Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
holabok.is • holar@holabok.is
HRAFNINN
Stórbrotin bók,
stútfull af fróðleik,
fyndnum sögum
og glæsilegu
myndefni af
einu gáfaðasta
dýri á þessari
reikistjörnu.
DAGMÁL
Gísli Freyr Valdórsson
Karítas Ríkharðsdóttir
Bjarni Benediktsson, fjármálaráð-
herra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins, og Guðlaugur Þór Þórðar-
son, umhverfis-, orku- og loftslags-
ráðherra og mótframbjóðandi hans
um formannsstólinn, mættust í Dag-
málaþætti dagsins þar sem þeir tak-
ast á um ólíka sýn á grasrótarstarf,
ásýnd og stöðu flokksins.
Þátturinn er sýndur og aðgengi-
legur í opinni dagskrá á mbl.is.
Í þættinum er vikið að ríkisstjórn-
arsamstarfinu og hlutverki Sjálf-
stæðisflokksins í því. Í kjölfar þess
að Guðlaugur Þór bauð sig fram hef-
ur verið rætt um það hvort til greina
komi að slíta samstarfi við Vinstri
græna og Framsóknarflokkinn eða
hvort að samstarfinu verði jafnvel
sjálfhætt, þar sem ekki ríki sama
traust á milli Katrínar Jakobsdóttur
forsætisráðherra og Guðlaugs Þórs
og gerir á milli Katrínar og Bjarna.
Guðlaugur Þór segir þó að Sjálf-
stæðisflokknum bera skylda til að
vinna af einurð að þeim stjórnarsátt-
mála sem búið er að vinna að og sam-
þykkja. Hann segir að flokkurinn
muni klára kjörtímabilið í þessari
ríkisstjórn.
Þegar Bjarni er spurður um það
hvort honum líði vel í samstarfinu,
mögulega of vel, svarar hann því til
að samstarfið hafi ekki alltaf verið
auðvelt og það hafi verið mörg
átakamál innan ríkisstjórnarinnar.
„Við vorum lengi að setja saman
þennan stjórnarsáttmála vegna þess
að við vissum að það voru mál sem
flokkarnir áttu erfitt með að koma
sér saman um á fyrra kjörtímabili.
En það sem reið á endanum bag-
gamun var að það var traust á milli
forystumanna og einlægur vilji til að
ná sem mestum árangri á grundvelli
þess trausta umboðs sem við höfum.
Við höfum ríkan meirihluta á Alþingi
og það gefur mikla möguleika til að
hrinda í gegn breytingum,“ segir
Bjarni.
Hann segist, aðspurður, hafa lagt
áherslu á að Sjálfstæðisflokkurinn
fengi forsætisráðuneytið við mynd-
un ríkisstjórnar en það hafi ekki
náðst samstaða um það. Þess í stað
hafi flokkurinn fengið fleiri ráðherra
og aukið val um ráðuneyti, sem hafi
orðið til þess að auðveldara var að
koma stefnumálum flokksins að í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Stétt með stétt
Guðlaugur Þór er spurður um orð
sem hann lét falla í fyrrnefndri fram-
boðsræðu sinni um meinta yfirstétt
og það að Sjálfstæðisflokkurinn eigi
að taka aftur upp gamla slagorðið
sitt um stétt með stétt. Þegar hann
er beðinn um að útskýra þessi orð
sín betur, vísar hann til þess að tölu-
verður fjöldi fólks hafi yfirgefið
Sjálfstæðisflokkinn á liðnum árum
og tekur dæmi um að flokkurinn
höfði ekki lengur til þeirra sem reka
lítil og meðalstór fyrirtæki.
Þessu mótmælir Bjarni og bendir
á að slagorðið kristallist í stefnu og
verkum flokksins. Þannig hafi tölu-
vert verið gert til að veita þeim fyrir-
tækjum aðstoð í gegnum kórónu-
veirufaraldurinn. Hann segir að
hugtakið endurspeglist ekki bara í
stefnu flokksins heldur þeim áhrif-
um sem flokkurinn hefur haft í sam-
félaginu, þar sem jöfnuður sé mikill
og almenn hagsæld dreifð á fjölda
fólks.
Ekki áhyggjur af þingflokki
Meirihluti þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins hefur nú þegar lýst yfir
stuðningi við Bjarna, þannig að ljóst
er að ef Guðlaugur Þór ber sigur úr
býtum í komandi formannskjöri mun
hann – að öllu óbreyttu – eiga í erfið-
leikum með það að stokka upp í ráð-
herraskipan flokksins, þar sem þing-
flokkurinn þarf að samþykkja hana.
Spurður um þetta segist Guðlaugur
Þór ekki hafa áhyggjur af því. Þá
svarar hann því ekki hvort hann
hyggist sitja áfram sem umhverfis-
ráðherra, verði hann formaður
flokksins.
Frá því hefur verið greint að þeir
Bjarni og Guðlaugur Þór hafi fundað
í aðdraganda þess að Guðlaugur Þór
tilkynnti formannsframboð sitt og að
hann hafi gert þá kröfu að verða
fjármálaráðherra. Guðlaugur Þór
neitar því í viðtalinu að hafa gert
slíka kröfu en segir að þeir Bjarni
hafi vissulega rætt um þá stöðu sem
komin var upp og þá gagnrýni sem
hann hafði á starfsemi og áherslur
flokksins.
„Ég held að það henti hvorugum
okkar að fara út í smáatriði í samtali
sem var á milli okkar tveggja,“ segir
Bjarni, aðspurður um þetta, en bæt-
ir þó við að rætt hafi verið um hvern-
ig Sjálfstæðisflokkurinn eigi að
starfa sem stjórnmálahreyfing,
verkaskiptingu innan flokksins og
fleira. Nú séu þeir hins vegar báðir
komnir í framboð og þeir séu báðir
að einbeita sér að því.
Í viðtali Dagmála er jafnframt vik-
ið að því hvernig framboð Guðlaugs
Þórs kom til og hvort Bjarni hafi
vanmetið meinta óánægju með störf
sín og forystunnar innan flokksins,
um það hvort að Bjarni hafi lagt of
mikla áherslu á störf sín sem fjár-
málaráðherra og frekar tekið af-
stöðu með kerfinu umfram skatt-
greiðendur og áherslur flokksins í
ríkisfjármálum, um fjárhagslega
stöðu þeirra beggja, tengsl við at-
vinnulífið og margt fleira.
Klára kjörtímabilið í ríkisstjórn
- Kappræður frambjóðenda til formennsku í Sjálfstæðisflokknum í opnu streymi á mbl.is
- Traust á milli oddvita í meirihluta forsenda samstarfs - Guðlaugur vill ekki slíta samstarfinu
Morgunblaðið/Eggert
Formaður Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson mættust í Dagmálum. Þá greinir á um það hvernig stjórna skuli Sjálfstæðisflokknum.
Umræður Ríkisstjórnarsamstarfið, forsendur framboða og flokkaumhverfið var rætt meðal annars.
Formannskjör í Sjálfstæðisflokknum
’
Ég kannast ekki við að það að
tala fyrir því að við séum búin að
hámarka okkur í fylgi. Það er útúr-
snúningur að halda því fram að það
sé það sem ég er að segja. Það sem
ég er að segja er; Það dugar ekki að
stíga fram og segja „Við ætlum að
vera langstærsti flokkurinn“. Þetta er
bara innihaldslaust upphróp.
Bjarni Benediktsson
’
Er eitthvað sem bendir til þess
að tími óvæntra kosningaúrslita
sé liðinn? Eigum við að fara yfir ná-
grannalöndin, vestanhafs og austan?
Guðlaugur Þór Þórðarson
’
Planið sem ég er með er að skila
árangri fyrir fólk, þannig að það
sjái það.
Bjarni Benediktsson
’
Niðurstaðan var sú að við sett-
umst niður, fyrst niðri í fjármála-
ráðuneytinu og síðan á heimili Bjarna
og ræddum, eðlilega, stöðuna sem
upp var komin. Það voru ekki kröfur
gerðar af minni hálfu um eitt eða
neitt – en hins vegar ræddum við
mjög margt.
Guðlaugur Þór Þórðarson
’
Það er samkeppnishæfni landsins
sem verður að stýra för í ákvarð-
anatöku og þar eru möguleikarnir
endalausir. Þeir eru í græna hagkerf-
inu, þeir eru í auðlindahagkerfi Ís-
lands, alveg sama hvort að við erum
að tala um orkuna, fiskinn eða orku-
frekan iðnað. Það eru endalaus tæki-
færi.
Bjarni Benediktsson
’
Ráðdeild og lágar álögur er tíma-
laust og það er eilífðarverkefni.
Það er í mörg horn að líta og þannig
verður það alltaf. Ég tel að við getum
gert miklu betur að hafa flokkinn
dýnamískari til að nýta fólkið sem
þar er til að koma að stefnumótun.
[...]
Við megum ekki sofna á verðinum þó
að við séum í ríkisstjórn vegna þess
að það er stutt í næstu kosningar.
Guðlaugur Þór Þórðarson
Nokkur ummæli
formannsfram-
bjóðendanna