Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
Færeyjum, og lofaði hann að Jónas
fengi að fylgjast með framvindu
málsins.
Færeyingarnir létu vita áður en
þeir héldu til Íslands til að skoða að-
stæður á Reyðarfirði og Seyðisfirði
og ræða við forráðamenn bæjar-
félaganna. Til stóð að byrja á Seyð-
isfirði. Ófært var yfir Fjarðarheiði
og fór Jónas með snjóbíl fullum af
fólki sem ætlaði með sömu flugvél
og Færeyingarnir komu með. Snjó-
bíllinn bilaði á heiðinni, fór út af
öðru beltinu. Jónas segist hafa verið
óþolinmóður og margspurt bílstjór-
ann hvað það tæki langan tíma að
gera við. Hann segist muna það eins
og gerst hafi í gær þegar bílstjórinn
opnaði verkfærakistuna, leit niður á
bringu sér og sagði: Hér hverfur allt
nema Snjólfur. Hinn bílstjórinn
hafði sem sagt tekið tjakkinn og
önnur áhöld sem þurfti til að koma
beltinu aftur á bílinn. Mikil töf var
fram undan á meðan beðið væri eftir
öðrum bíl. Jónas tók hins vegar það
ráð að ná í bílstjóra á Héraði í gegn-
um talstöð snjóbílsins og fá hann til
að sækja sig. Hann hljóp niður fjall-
ið til móts við bílinn. Flugvélin var
lent og þegar þeir komu að vegamót-
um Reyðarfjarðarvegar sáu þeir
kaupfélagsstjórabílinn bruna fram
hjá, fullan af fólki. Þá vissi hann að
Færeyingarnir hefðu gefist upp á að
bíða eftir honum og þegið boð Þor-
steins Sveinssonar kaupfélagsstjóra
um að skoða sig fyrst um á Reyð-
arfirði.
Jónas notaði kvöldið til að und-
irbúa daginn eftir vel og það skilaði
sér. Hann treysti ekki á snjóbílinn
og fékk læknabílinn til að fara með
sig og færeysku sendinefndina yfir
Fjarðarheiði. „Svo gerðist það
skemmtilega sem sló Reyðfirðingum
alveg við. Þegar við komum á fjalls-
brúnina Seyðisfjarðarmegin flaug
þyrla upp fyrir framan bílinn. Jón
heitinn Heiðberg selflutti okkur nið-
ur. Það var blankalogn og ekki ský-
hnoðri á lofti og Seyðisfjörður eins
og hann getur fallegastur orðið. Jón
flaug með farþegana út á fjörðinn og
við sýndum þeim allt það sem við
höfðum undirbúið til að taka á móti
skipinu, ef af yrði. Þetta var ævin-
týri líkast,“ segir Jónas.
Jónas fór með færeysku sendi-
nefndina um bæinn og sýndi þeim
möguleika á móttöku sjúklinga, fé-
lagsaðstöðu og gömlu húsin. Síðan
var haldin heljarins veisla í veitinga-
húsinu Öldunni þar sem vel var
veitt. Samið hafði verið við Jón
Heiðberg um að fljúga með gestina
til baka og fara þá inn á Hallorms-
stað og sýna þeim Héraðið.
„Ég heyrði svo ekkert í þeim í
mánuð eða svo og ég varð vondaufur
því það þurfti að undirbúa ýmislegt
til að taka á móti skipinu. En ég
hafði þetta. Thomas hringdi og
sagði: Þá var það Seyðisfjörður,
gamli.“
Strandferðaskip landsins keyptu
notaða ferju sem fékk nafnið Smyrill
og það kom í fyrsta sinn til landsins í
júní 1975.
Margir tollverðir fóru til að toll-
afgreiða Smyril úti í Selstaðavík og
áttu sumir þeirra í erfiðleikum með
að komast upp kaðalstigann um
borð. „Það veittist okkur Þorvaldi
Jóhannssyni, formanni hafn-
arnefndar Seyðisfjarðar, hins vegar
létt verk enda ungir og sprækir Sigl-
firðingar. Smyrill sigldi svo til hafn-
ar fánum skrýddur. Einhvern veg-
inn fékkst leyfi til að opna skipið
fyrir gestum og gangandi. Öll börn
fengu Mackintosh-sælgæti og
súkkulaði. Við Þorvaldur og Theo-
dór Blöndal, sem manna mest höfð-
um unnið að undirbúningi málsins,
og fleiri ónefndir gæddum okkur
hins vegar á einhverjum drykk sem
kallaðist Cuba libre og reyndist gör-
óttur í meira lagi og því áttu ein-
hverjir erfitt með að fóta sig niður
landganginn að veisluhöldum af-
stöðnum,“ segir Jónas.
Tvær Norrænur tóku við
Fyrst var aðeins siglt á sumrin.
Eftir deilur í Færeyjum um þennan
þátt í rekstri ríkisfélagsins var
stofnað almenningshlutafélagið
Smyril line um millilandasigling-
arnar á árinu 1983 og hafði Óla
Hammer framkvæmdastjóri félags-
ins forgöngu um það. Landsstjórn
Færeyja tók þátt í því ásamt Aust-
fari og fleirum en Austfar annaðist
afgreiðslu ferjunnar. Jónas beitti
sér fyrir stofnun Austfars og yfirgaf
stól bæjarstjóra 1984, eftir tíu ára
starf, til að annast reksturinn. Sama
ár var keypt bílferja, Norræna, og
hafnar vikulegar siglingar yfir sum-
armánuðina milli Íslands, Færeyja
og meginlands Evrópu. Nýtt glæsi-
legt skip tók við keflinu á árinu 2003
og þá var farið að sigla allt árið.
Þurfti að auka hlutaféð til að gera
drauminn að veruleika. Jónas bauð
hlutabréf í Smyril line til sölu með
loforði um að innleysa þau þegar
„Þá var það Seyðisfjörður, gamli“
- Jónas Hallgrímsson og félagar skutu Reyðfirðingum ref fyrir rass og fengu Færeyinga til að gera
Seyðisfjörð að Íslandshöfn ferjunnar - Gerðist baráttumaður fyrir jarðgöngum eftir fyrstu ferðina
til Færeyja og segir að stjórnvöld verði að standa við jarðgöng til Seyðisfjarðar og heilsársveg um Öxi
Morgunblaðið/Hákon
Ánægja Ágústa Inga Pétursdóttir og Jónas Hallgrímsson una hag sínum vel á Úlfsstöðum á Völlum en hafa einnig afdrep í höfuðborginni.
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fallegur vetrardagur og landslagið í
Seyðisfirði sem fulltrúar Færeyinga
fengu að skoða úr þyrlu og dýrleg
veisla bæjarstjórnarinnar réðu úr-
slitum um það að Færeyingar völdu
Seyðisfjörð sem Íslandshöfn sína
þegar áætlunarsiglingar hófust á
árinu 1975, að sögn Jónasar Hall-
grímssonar sem þá var bæjarstjóri
og síðar umboðsmaður farþegaferj-
unnar á Seyðisfirði. En baráttan var
hörð því Reyðfirðingar með öflugum
stuðningi Kaupfélags Héraðsbúa
sóttust einnig eftir að fá Smyril line í
viðskipti.
Jónas Hallgrímsson hætti fyrir
nokkrum árum afskiptum af af-
greiðslu Norrænu. Hann var um
tíma stór hluthafi í Smyril line og
formaður stjórnar og tók þátt í
margra ára lífróðri fyrirtækisins eft-
ir að það varð fyrir alvarlegum áföll-
um. Fyrirtækið var þá skuldugt
vegna smíði Norrænu og varð að
leigja skip á meðan gert var við ferj-
una. Hann segir að sú barátta hafi
gengið nærri þeim mönnum sem
stóðu í stafni en samstaðan hafi skil-
að þeim í höfn.
Heilluðu sendinefndina
Aðdragandinn að ákvörðun fær-
eysku útgerðarinnar að velja Seyð-
isfjörð sem áfangastað á Íslandi var
sögulegur. Jónas, sem þá var nýlega
tekinn við sem bæjarstjóri á Seyðis-
firði, fékk haustið 1974 á laun upp-
lýsingar um að Færeyingar væru að
íhuga að sigla á einhverja höfn á
Austurlandi. Hann bað Jóhönnu Jó-
hannesson, færeyska konu sem bú-
sett var á Seyðisfirði, að vera sér
innan handar um upplýsingar og
reyndist það honum vel. Komst
hann í samband við Thomas Arabo,
síðar þingmann, sem þá var nýtek-
inn við Strandferðaskipum landsins í
Sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Brynja mun áfram vera á brynja.is
Brynja kveður
Laugaveginn
Við þökkum viðskiptavinum
okkar nær og fjær viðskiptin
síðustu 103 árin.