Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
Að vinna við að skrifa um
íþróttir eru forréttindi, og þá sér-
staklega þegar vel gengur hjá lið-
um sem maður ber taugar til.
Síðustu tvær beinar lýsingar
sem bakvörður dagsins hefur séð
um á mbl.is eru annars vegar
leikur Liverpool og Leeds á An-
field í ensku úrvalsdeildinni í fót-
bolta og hins vegar útileikur Vals
gegn Benidorm í Evrópudeild
karla í handbolta.
Leeds vann óvæntan 2:1-
útisigur á Liverpool á laugardags-
kvöld og viðurkennir bakvörður
fúslega að hann átti erfitt með að
greina lesendum frá sigurmarki
Leeds, þar sem hann langaði
helst að fagna eins og hann hefði
skorað sigurmarkið sjálfur. Að
lokum tókst það þó vel og mátti
vart sjá á lýsingunni að ofanrit-
aður hefði haft eins gaman af sig-
urmarkinu og raun bar vitni. Fag-
mennskan í fyrirrúmi.
Svipað var uppi á teningnum
þegar Valur vann stórglæsilegan
32:29-útisigur á Benidorm í Evr-
ópudeildinni í handbolta á þriðju-
dag. Þegar spænska liðið Beni-
dorm var komið óþægilega ná-
lægt Val undir lok leiks, var bak-
vörður dagsins orðinn stress-
aðari en leikmenn Íslands-
meistaranna.
Eitursvalir Valsmenn sýndu
stáltaugar og unnu magnaðan
sigur, eftir góðan lokakafla.
Glæsilegt afrek á erfiðum útivelli.
Að vinna við að fjalla um við-
burði sem skilja eftir sælutilfinn-
ingu í hjartanu eru algjör forrétt-
indi. Sem betur fer eru leikmenn
með betri taugar en bakvörður
dagsins.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.isÞýska liðið Leipzig tryggði sér í
gær sæti í 16-liða úrslitum Meist-
aradeildar Evrópu í fótbolta með
4:0-útisigri á Shakhtar Donetsk frá
Úkraínu. Christopher Nkunku,
André Silva og Dominik Szoboszlai
komu Leipzig í 3:0 og fjórða markið
var sjálfsmark undir lokin. Real
hafði þegar tryggt sér sæti í 16-liða
úrslitum. Hákon Arnar Haraldsson
jafnaði fyrir FC Kaupmannahöfn
gegn Dortmund, 1:1, en þeim leik
var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Nánar er fjallað um
keppnina á mbl.is/sport/fotbolti.
Leipzig fylgdi
Real áfram
AFP/Janek Skarzynski
Sigur André Silva og Emil Forsberg
fagna marki þess fyrrnefnda í gær.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hef-
ur ákveðið að nýta sér uppsagnar-
ákvæði í samningi sínum við Ís-
lands- og bikarmeistara Vals og er
því frjálst að róa á önnur mið.
Samningur hinnar 21 árs gömlu
Sólveigar átti að gilda út næsta
tímabil. Hún leikur oftast í stöðu
kantmanns og á að baki 76 leiki í
efstu deild og 15 í næstefstu deild.
Hún hefur auk Breiðabliks og Vals
leikið með HK/Víkingi, Fylki og
Aftureldingu í efstu deild, en hún
var að láni í Mosfellsbænum fyrri
hluta nýafstaðins tímabils.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Farin Sólveig Jóhannesdóttir hefur
rift samningi sínum við Val.
Sólveig rifti
samningnum
KÖRFUBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Grindavík vann afar sterkan 84:80-
útisigur á deildarmeisturum Fjölnis í
áttundu umferð Subway-deildar
kvenna í körfubolta í Dalhúsum í
Grafarvoginum í gærkvöldi.
Grindavík byrjaði af miklum krafti
og var með 21:12-forskot eftir fyrsta
leikhlutann. Fjölniskonur minnkuðu
muninn hægt en örugglega og úr
varð mikil spenna í lokin. Grindvík-
ingar fögnuðu hins vegar sætum
sigri og hefur liðið unnið tvo leiki í
röð. Deildarmeistararnir hafa tapað
fjórum í röð og eru í vandræðum.
Danielle Rodriguez skoraði 27 stig
fyrir Grindavík og Elma Dautovic
bætti við 17 stigum og 13 fráköstum.
Dagný Lísa Davíðsdóttir, fyrirliði
Fjölnis, skoraði 23 stig og tók níu
fráköst. Taylor Jones skoraði 21 stig,
tók 13 fráköst og gaf átta stoðsend-
ingar.
Risasigur Hauka á ÍR
Haukar völtuðu yfir stigalausa ný-
liða ÍR á útivelli, 93:49. Ljóst var í
hvað stefndi frá fyrstu mínútu, því
Haukar skoruðu fyrstu 26 stigin og
ÍR gerði aðeins eitt stig í öllum
fyrsta leikhlutanum. Leikurinn jafn-
aðist töluvert eftir því sem leið á, en
eftirleikurinn var auðveldur fyrir
Haukakonur. Haukar hafa nú unnið
fimm leiki í röð, en ÍR tapað öllum
leikjum sínum til þessa.
Sólrún Inga Gísladóttir var stiga-
hæst hjá Haukum með 21 stig og
þær Eva Margrét Kristjánsdóttir og
Keira Robinson gerðu 17 hvor.
Greeta Uprus skoraði 15 stig fyrir
ÍR-inga.
Fjórði sigur Vals í röð
Valur vann sinn fjórða sigur í röð í
deildinni, er liðið fór illa með Breiða-
blik á útivelli, 90:63. Breiðablik hefur
tapað fjórum af síðustu fimm leikj-
um.
Valur var með undirtökin allan
tímann og var staðan í hálfleik 41:25.
Valskonur héldu áfram að bæta í for-
skotið í seinni hálfleik og úr varð
stórsigur. Hallveig Jónsdóttir skor-
aði 20 stig fyrir Val og Kiana John-
son skoraði 16 stig, tók átta fráköst
og gaf sjö stoðsendingar. Sanja
Orozovic skoraði 19 stig og tók 12
fráköst fyrir Breiðablik. Valur er í
þriðja sæti deildarinnar með tólf stig
eftir átta leiki. Breiðablik er í fimmta
sæti með fjögur.
Haukar og
Valur áfram
á sigurbraut
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Smárinn Anna Soffía Lárusdóttir úr Breiðabliki og Elísabet Thelma
Róbertsdóttir hjá Val eigast við í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi.
- Grindavík vann deildarmeistarana
yfir því að vera á bekknum. Ég og
Viggi [Vignir Stefánsson] erum nán-
ir. Ég hef alltaf litið upp til Vigga,
það var geðveikt að hafa hann við
hliðina á mér.
Viggi er sterkur leikmaður okkar
þannig að það var gott að fá hann
inn. Hann styður alltaf við bakið á
mér og ég styð alltaf við bakið á hon-
um. Það var líka bara geðveikt að fá
aðeins að hvíla,“ sagði hann.
Höfum verið vanmetnir
Valur er nú búinn að vinna báða
leiki sína í B-riðli Evrópudeildar-
innar til þessa. Fjögur lið komast
upp úr riðlinum og tryggja sér sæti í
16-liða úrslitum og eru Valsmenn
staðráðnir í að gera það.
„Við höfum ekki verið taldir sig-
urstranglegir í þessum leikjum.
Allavega til að byrja með vorum við
svolítið vanmetnir. En við erum í
þessu til þess að komast áfram, það
er ekkert annað í boði. Við erum
ekkert í þessu bara til þess að vera
með. Við eigum Flensburg í næsta
leik og það eina sem við ætlum að
gera er að taka þá líka,“ sagði Stiven
að lokum í samtali við Morgunblaðið.
Í keppninni til að komast áfram
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Evrópa Stiven Tobar Valencia í þann mund að skora gegn Ferencváros í
fyrsta leik Vals í B-riðli Evrópudeildarinnar í síðustu viku.
- Tveir sigrar Vals í Evrópudeildinni
- Stiven segir liðið hafa verið vanmetið
EVRÓPUDEILDIN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
„Þetta var svolítið öðruvísi handbolti
sem við spiluðum í gær [í fyrra-
kvöld], sem við erum óvanir að spila
miðað við boltann heima. Þeir voru
mikið að spila sjö á sex sem hentaði
okkur bara vel.
Ég held að við höfum verið bestir í
leiknum þegar þeir voru í sjö á sex.
Þá náðum við að stela boltanum og
komumst vel í bakið á þeim,“ sagði
Stiven Tobar Valencia, hornamaður
karlaliðs Vals í handknattleik, í sam-
tali við Morgunblaðið um frækinn
32:29-sigur liðsins á Benidorm í Evr-
ópudeildinni á þriðjudagskvöld.
Alltaf litið upp til Vignis
Stiven byrjaði á varamanna-
bekknum þar sem Vignir Stefánsson
hóf leikinn í vinstra horninu. Stiven
kom hins vegar afar sterkur inn í
síðari hálfleik og skoraði fjögur
mörk.
„Við erum allir geggjaðir í liðinu
þannig að ég var ekkert pirraður
Subway-deild kvenna
Breiðablik – Valur ................................ 63:90
ÍR – Haukar.......................................... 49:93
Fjölnir – Grindavík............................... 80:84
Njarðvík – Keflavík ........................... (32:44)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun.
Staðan fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur:
Keflavík 7 7 0 583:457 14
Haukar 8 7 1 638:477 14
Valur 8 6 2 617:527 12
Njarðvík 7 4 3 549:548 8
Grindavík 8 3 5 595:619 6
Fjölnir 8 2 6 551:605 4
Breiðablik 8 2 6 522:618 4
ÍR 8 0 8 455:659 0
1. deild kvenna
Þór Ak. – KR......................................... 71:69
Staðan:
Stjarnan 6 6 0 509:363 12
Snæfell 7 6 1 474:368 12
Þór Ak. 7 5 2 504:469 10
KR 7 5 2 546:464 10
Hamar-Þór 7 3 4 524:496 6
Ármann 7 2 5 500:476 4
Aþena/LU 6 2 4 439:436 4
Tindastóll 6 1 5 421:424 2
Breiðablik B 7 0 7 256:677 0
NBA
Brooklyn – Chicago............................ 99:108
Miami – Golden State........................116:109
Oklahoma – Orlando ........................ 116:108
Phoenix – Minnesota........................ 116:107
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Skógarsel: ÍR – Breiðablik ...................18.15
Hlíðarendi: Valur – Þór Þ.....................19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – Stjarnan .......20
Keflavík: Keflavík – Haukar ................20.15
1. deild kvenna:
Sauðárkrókur: Tindastóll – Stjarnan ..17.15
Þorláks.: Hamar/Þór – Aþena/UMFK19.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Akureyri: KA – Stjarnan ...........................18
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Víkin: Víkingur – Fram ........................19.30
Hlíðarendi: Valur U – Fjölnir ..............21.15
Í KVÖLD!