Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 16
FRÉTTIR Innlent16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 LAXDAL er í leiðinni Skoðið netverslun laxdal.is PRJÓNASLÁ JÓLAGJÖFIN Í ÁR Kr.18.900 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Morgunblaðið/Árni Sæberg Deiglan Stofnanirnar tvær deila 7. hæðinni í Borgartúni 26. Enginn ermeð fasta starfsstöð lBúið að opna fyrstuDeiglu ríkisins lTvær stofnanir eru á sömuhæð Framkvæmdasýslan-Ríkiseign- ir(FSRE) og Ríkiskaup fluttu nýlega starfsemi sína á 7. hæð í Borgartúni 26. Skrifstofa stofnananna er fyrsta Deiglan, þar sem tvær eða fleiri rík- isstofnanir sameinast um aðstöðu, að því er fram kemur á heimasíðu FSRE. Er aðstaðan í Borgartúninu liður í að þróa aðferðafræði fyrir stærri Deiglur ríkisstofnana sem eru í undirbúningi. Alls starfa um 100 manns hjá stofnununum tveimur. Hæðin í Borgartúni 26 er í 1.250 fermetrar og hefur hver starfsmaður því um 12,5 fermetra til ráðstöfunar. Engar einkaskrifstofur eru á hæðinni og enginn starfsmaður hefur fasta vinnustöð. Innra skipulag hæðarinnar er í samræmi við viðmið fjármálaráðu- neytisins um skrifstofuhúsnæði. Á hæðinni eru 70 hefðbundnar vinnustöðvar þar sem hver og einn starfsmaður getur tengt fartölvu sína við tvo skjái. Þá eru fjölbreytt funda- og næðisrými til að sinna stað- eða fjarfundum, símtölum eða til að vinna án þess að kliður trufli einbeitingu, segir á heimasíðu FSRE. Húsnæðið er í eigu Eikur fasteignafélags og hefur ríkið leigt hæðina til þriggja ára. FSRE segir að Deiglur séu nýjung sem stofnunin hafi þróað og sé stefnt að því að opna nokkrar slíkrar á komandi árum. Þar fái rík- isstofnanir nútímalega aðstöðu þar sem fjölbreytt stoðrými eru samnýtt með öðrum stofnunum. Aðstaða verði fyrir störf án staðsetningar, fjarvinnu og tímabundin verkefni víða um landið. „Þannig skapast mikið hagræði og samlegð auk þess sem aukin tækifæri skapast til þekkingarmiðlunar, samstarfs og nýsköpunar þvert á ríkisstofnanir.“ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Íslenskum börnum, á aldrinum þriggja til átta ára, gefst nú tæki- færi á að læra ýmis tungumál með aðstoð tveggja teiknimyndapersóna, hákarlsins Atlas og litla skrímslisins Moka Mera. Moka Mera Lingua er einmitt heitið á appinu sem vinirnir tveir tilheyra. Tungumálaappið Moka Mera, úr smíði finnska fyrirtækisinsMoilo Oy, býður upp á tungumálanám á þrettán tungumálum: Arabísku, kínversku, ensku, finnsku, frönsku, þýsku, rúss- nesku, spænsku, norsku, dönsku, ís- lensku, sænsku og úkraínsku. Ástæða þess að appið er til á ís- lensku er sú að Skúlína Hlíf Kjartans- dóttir frámenntavísindasviði Háskóla Íslands tók þátt í Nordplus-verkefni ásamt Helgu Dís Ísfold Sigurðar- dóttur hjá Nordháskóla í Noregi og og Evu Brooks frá háskólanum í Ála- borg í Danmörku. Þær sóttu um styrk í upphafi árs 2021 til þess að þýða og staðfæra forritið yfir á íslensku, norsku og dönsku og í vor kom það út á þessum þremur tungumálum. Úkraínsku bætt við Helga, fulltrúi norsku tungunnar í þessu verkefni, segir hópinn á bak við appið vera afar stoltan af því að það hafi líka verið þýtt á úkraínsku. Lokið var við útgáfu forritsins á Norð- urlandamálunum þremur um svipað leyti og stríðið braust út í Úkraínu og því ákvað finnska fyrirtækið að drífa í því að sækja um styrk til þess að þýða það yfir á úkraínsku. Það gekk eftir og bættist úkraínska við í appinu í maí síðastliðnum. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé eina appið í heiminum sem þriggja til sjö ára börn geta notað til þess að læra úkraínsku eða þá fyrir úkra- ínsk flóttabörn til að læra til dæmis íslensku,“ segir Helga. Í appinu er enginn texti heldur byggist tungumálanámið á hlustun og leik. „Við erum sammála um að það sé ekki mjög heppileg leið fyrir þennan aldurshóp, þriggja til átta ára, að kenna þeim tungumál með mjög miklum texta heldur henti þeim fyrst og fremt að nota þeirra náttúrulegu leið til að læra sem er að fylgjast með og herma eftir.“ Helga segir leikinn í Moka Mera Lingua nokkuð einfaldan í sniðum. Þar séu ekki gefin nein stig eða þvíumlíkt heldur geti börn einfald- lega prófað sig áfram í þeim heimi sem finna má í appinu og leikið sér innan hans. „Fullorðið fólk hefur ver- ið að spyrja hvort þetta sé ekki líka skemmtilegt fyrir fullorðna en það er ástæða fyrir því að markhópurinn er þriggja til átta ára.“ Fjölskylduvænt og öruggt Spurð út í sérstöðu þessa forrits segir Helga að auðvitað séu til ótal tungumálaöpp í heiminum en það séu fá til fyrir þennan aldurshóp og með einmitt þessum tungumálum. „Það er fullt til ef börn vilja læra ensku eða spænsku. En það er voða lítið til fyrir norsku eða íslensku og að mér vitandi úkraínsku.“ Appið uppfyllir strangar öryggis- kröfur, það safnar ekki persónuupp- lýsingum, þar eru engar auglýsingar, það er algjörlega ókeypis og ekki er hægt að kaupa neitt í leiknum. „Þetta er mjög fjölskylduvænt og öruggt,“ segir Helga. Skúlína Hlíf, sem hefur unnið að íslensku útgáfunni, segist líta svo á að appið geti verið „kærkomin viðbót við annars fábreytta flóru námsefn- is“ fyrir nemendur sem hafa íslensku sem annað mál. „Við þrjár höfum áhuga á að prófa forritið með börnum til að sjá hvernig forritið nýtist þeim í íslenskunámi og aðlögun í nýju landi. Ég sótti um styrk til Íslenskusjóðsins og fékk svolítinn styrk til að setja þetta af stað, sem verður vonandi fljótlega.“ Hún hefur kynnt appið fyrir kenn- aranemum og kennarahópum og seg- ist hafa væntingar um að Kópavogs- bær sé byrjaður að vinnameð forritið í leikskólum og skólum. Þá hefur hún upplýsingar um að frá apríl og fram í október hafi forritinu verið hlaðið niður 2.778 sinnum af AppStore og 62 sinnum af Google Play Store hér á landi. lÞrettán tungumál í boði, m.a. íslenska og úkraínska Líflegt tungumála- app fyrir 3-8 ára Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Leikur Hákarlinn Atlas og litla skrímslið MokaMera leiða börn á aldrin- um 3-8 ára í gegnum einfalt tungumálanám í appinuMokaMera Lingua.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.