Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 72
VERÖLD
HVÍLDAR
BETRA BAK – LEGGUR GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI
Verð 10.900 kr.
www.betrabak.is
STORMUR HEILSUINNISKÓR
Með NÍU svæða nuddinnleggi nærðu slökun og vellíðan sem
dregur úr spennu og örvar blóðflæði. Heilsuinniskórnir eru
fallegir, hlýir og einstaklega þægilegir.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
MJÓBAK & HRYGGUR
NÝRU & HNÉ
STUÐNINGUR VIÐ LANG-
BOGANN & MJÓBAK
LUNGU, HJARTA &
FRAMRISTARBEIN
ENNISHOLUR
HÖFUÐ
HÁLS
AUGU
EYRU
9 SVÆÐA NUDD-
INNLEGG ÚR LEÐRI
Verð 13.900 kr.
SILKIKODDAVER
100% Mulberry silki með koparögnum.
50x70 cm. Hvítt, blátt eða grátt.
JOOP RÚMFÖT
Vönduð og glæsileg rúmföt. 100%
egypsk bómull. Hnökrar ekki og
er silkimjúk viðkomu. Straufrí.
140x200 cm.
Verð frá 28.900 kr.
BELLA DONNA
Þegar mjúkt á að vera mjúkt.
Bómullin fær dekurmeðferð og
er blönduð með Aloe Vera geli.
Lökin halda sér ár eftir ár.
97% bómull og 3% elastin.
Verð frá 7.900 kr.
Verð 25.900 kr.
BOSS SENSE
Baðsloppur, ljósgrár eða dökkgrár.
S, M, L og XL
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Félag sýningarmanna, síðar sýning-
arstjóra við kvikmyndahús, var
stofnað 1945. Bandaríski herinn fór
frá Íslandi 2006 og þar með lauk
kvikmyndasýningum í sal þeirra,
Andrews Theatre, og eiginlega um
leið sýningum upp á gamla móðinn.
„Tæknin hefur tekið við, núna er
nánast enginn sýningarstjóri í kvik-
myndahúsum og ég var eiginlega
síðasti móhíkaninn sem sýndi á
filmu,“ segir Kristinn Eymundsson,
sem lauk ferlinum í Andrews
Theatre og sneri sér þá að öðru.
„Eina sýningarvélin fyrir filmu á
Reykjavíkursvæðinu er í sal 2 í
Smárabíói og aðrar á Kvikmynda-
safninu en annars eru allar sýningar
stafrænar.“
Kristinn lærði í Tónabíói 1970 og
vann þar og víðar. Gert var ráð fyrir
að námið tæki eitt ár og þurftu menn
að skila að lágmarki 500 klukkutím-
um í sýningarklefa, taka 30 tíma nám
í rafmagsnfræðum og annað eins í
útvarpsfræðum. „Við vorum alltaf í
klefa með sýningarstjóra og fengum
engin laun á námstímanum.“
Hann rifjar upp að á tíma sínum í
Tónabíói hafi verið sýningar klukkan
17, 19, 21 og 23 auk barnasýninga á
sunnudögum, að hámarki tvær til
þrjár myndir á mánuði. „Ég keyrði
175 myndir í gegn á einu ári í And-
rews Theatre, þar sem myndir voru
iðulega sýndar einu sinni til tvisvar
og mest fimm til sex sinnum.“
Halda hópinn
Sýningarstjórn var venjulega
aukastarf hjá mönnum, en viðveran
var engu að síður mikil. „Við vorum
fastir í klefanum svo klukkutímum
skipti,“ vekur Kristinn athygli á. „Ég
er bifvélavirkjameistari og þegar ég
var með bílaverkstæði var þetta lúx-
us, hætti að vinna klukkan hálffjögur
á daginn, fór heim í bað, skipti um föt
og var svo mættur í bíóið hálffimm.“
Sýningarklefarnir hafi samt verið
misstórir og þar hafi stundum verið
erfitt að athafna sig, ekki síst í þeim
minnsta. „Þegar ég var sýningar-
stjóri í Hafnarbíói sagði ég eitt sinn
við Jón Ragnarsson, eiganda bíósins,
að ég væri orðinn þreyttur á að
borða bara flatkökur, en það væri
það eina sem maður gæti tekið með
sér upp í klefann.“ Seinna hafi Jón
brugðist við og opnað fyrsta fjölsala-
bíóið í Regnboganum.
Sýningarstjórar voru afar fáir og
þar af tvær konur, fimm ættliðir,
feðgar og bræður í gegnum tíðina, en
ýmsan fróðleik um söguna má sjá á
netinu (t.d. https://www.rafis.is/
fsk/15ara.htm), en félagið samein-
aðist Félagi tæknifólks í rafiðnaði í
fyrra og síðan eru lærðir sýningar-
stjórar tæknistjórar.
Sýningarstjórar hafa reglulega
komið saman á fundum, haldið upp á
stórafmæli félagsins, farið í ferðir til
útlanda og meðal annars skoðað
kvikmyndaver, kvikmyndahús og
einkum fjölsalabíó. Fyrir skömmu
héldu þeir fyrsta golfmót félags-
manna sem lauk með sigri Kristins.
Spilaðar voru 18 holur í Þorlákshöfn,
höggleikur með og án forgjafar. „12
skráðu sig í mótið en svo fór að sjö
hófu keppni, einn hætti eftir níu hol-
ur og sá áttundi tók myndir,“ segir
hann. „Ég er heldri maður á uppleið,
er með 20,5 í forgjöf og fór á 85 högg-
um brúttó, en þegar best var var ég
með rúmlega 10 í forgjöf.“
Heldri maður á uppleið
- Sýningarstjórn í kvikmyndahúsum gjörbreytt frá fyrri tíð
- Kristinn sigraði á fyrsta golfmóti Félags sýningarstjóra
Ljósmyndir/Sigurjón Jóhannsson
Sýningar Kristinn Eymundsson við gamla vél á Kvikmyndasafninu.
Hópur Þorvaldur Árnason, Jón Eiríkur Jóhannsson, Heiðar Friðjónsson,
Kristinn Eymundsson og Friðjón Guðmundsson. Viggó Bjarnason var farinn.
Pólsk-kanadíski píanóleikarinn Jan Lisiecki kemur fram
með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld
kl. 19.30. Hann mun flytja píanókonsert nr. 1 eftir Chop-
in. Hljómsveitin flytur konsertforleik eftir Szyman-
owski, sinfóníu nr. 1 eftir Lutosławski og Adagio fyrir
flautu, hörpu, píanó og strengi eftir Jón Nordal. Í til-
kynningu segir að þótt Lisiecki sé ekki nema 27 ára
gamall hafi hann verið meðal eftirsóttustu píanista
heims í rúman áratug en hann hóf að hljóðrita fyrir
Deutsche Grammophon fimmtán ára gamall.
Píanóleikarinn Lisiecki leikur Chop-
in með Sinfóníuhljómsveit Íslands
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 822 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður Vals, segir
Valsmenn staðráðna í að fylgja eftir fullkominni byrjun
liðsins í Evrópudeildinni í handknattleik karla.
Valur bar sigurorð af Ferencváros og Benidorm í
fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli keppninnar, sem
telur sex lið, og freistar þess að verða eitt af fjórum lið-
um riðilsins sem komast áfram í 16-liða úrslit Evrópu-
deildarinnar. »63
Ætla sér í 16-liða úrslit
Evrópudeildarinnar
ÍÞRÓTTIR MENNING