Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 UMRÆÐAN30 Glæný verslun Skeifunni 9 Troðfull af vörum fyrir öll gæludýr Kauptúni 3, Garðabæ | Skeifan 9, Reykjavík | Sími 564 3364 | www.fisko.is Opið virka daga 10-19, laugardag 10-18, sunnudag 12-18 kíktu í heimsókn L i f and i v e r s l un fy r i r ö l l gæ ludýr Skýrslulekinn, RÚV og orðsporsáhættan Í vikulokin er gott að átta sig á eftirleik sölu ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka 22. mars 2022. Hiti hljóp enn einu sinni í umræðurnar. Í apríl óskaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir að Ríkisendurskoðun kannaði söluferlið. Var úttektarskýrslu vænst í júní 2022, fyrir sumarhlé alþingis. Þegar þau tímamörk stóðust ekki var sagt að þing yrði kallað saman sérstaklega birtist skýr- slan. Það var þó ekki fyrr en sunnudaginn 13. nóvember að skýrslan var afhent nefndarmönnum í stjórnskipun- ar- og eftirlitsnefnd þingsins (SEN) undir formennsku Þórunnar Sveinbjarnardóttur, Samfylkingu. Snarlega var skýrslunni lekið til fréttastofu Ríkis- útvarpsins. Birtust fréttir um niðurstöðuna áður en ríkisendurskoðandi hitti nefndina á formlegum fundi síðdegis mánudaginn 14. nóvember. Taldi hann vonsvik- inn „nokkuð öruggt að henni hafi verið lekið af nefndar- manni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar“. Venjulega tekur þingnefnd skýrslu sem henni berst til umræðu og skoðunar, kallar til sín sérfræðinga og ræðir málið áður en hún skilar áliti. Er síðan efnt til þingumræðna um nefndarálitið. Um bankaskýrsluna fór hins vegar fram sérstök umræða á þingi þriðjudaginn 15. nóvember og var Þórunn Sveinbjarnardóttir málshefjandi. Stóð umræðan frá 14.33 til 23.00, var fjármála- og efnahagsráðherra til svara. Fulltrúar bankasýslunnar veittu þingmönnum í SEN upplýsingar á fundi miðvikudaginn 16. nóvember. Að kvöldi þess dags sagði Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, á Facebook að SEN yrði hér eftir að taka mið af nýjum upplýsingum frá Bankasýslunni í meðferð sinni á málinu. Fyrstur til að gera athugasemd á þessum þræði Hildar var Bergsteinn Sigurðsson, fréttamaður ríkisútvarpsins (RÚV) og stjórnandi Kastljóss. Hann spurði Hildi: „Þarf þá, að þínu mati, að setja á laggirnar sérstaka rann- sóknarnefnd til að skera úr um málið?“ Hildur sagðist ekki hafa séð neitt sem kallaði á slíka nefnd. Spurning Bergsteins er endurómur á afstöðu stjórn- arandstöðunnar til bankaskýrslunnar. Hún gjaldfellir skýrsluna með tali um rannsóknarnefnd af því að Ríkis- endurskoðun skapar henni ekki þá fótfestu sem hún vill. Spurning Bergsteins beinir jafnframt athygli að hlut Kastljóss og fréttamanna í atburðarás vikunnar. Strax að kvöldi mánudags 14. nóvember gaf Sigríð- ur Dögg Auðunsdóttir tóninn. Hann féll algjörlega að stjórnarandstöðunni. Margt sem fréttastofan hefur sagt vegna málsins líkist upplýsingafölsunum. Spurt er eins og fyrir liggi í skýrslu Ríkisendurskoðunar ásakanir um lögbrot. Það er rangt. Sá sem hlustar og treystir fréttamönnunum getur varla dregið aðra ályktun af kröfum þeirra um að Bjarni Benediktsson „axli ábyrgð“ og segi af sér vegna lögbrots. Þegar Bjarni ræddi við Sigríði Dögg og sagðist axla pólitíska ábyrgð á málinu blés hún á það. Hún vildi koma allt annarri skoðun að hjá hlustendum. Hún væri að spyrja um annars konar ábyrgð. Bergsteinn Sigurðsson stjórnaði Kastljósi að kvöldi þriðjudags 15. nóvember og ræddi við Ingibjörgu Ísak- sen, fulltrúa Framsóknarflokksins í SEN. Bergsteinn lét að því liggja að lög hefðu verið brotin. Ingibjörg sagðist ekki sjá það. Þá spurði Bergsteinn hvort hún gæti fullyrt það. Hann sáði vafa í huga áhorfenda. Mesta undrun yfir framgöngu fréttamanna RÚV vakti þó Sigríður Dögg í lok samtals hennar við Bjarna. Hún sagðist hafa orðið að ganga að því „skilyrði“ að ræða ein við hann í stað þess að hann stæði andspænis Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar. Bjarni brosti og sagði Sigríði Dögg fara með rangt mál um aðdraganda samtals þeirra. Síðan birti Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, lýsingu á samskipt- um sínum við Sigríði Dögg sem stangaðist á við það sem hún sagði í útsendingunni þegar hún benti reiðilega á Bjarna. Bjarni sagðist ætíð reiðubúinn að ræða málið við stjórnarand- stöðuna, hann mundi gera það daginn eftir á þingi eins og hann gerði á þriðjudaginn í átta og hálf- an tíma. Nýi formaður Samfylk- ingarinnar minnti hins vegar á Jón sterka og sagði Bjarna ekki hafa „þorað“ í sig í Kastljósi. Ráðherrar og þingmenn stjórn- arflokkanna segja að þeim sé kappsmál að dregið verði úr því sem Ríkisendurskoðun kallar „orðsporsáhættu“ vegna vanmats Bankasýslunn- ar, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og þingnefnda í aðdraganda bankasölunnar. Sagt er að alþjóðleg rannsóknarfyrirtæki meti nú orðsporsáhættu sem alvarlegustu áhættu í rekstri fyrir- tækja – alvarlegri ógn en t.d. tölvuinnbrot og þjófnað á upplýsingum, fjandsamlegar breytingar á lagaumhverfi, náttúruhamfarir og hryðjuverk. Af þessu má ráða að mikið er í húfi vegna orðsporsins. Er ekki að efa að í áliti SEN verði tekið á þessum þætti sem öðrum. Líklegt er að innan SEN myndist meirihluti stjórnarsinna og einn eða fleiri minnihlutar stjórnarand- stæðinga sem ef til vill ná saman um það eitt að skipuð sé rannsóknarnefnd! Stjórnarandstaðan vill að allt verði gert til að hindra efnislegar umræður og greiningu á því sem nú hefur verið kynnt. Hvernig ætlar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að endurreisa orðspor sitt eftir lekann úr nefndinni? Hvernig ætlar Ríkisútvarpið að endurreisa orðspor sitt eftir framgöngu fréttamanna vegna bankaskýrsl- unnar? Nú í vikulokin er brýnast að þessum spurningum sé svarað. Vopnin snerust einfaldlega í höndum frétta- manna RÚV og stjórnarandstæðinga. Þeim ætti að vera kappsmál að bjarga eigin orðspori. Ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna segja að þeim sé kappsmál að dregið verði úr því semRíkisend- urskoðun kallar „orðspors- áhættu“ –Hvað geraRÚVog stjórnarandstaðan? Pistill Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is M álfræðingar trana sér yfirleitt ekki fram, og reyndar finnst mér að okkar virtustu málvís- indamenn mættu láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi. En nú verð ég að hrósa Ríkisútvarpinu og Guðrúnu Línberg Guðjónsdóttur fyrir að hafa í þáttunum Orð af orði rætt við þrjá sérfræðinga sem nýlega fluttu fyrirlestra á málþingi undir yfirskriftinni „Kynhlutlaust mál“. Á þinginu töluðu fulltrúar þriggja kynslóða: Finnur Ágúst Ingimundar- son MA; dr. Guðrún Þórhallsdóttir dósent; og dr. Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor. Til glöggvunar skal ég nefnda örfá atriði sem fram komu í máli þrem- enninganna: 1. Við höfum lengi sagt: „Allir vel- komnir“ – í svokölluðu kynhlutlausu karlkyni. Að baki liggur „arfleifð indóevrópska samkynsins“. Þetta hefur ekkert með líffræðilegt kyn að gera frekar en orðin gestur og læknir: Við segjum t.d.: „Það komu margir gestir,“ og eigum við bæði konur og karla. 2. Hugtökin „sjálfgefið kyn“ og „vísandi kyn“ eru hjálpleg í umræðunni: „Heyra allir í mér?“ (sjálfgefið kyn) og „Heyrið þið öll í mér?“ (vísandi kyn). En stundum er ekki hægt að velja hér á milli, sbr. spurninguna: „Eru allir mættir?“ Við getum tæplega sagt: „Eruð þið öll mætt?“ 4. „Í þessu húsi eru íbúðir fyrir aldraða“ (ekki: öldruð). Málfræðilegt karlkyn er sjálfgefið í dæmum af þessu tagi, sbr.: Ég pantaði borð fyrir fjóra; Margur er ríkari en hann hyggur. Höskuldur Þráinsson spurði: „Getur fólk sem elst upp í íslensku málumhverfi komist hjá því að túlka karl- kynið í dæmum af þessu tagi sem sjálfgefið, þ.e. þannig að það eigi ekkert sérstaklega við karla, sé kynhlutlaust?“ 5. Það er mikilvægt að eiga málstaðal sem allir skynja á sama hátt. Breytileiki í kynjanotkun getur valdið misskilningi. 6. Það verður erfitt að venja heila þjóð á nýja notkun málfræðilegra kynja. „Nýlenskan“ felur í sér handstýrða málbreytingu. Þetta nýja mál hefur aldrei verið til, enginn hefur alist upp við það; það hefur enginn beðið um að árþúsunda hefð að baki íslenskunni verði raskað. Ég hvet ykkur, ágætu lesendur, og þá kannski helst fréttamenn, stjórn- málamenn og auglýsendur, til að fara inn á slóðina https://islenskan.is/ malfregnir þar sem fyrrnefndir sérfræðingar hafa orðið. Að lokum tvennt: 1. Nánast hver einasti viðmælandi fréttamanna talar enn það mál sem hann lærði ómeðvitað í bernsku, hvort sem hann er karl eða kona, ungur eða gamall. Hann segir t.d.: „Það var enginn heima“ (en ekki: „Það voru engin heima“). Hann segir: „Það komu margir í afmælið“ (en ekki: „Það komu mörg í afmælið“). 2. Þeir stjórnmálamenn sem vilja taka nýlenskuna upp eru þegar komnir í vanda: Fylgið hrynur af vinstri grænum sem auglýsa: „Öll velkomin“ – og segja niðurlútir eftir á: „Sárafá mættu“. En atkvæði sópast að Samfylk- ingunni sem auglýsir: „Allir velkomnir“ – og sendir frá sér frétt að fundi loknum: „Fjölmargir mættu“. „Öll“ vildu Lilju kveðið hafa Málvísindamenn Nýlega fluttu þrír sérfræðingar fyrirlestra á málþingi undir yfirskriftinni „Kyn- hlutlaust mál“. Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@ gmail.com •Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Vínarborg, nóvember 2022 Fyrst kom ég í söngleikahöllina í Vín, Staatsoper Wien, árið 1974. Ég var þá í erindum Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, á ráðstefnu í borginni og skrapp einn míns liðs á söngleik, Don Carlos eftir Verdi, sem saminn var upp úr leikriti Schillers. Mér fannst hann heldur langdreginn. Ég held að vísu, að ég kynni betur að meta verkið nú en þá. Árið 2019 var ég aftur staddur í borginni og horfði þá á listdans, ballett, Pétur Gaut, eftir Edvard Grieg. Tónlistin var afar ljúf og þægileg, og tíminn leið áfram áreynslulaust. Við vor- um tveir, og í hléinu fengum við okkur kampavín. Í nóvember 2022 var ég enn staddur í Vínarborg og átti að halda aðalræðuna til heiðurs viðtakanda Hayek-verðlaunanna þetta árið, en þau hlaut skóla- bróðir minn frá Oxford, dr. Emilio Pacheco, sem var lengi forstjóri Liberty Fund í Bandaríkjunum. Stofnunin, sem veitti verðlaun- in, Hayek Institut, bauð okkur nokkrum fyrst sunnudagskvöldið 6. nóvember í kvöldverð á Rote Bar á Sacher-gistihúsinu, þar sem ég hafði stundum átt ánægjulegar stundir áður, og síðan á söngleik- inn La Traviata eftir Verdi í söngleikahöllinni, og var uppfær- slan mjög kunnáttusamleg. Stefið var auðvitað, að kona með fortíð ætti sér enga framtíð. Það var þó erfitt að taka hinar sterku ástríður helstu söguhetj- anna í Traviata alvarlega. Þær virtust margar vera viti sínu fjær. Og þó. Daginn eftir sóttum við málstofu hjá Hayek Institut um nýútkomna ævisögu Hayeks eftir Bruce Caldwell og Hansjörg Klausinger, fyrra bindi, og þá kom í ljós, að árið 1950 hafði Hayek kastað frá sér öllu til þess að ganga að eiga æskuástina sína. Hann skildi fyrri konu sína og tvö börn þeirra eftir í Bretlandi með allar þær jarðnesku reytur, sem hann hafði eignast, sagði pró- fessorsembætti sínu í Lundúnum lausu og hélt til Bandaríkjanna, þar sem hann hóf kennslu við Chicago-háskóla. Ef til vill er það þá rétt, sem David Hume hélt fram, að skynsemin væri ambátt ástríðnanna. Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.