Morgunblaðið - 19.11.2022, Síða 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
Fæst í öllum apótekum
Merki um bata
er að framleidd verði um 13.000 nafn-
skírteini á ári.
Sif segir að endanleg útlitshönnun
skírteinanna liggi ekki fyrir. „Hins
vegar liggur fyrir að skírteinin þurfa
að uppfylla kröfur reglugerðar EU
2019/1157. Í þeirri reglugerð er tekið
fram að nafnskírteini skuli uppfylla
staðla þá sem settir eru fram í skjali
9303 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni
(ICAO), en sú stofnun setur staðla
fyrir ferðaskilríki. Þar eru öryggis-
staðlar og grunngerð útlits (layout)
skilgreint og munu íslensku skírteinin
fylgja þeim staðli. Skírteinin munu
því vera í kreditkortastærð, gerð úr
pólýkarbónati og vera útbúin örgjörva
af fullkomnustu gerð, sambærilegum
þeim sem er nú þegar í íslenskum
vegabréfum og dvalarleyfisskírtein-
um. Endanlegt útlit með tilliti til litar,
tákna og annars er ekki hægt að út-
færa fyrr en íslensk lög og reglugerðir
hafa verið sett.“
Í undirbúningi er útgáfa nýrra nafn-
skírteina fyrir landsmenn sem upp-
fylla eiga nýjustu kröfur um öryggi
persónuskilríkja og hægt verður að
nota sem gilt ferðaskilríki þegar ferð-
ast er um á Evrópska efnahagssvæð-
inu. Verði frumvarp um útgáfu nýrra
nafnskírteina samþykkt munu þau
leysa af hólmi gömlu nafnskírteinin
sem gefin hafa verið út frá árinu 1965.
Þau standast ekki þær kröfur sem
gerðar eru í dag til öruggra persónu-
skilríkja. Þó að notkun gömlu skírtein-
anna sé mun fátíðari en á árum áður
gefur Þjóðskrá út töluverðan fjölda
nafnskírteina á hverju ári. Skv. upplýs-
ingum sem fengust hjá Sif Kröyer, fag-
stjóra hjá Þjóðskrá, í gær voru gefin
út 647 nafnskírteini á árinu 2019, þau
voru 1.555 í fyrra og búið er að gefa
út 1.199 skírteini á yfirstandandi ári.
„Þjóðskrá hefur unnið að undirbún-
ingi þessa verkefnis um nokkurt skeið.
Búið er að kaupa nauðsynlegan búnað
til framleiðslu kortanna og tryggja
helstu aðföngin, meðal annars að
kaupa örgjörva af fullkomnustu gerð
til að setja í kortin,“ segir Sif í svari
til blaðsins. Dómsmálaráðherra hef-
ur birt áform um lagasetningu vegna
útgáfu nýju nafnskírteinanna í sam-
ráðsgátt. Gert er ráð fyrir að nafn-
skírteinin verði í plastformi. Ráðgert
Nýnafnskírteini semstandast kröfur
lSkírteinin verða í kreditkortastærð, gerð úr pólýkarbónati og útbúin örgjörva af fullkomnustu gerð
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Bygging nýs Landsbankahúss í Austurhöfn
í Reykjavík er vel á veg komin. Þegar ljósin
eru kveikt á öllum hæðum lýsir húsið upp um-
hverfið í skammdeginu. Frágangur innanhúss
er í fullum gangi en stefnt er að því að hefja
flutning starfseminnar í húsið í desember.
Landsbankinn stefnir að því að hefja flutning starfseminnar í Austurhöfn í næsta mánuði
Morgunblaðið/sisi
Nýja bankabyggingin lýsir upp umhverfið
Lýsti
slæmum
aðstæðum
lBar vitni í gegn-
um fjarfundabúnað
Hussein Hussein bar í gær vitni í
gegnum fjarfundabúnað í aðalmeð-
ferð Héraðsdóms Reykjavíkur í
máli Husseins gegn íslenska ríkinu.
Hann er einn þeirra 15 flóttamanna
sem lögreglan flutti til Grikklands í
byrjun mánaðarins, þar sem fólkið
hafði áður fengið alþjóðlega vernd.
Hussein er í hjólastól og gagnrýndu
meðal annars samtökin Þroskahjálp
aðgerðir lögreglu.
Við aðalmeðferðina í gær lýsti
hann slæmum aðstæðum í Grikk-
landi og slæmri líðan sinni, bæði
líkamlegri og andlegri. Hussein var
ásamt fjölskyldu sinni í fundarher-
bergi á hóteli í Aþenu þegar Claudia
Ashanie Wilson, lögmaður Hus-
seins, spurði hann meðal annars um
aðstæður í Grikklandi og heilsufar
sitt. Túlkur var í vitnastúkunni í
héraðsdómi og þýddi það sem kom
fram.
Hussein lýsti því hvernig lög-
reglan vísaði honum og fjölskyldu
hans á götuna þegar þau spurðu
um gistingu. Þá tók hann fram að
hann hefði ekki aðgang að heil-
brigðisþjónustu í Grikklandi þrátt
fyrir verki í baki og hjarta.
Villtir fuglar
dreifa inflúensu
lMávar gegna þar stóru hlutverki
Inflúensuveirur A dreifast landlægt
með stofnum villtra fugla sem ferð-
ast árstíðabundið milli vetrarstöðva
á suðlægum breiddargráðum til
varpsvæða á norðurslóðum. Þetta
kemur fram í nýútkominni fræði-
grein í tímaritinu Molecular ecology.
„Niðurstöður rannsóknarinnar
sýna að flutningur inflúensuveiru A
á norðurslóðum og kaldtempruðu
svæðunum endurspeglar ferðalög
villtra fugla um jaðar heimskauts-
svæðisins, einkum stuttar flugleiðir
milli nærliggjandi svæða frekar en
langflug yfir norðurskautið. Á Ís-
landi mætast flutningsleiðir veirunn-
ar milli meginlands Evrópu og Norð-
ur-Ameríku, í samræmi við farflug
villtra fugla frá meginlandi Evrópu
til Norðaustur-Kanada og Græn-
lands. Þrátt fyrir að útbreiðsluhraði
veirunnar sé svipaður hjá ólíkum
fuglahópum á Íslandi gegna mávar
stóru hlutverki í flutningsferlinu,“
segir í frétt Náttúrufræðistofnunar.
Hér á Íslandi tengjast farleið-
ir fugla sem eiga heimkynni við
austanvert Atlantshaf og vestanvert
hafið í Norður-Ameríku. Hér gefst
því einstakt tækifæri til að rann-
saka hvað einkennir veiruflutning
milli austur- og vesturhvels jarðar.
„Lagt var mat á tengingu Íslands við
nálæg svæði og skoðað var hvernig
inflúensusmit á milli tegunda og
myndun nýrra afbrigða hefur áhrif
á landfræðilega útbreiðslu veirunn-
ar.“ Niðurstöðurnar eru taldar geta
komið að gagni við áætlanagerð og
eftirlit með inflúensufaröldrum.
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sílamávur Mávar breiða út inflú-
ensu A samkvæmt rannsókn.