því. Það fylgir því síðan mikil ánægja að hafa klárað að gera upp bíl, þannig að hann verður eins og nýr úr kass- anum. Það er frábær tilfinning,“ seg- ir Sigurbjörn. Hann lítur einnig svo á að verið sé að bjarga menningarverðmætum, að viðhalda bílum sem annars séu löngu horfnir af götunum, dálítið svipað eins og að viðhalda friðuðum húsum. „Vandamálið með bílana er að þeir mega hvergi vera þar til búið er að gera þá upp,“ segir Sigurbjörn og bendir á að fullt af sjaldséðum og merkilegum bílum hafi farið for- görðum. Bílunum hafi verið fargað og þeir endað á haugunum, öllum gleymdir og grafnir. Tveir bílar bíða á kantinum Aðspurður segir hann fáa bíla af þessari tegund ennþá í standi, alla- vega ekki bíl með skotti, en hann viti þó af bláum station-bíl á Akureyri. „Nú verður ekki aftur snúið, við verðum að klára að gera bílinn upp,“ segir Sigurbjörn, en ætlar ekki að gefa upp tíma á hvenær verkinu verði lokið. „Gunnar hefur gefið mér gott svigrúm. Hann bíður bara eftir að ég hringi, þá komi hann norður að sækja bílinn.“ Sigurbjörn er síðan með tvo aðra bíla sem bíða endurgerðar. Annars vegar er það Volvo Amason, árgerð 1965, og hins vegar VW-Bjalla, ár- gerð 1972. Verkefnaskortur mun því ekki blasa við á verkstæðinu en allt unnið eftir aðstæðum og tíma hverju sinni. Bílasmiður í fótspor föður - Sigurbjörn Björnsson á Sauðárkróki gerir upp gamla bíla á verkstæði sínu - Faðir Sigurbjörns með fremstu bílasmiðum landsins - VW Variant frá 1973 gengur núna í endurnýjun lífdaga Morgunblaðið/Björn Jóhann Bílasmiður Sigurbjörn Björnsson á eftir nokkur handtökin við endurgerð VW Variant, týpu 3, árgerð 1973. Áður Variantinn sem Gunnar Árnason keypti af afa sínum, séra Óskari J. Þorlákssyni, svo sá síðarnefndi myndi hætta að keyra á gamalsaldri! VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Líklega stæði maður ekki í þessu nema af því að þetta er skemmtilegt. Þetta er líka viss heilun, maður nær að kúpla sig út úr daglegu amstri og gleyma sér tímunum saman á verk- stæðinu. Ég hef samt þá reglu að vera ekki hérna á kvöldin,“ segir Sigurbjörn Björnsson, bifvélavirki á Sauðárkróki, sem í frístundum dund- ar við að gera upp gamla bíla á verk- stæði sínu við Sæ- mundargötu. Ekki er langt síðan hann gerði upp gamlan Aust- in Mini, árgerð 1980, og hafði áð- ur endurgert gamlan Ford 1955 með góðum árangri. Sigur- björn hefur í raun tekið við kyndl- inum af föður sínum, Birni Sverris- syni, sem í næsta verkstæðishólfi við götuna gerði upp fjölda eldri bíla á sínum tíma, en Björn féll frá sl. haust, á 85. aldursári. Sigurbjörn er kennari í málmiðn við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, auk þess að vera slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamaður, og hefur einnig rekið Sauðárkróksbíó mörg undanfarin ár ásamt konu sinni, Báru Jónsdóttur. Því eru mörg járn í eldinum eins og algengt er í smærri bæjarfélögum. Fyrir Gunnar hljóðmann Sigurbjörn vinnur núna við að gera upp VW Variant, týpu 3, árgerð 1973, tvennra dyra. Sama ár hætti Volkswagen að framleiða þessa teg- und, en Variant var algengastur sem skutbíll hér á landi, eða station. Eig- andi bílsins er Gunnar Árnason, hljóðmaður í Reykjavík, sem kunnur er fyrir aðkomu sína að fjölda ís- lenskra kvikmynda, sjónvarpsþátta og hljómplatna, með fern Edduverð- laun, síðast fyrir kvikmyndina Agnes Joy. Afi Gunnars, séra Óskar J. Þor- láksson, átti bílinn upphaflega, keypti hann nýjan til landsins á sín- um tíma en Óskar átti nokkra bíla af VW-gerð, m.a. aðra af fyrstu tveimur Bjöllunum sem komu til landsins. Variantinn var næstfyrsti bíllinn sem Gunnar eignaðist, þá orðinn 19 ára. Fjölskyldan fékk hann til að kaupa bílinn svo afinn Óskar myndi hætta að keyra! Bíllinn er aðeins ek- Gunnar Árnason Björn Sverrisson gerði upp um tvo tugi bíla á sínum ferli og tveir þeirra standa á verkstæðinu sem hann var með við Sæmundargötu. Þar inni geymir Sigurbjörn einnig Mini-inn rauða. Slíka bíla var hætt að framleiða árið 2000 en Mini-inn keypti Sigurbjörn árið 2005 fyrir 25 þúsund krónur, bláan að lit, og tók til við að rífa hann niður. Þá tóku önnur verkefni við og það var ekki fyrr en 12 árum síðar sem hann fór að setja bílinn saman á ný. Tók það sinn tíma að púsla öllu saman og flest í bílnum er nýtt eða nýsmíðað. Mini hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá fjölskyldunni en móð- ir Sigurbjörns, Helga Sigurbjörns- dóttir, átti tvo bíla af þeirri tegund, og annar þeirra var í umferð þegar Sigurbjörn fékk bílpróf. Hinn bílinn gerði Björn upp að miklu leyti. ,,Þetta verður bara sportbíll hjá okkur, notaður á sumrin þegar gott er veður,“ segir Sigurbjörn við stórgerðan blaðamanninn, sem hafði sest inn í Mini-inn, og rétt gat staðið upp úr honum aftur! Allir bílarnir þrír á verkstæði Björns fóru léttilega í gang, þegar Sigurbjörn leyfði blaðamanni að heyra vélarhljóðið. Þar fór svo sannarlega saman hljóð og mynd. Eðalgripir sem unun er á að horfa, og hlusta. bjb@mbl.is Morgunblaðið/Björn Jóhann Eðalvagnar Sigurbjörn við Mini-inn sem hann gerði upp. Í bakgrunni eru Willys og Ford sem Björn, faðir hans, gerði svo listilega vel upp. Austin Mini í miklu uppáhaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.