Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 37
- Fleiri minningargreinar
um Lucie Einarsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
ingu þykir okkur ótrúlegt. En það
er auðvitað mikilvægt að fylgjast
með heimsmálunum. Allar sögu-
stundirnar og samræðurnar sem
við áttum með þér munu ylja okk-
ur um ókomna tíð.
Það var alveg sama hvaða
áskorun kom; þú mættir þeim öll-
um með þakklæti og yfirvegun.
Það er gífurlega dýrmætt vega-
nesti fyrir okkur að fá að alast
upp með ömmu með svona heil-
brigða og fallega lífssýn.
Takk fyrir allt elsku amma, við
erum þakklát fyrir allt sem þú
kenndir okkur og við munum
halda í allar góðu minningarnar
um þig og afa. Við vitum að afi
tekur vel á móti þér. Við elskum
þig.
Þín barnabörn,
Vilborg, Sólrún, Hjör-
leifur og Aðalheiður.
Elsku amma mín, mikið rosa-
lega sakna ég þín. Þó að maður
hafi vitað hvert þetta væri að fara
þá er það ekkert auðveldara að
missa þig. Þú hefur alltaf verið
fastur punktur í mínu lífi og alltaf
þegar ég hugsaði um framtíðina
þá varst þú alltaf þar og ert enn.
Ég á enga sérstaka fyrstu
minningu af þér, í minningum
mínum ertu alltaf til staðar. Á
Miðstrætinu, í Harra, á Leiru, á
Flyðrugrandanum eða í heim-
sókn, þar varstu. Ef við fengum
að gista fengum við sofa uppi í
fram eftir öllu, allavega í minning-
unni, og þegar við fórum á fætur
spurðir þú: Dreymdi þig eitthvað
fallegt?
Þegar ég kom í heimsókn á
Miðstrætið tók afi alltaf á móti
manni en síðan fór ég alltaf beint
til þín í eldhúsið, sérstaklega í
veislum þegar mikið var af fólki,
mér fannst einstaklega notalegt
að sitja þar, stundum í þögn og
stundum spjallandi um allt og
ekkert á eldhúsbekknum, á með-
an þú eldaðir eða vannst handa-
vinnu. Sumum fannst þú ströng,
enda ekki annað hægt í kringum
þennan krakkaskara, en það var í
raun bara ein regla: Ef þið hagið
ykkur ekki farið þið út á tún! Og
þú stóðst við það! Ég man eftir
einu atviki þar sem við systurnar
rifumst og hlýddum ekki og þú
tókst þig til og skammaðir okkur
á dönsku. Ég hef aldrei litið
dönskuna sömu augum eftir það.
Annars var ég alltaf mjög stolt
af því að eiga danska ömmu,
amma mín átti fjölskyldunafn og
talaði útlensku, ég átti fjölskyldu í
útlöndum, þar af leiðandi talaði ég
dönsku betur en aðrir – en svo
reyndist ekki! Ég man þegar ég
sagði einu langömmubarninu fjöl-
skyldusöguna fyrir nokkrum ár-
um, hann trúði ekki að þú værir
dönsk, því þá gæti hann talað
dönsku! Svo ég var ekki ein um að
telja dönskuna í blóð borna.
Mér fannst ég alltaf eiga bestu
fyrirmyndina í þér. Þú fluttir milli
landa ung og eignaðist fullt af
börnum sem þú gast einhvern
veginn stjórnað og varst góð í
höndunum og í að elda. Þú kunnir
allt og varst svo góð og litla ég
skildi aldrei af hverju þú fékkst
ekki að vera Íslendingur eins og
við hin, búin að vera hér lengur en
við öll. Samt sagðir þú nei þegar
þú varst beðin að skipta um nafn
án þess að hika og stóðst við það
alla tíð. Og þannig fékk nafnið
mitt. Ég sagði þér það aldrei, en
ég hafði alltaf ætlað að yngja þig
upp, ég ætlaði bara að koma þér á
óvart þegar að því kæmi. Ég gerði
bara ekki ráð fyrir að þú yrðir
ekki hér til að sjá það.
Elsku amma, ég elska þig
óendanlega og vona að þú njótir í
sumarlandinu með honum afa.
Anna Lucie Bjarnadóttir.
Í dag kveð ég elskulega mág-
konu mína Lucie Einarsson.
Hún var ung að árum þegar
hún kynntist Sólberg bróður mín-
um og ákvað að stíga lífsdansinn
með honum. Hún valdi vel og áttu
þau saman farsæl 65 ár.
Sumarhúsið mitt, Litlibær í
Bolungarvík, stendur á næstu lóð
við heimili þeirra, svo samgangur
var daglega í 35 sumur og vináttu-
böndin styrktust með ári hverju.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðrún Halldóra.
Þá er komið að leiðarlokum hjá
Lucie. Hún hefur kvatt þessa
jarðvist og er aftur sameinuð Sól-
bergi sínum í sumarlandinu eilífa.
Lucie var gift Sólbergi Jónssyni,
móðurbróður mínum. Þau voru
einstaklega samhent hjón og áttu
hvort annað, 5 börn, mörg barna-
börn og barnabarnabörn og líka
Leiruna, paradís fjölskyldunnar í
Jökulfjörðum.
Ég naut þeirrar gæfu sem barn
og ung kona að fá að dvelja lang-
dvölum í Bolungarvík og var þá
bæði hjá Sólbergi og Lucie og hjá
Guðmundi Bjarna móðurbróður
mínum og Fríðu á Sólbergi. Lucie
var dönsk, þrátt fyrir að hafa lifað
öllu sínu fullorðinslífi á Íslandi og
einnig var pabbi hennar íslensk-
ur. Heimilisbragurinn var annar
en á flestum íslenskum heimilum.
Það var agi á börnunum, við fór-
um snemma í háttinn og borðuð-
um allt sem borið var á borð fyrir
okkur. Lucie nýtti allan mat. Í þá
daga borðuðu Íslendingar bara
ýsu, engan annan fisk, en hún
matreiddi ufsa, keilu, löngu,
steinbít o.s.frv. og sagði okkur
alltaf eftir að við höfðum borðað
af bestu lyst hvað við vorum að
borða.
Það er erfitt að skrifa um Lucie
af því að minningar um hana eru
myndrænar. Ég sé hana fara á
fætur löngu áður en allir aðrir
vakna, ég sé hana eiga stund með
sjálfri sér að skrifa bréf til
mömmu sinnar í Danmörku, ég sé
hana vekja alla í tæka tíð til að
mæta á réttum tíma til vinnu, ég
sé hana í eldhúsinu þar sem hún
sinnir mismunandi þörfum heim-
ilisfólks varðandi morgunmat, ég
sé hana í morgunkaffinu smyrja
ofan í sitt fólk, sumir vilja rúg-
brauð með kæfu, aðrir brauð með
reyktum rauðmaga o.s.frv. Í
morgunkaffinu sé ég hana ná suð-
unni upp á kartöflunum og vefja
síðan pottinn inn í ullarteppi til að
kartöflurnar verði tilbúnar þegar
að við komum aftur í hádegismat
eftir vinnu í frystihúsinu, ég sé
hana skipuleggja matarkaup fyrir
Leiruferðir og síðan raða niður í
kassa eftir kúnstarinnar reglum.
Í stuttu máli sé ég hana sinna sínu
fólki af einstakri alúð og sam-
viskusemi.
Vandfundin er traustari og
tryggari kona en Lucie. Hún
passaði upp á allt sitt fólk og
gleymdi aldrei afmælisdögum né
öðrum merkisdögum. Til dæmis
sendi hún mér alltaf póstkort á af-
mælinu mínu. Seinasta kortið
kom fyrir 3 árum þegar en þá var
farið að halla mjög undan fæti hjá
henni. Mér þótti vænt um orð
mannsins míns þegar hann sagði
við mig; „Ég votta þér samúð við
andlát fóstru þinnar“, en þessi orð
lýsa vel tengslum mínum við Lu-
cie. Mér var tekið eins og einu af
börnunum; heimilið var opið mér
og mínum og síðast en ekki síst
virtist hún hafa endalausan tíma
til að ræða um allt á milli himins
og jarðar.
Við Atli og Haukur Hákon
vottum börnum hennar, Ásgeiri,
Bjarna, Elísabetu Jónu, Sölva,
Maríu og öðrum aðstandendum,
okkar innilegustu samúð.
Minning um góða konu lifir.
Ykkar
Sigrún.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
✝
Sigurveig
Norðmann
Rögnvaldsdóttir
fæddist 28. maí
1933 í Flugumýr-
arhvammi í Akra-
hreppi. Hún and-
aðist á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni í
Reykjavík 11. nóv-
ember 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Rögnvaldur
Jónsson, f. 1908, d. 2003, bóndi
og kennari í Flugumýrar-
hvammi, og kona hans Ingibjörg
María Jónsdóttir, f. 1908, d.
1999, húsmóðir.
Sigurveig, Dedda, ólst upp í
Flugumýrarhvammi og gekk í
Börn þeirra eru: 1) Rögnvald-
ur, f. 1952, kona hans er Sigrún
Hrönn Þorsteinsdóttir, f. 1957,
þau eignuðust sex börn, eitt er
látið, og sex barnabörn. 2) Þór-
arinn Guðmundur, f. 1954, kona
hans er Ólöf Una Jónsdóttir, f.
1958, þau eiga þrjú börn og sex
barnabörn. 3) Halldór Bragi, f.
1957, kona hans er Soffía Krist-
björg Guðmundsdóttir, f. 1964,
þau eiga tvær dætur og eitt
barnabarn. 4) Sólveig Ebba, f.
1959, maður hennar var Sig-
urður Sigurðsson, f. 1936, d.
2019, þau slitu samvistum, hún á
þrjú börn og tvö barnabörn. 5)
Sigurður Örn, f. 1961, kona hans
er Hrönn Guðjónsdóttir, f. 1963,
þau eiga eina dóttur. 6) Ásta
Berghildur, f. 1963, maður henn-
ar er Gísli Sveinsson, f. 1960, þau
eiga tvær dætur og fimm barna-
börn.
Dedda verður jarðsungin frá
Flugumýrarkirkju í dag, 19. nóv-
ember 2022, kl. 13.30.
barnaskóla Akra-
hrepps en vegna
heimilisaðstæðna
varð ekki af frekara
námi. Hún var bóndi
og húsmóðir í
Flugumýrarhvammi
1952-1987, samhliða
vann hún tilfallandi
vinnu utan heimilis.
Frá 1987 til starfs-
loka vann hún þjón-
ustustörf í Reykja-
vík, lengst af við heimilisaðstoð.
Eiginmaður Deddu var Ólafur
Þórarinsson, f. 1923, d. 2020, frá
Ríp í Hegranesi. Bóndi í Flugu-
mýrarhvammi 1952-1987, síðan
starfsmaður Mjólkursamlags KS.
Þau slitu samvistum.
Við systur eigum margar góð-
ar og dýrmætar minningar um
ömmu Deddu.
Jólaboðin hjá ömmu eru okkur
sérstaklega minnisstæð þar sem
hún tók á móti allri fjölskyldunni í
litlu íbúðinni sinni í Skipholtinu.
Ömmu fannst sérstaklega
skemmtilegt að taka á móti börn-
unum í fjölskyldunni í aðdrag-
anda jólanna og var hún búin að
töfra fram hverja gómsætu smá-
kökusortina á fætur annarri.
Einnig er okkur minnisstætt
þegar við fórum með ömmu í búð í
Varmahlíð úr sveitinni hennar
fyrir norðan á litla rauða gamla
bílnum hans langafa. Við höfum
sjaldan verið jafn hræddar í bíl
því amma keyrði alveg vel yfir
löglegum hraða og helst í svona
fimmþúsund snúningum þannig
að vel heyrðist í vélinni.
Amma fylgdist alltaf vel með
fólkinu sínu og þegar maður fór í
kaffi til hennar fékk maður alltaf
nýjustu fréttirnar af öllum í fjöl-
skyldunni.
Amma hafði einstaklega gam-
an af dýrum og spurði ávallt
frétta af hestunum okkar. Við og
mamma buðum henni stundum í
bíltúr í hesthúsið og er okkur það
sérstaklega minnisstætt hvað hún
ljómaði öll þegar hún sá hestana.
Nú í seinni tíð var ótrúlega
dýrmætt að fá að fylgjast með því
hvað amma og Soffía Sólbrá áttu
gott samband. Soffía Sólbrá talaði
oft um ömmu og amma hafði ein-
staklega gaman af því að sjá
myndir af Soffíu Sólbrá og því
sem við værum búin að vera að
gera á milli heimsókna til hennar.
Þær áttu einstakt samband, virt-
ust skilja hvor aðra og náðu svo
vel saman.
Þangað til næst elsku amma.
Sólveig og Sig-
urbjörg.
Margar minningar hafa skotið
upp kollinum síðustu daga, svo
margar að það reynist stundum
erfitt að greiða úr þeim. Amma að
útbúa nesti fyrir hóp af gestum á
hótelinu í Varmahlíð og ég lítil
stelpa, fæ það ábyrgðarhlutverk
að vera aðstoðarkona og að raða
nestinu í öskjur. Amma í eldhúsi
Oddfellow-hússins að leggja loka-
hönd á brauðtertur sem eru svo
glæsilegar að ég hugsa með mér
að hún hljóti að hafa lært smur-
brauðsgerð í fínum skóla út í
heimi. Amma að tala af mikilli
væntumþykju um fólkið sem hún
vinnur við að aðstoða á Dalbraut-
inni og er svo óskaplega gott að á
örskömmum tíma er það komið í
hennar innsta vinahring. Amma
að skutla gamla fólkinu, sem virð-
ist reyndar vera nokkuð nálægt
henni í aldri, svo það geti útrétt-
að.
Amma að tína til tíu mismun-
andi sortir af kaffibrauði á eld-
húsborðið í Skipholtinu fyrir einn
gest sem ætlaði rétt að líta við í
kaffibolla. Amma að breiða úr
agnarsmáum flíkum sem hún hef-
ur prjónað af mikilli ást fyrir litla
einstaklinga sem von er á í heim-
inn. Amma sitjandi á gólfinu, með
stóra skál á höfðinu, að þykjast
vera týnd og tveir litlir lang-
ömmukútar veltast um af hlátri.
Amma að spila Svarta Pétur með
barnabarnabörnum sem hún tap-
ar fyrir og til þess að undirstrika
hversu mikill Svarti Pétur hún er,
málar hún svarta doppu á nefið á
sér við mikla gleði hjá viðstödd-
um. Amma að klifra upp á borð
svo hún geti gefið bústnum gæs-
um brauð út um gluggann um leið
og hún fullvissar okkur um að
þær séu alls ekki nógu vel haldn-
ar. Amma ljómandi eins og sól í
heiði umkringd fólkinu sínu.
Amma sem mikilvæg fyrir-
mynd fyrir okkur hin því hún á
alltaf til nóg af tvennu til að gefa
fólkinu sínu, nægan tíma og fullt
af ást.
Takk fyrir samfylgdina, elsku
amma Dedda.
Þín
Sunna.
Elsku hjartans amma mín. Ó,
hvað það er sárt að þurfa að
kveðja þig en um leið situr eftir
svo mikið þakklæti fyrir allar
góðu minningarnar og stundirn-
ar.
Amma Dedda var mér svo
miklu meira en bara amma, hún
var dýrmæt vinkona, samstarfs-
félagi og ómetanlegur stuðningur
í öllum mínum lífsins verkefnum.
Þegar ég, þá 16 ára, réð mig í
vinnu til að hafa yfirumsjón með
eldhúsi í sumarbúðum, full sjálfs-
trausts í þetta verkefni, var ómet-
anlegt að geta fengið aðstoð frá
ömmu. Það var fullt af símtölum
með leiðsögn við eldamennskuna
og baksturinn og stundum kom
amma og bakaði einn stafla af
pönnukökum eða svo. Seinna
sama sumar réðum við amma
okkur svo saman í vinnu í matseld
og nutum þess aldeilis vel.
Fyrir mig 19 ára gamla, ný-
flutta í bæinn og byrjuð í háskól-
anum, var svo dýrmætt að eiga
ömmu að. Vikuleg matarboð,
mjög reglulegar ferðir í Rúmfata-
lagerinn, Handprjónasambandið
og Kringluna bauð upp á dýr-
mæta samveru.
Við amma deildum einlægum
áhuga á fólki og gátum átt löng og
mikil samtöl um allt og allt. Oftast
var það þannig að við heyrðumst
símleiðis alla daga og hittumst
nokkrum sinnum í viku. Hún tal-
aði oft um hvað það væri merki-
legt að ég hefði alltaf tíma fyrir
sig þrátt fyrir að vera oft með
mjög marga bolta á lofti, en tím-
anum var ekki síður varið með
henni fyrir mig.
Fyrir ömmu voru börn alltaf
mikilvægasta fólk í heimi og það
var algjörlega ómetanlegt að
deila með henni sigrum og áskor-
unum í lífi barnanna minna, en
hún sýndi öllu því sem þau og við
vorum að gera einlægan áhuga og
þótti svo dýrmætt að fylgjast
með. Eftir öll foreldraviðtöl og
alla stóra viðburði í lífi barnanna
hringdi amma og fékk fréttir og
var svo stolt af fólkinu sínu.
Síðustu ár eftir að amma veikt-
ist hef ég saknað þess svo að geta
ekki átt samtöl við hana eins og
áður, en faðmlagið var samt alltaf
eins. Nú sitja eftir óendanlega
dýrmætar minningar af dásam-
legri samveru og sterku sam-
bandi. Mikið á ég eftir að sakna
þín.
Takk fyrir allt og allt elsku
amma mín.
Þín
Inga Berg.
Margar góðar samverustundir
með ömmu koma upp í hugann
þegar ég minnist hennar.
Amma var vön að vera á sumr-
in í litla húsinu sínu í Hvammi.
Þegar ég bjó fyrir norðan var
fastur liður að fara í sveitina til
hennar í nokkra daga þar sem við
brölluðum ýmislegt saman. Við
keyptum sumarblóm og settum á
leiðin hjá langömmu og langafa,
skruppum í búðina í Varmahlíð,
bökuðum og á kvöldin spiluðum
við oft ólsen ólsen og rommí.
Eftir að ég flutti suður hitt-
umst við amma oftar. Það var svo
gott að koma til hennar í Skip-
holtið, þiggja heimsins bestu
pönnukökur og spjalla um allt
milli himins og jarðar. Við amma
áttum það líka til að fá hlátur-
sköst saman, af litlu tilefni og vor-
um lengi að ná okkur niður á eftir.
Hvernig amma hugsaði um gæs-
irnar sínar sem komu í garðinn í
Skipholtinu var bæði fallegt og
skondið. Þær voru stundum dálít-
ið frekar við ömmu og gogguðu í
gluggana en alltaf talaði hún við
þær og passaði að eiga brauð til
að gefa þeim.
Amma var mikil prjónakona og
það var allt svo fallegt sem hún
gerði. Einu sinni þegar ég gisti
hjá henni og ætlaði að fá smá að-
stoð við vettling sem ég var ný-
byrjuð að prjóna þá var hann
tilbúinn þegar ég vaknaði næsta
morgun. Amma hafði sem sagt
bara klárað vettlinginn fyrir mig.
Amma var hjá okkur fjölskyld-
unni í Kópavoginum nokkur ára-
mót og mikið sem við nutum þess
að hafa hana hjá okkur. Þá var oft
spilað á spil fram eftir nóttu.
Þegar mamma og pabbi fluttu
til Slóvakíu í byrjun febrúar 2019
heyrðumst við amma daglega í
síma, ef við hittumst ekki, og
amma var alltaf að athuga hvort
það væri ekki allt í góðu lagi hjá
mér. Svona var elsku amma, hún
vildi gera allt fyrir fólkið sitt og
var alltaf að hugsa um að öllum
liði vel.
Amma hafði mjög gaman af að
hlusta á söng og eitt af því síðasta
sem við gerðum saman var að
fara á tónleika hjá Karlakór
Reykjavíkur í Háteigskirkju í
byrjun október.
Elsku amma, ég þakka fyrir
okkar góðu vináttu og allar stund-
irnar okkar saman. Það var mér
ómetanlegt að geta bæði kallað
þig ömmu og yndislega vinkonu.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Þín,
Harpa.
Elsku Dedda mín og okkar.
Mig langar að skrifa nokkur orð
til þín og kveðja þig. Þú ert ein
hlýjasta manneskja sem ég hef
kynnst ásamt mömmu þinni
(ömmu minni) og mömmu minni.
Ég kom í Hvamm í mörg ár frá
því ég var smábarn í barnavagni,
bæði með pabba og mömmu og
líka síðar ein í sveitina. Og alltaf
hafðir þú tíma fyrir mig, ég fékk
að setjast í fangið á þér og þú
knúsaðir mig og jafnvel last fyrir
mig, þrátt fyrir allt álagið sem var
á þér. Ég man aldrei eftir að hafa
séð þig skipta skapi og alltaf bros-
andi, en man þig og ömmu eins og
þjóna fyrir alla sem voru til stað-
ar. Ég held að það hafi ekki verið
nokkur sem átti leið hjá og kom
upp á hlað hjá ykkur sem fór ekki
inn í kaffi og veitingar. Ég minn-
ist þín með þakklæti fyrir það
hvernig þú komst fram við mig og
mína. Guð geymi þig.
Þið öll sem syrgið Deddu, ég og
mitt fólk samhryggjumst ykkur
innilega.
Bryndís Jónsdóttir
og fjölskylda.
Sigurveig Norðmann
Rögnvaldsdóttir
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
LAUFEY KRISTINSDÓTTIR,
Boðagranda 2a,
Reykjavík,
lést á húkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 12. nóvember.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn
22. nóvember klukkan 15.
Þorbjörg Magnúsdóttir Ragnar Karlsson
Magnús Reynir Rúnarsson Björk Úlfarsdóttir
Laufey Svafa Rúnarsdóttir Kjartan Hugi Rúnarsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐFINNUR ELLERT JAKOBSSON
garðyrkjufræðingur og bóndi,
Skaftholti,
Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
lést á hjartadeild Landspítalans
mánudaginn 7. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins
látna. Þeim sem vilja minnast Guðfinns er bent á
sjálfseignarstofnunina Skaftholt.
Anna Sigríður Guðfinnsd. Jón Gunnar Aðils
Gunnþór Kristján Guðfinnss. Kristín Ólöf Þorvarðardóttir
Kristín Guðlaug Guðfinnsd.
Svavar Sigurður Guðfinnss. Hjördís Anna Benediktsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn