Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 LÁTTU FAGFÓLK SELJA ÞÍNA EIGN FAGLEG RÁÐGJÖF VIÐ KAUPOG SÖLU HLÍÐASMÁRA 4 KÓPAVOGI - AUSTURVEGI 6 SELFOSSI & ESJUBRAUT 49 AKRANESI - SÍMI 527 1717 - WWW.DOMUSNOVA.IS Fyrirspurnafargan Þingmönnum fyrirspurna- flokkanna var mikið niðri fyrir á Alþingi í fyrradag og ræddu þeir skort á svörum við fyrirspurnum sínum. Hanna Katrín Friðriks- son, þingmaður Viðreisnar, hóf umræðuna. Hún hafði ekki fengið svar við þýðingar- miklum fyrirspurnum og óskaði liðsinnis forseta þingsins. Björn Leví Gunnarsson, þing- maður Pírata og ofurspyrj- andi, steig í pontu og sagði að þetta væri „uppáhaldsfundar- stjórnin“ sín. Hann hefði keyrt upp forrit sitt sem sýndi stöðu á meðalsvartíma fyrirspurna, sem væri 20 dagar, sem hann sagði tiltölulega stuttan, en að ekki væri langt liðið á þingið. Svo fór hann nánar yfir dagafjöldann og sagði loks af þunga: „Viðmiðið er 15 dagar, 15 virkir dagar, ekki 20, ekki 25, hvað þá 40 eins og háttvirtur þingmaður vísaði í áðan.“ Björn er nýbúinn að leggja fram 13 fyrirspurnir um áskriftir ráðuneyta og þings að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum, sem er aðeins hluti af þeim brýnu fyrirspurn- um sem hann hefur lagt fram í haust. Hvernig væri að hann spyrði næst að því hvað þessar fyrirspurnir hans og annarra úr fyrirspurnaflokkunum kosta skattgreiðendur og hverju þær skila? Margar þeirra eru ýmist algerlega óþarfar eða þess eðlis að hægt er að fletta þeim upp í opinberum gögnum og ein- göngu til þess ætlaðar að vekja athygli á fyrirspyrjandanum. Ef þingmenn stilla sig um óþarfar spurningar er ef til vill hægt að svara hinum hraðar. Björn Leví Gunnarsson STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Gagnrýnir fjarvistarskráningar lUmboðsmaður barna vill að komið sé til móts við lýðræðislega þátttöku Settur umboðsmaður barna, Guðríður Bolladóttir, hefur sent mennta- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni bréf þar hann er hvattur til þess að til þess „að taka til skoðunar, hvernig hvetja má ungmenni til frekari lýð- ræðislegrar þátttöku og styðja við hana, sem hluti af alhliða menntun þeirra sem hefur auk þess ótvírætt samfélagslegt gildi.“ Tilefni bréfsins er að umboðs- manni hafa borist „fjölmargar ábendingar frá ungmennum, er varða þátttöku þeirra í lýðræðislegu starfi, eins og t.d. starfi ungmenna- ráða sveitarfélaga, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Lúta ábendingarnar helst að því að engar heimildir eru fyrir framhaldsskóla til þess að taka tillit til slíkrar þátttöku við skráningu fjarvista, en fundir og viðburðir eiga sér iðulega stað á skólatíma.“ Vísað er í aðalnámskrá grunn- skólanna þar sem m.a. kemur fram að „rækta beri með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafn- réttis- og lýðræðissamfélagi.“ Þá er einnig bent á að framhaldsskólar hafi heimild til þess að veita ungu afreksfólki í íþróttum svigrúm til þess að sinna þeim. ragnheidurb@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Lýðræðisþátttaka Frá Barnaþingi sem haldið var í Hörpu í vor. Herjólfur III kominn til Færeyja að nýju Herjólfur III er kominn til Færeyja að nýju eftir að hafa siglt milli lands og Eyja þær vikur sem Herjólfur nýi var í slipp í Hafnarfirði. Í júní í sumar leigði Vegagerðin Herj- ólf III til Strandfaraskip Landsins, ríkisstofnunar Færeyja, sem sér um almenningssamgöngur. Tiltekið var í samningnum að hann yrði jafnframt varaskip fyrir nýja Herjólf. Samningurinn gildir til 1. september 2023 og hljóðar hann upp á 1,7 milljón- ir evra, jafnvirði rúmlega 250 milljóna íslenskra króna. Herjólfur III siglir á svokallaðri Suðureyjarleið, frá Þórs- höfn til Suðureyjar. Skipið er aðallega nýtt sem vöruflutningaskip en verður einnig afleysingaferja með farþega ef þörf krefur. Skipið liggur nú við bryggju í Þórshöfn en byrjar áætlunarsiglingar eftir helgi, að því er fram kemur á vef færeyska útvarpsins. Til stendur að Herjólfur III taki við siglingum á Breiðafirði í lok leigutímans nema annað hentugra skip finnist í stað Baldurs. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Óskar Pétur Herjólfur III Kom frá Færeyjum í haust og leysti nýja skipið af um tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.