Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 60
DÆGRADVÖL60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
„TÍMALAUS AUGNABLIK“
SÝNINGAR Í GALLERÍ FOLD
OPNUN LAUGARDAGINN 5. NÓVEMBER KL. 14 · VERIÐ VELKOMIN!
Einar Guðmann og
Gyða Henningsdóttir
„HIMINNINN YFIR PANGEU“
Náttúruljósmyndir
Margrét E. Laxness
Málverk
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur – 60 ára
Látum draumana rætast
H
elgi Grímsson er
fæddur 3. nóvember
1962 á Héraðshælinu á
Blönduósi og fram til
1964 átti hann heima
í Grímstungu í Vatnsdal eða þar til
fjölskyldan fluttist á Bragagötu í
Reykjavík.
„Ég naut bernskunnar í miðbæn-
um og klifraði í trjám og stillönsum,
fór upp á þök og skúra, teikaði bíla
og renndi mér á sleða niður Braga-
götuna og Arnarhól þegar snjór var.
Þá þótti sjálfsagt að gera bjölluat,
skauta á Tjörninni, veiða hornsíli
og fleyta flekum á Norrænahús-
tjörninni. Þá var farið í alls kyns
njósnaleiðangra upp í Öskjuhlíð í
hernaðarmannvirkin þar. Ég lærði
einnig samkvæmisdans, lengst
í dansskóla Hermanns Ragnars
Stefánssonar og einnig spilaði ég á
þverflautu með Lúðrasveit drengja.
Ég byrjaði að bera út Morgun-
blaðið 8 ára gamall og var sendill
á Þjóðviljanum, Tímanum og í
Félagsprentsmiðjunni á aldrinum
11-13 ára. Ég átti sæludaga í sveit á
Seli í Grímsnesi og einnig fór ég oft
í heimsókn í Grímstunguna.“
Helgi fór í í vorskóla í gamla
Miðbæjarskólanum og fór síðan í
Austurbæjarskóla. Þá tók við nám
í Menntaskólanum í Reykjavík og
stundaði hann félagslífið af miklum
móð og var meðal annars forseti
ferðafélagsins og fulltrúi nemenda í
skólastjórn.
Á unglingsárum og fram eftir
aldri var Helgi mjög virkur í skáta-
hreyfingunni. Fyrstu árin var hann
í skátafélaginu Landnemum og fór
í fjölmargar ævintýraferðir á þeirra
vegum í skátaskálann Þrymheima
á Hellisheiði. Helgi starfaði í
sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni
samtals í níu sumur. Þá var Helgi
um nokkurra ára skeið félagsfor-
ingi skáta í Garðabæ, fræðslustjóri
skáta og aðstoðar skátahöfðingi.
„Þegar ég var fimmtán ára ákvað
ég að verða kennari, þótt það
þýddi að eignast aldrei bíl og leigja
bara litla íbúð. Þessa ákvörðun
tók ég eftir fyrsta sumarið við
störf í sumarbúðum skáta.“ Eftir
menntaskóla kenndi Helgi eitt ár
í Brekkubæjarskóla á Akranesi og
byrjaði svo í Kennaraháskólanum.
Með kennaranáminu starfaði hann í
Félagsmiðstöðinni Þróttheimum og
var orðinn forstöðumaður hennar á
lokaári í Kennó. Seinna lauk Helgi
meistaragráðu frá Menntavísinda-
sviði HÍ í stjórnun menntastofnana
og skrifaði M.ed ritgerð um hönnun
grunnskóla.
Helgi kenndi við Ölduselsskóla í
nokkur ár samhliða því sem hann
stýrði þar lítilli félagsmiðstöð. Árið
1996 varð Helgi aðstoðarskólastjóri
í Grandaskóla í eitt ár og að því
loknu starfaði hann hjá Krabba-
meinsfélagi Reykjavíkur sem
fræðslufulltrúi og svo sem fræðslu-
stjóri hjá Bandalagi íslenskra skáta.
Árið 2001 var Helgi ráðinn skóla-
stjóri Laugarnesskóla og 2005 varð
hann fyrsti skólastjóri Sjálands-
skóla í Garðabæ. Hann starfaði
þar til ársins 2015 eða þar til hann
tók við starfi sviðsstjóra skóla- og
frístundasviðs Reykjavíkur.
„Undir sviðið heyra allir leikskól-
ar, grunnskólar, frístundaheimili,
félagsmiðstöðvar, tónlistarskólar
og skólahljómsveitir í Reykjavík. Ef
litið er á sviðið sem vinnustað þá
er þetta 6.000 manna vinnustaður
og þetta eru um 22.000 fjölskyld-
ur sem við tengjumst og sinnum
menntunar- og frístundastarfi
þessara barna. Það er mikil tenging
hjá okkur við fagvettvanginn og
markmiðið er að byggja upp farsælt
skóla- og frístundastarf til framtíð-
ar. Við höfum stuðst dyggilega við
okkar menntastefnu sem ber yfir-
skriftina Látum draumana rætast,
og vísar til þess að hvert barn eigi
að njóta hins besta í starfi á okkar
vegum.“
Í gegnum árin hefur Helgi skrifað
fjölmargar námsbækur fyrir grunn-
skólanemendur og einnig leið-
beiningar fyrir kennara og skáta.
Ber þar fyrst að nefna bækurnar
Auðvitað! sem er námsefni í eðlis-,
efna- og jarðfræði fyrir miðstig
grunnskóla og svo bókaflokkurinn
Heimur í hendi en bækur í þeim
flokki helgast af áhugasviðum
barna. Helgi fékk íslensku mennta-
verðlaunin árið 2009 sem náms-
efnishöfundur og árið 2011 fékk
Sjálandsskóli menntaverðlaunin
sem þróunarskóli.
Helgi hefur í gegnum tíðina
stundað mikla útivist, þá sérstak-
lega fjallgöngur og hjólreiðar, en
einnig kajakróður. „Það er stutt í
veiðimanninn í mér þó svo að ég
verði seint kallaður afreksmaður
á því sviði. Seint og um síðir gekk
ég til liðs við Hjálparsveit skáta í
Garðabæ, eða árið 2008 og sinnti
nýliðaþjálfun þar í nokkur ár. Ég
hef yndi af því að ferðast bæði
innanlands og erlendis og nýt þess
að elda og borða góðan mat.“
Hjónin Helgi og Freyja stödd í fornu borginni Machu Picchu í Perú.
Með börnunum Frá vinstri eru
Sigríður, Daði, Helgi og Hafdís.
AfmælisbarniðHelgi í Grímstungu.
Þar ólst hann upp tvö fyrstu árin.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Sara Björt O. Aðalsteinsdóttir
30 ÁRA Sara er úr Þorláks-
höfn en býr í Hafnarfirði. Hún
hefur unnið síðustu tíu ár
hjá Linde Gas, sem hét áður
Ísaga. Áhugamál hennar eru
útivist, hreyfing og ferðalög.
FJÖLSKYLDAMaki Söru
er Arnar Steinn Sturluson,
f. 1990, hátæknifræðingur og
vinnur hjá Teledyne Gavia.
Börn þeirra eru Elva Karen,
f. 2019, og Hafsteinn Orri,
f. 2022. Foreldrar Söru eru
Oddfreyja H. Oddfreysdóttir,
f. 1972, vinnur hjá Skarðs-
hlíðarleikskóla, og Aðalsteinn
Jóhannsson, f. 1976, deildar-
stjóri hjá Linde Gas. Þau eru
búsett í Hafnarfirði.
Nýr borgari
Hafnarfjörður Hafsteinn Orri Arnars-
son fæddist 6. september 2022 kl.
16.47 í Reykjavík. Hann vó 3.480 g og
var 50 cm langur. Foreldrar hans eru
Sara Björt O. Aðalsteinsdóttir og
Arnar Steinn Sturluson.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Þú heldur aftur af þér með að
stríða vini. Þú lætur þér í léttu rúmi
liggja þó einhverjar kjaftasögur séu á
kreiki um þig.
20. apríl - 20. maí B
Naut Reyndu að eyða ekki of miklum
peningum í dag. Þú þarft ekki alltaf að
eiga síðasta orðið.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Þótt þú sért að farast úr
forvitni skaltu ekki skipta þér af því
sem þér kemur ekki við. Þegar þú
hættir að pæla í hvað öðrum finnst um
þig þá ertu komin/n langt á þroska-
brautinni.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Leiðin sem þú vilt fara er bein
og breið, en það sama verður ekki sagt
um þinn besta vin. Það eru ekki öll kurl
komin til grafar í gömlu deilumáli.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Þú ert í toppformi bæði andlega
og líkamlega. Láttu þolinmæðina fleyta
þér áfram. Þú ert með báða fætur á
jörðinni.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Þér finnst eins og þú vitir ekki
alveg hvar þú hefur vinnufélaga þína.
Sýndu því öllum virðingu og umburðar-
lyndi.
23. september - 22. október G
Vog Það er ekkert að því að verðlauna
sig þegar maður hefur staðið sig vel. Að
staðna er ekki til í þinni orðabók.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Þú ert aldrei of gamall/
gömul til þess að læra. Margir þurfa
á nærveru þinni að halda og þú þarft
einnig á öðrum að halda.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Óvænt atvinnutilboð gæti
borist í dag. Settu hnefann í borðið ef
einhver ætlar að sýna þér yfirgang.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Félagslífið blómstrar þessar
vikurnar. Frestaðu ónauðsynlegum
innkaupum til morguns. Hlustaðu, þótt
þú sért ekki á sama máli.
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Það eru miklar breytingar
í gangi og þú verður að hafa þig alla/n
við til þess að fylgjast með og læra.
Reyndu að forðast árekstra við börnin
þín.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Þetta er góður dagur til að kafa
í ákveðin málefni. Skemmtu þér vel í
kvöld, þú hefur svo sannarlega unnið
fyrir því.