Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Biblían er mögnuð bók og þar kemur fyrir setningin „komið eig- umst lög við“ til að eiga samræður, samtal milli Guðs og manna. Það merkilega er að fram- setning efnis Biblíunn- ar er einmitt á lög- fræðilegum grunni. Við erum meðvituð um að lög og reglur er alls staðar að finna og jafnhliða því birtist líka „meðfæddur eiginleiki“ manna að brjóta lögin. Ekki er látið þar við sitja því lögbrjótarnir eru sóttir til saka. Þá er reynt að sanna sökina út frá orðum og gerðum og þrátt fyrir hinn „meðfædda eiginleika“ að brjóta lögin er ávallt reynt að setja okkur nákvæm og skýr lagaboð. Breytir þá litlu hvernig einstakling- urinn bregst við. Við notum lögreglu og dómstóla til að koma skikki á „meðfæddan eiginleika“ mannsins! Lögfræðingurinn Jón Sigur- geirsson færði fram sína lögfræði- legu ályktun í Morgunblaðinu 18. október um meðferð mína á bibl- íutextum og orðum Jesú Krists. Auðvitað eru menn eins og ég oft settir í flokk farísea og hræsnara. En látum vera þó að aðrir hafi nei- kvæða skoðun á mér, tökumst frekar á málefnalega þó svo að „fræði- mennska“ mín sé álitin lítilsigld. Að „eigast lög við“ er niðurlag á stuttri orðræðu Guðs við spámann- inn Jesaja. Guð segir: „Takið illsku- breytni yðar í burt frá augum mín- um. Látið af að gjöra illt, lærið gott að gjöra!“ (Jes. 1:16.) Átjánda versið er einmitt: „Komið eigumst lög við!“ Það sem haft er eftir Jesú er ritað nokkrum árum eftir burtför hans af jörðinni og því freist- andi að efast um orð- rétta framsetningu. En þegar mönnum ber saman, og það fleiri en tveimur, þá liggur fyrir „rökstuddur grunur“ um sannleiksgildi orðanna og þegar orð- ræðan er höfð innan gæsalappa („“) er næsta víst að orðrétt er haft eftir. Reyndar not- ast grískan ekki við greinarmerki eins og gæsalappir, það eru tákn sem koma ekki inn í ritmálið fyrr en um og eftir 1350 e.kr. En textinn sem ég vísaði í (sjá grein í Mbl. 4. okt. sl.) og tel orðrétt hafðan eftir Jesú Kristi fjallar ein- mitt um það sem er „meðfæddur eig- inleiki“ og býr í hjarta mannsins eins og Jesús Kristur teflir fram. Jón Sigurgeirsson lögfræðingur og Jesús Kristur spila í sama dúr. Þarna er ekki ágreiningur þeirra í millum. Annar segir „hjarta“ en Jón talar um „meðfæddan eiginleika“! Þá kemur hitt sem Jón gerir ágreining um og það er orð Páls postula sem birtist í íslenska orðinu „saurlifnaður“! Hvaða merking ligg- ur í skilningi íslenskumælandi manna á orðinu „saurlifnaður“? Ég gæti trúað að menn vildu gjarnan grípa til orðabókar til að fá úr því skorið hver raunveruleg merking þessa orðs er. Í Orðabók Menning- arsjóðs frá 1963 er þessi skýring: „fúllífi, ólifnaður, lausung“. Þessar merkingar voru notaðar til að þýða úr grísku orðið „pornea“. Oddur Gottskálksson valdi „frillulífi“ í Nýja testamentinu árið 1540. Hinn „með- fæddi eiginleiki“ er þá augljós sam- kvæmt orðanna hljóðan. Því er það óumdeilanlegt að Jesús notaði í sín- um málflutningi orð sem mæla gegn „samkynhneigð, lauslæti, frillulífi og saurlifnaði“. „Samkynhneigð“ er ný- yrði í íslensku og var auðvitað ekki tiltækt 1540. Páll postuli tjáði sig um þessi mál, kominn í grískan menningarheim, líklega upp úr 54 e.kr. sem er talinn ritunartími Korintubréfanna. Þar segir Páll – sem samdi óðinn til kær- leikans – í fyrra bréfinu kafla 6 og vers 9: Vitið þér ekki að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa! Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn … (svo kemur upptalning lasta sem ég hvet Jón Sigurgeirsson og aðra til að kynna sér svo ganga megi úr skugga um hvor fer með rangt mál og hvor okkar er lögfræðingur og farísei). Að lokum er vert að benda á orð Péturs postula. Hann segir: „Verið eins og hlýðin börn og látið eigi framar lifnað yðar mótast af þeim girndum (n.b. meðfæddir eig- inleikar) er þér áður létuð stjórnast af í vanvisku yðar,“ og: „Hann brenndi borgirnar Sódómu og Gó- morru til ösku og dæmdi þær til eyð- ingar og setti þær til viðvörunar þeim er síðar lifðu óguðlega.“ Þessa prédikun heyrði hann líka frá frels- aranum Jesú Kristi sbr. Matt. 11:23. Ekki verður annað séð en að Jesús, Mattheus, Pétur og Páll séu allir á sömu nótum. Þar ætla ég að halda mig þó svo að það hljómi illa í sam- tímanum, hann er ekki eilífur. Meðfæddur eiginleiki! Snorri Óskarsson » Við notum lögreglu og dómstóla til að koma skikki á „með- fæddan eiginleika“ mannsins! Snorri Óskarsson Höfundur er fyrrverandi safnaðarhirðir og kennari. Stríðið í Úkraínu er tapað. Það er tapað eins og önnur stríð sem háð hafa verið, sama hvernig það fer. Hvorki lönd né þjóðir verða unnin með hern- aði, ekki fremur að friðsamlegu og öruggu þjóskipulagi verði komið á með vopna- valdi. Það er bara til einn varanlegur sigur og hann verður ekki unninn með hernaði. Hann verð- ur einungis unninn með orðum. Orðið er það eina vopn sem sigrað getur í deilum og átökum. Viðskipti, sam- vinna og víðtækt samneyti á öllum sviðum er öruggasta trygging fyrir friði sem til er. Einangrun og víg- væðing er jafn örugg ávísun á hið gagnstæða. Íslendingar eru herlaus þjóð sem lengst af hefur talið sig hlutlausa þegar kemur að hernaðarbrölti. Nú hefur þó orðið breyting þar á. Ráða- menn á Íslandi hafa nú skipað sér í raðir stríðsæsingamanna sem hrópa á sigur með eyðileggingar- og dráps- tólum. Eitt af því sem Íslendingar hafa stært sig af öðru fremur er að rödd þeirra heyrist og að vægi þeirra í al- þjóðaumræðu sé ekki minna en stór- þjóða heimsins. Vegna þeirrar sér- stöðu sinnar að vera herlaus þjóð ættu þeir í því ljósi að vera í betri að- stöðu en aðrir til að tala fyrir friði. Nú geta þeir og eiga að taka sér það hlutverk. Þá kemur í ljós hvort það á við rök að styðjast að á þá sé hlustað. Með fundi æðstu manna mestu stórvelda heims sem haldinn var á Íslandi 1986 mörkuðu Íslendingar sér sér- stöðu í sátta- og friðar- málum. Þá buðu þeir fundarstað sem var þeg- inn. Þá vakti stuðningur Íslands við sjálfstæðis- baráttu Eystrasalts- þjóðanna alheims- athygli. Augu heimsins beindust að Íslandi. Íslendingar voru komnir á kortið í friðarmálum heimsins. Raddir sátta og friðar heyrast hvergi vegna stríðsins í Úkraínu og engu líkara en friðarhreyfingar heimsins séu ekki lengur til. Þess vegna eiga Íslendingar nú að taka sér stöðu og hefja upp raust sína um að friður komist á í Úkraínu og hann verði tryggður. Íslendingar geta sem hægast haft forgöngu um að ná til viðræðna öllum þjóðum sem leggja vilja sáttum og friði liðsinni sitt. Tím- inn er orðinn naumur ef ekki á mjög illa að fara. Vilji er allt sem þarf. Ófriðurinn í Úkraínu Ámundi Loftsson Ámundi Loftsson » Íslendingar geta sem hægast haft for- göngu um að ná til við- ræðna öllum þjóðum sem leggja vilja sáttum og friði liðsinni sitt. Höfundur er fv. sjómaður og bóndi. Síðumúli 13, 108 Reykjavík | S. 577 5500 | atvinnueign.is Fasteignamiðlun VÖLUTEIGUR 7-11, 270 MOSFELLSBÆR Atvinnueign sérhæfir sig í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Halldór Már Löggiltur fasteignasali s. 898 5599 Evert Löggiltur fasteignasali s. 823 3022 Ólafur Ingi Löggiltur fasteignasali s. 847 7700 Ólafía Löggiltur leigumiðlari s. 864 2299 Davíð Jens Löggiltur leigumiðlari s. 846 7495 Húsnæðið er á tveim hæðum. Fjórar iðnaðarhurðir eru inn í rýmið, þrjár eru ca. 3m. á hæð og ein hurðin er 3,8m. á hæð. Hægt er að keyra í gegnum húsnæðið. Jarðhæðin er 266 m2 með epoxy gólfi, nýtist vel sem lager eða vinnusalur. Önnur hæðin er 178 m2 skrifstofurými sem skiptist opið rými, skrifstofur, eldhús, salerni og fundarherbergi. Mjög þægileg aðkoma er að húsinu, malbikað plan bæði framan og aftan við hús og gott útipláss sem rúmar nokkra gáma. Allar nánari upplýsingar veitir: Halldór Már Sverrisson lögg. fasteignasali, viðskiptafr. og leigumiðlari í síma 898 5599 eða halldor@atvinnueign.is Til leigu 442 fm. iðnaðar-, skrifstofu-, og lagerhúsnæði. Skannaðu kóðannog skoðaðu eignina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.