Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 Bílamerkingar Vel merktur bíll er besta auglýsingin. Tökum að okkur allt frá litlum merkingum að heilpökkuðum bílum. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is www.xprent.is Flytja messu í C-dúr eftir Beethoven Háskólakórinn og Sinfóníuhljóm- sveit unga fólksins taka höndum saman og flytja messu í C-dúr eftir Ludvig van Beethoven í Langholts- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og á mánudagskvöldið kemur kl. 20. Einsöngvarar á tónleikun- um eru Bernadett Hegyi sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, Eggert Reginn Kjartansson tenór og Ólafur Freyr Birkisson bassi. Þá leikur Hjörtur Páll Eggertsson ein- leik með hljómsveitinni sellókonsert í a-moll eftir Róbert Schumann. Stjórnandi á fyrri tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson en á þeim síðari er Stefan Sand við stjórnvölinn. Flytjendurnir Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Mótettukórinn og Listvinafélagið í Reykjavík fagna saman 40 ára afmæli í ár og af því tilefni er efnt til hátíðartónleika. Óratórían Messías, eftir Georg Friedrich Händel, verður flutt í Eldborgar- sal Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 17. Flytjendur eruMótettukór- inn, Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík, og einsöngvararnir Berit Norbakken sópran, Alex Potter kontratenór, Elmar Gil- bertsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson bassi. Konsertmeistari er finnski fiðluleikarinn Tuomo Suni. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Í tilkynningu frá að- standendum viðburðarins segir aðMessías sé eitt háleitasta og fegursta verk tónlistarsögunnar og því óhætt að segja að mikil afmælistónlistarveisla sé í vændum. Mótettukórinn var valinn tón- listarflytjandi ársins 2021 þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í mars á þessu ári. Flytja Messías eftir Händel í Hörpu Flytjendur Mótettukórinn og stjórn- andinn, Hörður Áskelsson. Tónleikar í Aðvent- kirkjunni í kvöld Bassasöngvar- inn og tón- og ljóðskáldið Philip Bark- hudarov og franska tríóið Les Itinérantes koma í kvöld, laugardag, kl. 20 fram á tónleikum í Aðventkirkj- unni í Reykjavík og flytja efni af plötunni Existence Shade sem kemur út í vikunni. Lögin á plötunni byggjast á ljóðum eftir Philip Barkhudarov og lögin eru samin af honum og Élodie Pont, meðlimi Les Itinérantes. Barkhudarov býr á Íslandi og syngur meðal annars með sönghópunumAnúna, M’ANAM og Olgu auk þess sem hann er í nokkrum kórum. Philip Barkhudarov Flytja fjölbreytt ís- lensk einsöngslög Tónleikaröðin Ár íslenska einsöngslagsins heldur áfram í Salnum á morgun, sunnu- dag, kl. 13.30. Á tónleikun- um er bæði þekktum og minna þekktum einsöngslögum gert hátt undir höfði og þau flutt af framúrskarandi tónlistarfólki. Ætíð koma fram tveir píanóleik- arar og fjórir einsöngvarar og flytja fjölbreytt lög. Á morgun koma fram Bjarni Thor Kristins- son bassi, Kolbeinn Jón Ketilsson tenór, Sigríður Aðalsteinsdóttir messósópran, Þóra Einarsdóttir sópran og píanóleikararnir Helga Bryndís Magnúsdóttir og Krist- inn Örn Kristinsson. Bjarni Thor Kristinsson Samvirkar hugsanir í Norræna húsinu „Sláttur: Sam- virkar hugsan- ir“ er yfirskrift dagskrár sem aðstandendur Suðurlands- tvíæringsins – myndlistar- fólk, hönnuðir, arkitektar, tónlistar- og fræðafólk – stendur að í Norræna húsinu í dag, laugardag. Dagskráin hefst þar kl. 11 með göngu um staði í borgarlandslaginu. Kl. 13.30 hefst dagskrá í sal hússins. Í málstofum og samræðum verður sjónum beint að aðferðum lista og þverfaglegri nálgun listgreina til að mæta áskorunum framtíðar. Málefnin eru mörg, t.d. sjálf- bærni, orkunýting, alþjóðavæð- ing, nýsköpun og hlýnun jarðar. Verk frá aðstand- endum dagskrár. Fjalla um opinber verk l Þing í Lista- safni Sigurjóns „Listaverk í opinberu rými - ábyrgð og viðhald“ er yfirskrift málþings um opinber listaverk í Danmörku og Íslandi á millistríðsárunum, 1920 til 1944, sem verður haldið í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag, laugardag, milli klukkan 14 og 17. Tilefnið er sýning í safninu sem ber heitið Veggmynd án veggjar − Saltfiskstöflun Sigurjóns Ólafssonar. Danskir og íslenskir fræðimenn fjalla um list millistríðsáranna og þá áherslu sem lögð var á að listin ætti að vera fyrir fjöldann. Tom Hermansen, sem er doktors- nemi við Hafnarháskóla, gerir grein fyrir rannsóknum sínum á veggskreytingum frá þessum tíma í erindi sem hann nefnir: Should they stay or should they go? Monumental mural painting − realized in the per- iod 1925−1940. Listfræðingurinn Jens Peter Munk, sem ber ábyrgð á og hefur eftirlit með útilistaverkum í Kaup- mannahöfn, mun skýra frá um- fangsmikilli og vel heppnaðri endur- gerð á minnismerki um sjómenn á Löngulínu í Kaupmannahöfn. Verk- ið er eftir myndhöggvarann Svend Rathsack og var afhjúpað 1928. Hlynur Helgason, dósent við HÍ, gerir í erindi sínu grein fyrir því umhverfi sem blasti við íslenskum myndlistarmönnum á tímabilinu 1920 til 1944, þar sem efnahags- ástand þjóðarinnar gerði það óhugsandi að reisa stórbrotin verk í almannarými − með fáeinum undantekningum þó. Birgitta Spur, stofnandi Lista- safns Sigurjóns, beinir í sínu erindi sjónum sínum að því stórvirki í framúrstefnustíl, sem Sigurjón, þá ungur nemi við Konunglega lista- háskólann í Kaupmannahöfn, vann á árunum 1934−’35: lágmynd af kon- um við fiskvinnslu, Saltfiskstöflun. Þetta minnismerki um undirstöðu- grein í atvinnusögu landsins hafði hann vonast til að mætti prýða viðeigandi byggingu á Íslandi. Byggingaverkfræðingurinn Indr- iði Níelsson fjallar þá um skemmd- ir á Saltfiskstöflun, á grundvelli rannsóknarskýrslu sem hann vann 2021. Verkið var reist á Sjómanna- skólareitnum 1953 og hefur því staðið utandyra í 69 ár. Almennt er talið að ásættanleg ending stein- steyptra mannvirkja sé um 50 ár fyrir steypta kalda fleti en 30-40 ár fyrir múr. Loks mun Védís Eva Guðmundsdóttir lögfræðingur segja frá helstu atriðum höfundar- og sæmdarréttar. Ljósmynd/Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Salfiskstöflun Sigurjón Ólafsson vann verkið á árunum 1934-’35. Rómönsk-amerísk kvikmyndahátíð hefst í Bíó Paradís í dag og stendur yfir til 27. nóvember í samstarfi við sendiráð Argentínu, Síle, Kólum- bíu, Venesúela, Perú og Mexíkó á Íslandi. Sex nýjar og nýlegar kvikmyndir verða sýndar og boðið verður upp á kræsingar, tónlist og gleðskap. Ókeypis er inn á viðburði. Opnunarmynd hátíðarinnar er hin argentínska Saga hreysikatt- anna, El cuento de las comadrejas sem fjallar um fjórar fyrrverandi kvikmyndastjörnur sem deila sveitasetri. Þegar fasteignasalar ásælast eignina ætlar allt um koll að keyra. Leikstjóri myndarinnar er Juan José Campanella. Hljóm- sveitin Dimension AfroLatina leikur eftir sýningu og boðið verður upp á vínsmökkun og suður-amerískar vörur kynntar. Á morgun, 20. nóvember, verður sýnd venesúelska myndin Lunes o martes, nunca domingo eðaMánu- dagur eða þriðjudagur en aldrei sunnudagur eftir leikstjórana Maruvi Leonet og Javier Martin- tereso. Hún fjallar um tvær konur sem hittast fyrir tilviljun á ferðalagi sem hvorug þeirra veit hvernig endar og þurfa þær að horfast í augu við fortíð sína, framtíð og sögu þjóðarinnar. Eftir sýninguna bjóða kennarar frá Salsa Iceland upp á stutta danskennslu og eftir það verður opið salsadanskvöld. Mið- vikudaginn 23. nóvember verður sýnd kvikmyndin Chile ’76 frá Síle sem fjallar um Carmen nokkra sem tekur að sér að fela ungan mann í Síle árið 1976 með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Leikstjóri myndarinn- ar er Manuela Martelli. Degi síðar, 24. nóvember, verður sýnd perúska kvikmyndin Frumbyggjamorðinginn eðaMataindios á spænsku sem fjallar um fjóra vini sem halda hátíð til heiðurs verndara bæjarins til þess að lina sorgir vegna nokkurra mannshvarfa. Leikstjóri hennar er Oscar Sánchez Saldaña og að sýningunni lokinni verður sér- stakt tilboð á perúskum drykk á Bíóbarnum, hljómsveit Kristofers Rodríguez Svönusonar leikur ásamt DJ Javi Valiño og ýmislegt matar- kyns verður til sölu. Kólumbíska kvikmyndin Grjótið, El Piedra, eftir leikstjórann Rafael Martinez Moreno, verður sýnd laugardaginn 26. nóvember og fjall- ar hún um heim hnefaleikamanns- ins El Piedra sem fær borgað fyrir að tapa bardögum. Að sýningu lok- inni verður boðið upp á hefðbundna smárétti frá Dóminíska lýðveldinu og fleira. Lokamynd hátíðarinnar, sýnd 27. nóvember, er svo heim- ildarmynd eftir Taniu Ximena Ruiz, Pobo Tzu, eða Hvíta nóttin. Í henni er könnuð saga frumbyggjabæjar sem grófst undir eldgosi. Skáldið Trinidat fæddist daginn sem fjallið gaus, fyrir 38 árum, og tekur að sér að endurvekja samfélagslega heild í enduruppbyggingu þorpsins, eins og því er lýst. Að sýningu lokinni býður veitingastaðurinn Poblana Taquería upp á smárétti og tilboð verða á mexíkóskum drykkjum á Bíóbarnum. Kvikmyndir, tón- list og kræsingar BoxariÚr perúsku kvikmyndinni El Piedra eða Steinninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.