Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 Fæst í öllum apótekum Merki um bata er að framleidd verði um 13.000 nafn- skírteini á ári. Sif segir að endanleg útlitshönnun skírteinanna liggi ekki fyrir. „Hins vegar liggur fyrir að skírteinin þurfa að uppfylla kröfur reglugerðar EU 2019/1157. Í þeirri reglugerð er tekið fram að nafnskírteini skuli uppfylla staðla þá sem settir eru fram í skjali 9303 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO), en sú stofnun setur staðla fyrir ferðaskilríki. Þar eru öryggis- staðlar og grunngerð útlits (layout) skilgreint og munu íslensku skírteinin fylgja þeim staðli. Skírteinin munu því vera í kreditkortastærð, gerð úr pólýkarbónati og vera útbúin örgjörva af fullkomnustu gerð, sambærilegum þeim sem er nú þegar í íslenskum vegabréfum og dvalarleyfisskírtein- um. Endanlegt útlit með tilliti til litar, tákna og annars er ekki hægt að út- færa fyrr en íslensk lög og reglugerðir hafa verið sett.“ Í undirbúningi er útgáfa nýrra nafn- skírteina fyrir landsmenn sem upp- fylla eiga nýjustu kröfur um öryggi persónuskilríkja og hægt verður að nota sem gilt ferðaskilríki þegar ferð- ast er um á Evrópska efnahagssvæð- inu. Verði frumvarp um útgáfu nýrra nafnskírteina samþykkt munu þau leysa af hólmi gömlu nafnskírteinin sem gefin hafa verið út frá árinu 1965. Þau standast ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag til öruggra persónu- skilríkja. Þó að notkun gömlu skírtein- anna sé mun fátíðari en á árum áður gefur Þjóðskrá út töluverðan fjölda nafnskírteina á hverju ári. Skv. upplýs- ingum sem fengust hjá Sif Kröyer, fag- stjóra hjá Þjóðskrá, í gær voru gefin út 647 nafnskírteini á árinu 2019, þau voru 1.555 í fyrra og búið er að gefa út 1.199 skírteini á yfirstandandi ári. „Þjóðskrá hefur unnið að undirbún- ingi þessa verkefnis um nokkurt skeið. Búið er að kaupa nauðsynlegan búnað til framleiðslu kortanna og tryggja helstu aðföngin, meðal annars að kaupa örgjörva af fullkomnustu gerð til að setja í kortin,“ segir Sif í svari til blaðsins. Dómsmálaráðherra hef- ur birt áform um lagasetningu vegna útgáfu nýju nafnskírteinanna í sam- ráðsgátt. Gert er ráð fyrir að nafn- skírteinin verði í plastformi. Ráðgert Nýnafnskírteini semstandast kröfur lSkírteinin verða í kreditkortastærð, gerð úr pólýkarbónati og útbúin örgjörva af fullkomnustu gerð Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Bygging nýs Landsbankahúss í Austurhöfn í Reykjavík er vel á veg komin. Þegar ljósin eru kveikt á öllum hæðum lýsir húsið upp um- hverfið í skammdeginu. Frágangur innanhúss er í fullum gangi en stefnt er að því að hefja flutning starfseminnar í húsið í desember. Landsbankinn stefnir að því að hefja flutning starfseminnar í Austurhöfn í næsta mánuði Morgunblaðið/sisi Nýja bankabyggingin lýsir upp umhverfið Lýsti slæmum aðstæðum lBar vitni í gegn- um fjarfundabúnað Hussein Hussein bar í gær vitni í gegnum fjarfundabúnað í aðalmeð- ferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Husseins gegn íslenska ríkinu. Hann er einn þeirra 15 flóttamanna sem lögreglan flutti til Grikklands í byrjun mánaðarins, þar sem fólkið hafði áður fengið alþjóðlega vernd. Hussein er í hjólastól og gagnrýndu meðal annars samtökin Þroskahjálp aðgerðir lögreglu. Við aðalmeðferðina í gær lýsti hann slæmum aðstæðum í Grikk- landi og slæmri líðan sinni, bæði líkamlegri og andlegri. Hussein var ásamt fjölskyldu sinni í fundarher- bergi á hóteli í Aþenu þegar Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Hus- seins, spurði hann meðal annars um aðstæður í Grikklandi og heilsufar sitt. Túlkur var í vitnastúkunni í héraðsdómi og þýddi það sem kom fram. Hussein lýsti því hvernig lög- reglan vísaði honum og fjölskyldu hans á götuna þegar þau spurðu um gistingu. Þá tók hann fram að hann hefði ekki aðgang að heil- brigðisþjónustu í Grikklandi þrátt fyrir verki í baki og hjarta. Villtir fuglar dreifa inflúensu lMávar gegna þar stóru hlutverki Inflúensuveirur A dreifast landlægt með stofnum villtra fugla sem ferð- ast árstíðabundið milli vetrarstöðva á suðlægum breiddargráðum til varpsvæða á norðurslóðum. Þetta kemur fram í nýútkominni fræði- grein í tímaritinu Molecular ecology. „Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að flutningur inflúensuveiru A á norðurslóðum og kaldtempruðu svæðunum endurspeglar ferðalög villtra fugla um jaðar heimskauts- svæðisins, einkum stuttar flugleiðir milli nærliggjandi svæða frekar en langflug yfir norðurskautið. Á Ís- landi mætast flutningsleiðir veirunn- ar milli meginlands Evrópu og Norð- ur-Ameríku, í samræmi við farflug villtra fugla frá meginlandi Evrópu til Norðaustur-Kanada og Græn- lands. Þrátt fyrir að útbreiðsluhraði veirunnar sé svipaður hjá ólíkum fuglahópum á Íslandi gegna mávar stóru hlutverki í flutningsferlinu,“ segir í frétt Náttúrufræðistofnunar. Hér á Íslandi tengjast farleið- ir fugla sem eiga heimkynni við austanvert Atlantshaf og vestanvert hafið í Norður-Ameríku. Hér gefst því einstakt tækifæri til að rann- saka hvað einkennir veiruflutning milli austur- og vesturhvels jarðar. „Lagt var mat á tengingu Íslands við nálæg svæði og skoðað var hvernig inflúensusmit á milli tegunda og myndun nýrra afbrigða hefur áhrif á landfræðilega útbreiðslu veirunn- ar.“ Niðurstöðurnar eru taldar geta komið að gagni við áætlanagerð og eftirlit með inflúensufaröldrum. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sílamávur Mávar breiða út inflú- ensu A samkvæmt rannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.