Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hið fræga aflaskip Gullborg RE var málað í sumar og er nú eins og nýtt. Skipið var farið að láta verulega á sjá, málning flögnuð og ryðblettir sáust víða. Því var kominn tími til að flikka upp á skipið. Gullborgin setur mikinn svip á Gömlu höfnina, þar sem hún stendur við Sjóminjasafnið í Vesturbugtinni. Faxaflóahafnir sf. eignuðust skipið 2008 og var það tekið upp í Daníels- slipp í Reykjavík þar sem það var teiknað inn í deiliskipulag svæðisins. Rekstri Daníelsslipps var hætt árið 2006 og hann rifinn. Á heimasíðu Faxaflóahafna má lesa að Gullborgin er eikarskip, smíðað árið 1946 í Nyborg Skibs- værft, Danmörku, og er 94 tonn að stærð. Hún var endurbyggð í Báta- lóni, Hafnarfirði, 1967 og fékk þá meðal annars nýtt stýrishús. Vestmannaeyingarnir Binni í Gröf skipstjóri og Einar Sigurðsson út- gerðarmaður, kallaður ríki, keyptu Gullborgina 1955. Binni var síðan með skipið á árunum 1955 til 1972. Sonur Binna, Friðrik, sótti sjóinn með föður sínum og tók síðan við skipinu og var með það til 2000. Ævintýralegt fiskirí „Ási í Bæ söng um Binna í Gröf og sagði hann hafa fiskað 60.000 tonn úr sjó á Gullborginni. Ætla má að Friðrik hafi fiskað svipað, þannig að Gullborgin hefur skilað í kringum 100.000 tonnum á land undir stjórn þeirra feðga. Þó eru þetta ekki ná- kvæmar tölur,“ segir í samantekt Faxaflóahafna. Benóný Friðriksson (1904-1972), betur þekktur sem Binni í Gröf, var landsfrægur aflaskipstjóri á síðustu öld. Hann fæddist í Vestmanna- eyjum og var kenndur við húsið sem hann ólst upp í, Gröf. Binni hóf að sækja sjóinn aðeins 12 ára gamall. Hann var með af- brigðum góður sjó- og aflamaður, einhver sá mesti sem fiskað hefur við Vestmannaeyjar. Binni reri fyrstu vertíðir sínar með vélbátnum m/b Nansen. Á árunum 1926-54 var hann skipstjóri á ýmsum bátum. Eftir það keypti hann m/b Gullborg og varð landsþekktur fyrir for- mennsku sína. Binni varð aflakóngur í Vest- mannaeyjum árið 1954 og hélt þeim titli samfellt í sex vertíðir. Hann fékk aflakóngstitilinn oft til viðbótar síðar á ævinni. Nokkrum sinnum varð hann hæstur yfir landið á vetr- arvertíðum. Á þessum árum fylgdist öll þjóðin með fréttum af aflabrögð- um og aflaklær urðu þjóðhetjur. Binni hafði ávallt úrvalsmenn í skipshöfn enda margir sem sóttust eftir plássi hjá honum. Hann var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu af forseta Íslands árið 1971. Eiginkona Binna var Sigríður Katrín Sigurðardóttir og áttu þau átta börn. Binni féll í höfnina í Vest- mannaeyjum á leið í bátinn sinn og lést rúmri viku síðar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja, hinn 12. maí 1972. Gullborgin komin „í sparifötin“ - Eitt frægasta aflaskip sögunnar er geymt við Gömlu höfnina í Reykjavík Morgunblaðið/sisi Gamla höfnin Búið er að mála Gullborgina og er hún nú hin glæsilegasta þar sem hún stendur við Sjóminjasafnið í Vesturbugt við Gömlu höfnina. Binni í Gröf Aflaskipstjórinn mikli horfir út um brúarglugga Gullborgar. Mest selda LIÐBÆTIEFNI á Íslandi Vantar þig öflugan LIÐSTYRK? Styrkur frá sjóðnum Alcoa Found- ation, til að efla ungmenni, var ný- verið afhentur af fulltrúa Alcoa- Fjarðaáls til Fjarðabyggðar og Múlaþings. Verkefni vegna styrks- ins hafa staðið yfir frá árinu 2020 en alls er um að ræða 150 þúsund dollara eða um 21 milljón íslenskra króna sem nýtt hefur verið til að standa fyrir sjálfstyrkjandi verk- efnum fyrir ungmenni í sveit- arfélögum. Styrkurinn var veittur til tveggja ára en vegna Covid-19 frestuðust sum verkefnanna og verður því hald- ið áfram að ljúka þeim á næsta ári. Sjóður Alcoa hefur áður veitt styrki til sveitarfélaganna vegna skólamála. Grunnhugmynd verkefn- isins nú er að ná til ungmenna á aldrinum 13-16 ára á Austurlandi með það að leiðarljósi að efla and- lega líðan, sjálfsmynd og sjálfs- öryggi. Þáttur í verkefninu eru margvíslegar smiðjur og námskeið fyrir ungmenni, kennara og leið- beinendur félagsmiðstöðva á svæð- unum. Austurland Fulltrúar sveitarfélaga taka við styrk Alcoa Foundation. Alcoa styrkir ung- menni í heimabyggð - Alls 21 milljón undanfarin tvö ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.