Morgunblaðið - 21.12.2022, Side 11

Morgunblaðið - 21.12.2022, Side 11
FRÉTTIR Erlent 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022 UPPLIFÐU JÓLIN Hægeldaður Þorskur aspas, möndlur, noisette hollandaise, hangikjöt Hreindýra Carpaccio trönuber, pekan hnetur, gruyére ostur Gljáð Lambafillet seljurót, rauðkál, laufabrauð Hvítsúkkulaði „Blondie“ sýrð kirsuber, lakkrís, möndlur 10.800 kr. VEGAN JÓL Seljurótar tartar wasabi, sellerí, appelsín Rauðrófu Carpaccio heslihnetur, piparrót, klettasalat Grillaður GrænnAspas kjúklingabaunir, ostrusveppir, kremað bankabygg Risalamande möndlur, vanilla, kirsuber 9.400 kr. JÓLALEYNDARMÁL MATARKJALLARANS 6 réttir að hætti kokksins -leyfðu okkur að koma þér á óvart Eldhúsið færir þér upplifun þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi 12.500 kr. JÓL 2022 Aðalstræti 2, 101 Rvk. | s. 558 0000 | matarkjallarinn.is Tryggðu þér borð á matarkjallarinn.is hann á sprengjur sem bera allt upp í rúmlega 900 kílóa sprengihleðslu. Líkt ogmeðmörg önnur vopn semBanda- ríkin hafa veitt Úkraínu eru takmörk fyrir því hve langt sprengjurnar drífa. Mun búnaðurinn að líkindum takmarka drægni við 25 kílómetra. Er það gert til að Úkraínuher noti ekki vopnasendingar Bandaríkjanna og NATO til að ráðast gegn skotmörk- um djúpt inni á rússnesku landsvæði. Með því er vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir stigmögnun átaka. Þá hafa heræfingar Rússa og Hvít-Rússa, auk heimsóknar Rúss- landsforseta þangað, leitt til varnar- uppbyggingar við landamærin Úkra- ínumegin. Sameiginlegar æfingar sjóherja Kína og Rússlands á Austur-Kínahafi hefj- ast í dag, miðvikudag. Eru þær liður í sívaxandi samstarfi ríkjanna í þess- um heimshluta. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir flotann munu skjóta föstum skotum á æfingunni. „Virki þáttur þessarar æfingar fel- ur meðal annars í sér sameiginlegar eldflauga- og skotárásir gegn loft- förum, skotárásir gegn sjóförum og sameiginlegar kafbátavarnir,“ segir í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins. Rússar munu senda fjögur herskip á æfinguna, þ.e. eldflaugabeitiskipið Varyag, systurskipMoskvu sem sökkt var undan ströndum Úkraínu fyrr á þessu ári, freigátu og tvær korvettur. ÞámunuKínverjar senda tvo tundur- spilla, tvö vopnuð eftirlitsskip, birgða- skip og díselknúinn kafbát. Eins má gera ráð fyrir orrustuþotum frá Kína. Vitlaus vopn verða snjöll Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, er sagt vera að undir- búa nýja vopnasendingu til Úkraínu, jafnvel í þessari viku. Í pakkanumkann að leynast flókinn rafeindabúnaður sem breytir venjulegum fallsprengj- um í nákvæm snjallvopn. Búnaðinn, semm.a. inniheldur GPS-stýringu,má tengja við ólíkar tegundir fallsprengja og hefur Bandaríkjaher t.a.m. notað Flotinn ræstur út til æfingar lSameiginlegar æfingar sjóherja Kína og Rússlands hefjast í daglÆfa árásir gegn loft- og sjóförum á Austur-KínahafilBandaríkin undirbúa vopnasendingu Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Eldflaugabeitiskip Flaggskip Kyrrahafsflota Rússlands, Varyag, sést hér sigla til æfingar frá Vladivostok. Fyrrverandi einkaritari fanga- búðastjóra nasista hefur verið fundinn sekur um aðild að drápi yfir 10.500 manns. Sú sem um ræðir heitir Irmgard Furchner, 97 ára. Árin 1943 til 1945 starfaði hún í fangabúðunum Stutthof í norður- hluta Póllands. Furchner hefur nú verið dæmd í tveggja ára skilorðs- bundið fangelsi fyrir störf sín þar. Búðirnar opnuðu í september 1939 og voru reknar óslitið til 9. maí 1945, eða allt þar til Rauði herinn frelsaði fangana þar. Talið er að 110.000 fangar hafi verið vistaðir í búðunum og voru allt að 65.000 þeirra myrtir. Var fólkið ýmist skot- ið, tekið af lífi í gasklefum eða ör- magnaðist vegna þrælkunarvinnu og skelfilegs aðbúnaðar. Sjálf var Furchner táningur að aldri þegar hún vann í búðunum. Hún heyrði hins vegar beint undir fanga- búðastjórann og SS-yfirmanninn Paul-Werner Hoppe, hvaðan allar skipanir bárust. Hoppe var árið 1955 dæmdur til níu ára fangels- isvistar fyrir stjórnunarstörf sín í fangabúðunum. Hann lést árið 1974, 64 ára gamall. Lögmaður Furchner sagði fyrir dómi vafa leika á því hvað hún vissi í raun og veru. Sjálf sagði hún fátt fyrir dómi. Það helst að hún sæi eftir tíma sínum í fangabúðunum. Ritari sekur um aðild að drápi á yfir 10.000 manns lHeyrði beint undir fangabúðastjórann á táningsaldri Kristján H. Johannessen khj@mbl.is AFP Sek Andlit Furchner var falið. Mætti óvænt til framlínuborgar Volodimír Selenskí Úkraínuforseti mætti óvænt til framlínuborgar- innar Bakhmút í Donetsk-héraði hvar innrásarlið Rússlands hefur undanfarna mánuði skipst á skot- um við hersveitir heimamanna. Stappaði forsetinn stáli í hermenn sína og veitti sumum þeirra viður- kenningar fyrir afrek á vígvell- inum. Heimsóknir sem þessi eru almennt sagðar mjög jákvæðar fyrir bæði móral og baráttuanda hermanna. „Ég tel hetjur Bakhmút eiga skilið það sama og allir aðrir – að börn þeirra og fjölskyldur séu örugg og að þeim sjálfum sé hlýtt og búi við góða heilsu,“ sagði Selenskí m.a. við fréttamenn sem fylgdust með heimsókninni. Þá sagði Úkraínuforseti Rússa þegar hafa misst 99 þúsund hermenn frá því að innrás þeirra hófst fyrir um 10 mánuðum. Vert er að taka fram að ekki er hægt að staðfesta þessa tölu. Mannfall er þó gríðarlegt. AFP Vígvöllur Úkraínuforseti sést hér veita hermanni viðurkenningu. ÚKRAÍNA Þjóðverjar hafa skilað 20 menningarminjum aftur til Nígeríu þar sem stytturnar voru teknar ófrjálsri hendi þegar breski herinn fór árið 1897 um vestur- afríska konungsríkið Benín. Þar er nú fylkið Edo í Suður-Nígeríu. Er um að ræða Benín-bronsið svo- kallaða, þúsundir járnskúlptúra og fílabeinsútskurð sem flutt var til Evrópu og Bandaríkjanna. Fleiri vilja nú skila minjunum aftur til síns heima. Þjóðverjar skila Benín-bronsi AFP /Kola Sulaimon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.