Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Saltver ehf. í Reykjanesbæ hefur
fest kaup á línu- og netabátnum
Mars RE-270 sem hefur verið í eigu
Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. Í
fundargerð borgarráðs Reykjavík-
urborgar kemur fram að kaupverðið
sé 70 milljónir króna og að viðskipt-
unum fylgi engar aflaheimildir.
„Nú fer Mars í smá yfirhalningu.
Það er verið að koma honum í gegn-
um allar skoðanir sem hann á eftir
að fara í gegnum og svo á hann eftir
að fara upp í Njarðvíkurslipp í
breytingar til að gera hann að al-
vörunetabát. Þessi Mars verður svo
nýr Erling,“ segir Guðmundur Jens
Guðmundsson útgerðarstjóri hjá
Saltveri ehf.
Nokkrar breytingar hafa orðið á
skipakosti félagsins á þessu ári en sú
vegferð hófst þegar eldur kviknaði
um borð í Erlingi KE á fyrstu dög-
um þessa árs þegar skipið lá bundið
við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Ljóst
var að skipið, sem smíðað var 1964,
var ónýtt og var á endanum sent til
Belgíu í brotajárn. Í janúar keypti
Saltver línu- og netabátinn Langa-
nes GK af Maron ehf. í Njarðvík og
fékk skipið nafnið Erling eins og fyr-
irrennarinn.
„Langanesið var bara redding eft-
ir að Erling brann. Þetta var bara til
að klára eina vertíð,“ segir Guð-
mundur. Langanesið var smíðað
1974 og því tíu árum yngra en skipið
sem brann, en þó komið til ára sinna.
„Langanesið er fínasti bátur en okk-
ur fannst betri kostur að yngja upp
en að fara að gera upp eldri bát og
Útgerðarfélag Reykjavíkur var
tilbúið að selja þennan [Mars].“
300 tonna niðurskurður
Guðmundur segir ætlunina með
nýjum Erlingi (Mars) að gera meira
út á ufsa, en gera má ráð fyrir að
þörf verði á að leigja einhverjar
heimildir í þorski. „Það hefur verið
niðurskurður í þorski hjá okkur eins
og öllum öðrum. Kvótinn hjá okkur
hefur rýrnað um einhver 300 tonn
síðastliðin þrjú ár og það er ekkert
útlit fyrir að það eigi að auka kvót-
ann. Með þessum kaupum er hugs-
unin að lengja vertíðina,“ útskýrir
hann.
Mars, sem áður bar nafnið Sól-
borg RE-27 og mun brátt fá nafnið
Erling, var smíðaður hjá Kar-
stensens Skibsværft í Skagen í Dan-
mörku árið 1988 og er því töluvert
yngra skip. Verðandi Erling (Mars)
er 29 metrar að lengd og mælist 465
brúttótonn en gamli Erling var 366
brúttótonn og 40 metrar að lengd.
Langanesið (núverandi Erling) er
255 brúttótonn og lengdin 35,3 metr-
ar.
Saltver festir kaup á Mars
- Línu- og netabáturinn Mars RE verður brátt nýr Erling
KE - Kemur í stað Langanessins - Gert meira út á ufsa
Morgunblaðið/sisi
Netabátur Mars RE-270 hefur verið seldur Saltveri og verður nýr Erling
KE. Skipið er 24 árum yngra en núverandi Erling sem hét Langanes GK.
„Allt var svart og á kafi í sóti.“ Þannig lýsti Halldór Guðjón Halldórsson,
skipstjóri á Erling KE, aðkomunni 2. janúar síðastliðinn í samtali við
Morgunblaðið fyrr á árinu. Eldur hafði kviknað þegar skipið lá við bryggju
í Njarðvíkurhöfn. „Brunatjón varð einkum í setustofu framan við borðsal-
inn, en sót var um allt; í íbúðum og uppi í brú,“ sagði Halldór.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa taldi í skýrslu sinni að upptök elds-
ins hefðu verið í eða við hleðslu AIS-staðsetningarbúnaðar í afturhorni
setustofu. Búnaðurinn var tengdur í tvö fjöltengi með slökkvirofum. Tíu
hleðslustæði fyrir tækin voru undir borðinu og staðsetningartæki voru í
þeim öllum en ekki lá fyrir hvað mörg þeirra voru í sambandi.
Út frá hleðslutæki
BRUNI UM BORÐGunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Samgöngustofa og Rannsókn-
arnefnd samgönguslysa (RNSA)
kynntu nýtt miðlægt skráningarkerfi
sjóslysa „ATVIK – sjómenn“ á blaða-
mannafundi í Sæbjörg, skólaskipi
Slysavarnaskóla sjómanna, í gær.
Kerfið gerir útgerðum kleift að til-
kynna slys og atvik tengd sjómönn-
um rafrænt og auðveldar útgerðum
að uppfylla lagalega tilkynning-
arskyldu sína en auk þeirra geta sjó-
menn sjálfir, bæði yfir- og undir-
menn, skráð slys og næstum því slys
á sjó.
Voru á blaðamannafundinum sýnd
dæmi um atvik þar sem litlu má
muna að verði slys og vakin athygli á
að atvikaskráningar hafa verið
bundnar við meiðsl á fólki. Þá var
bent á mikilvægi þess að skrá atvik
þar sem nærri því verða slys á fólki
því það hjálpi til við að koma í veg
fyrir að atvik af þeim toga endurtaki
sig, en vel á annað hundrað slys
verða á fólki á sjó á hverju ári.
Grundvöllur færri slysa
Skráningarnar hafa jafnframt ver-
ið hjá þremur aðilum – RNSA, lög-
reglu og Sjúkratryggingum Íslands –
en með tilkomu „ATVIK – sjómenn“
verður öll skráning nú miðlæg hjá
Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Kerfið hefur verið gert aðgengilegt
öllum útgerðum landsins og veitir yf-
irsýn yfir atvik, hættur og slys um
borð í skipum.
Þá verður með miðlægri skrán-
ingu til heildstæður gagnagrunnur
með mikilvægum upplýsingum um
atvik, hættur og slys til sjós sem
hægt verður að nýta í gagnadrifið
forvarnastarf. Bundnar eru vonir við
að kerfið verði til þess að slysum
fækki á sjó.
Nokkur saga er á bak við kerfið en
tryggingarfélagið VÍS bjó til og þró-
aði kerfið 2017 og veitti RNSA að
gjöf. Frá þeim tíma hefur kerfið ver-
ið lagað að kerfum RNSA með stuðn-
ingi Siglingaráðs og innviða-
ráðuneytisins. Samgöngustofa mun
sjá um notendaþjónustu þess.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sæbjörg Frá blaðamannafundinum um borð í Sæbjörg í gær þegar nýja
miðlæga skráningarkerfið var kynnt fyrir fulltrúum notenda.
Kynntu miðlægan
gagnagrunn
- Öll atvik á sjó verði skráð hjá RNSA
Afurðaverð á markaði
2. nóvember,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 392,62
Þorskur, slægður 474,87
Ýsa, óslægð 359,79
Ýsa, slægð 329,82
Ufsi, óslægður 211,18
Ufsi, slægður 229,45
Gullkarfi 318,59
Blálanga, slægð 141,00
Langa, óslægð 350,91
Langa, slægð 353,42
Keila, óslægð 142,94
Steinbítur, óslægður 186,27
Steinbítur, slægður 493,81
Skötuselur, slægður 537,21
Grálúða, slægð 275,22
Skarkoli, óslægður 12,00
Skarkoli, slægður 567,89
Þykkvalúra, slægð 641,45
Langlúra, óslægð 276,00
Sandkoli, óslægður 174,76
Skrápflúra, óslægð 12,00
Gellur 1.233,67
Hlýri, óslægður 339,89
Hlýri, slægður 414,62
Lúða, slægð 460,74
Lýsa, óslægð 63,67
Lýsa, slægð 17,00
Sandhverfa, slægð 1.398,00
Skata, óslægð 33,00
Skata, slægð 64,15
Tindaskata, óslægð 14,61
Undirmálsýsa, óslægð 42,74
Undirmálsýsa, slægð 68,83
Undirmálsþorskur, óslægður 234,39
Undirmálsþorskur, slægður 266,80