Morgunblaðið - 21.12.2022, Page 8

Morgunblaðið - 21.12.2022, Page 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022 Húsgögn og fylgihlutir vigt.is vigtvigt STAKSTEINAR Sérkennileg (sér-) hagsmunagæsla Ámeðan Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri gefur fólk saman í sólinni í Suður-Afríku gætir starfandi borgarstjóri, Einar Þorsteinsson, að eigin sögn hagsmuna borgarbúa með því að leyna þá upplýsingum um samning Ljósleiðarans og Sýnar um kaup þess fyrrnefnda á eignum hins síðarnefnda. Þeir miklu viðskiptahagsmun- ir, sem enginn má vita hverjir eru, felast meðal annars í að skuldsetja þetta dótturfyrir- tæki Orkuveitunnar, og þar með skattgreiðendur í Reykjavík, um marga milljarða króna. Einar starfandi borgarstjóri kvartaði yfir því í borgar- stjórn í gær að Sjálfstæðisflokk- urinn væri að setja upp „leikrit“ þegar hann óskaði umræðu og upplýsinga, og að hann væri „að gera allt tortryggilegt og sjá spillingu í hverju horni, og hika ekki við það að nota stór og ljót orð og gera fólki upp annarlegan ásetning“. En vandinn er sá að sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn þurfa ekki mjög fjörugt ímyndunarafl til að fyllast tortryggni þegar engar upplýsingar er að hafa um fyrirtæki í eigu borgarinnar, sér í lagi þegar þetta fyrirtæki er á einhverri stórundarlegri og óút- skýrðri leið í rekstri sínum, sem var þó nógu undarlegur fyrir. Og því miður verða þessi viðbrögð hins nýja borgar- fulltrúa enn til þess að menn hljóta að spyrja sig hvað honum gangi til að gerast í hverju mál- inu á fætur öðru hlaupastrákur ekki-starfandi borgarstjórans. Einar Þorsteinsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Hríseyingar sækja vínið í búðina lÁTVR hefur samið við Hríseyjarbúð- ina um afhendingu á vörum úr vefbúð Þjónusta við íbúa og aðra sem dvelj- ast í Hrísey hefur batnað til muna eftir að ÁTVR samdi við Hríseyj- arbúðina um afhendingu á vörum úr vefbúð Vínbúðarinnar. Greint er frá þessu á vef ÁTVR og segir þar að markmiðið sé að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini í Hrísey sem geti nú nálgast allt það úrval vara sem til er í Vínbúðunum á hverjum tíma. Áfengið er pantað af vefnum og afhent kaupendum án endurgjalds í Hríseyjarbúðinni. Þetta er ný þjónusta hjá ÁTVR. „Hingað til hefur afhending vara úr Vefbúðinni einskorðast við Vínbúð- irnar og vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi, en nú hefur Hríseyjarbúðinni verið bætt við í tilraunaskyni. Það er von Vínbúðanna að þessi þjónustamælist vel fyrir,“ segir á vef Vínbúðanna. Díana Sveinbjörnsdóttir, verslun- arstjóri Hríseyjarbúðarinnar, baðst undan viðtali þegar Morgunblaðið falaðist eftir því í gær og vísaði á ÁTVR. Hríseyjarbúðinni er lýst sem lífæð samfélagsins þar. Hún hefur verið rekin síðustu ár af félagi sem stofnað var af stórum hluta eyjarskeggja og sumarhúsaeigenda í eynni. Búðin er opin árið um kring. Auk matar og nauðsynjavöru er einnig rekin af- greiðsla fyrir Póstinn í búðinni auk þess sem hægt er að taka út reiðu- fé og sjálfsafgreiðslukassi er opinn allan sólarhringinn. hdm@mbl.is VerslunValgeirMagnússon, formaður stjórnar, ogDíana Sveinbjörnsdóttir, verslunarstjóri í Hríseyjarbúðinni. Fyrsta borgar- línuhverfið rís lRíkið selur frá sérKeldnalandið Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við land- svæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Kaupverðið er fimmtán milljarð- ar króna og er greitt með útgáfu nýrra hluta í Betri samgöngum. Svæðið sem um var samið er um 116 hektarar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Davíð Þorláksson, fram- kvæmdastjóri Betri samgangna, undirrituðu samninginn. Í samtali við Morgunblaðið segir Davíð að uppbygging gæti mögulega hafist árið 2025 en deiliskipulagsgerð hefst haustið 2023. Nýja hverfið mun vera það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en hverfið verður byggt í kringum borgarlínuna. Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is 2025 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Davíð Þor- láksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, undirrituðu samninginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.