Morgunblaðið - 21.12.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 21.12.2022, Síða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is VIÐ erumRÆKTENDUR BREYTINGA Töfrandi dekurmolar í jólapakkann með gjöfumnáttúrunnar Nýlega hækkaði Seðlabankinn stýri- vexti í 6% til að sporna við hækkun verðbólg- unnar sem mælist nú yfir 10% á árs- grundvelli en viðmið bankans er 2,5%. Verð- bólga er almennt skil- greind sem viðvarandi hækkun verðlags yfir tímabil. Verðmæling verðbólgunnar fer fram með útreikn- ingi vísitölu neysluverðs sem einnig er notuð til að reikna verðtryggingu lánasamninga. Verðbólgan og verð- mælingavél ríkisins eru því miklir ör- lagavaldar í samfélaginu og hvernig þetta kerfi hefur allt að segja með mánaðarlegar afborganir af lánum. Þetta á sérstaklega við íbúðalán sem alla jafna nema tugum milljóna á hverja fölskyldu. Vegna fjármálaóstöðugleika sveifl- ast afborganir lána gríðarlega, sem veldur því að fólk velur að taka verð- tryggð lán til að draga úr sveiflunum. Mánaðarlegri verðhækkun lánanna vegna verðbólgu er þá einfaldlega bætt ofan á höfuðstólinn sem blæs út og hækkar þannig grunnupphæð heildarlánsins margfalt yfir lánstím- ann. Eigið fé í fasteignunum brennur upp og þegar líður á lánstímann hafa margar fjölskyldur brotnað nið- ur og lagt upp laupana í þessari fjármálaspennu og kapphlaupi við verð- lagið. Einhvern veginn enda þessi lán oft sem fjármálaskellur á heim- ilunum sem flosna upp og fólk gengur brotið frá svona málum. Litla athygli hefur vakið hvað þessi fjár- málayfirspenna á heim- ilunum og óstöðugleiki hefur tekið mikið þrek frá fjölskyldunum í land- inu og hvaða afleiðingar það hefur haft. Í Silfri Egils á RÚV 27. nóv- ember sl. var bent á að heimilin hefðu ekki haft svigrúm til að halda nægi- lega utan um börnin og veita þeim nauðsynlega hlýju og annað sem ung- menni þurfa í uppeldinu til að vaxa úr grasi sem þroskaðir einstaklingar. Afleiðingar af því gætu verið upp- lausn og örvænting í hópi ungmenna sem hafa alist upp í þessari gríð- arlegu spennu og álagi sem fylgir þessu „háspennu“-fjármálaumhverfi heimilanna. Þetta bætist við allt það álag og eymd sem varð í samfélaginu í eftirmálum bankahrunsins 2008 þegar tugþúsundir fjölskyldna misstu heimili sín og aleiguna. Íbúðir og heimili fólksins voru síðan bara seld á hrakvirði til braskara og kerfið og bankarnir fengu á sig langvarandi vantraust almennings. Lóðabrask hefur viðgengist þar sem íbúðarhúsalóðir hafa gengið kaupum og sölum milli aðila þar sem verðinu er þrýst upp í hámark áður en loks er byggt á lóðunum. Talsvert byggingarland virðist vera í einka- eign og lendir því í þessu brask- araferli. Ýmsar lóðir hafa verið seldar í útboðum en svo eru lóðir sem hafa farið til ýmissa samtaka sem byggja óhagnaðardrifið. Engu að síður er lóðaverð mjög stór orsakaþáttur í byggingarkostnaði. Þegar búið er að byggja viðkom- andi hús á lóðinni þá liggur fyrir raunbyggingarkostnaður, sem eru útgjöld framkvæmdaraðila vegna til- tekinna bygginga. Þessi tala sem þá liggur fyrir er raunkostnaður íbúð- anna á þeirri lóð, nettóverð án „bólu“. Því miður er ekki safnað saman raun- upplýsingum um byggingarkostnað hverrar framkvæmdar en það gætu verið áhugaverðar upplýsingar fyrir fjölda aðila, svo sem fólkið í landinu, skattayfirvöld, greiningaraðila o.fl. Um hverja framkvæmd ætti að gera uppgjörs- og skilaskýrslu. Í dag heyrir maður að bygging- arkostnaður á fermetra í fjölbýli geti verið 400-500 þúsund krónur og þyki jafnvel hagstætt. Auglýst söluverð hvers fermetra svoleiðis íbúða á höf- uðborgarsvæðinu er í dag á bilinu 800 þúsund krónur til um eða yfir ein milljón. Vísbendingar eru um að fólk greiði um helmingi meira fyrir hvern fermetra í húsnæði en það kostar að byggja. Byggingaraðilar þurfa að fá eitthvað fyrir sinn snúð og alla áhætt- una sem skapast af því að standa í svona framkvæmdum þótt það sé gríðarlega vel í lagt að fólk greiði nær 100% ofan á raunbyggingarkostn- aðinn. Maður gæti séð fyrir sér að 20% álagning væri nær lagi í svona dýrum framkvæmdum þannig að verðið væri um 30% lægra en það er í dag. Það myndi breyta gríðarlega allri niðurstöðu um afborganir lána og minnka mikið álagið á fjölskyld- urnar sem hefðu þá meiri tíma til að sinna börnunum. Lánin gætu jafnvel frekar orðið á óverðtryggðum kjör- um. Nýlega kynnti ríkisstjórnin að hún ætlaði að blása til byggingar 35.000 íbúða um allt land á næstu tíu árum. Ef meðalstærð íbúða er um 80 fer- metrar og verðlag um 900.000 krónur á fermetra þá kosta þessar 35.000 íbúðir alls 2.500 milljarða. Ef unnt væri að hafa hemil á lóðamálum og verðlagi íbúðanna þannig að þær kæmu til neytenda um 30% ódýrari en núverandi markaðsverð þá eru það um 750 milljarðar í vasa þeirra sem fengju íbúð úr þessum 35.000 íbúða pakka. Það er um tveggja millj- óna sparnaður á fjölskyldu á ári, eða um 170 þúsund króna sparnaður á mánuði, á hverja íbúð í tíu ár. Það gæti varla komið meira út úr ein- hverjum kjarasamningum og það án þess að atvinnulífið eða ríkið legði fram krónu. Heilsufarsávinningurinn af að halda niðri byggingarkostnaði íbúð- arhúsnæðis réttlætir algerlega að lengra sé gengið í opinberu ut- anumhaldi byggingarkostnaðar og aðhaldi í gæðum húsbygginga. Auk þess er fullkomlega siðlaust að hafa íbúðarhúsnæði grundvöll að gróða- maskínu markaðarins. Burt með heilsuspillandi íbúðarhúsamarkað Sigurður Sigurðsson Sigurður Sigurðsson »Heilsufarsávinning- urinn af að halda niðri byggingarkostnaði íbúðarhúsnæðis réttlæt- ir að lengra sé gengið í opinberu utanumhaldi byggingarkostnaðar. Höfundur er B.Sc. M.Phil. byggingarverkfræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.