Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 14
FRÉTTIR Innlent14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 Garðatorg 6 | Kringlunni | sími 551 5021 | vefverslun – aprilskor.is Apríl hefur nú einnig opnað í Kringlunni 2. hæð beint á móti World Class. Verið velkomin 30 ára afmæli Kvikmyndaskóla Íslands fagnað í gær Styrkja tengsl við skólann Kvikmyndaskóli Íslands fagnaði 30 ára afmæli sínu í gær í hús- næði skólans við Suðurlands- braut. Rektor skólans, Börkur Gunnarsson, var á meðal þeirra sem fluttu ræðu. „Þetta var rosalega gaman,“ segir hann og bætir við að gaman hafi verið að sjá gamla nemendur og kennara mæta til að styrkja tengslin við sinn gamla skóla. Frá árinu 2004 hefur skólinn útskrifað um 600 nemendur. Á myndinni hér til hliðar má sjá Börk, Odd- nýju Sen, Hrafnkel Stefánsson, Baldvin Albertsson og Guðna Th. Jóhannesson forseta. Guðni flutti einnig ræðu og segir Börkur að gaman hafi verið að Guðni var viðstaddur, meðal annars þar sem forsetinn hafi svo góða nærveru. „Hann hélt öfluga ræðu þar sem hann hvatti okkur áfram og skoðaði síðan skólann og mætti á gjörn- ingasýningu hjá nemendum. Síðan skar hann auðvitað fyrstu sneiðina af kökunni,“ segir Börkur. Morgunblaðið/Eggert Faxaflóahafnir hafa ákveðið að taka upp einkunnakerfi fyrir skemmtiferðaskip með ívilnun eða álögum, allt eftir því hvaða áhrif skipin hafa á umhverfið. Kerfið nefnist Environmental Port Index (EPI) og á upptök sín í Noregi. Höfnin í Björgvin, Det Norske Veritas (DNV) ásamt helstu skemmtiferða- skipahöfnum Noregs tóku sig saman og þróuðu nýtt umhverfiseinkunnakerfi sem tekur sérstaklega á „umhverfis- hegðun“ skipa á hafnarsvæðum. Faxa- flóahafnir eru fyrsta fyrirtækið utan Noregs sem tekur upp EPI-einkunna- kerfið og tengir það við sína gjaldskrá fyrir árið 2023, upplýsir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Við innleiðinguna var stuðst við fyr- irkomulag hjá höfninni í Stavanger, en með vægari álögur, þar sem Faxa- flóahafnir eru ekki enn komnar með landtengingar rafmagns fyrir stærri skemmtiferðaskip. „EPI er verkfæri sem gerir höfnum kleift að skilgreina umhverfisspor skemmtiferðaskipa meðan á viðdvöl stendur. Markmiðið er að koma á fjárhagslegu hvatakerfi til umhverfisvænni og sjálfbærari reksturs skemmtiferðaskipa og draga þannig úr ávinningi við að koma til hafna Faxa- flóahafna með mengandi skip,“ segir Sigurður. Skemmtiferðaskipum ber að skila inn gögnum til mats á umhverfis- frammistöðu í höfn eigi síðar en 72 klukkustundum eftir brottför. Á grunni þeirra gagna færhvert skipEPI-einkunn milli 0 (verst) og 100 (best). Landtenging á Faxagarði Faxaflóahafnir stefna að því að næsta vor verði landtenging rafmagns fyrir minni skemmtiferðaskip tilbúin á Faxa- garði í Gömlu höfninni. Sú tenging verð- ur eitt megavatt og þar verður einnig tíðnibreytir fyrir 60 Hertz. Í framtíð- inni er stefnt að því að koma upp land- tengingu fyrir stóru skemmtiferðaskipin í Sundahöfn. Aflnotkun skemmtiferða- skipa er gríðarlega mikil á sama tíma og þau stoppa stutt við. Mjög kostnað- arsamt verkefni er að koma upp búnaði fyrir tengingu stórra skemmtiferðaskipa en engu að síður er það verkefni á lang- tímaáætlun hjá Faxaflóahöfnum. lÍvilnun eða álögur eftir því hvaða áhrif skipin hafa á umhverfiðlFaxaflóahafnir eru fyrsta fyrirtækið utan Noregs sem tekur þetta kerfi upplLandtenging fyrir smærri farþegaskip tilbúin næsta vor Einkunnakerfi fyrir farþegaskip Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi Glæsiskip Nýtt farþegaskip, Seabourn Venture, hóf siglingar í sumar. Það lagðist að bryggju í Gömlu höfninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.