Morgunblaðið - 21.12.2022, Page 21

Morgunblaðið - 21.12.2022, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022 Á kveðjustund rifjast upp undurl- júfar bernskuminn- ingar af Kleppsveginum þegar vináttubönd voru hnýtt órjúfan- legum böndum, vinátta og tryggð í 65 ár. Þegar tvær ungar fjöl- skyldur, Svava, Andrés og stelp- urnar, foreldrar mínir og ég, fluttu í hálfbyggða blokkina við Kleppsveginn. Lífið var ljúft og í minningunni var alltaf sól og tún- in í Laugarnesinu heiðgul af sól- eyjum. Þarna hófst dýrmæt vin- átta bæði okkar Eddu og líka mömmu og Svövu og fjölskyldna okkar. Stundir með Svövu í gegnum tíðina hafa einkennst af upprifjun frá þessum tíma, stundum svo- litlum prakkaraskap og uppá- tækjum okkar Eddu, fólkinu í blokkinni, barnahjörðinni, ævin- týralegum afmæliskökum sem Svava galdraði fram, fötunum sem hún saumaði á okkur fyrir dansskólann, hvernig ég fylgdist með á hverjum morgni þegar hún fléttaði þykka og síða hárið á Eddu áður en við fórum í skólann og ég fékk stundum kakó á með- an ég beið. Alltaf hefur hún mun- að allt svo miklu betur en við Edda. Svava hafði einstaklega góða nærveru, hún bjó yfir miklu æðruleysi og jákvæðni. Hún var eins og klettur í lífsins ólgusjó, sá ávallt björtu hliðarnar þegar eitt- hvað bjátaði á. Við sögðum oft að þetta væru „Kirkjubæjargenin“ og þegar eitthvað hefur virst flókið þá segjum við gjarnan: „Tökum Svövu á þetta!“ Svava var listræn og mikill fagurkeri. Hún hafði einkar næmt auga fyrir fallegum hlut- um, og á Kleppsveginn var gott að koma í nærandi og skemmti- legt spjall, ekki bara upprifjun á gömlum tímum heldur varðveitti hún ótal muni frá bernskunni sem eru fjársjóður okkar sem þekktum til. Vinátta Svövu og Ellu mömmu minnar var falleg, hún reyndist mömmu mikil stoð á erfiðum tím- um. Þær voru báðar hláturmildar og kátar, áttu ótal stundir saman þar sem þær rifjuðu upp skemmtilegar ferðir, m.a. til Amsterdam með Andrési og seinna þegar þær á níræðisaldri skelltu sér í vinkvennaferð til Kaupmannahafnar. Á níræðis- aldri tóku þær reglulega strætó og hittust á kaffihúsi, spjölluðu í síma oft í viku og þegar ellin fór að hrjá mömmu var Svava henni mikil stoð með sínu æðruleysi og jákvæðni. Aðeins nokkrum dögum fyrir andlát Svövu sátum við að spjalli á Eir, hlógum og rifjuðum upp, Svava alltaf jafn flott með nýlagt hárið, var að æfa sig í að ganga stigana áður en hún færi aftur heim á Kleppsveginn. Örfáum dögum síðar kvaddi hún, svo óvænt finnst mér, trúlega vegna þess að í mínum huga var hún ekki orðin gömul þrátt fyrir árin 95. Mér finnst hún alltaf hafa ver- ið eins, hún hefur fylgst með öll- um mínum afkomendum, við gát- um setið og rætt um lífið og tilveruna um málefni líðandi stundar, framtíðarsýn og við- burði í lífinu. Mér fannst hún gæti verið yngri en ég því hún mundi allt svo miklu betur en ég. Og nú hefur hún kvatt, ég kýs að sjá hana og mömmu hlæjandi með kaffibolla í hendi. – Andrés hefur slegist í hópinn og fylgist Jóhanna Svava Jónsdóttir ✝ Jóhanna Svava Jónsdóttir, Svava, fæddist 19. febrúar 1927. Hún lést 29. nóvember 2022. Útför Svövu fór fram 16. desember 2022. með með sinni hóg- væru og traustu nærveru. Takk fyrir allt, elsku Svava. Æðru- leysi þitt og já- kvæðni mun ég reyna að tileinka mér. Ásta. Mig langar að minnast Jóhönnu Svövu Jóns- dóttur sem var alltaf kölluð Svava. Hún var sannur Vest- mannaeyingur, fædd og uppalin á þeim fagra stað, í einu af hús- unum á Kirkjubæ sem fóru fyrst undir hraun í gosinu 1973. Hjónin Svava og Andrés voru mjög samheldin. Andrés var verkstjóri í Hvalstöðinni í Hval- firði í áratugi. Svava fór á sumrin til Eyja með börnin Jónu, Eddu og Gunnar. Hún dvaldi hjá móður sinni og fjölskyldu á Kirkjubæ. Þau Andrés og Svava buðu mér að koma til Eyja og vera hjá sér verslunarmannahelgina 1965. Það ferðalag er mér enn ofarlega í minni. Gaman að rifja upp hvíta tjaldið með húsgögnunum, að ógleymdum kræsingunum, sem voru í boði fyrir gesti og gang- andi, enda þau mjög gestrisin. Svava réð sig sem bakara í mötuneyti Hvals hf. í Hvalfirði, og starfaði þar í 20 ár, frá 1969- 1989. Þar var hún mætt á nýjan heimavöll og blómstraði á vinnu- staðnum, þar sem hún stjórnaði sinni vinnu. Hún bakaði kaffi- brauð fyrir allt starfsfólkið, sem dásamaði hvern bita. Pönnukök- urnar voru sérgrein Svövu, enda kvisaðist út þegar hún bakaði þær. Bjuggu þau Andrés í bragg- anum sem hann hafði til umráða, Andrésarbragga. Svava undi hag sínum vel í Hvalfirði. Þar kynnt- ist hún mörgu góðu fólki enda laðaði hún að sér unga sem aldna. Jóhann dóttursonur þeirra dvaldi hjá þeim mörg sumur. Þar kynnt- ust börn mín, Solveig og Loftur, Jóhanni vel. Þau léku saman og margt var brallað í þeirri sveit. Svava var mikil hannyrða- kona, síprjónandi eða -heklandi. Hún, móðir mín og fleiri góðar konur í hvalstöðinni hittust oft og mynduðu handavinnukvöld. Það var gaman að fylgjast með og taka þátt í samtölum þeirra og gríni. Ekki má gleyma gönguferðum Svövu og mömmu frá íbúðar- kampinum inn á plan, á björtum sumarkvöldum, þar sem vel var tekið á móti þeim af Andrési eða öðrum góðum starfsmönnum. Svava var hafsjór af skemmti- legum minningum bæði úr Eyj- um og Hvalfirðinum. Hún fylgd- ist mjög vel með því sem var að gerast í samfélaginu þótt árin hafi verið orðin 95. Hún var létt í spori og bjó á 4. hæð í lyftulausri blokk. Þótti henni góð leikfimi að ganga allar þessar hæðir. Svava átti þá ósk heitasta að komast aftur upp í Hvalfjörð og sjá bakarahornið sitt, og stóru Kitchenaid-hrærivélina sem stóð á gólfinu, bakarofnana o.fl. í eld- húsinu sem nú eru orðnir safn- gripir. Ákveðið var að fara 27. ágúst sl., ásamt Eddu og Viðari Mána, sonarsyni þeirra Svövu og Andr- ésar. Kristján bróðir og hluti starfsfólks, sem starfaði þegar Svava var bakari, fögnuðu henni í matsalnum. Dagurinn var notaður til að skoða gamalt og nýtt. Nonni Kalli bauð henni sérstaklega í Andrésarbragga, Gulli bauð í safnið, en þar er að finna mikið safn málverka eftir Andrés. Þessi ferð gladdi Svövu mjög. Þennan dag var eitt besta veður sumars- ins, sól og blíða eins og Svava vildi hafa lífið í kringum sig. Við Kristján bróðir og fjöl- skyldur sendum fjölskyldu Svövu innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæra vinkona. Birna Loftsdóttir. Amma var sú manneskja sem maður fór í heimsókn til og tím- inn bókstaflega hvarf. Ég var varla búinn að heilsa í símann þegar hún spurði að fyrra bragði „ætlarðu að koma?“ Hún var alltaf jafn ánægð þegar maður svaraði játandi og maður var alltaf jafn velkominn. Ég minnist þess þegar ég var með strákana mína sirka sex mánaða og ákvað að kasta aðeins mæðinni eftir að hafa náð þeim í hádegislúr og rölti yfir til ömmu. Stuttu seinna (að mér fannst) hringir barns- móðir mín í mig og spyr mig hvort ég ætli ekki að vera með í kvöldmat. Þá hafði ég gjör- samlega gleymt tímanum og klukkan að slá í sex um kvöld. Þannig var þetta alltaf, tíminn var ekki til staðar hjá henni. Það var alltaf jafn hlýlegt að koma til hennar og maður vissi alltaf hverju maður ætti von á. Ristað brauð, kaffi og kökur og svo sat maður og spjallaði um daginn og veginn. Maður lyfti aldrei fingri. Hún þjónaði manni eins og hún fengi borgað fyrir það og naut þess, þrátt fyrir aldur og endalaus boð um aðstoð frá manni. Þannig var amma. Sjálfstæð fyrirmynd sem lét ekkert stöðva sig. Amma var vinur manns. Öðru- vísi vinur en allir aðrir. Ég tengdi betur við hana heldur en flestalla vini mína. Hennar jákvæðni og skilningur á lífinu bar með sér huglæga ró og maður hugsaði oft: Ef amma getur þetta þá get ég það og orðin sem hún kenndi mér ungum að aldri: „Sá vægir sem vitið hefur meira“ hafa margoft í gegnum lífið gjörbreytt mínum aðstæðum og munu þau gera það alla mína ævi. Ég gæti talað endalaust um dugnaðinn í henni. Búandi í lyftu- lausri blokk á fjórðu hæð, lagning á fimmtudögum, þvottahúsið á mánudögum svo lengi mætti telja hennar föstu liði í hverri viku. Við vorum bæði sammála um að þetta væri það sem hélt henni í því formi sem hún var í. Fyrir mér var amma ódauðleg og hún er það enn í huganum. Ein merkilegasta minningin er síðasta ferðin okkar í Hvalfjörð- inn. Þá minningu mun ég geyma lengi og vel ásamt öllum öðrum minningum um þig, elsku amma mín. Þín er sárt saknað hérna megin í lífinu en ég veit það, þar sem þú trúðir því svo sterkt, að þú ert núna komin í annað líf þar sem afi og allir hinir taka kon- unglega á móti þér og þú munt fleyta þinni visku og þokka og taka á móti okkur hinum þegar við bönkum upp á er við förum hærra. Ég hlakka til að segja strákunum mínum sögurnar af þér og monta mig af þér og þinni lífstíð. Stolt er það sem þú skildir eftir, stolt sem mun seint gleym- ast. Stolt sem þú sýndir þeim frá fyrstu mínútu. Stolt sem þú hefur alltaf sýnt mér. Ég gæti setið hér dögunum saman og skrifað fal- lega um þig en ég læt hér hugann taka yfir og minnist góðu tím- anna og vinka í gluggann þegar ég keyri framhjá. Hljóð nótt, amma mín. Við sjáumst í svefni og föðmumst í næsta landi. Elska þig. Hjálparhönd Mjúkur er lófinn sem silkigarn, styrkur, traustur úr stáli. Fingurnir faðmast við handarbak læstir sem hlið, reisa mig við. Kuldinn er blásinn burt við hvern dag, sólin rís hærra og hærra. Regnið slær púls hins sameinaða takts. Hjálparhönd vinkonu minnar. (Viðar. M.) Þinn Viðar Máni Gunnarsson. um sömu hlutina frá tveimur sjón- arhornum og var spennt fyrir allri nýrri vitneskju sem sýndi þessi tengsl hugmyndaheimanna. Raggý var ekki bara ofur- greind kona heldur líka óvenju- lega vitur og það er örugglega oft einmanalegt. Að sjá eins og auð- veldlega og hún gerði gegnum hismi og hégóma, valdabrölt og skort á mannúð varð oftar en ekki til þess að hún kom inn í aðstæður með ferskum hætti. Hún hafði ekki þörf fyrir að dæma heldur varð það eitt af hennar stærstu áhugamálum að kafa með lestri inn í innstu sálarfylgsni og sjá í öllum aðstæðum hina mannlegu en oft líka breysku töfra. Hún hafði enga þörf fyrir að upphefja sjálfa sig, sýna með tilþrifum yf- irburða skilning sinn innan um fólk eða sanna yfirleitt neitt fyrir neinum. Aldrei sá ég hana í kapp- ræðum eða leika sér að eldi eigin sannfæringarkrafts. Hún hafði í mínum augum svo mikla yfirburði að hún virtist hafa ákveðið að beita þeim aldrei heldur leyfa líf- inu að flæða fram og vera til stað- ar. Raggý var sterk, svo ótrúlega sterk, og því voru langtímaveik- indi hennar eins og þversögn sem var erfitt að meðtaka. Þegar krabbameinið tók sig upp, kvaldi hana og blindaði á meðan engar skýringar fundust, þá var fram á síðasta dag alltaf stutt í svolítið kaldan en líka beittan húmorinn sem hún notaði sleitulaust í gegn- um allt síðasta ár. Við fengum hlátursköst í hvert einasta skipti sem ég fékk að sitja hjá henni á spítalanum og það var ekki ég sem sagði brandarana. Að kveðja sálarsystur sína og sjá á eftir þeim tíma sem við töld- um okkur hafa til að vitkast áfram og njóta saman er mjög sárt. Sárara er þó að vita af þeim glöt- uðu andans auðæfum sem hún hefði svo glöð gefið áfram til fjöl- skyldu, barna og barnabarna. Þegar gegnheilar, góðar og vitrar manneskjur fara alltof snemma úr þessum heimi þá dimmir yfir. En hún myndi ekki vilja að neitt okkar sem elskum hana létum missinn gera annað en að gera okkur ríkari. Ríkari að þakklæti og næmi fyrir gjöfum lífsins og það munum við gera. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég allri fjölskyldunni og þakka um leið fyrir þá vissu að minning minnar elskulegu vin- konu fær að lifa í stóru fjölskyld- unni hennar og að barnabörnin munu fá að kynnast anda hennar og viðhorfum þótt hún sé hér ekki lengur. Og minningin um einstaka konu lifir líka í hjörtum okkar hinna sem þekktum hana og elsk- uðum. Sigfríður Björnsdóttir. Það var sumarið 2001 sem kynni okkar Ragnheiðar Erlu endurnýjuðust þegar hún réðst til kennslu í eðlisfræði að Kvenna- skólanum í Reykjavík. Þar hafði hún verið nemandi 13-15 ára göm- ul á áttunda áratugnum og var þá nemandi minn í raungreinum. Það var sannarlega skemmtilegt að kynnast henni aftur, glaðværri og geislandi af áhuga á viðfangs- efninu og skólanum. Seinna fór hún að kenna efnafræði og varð það aðalstarf hennar við skólann. Þar hófst farsælt samstarf þeirra Ragnheiðar Erlu og Elvu Bjartar Pálsdóttur sem þekktust úr háskólanáminu. Þær urðu brautryðjendur í nýjum kennslu- háttum í efnafræði þar sem mark- miðið var að gera nemendur ábyrga fyrir eigin námsfram- vindu, efla með þeim sjálfstæði í vinnubrögðum og að þeir nýttu vel tíma sinn í skólanum til náms. Töflukennsla var að mestu aflögð og innleidd var ný amerísk efna- fræðibók sem notuð var í öllum áföngum greinarinnar. Ragnheið- ur Erla var í miklum samskiptum við útgefendur og fékk þá til að gera sérstaka útgáfu af bókinni fyrir Ísland. Þar hefur smitandi áhugi hennar og heillandi fram- ganga örugglega haft sitt að segja. Nemendur fengu svo þýdd- an útdrátt hennar úr bókinni til að hafa til hliðsjónar við námið. Þessi breyting á kennsluháttum vakti mikla athygli innan skólans og ut- an og hafði áhrif til breytinga í fleiri fögum. Það vakti athygli mína hve fyrirhafnarlaust kenn- arinn fékk nemendur til verka, þeir mynduðu strax hópa og byrj- uðu að vinna þegar kennslustund- in hófst. Umræður sköpuðust um efnið og samvinnan varð mikil. Þetta varð örugglega góður und- irbúningur undir framhaldsnám og vinnu. Skólanum nýttist svo þessi hugmyndafræði vel síðar þegar farið var að mæla vinnu- framlag nemenda í námi sínu til nýrra námseininga. Í starfsmannahópnum var Ragnheiður Erla glaðvær og skemmtilegur félagi sem hafði leiftrandi frásagnargáfu og smit- andi hlátur. Áhugamálin voru mörg, m.a. laxveiði en þó fyrst og fremst fjölskyldan hennar sem var alltaf í fyrirrúmi. Ragnheiður Erla kveður nú allt of snemma eftir mjög erfiða bar- áttu við sjúkdóm sem illa gekk að greina og fást við. Sorg og sökn- uður sækir að. Hún verður mér ógleymanleg. Ég votta Gústafi og fjölskyldunni allri innilega samúð. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir. Það er eitthvað svo óraunveru- legt að hún Raggý okkar sé farin. Þessi stóri karakter með brosið sitt sem alltaf lýsti upp umhverfið hvar sem hún kom. Að vinna með Raggý var alltaf gaman og í raun einstaklega auð- velt. Samvinnan var einhvern veginn átakalaus og allir hjálpuð- ust að við að láta hlutina ganga upp. En Raggý var ekki bara vinnu- félagi. Hún var góður og traustur vinur. Til hennar var alltaf hægt að leita þó ekki væri til annars en að fá stórt knús, sem hún var óspör á. Hún skilur eftir sig stór spor í efnafræðideild Kvennaskólans, ekki bara með allri þeirri vinnu sem hún hefur lagt á sig við þróun breyttra kennsluhátta og ein- stakra áfanga, heldur líka í hjört- um allra með þeirri alúð og hlýju sem hún lagði í kennsluna og sam- skipti við bæði nemendur og sam- starfsfólk. Raggý skildi eftir sig ótal góðar minningar sem munu lifa. Við vottum fjölskyldu Raggýj- ar okkar innilegustu samúð. Elva og Sigurður (Siggi). Hún Raggý var stór á svo margan hátt, ekki bara að hún væri hávaxin heldur var hún líka hugumstór og hafði stórt hjarta þar sem var rúm fyrir svo ótal marga, fjölskyldu, vini, sam- starfsfólk og nemendur. Hún var alltaf í góðu skapi, það geislaði frá henni jákvæð orka þó stundum gustaði um hana þar sem hún gekk um Kvennó í leðurstígvélun- um. Einörð og drífandi. Allir hennar góðu eiginleikar nýttust henni sem kennari og við nutum þess sem störfuðum með henni. Hún dreif í hlutunum en þó var aldrei fljótaskrift á verkunum. „Sofum á þessu“, var oft viðkvæð- ið þegar verið var að semja náms- efni eða próf, og oftar en ekki kom það sér vel að líta aftur yfir, skil- aði betri útkomu. Hún skilaði líka góðu dagsverki í öllu sínu, var til í að prófa nýja hluti og framsækin. Það var erfitt að fylgjast með henni missa heilsuna þetta síðasta ár, þegar litla hjálp var að fá og fátt um svör. Og nú hefur hún ver- ið hrifsuð frá fjölskyldu og vinum svo sviplega. Hennar verður saknað meira en orð fá lýst. Í morgun sastu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veist nú í kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna (Hannes Pétursson) Innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina sem hafa misst eina af okkar allra bestu mann- eskjum. Ásdís Ingólfsdóttir. Elsku Raggý okkar hefur kvatt eftir erfið veikindi og þar með hef- ur stórt skarð verið höggvið í starfsmannahópinn. Raggý var sjálf nemandi í Kvennaskólanum og hóf að kenna efnafræði við skólann árið 2001. Hún var farsæll kennari, hlý, fagleg, atorkusöm og hafði frumkvæði, ásamt sínu góða samstarfsfólki, að nýjungum og breytingum í faginu og gerð kennsluefnis. Það sem einkenndi hana var mikil glaðværð sem smit- aði út frá sér í hóp starfsfólks og nemenda. Hún hafði einstaklega góða nærveru og sá svo oft björtu og jákvæðu hliðarnar á öllu og öll- um. Raggý var sólargeisli og í minningunni alltaf brosandi eða hlæjandi. Við í Kvennaskólanum erum þakklát fyrir samstarfið, sam- fylgdina og yndisleg kynni og munum sakna Raggýjar sárt. Við samstarfsfólk hennar sendum fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Ásdís Arnalds, Björk Þorgeirsdóttir og Guðný Rún Sigurðardóttir. Við skólasetningu Kvennaskól- ans í Reykjavík haustið 1975 voru mættar til leiks frískar stelpur alls staðar að, til að hefja nám við skól- ann. Nemendur voru eingöngu stúlkur og árgangurinn var einn af þeim síðustu sem stunduðu nám á gagnfræðastigi í Kvennó. Sumar þekktu enga, aðrar áttu vinkonu sem varð þeim samferða í skólann en allar horfðu þær for- vitnar hver á aðra. Raggý var full- orðinslegri en margar okkar, há- vaxin, smart, örugg með sig, átti háhæluð stígvél, tók þátt í tísku- sýningum og var alvöru skvísa. Hún hafði svo mikla útgeislun, var hress, skemmtileg, klár og með hárbeittan húmor. Árin í Kvennó liðu hratt. Eftir útskrift fórum við hver í sína átt- ina óþreyjufullar að takast á við lífið og áskoranir þess. Snemma var ljóst að Raggý setti fjölskyld- una og áhugamál henni tengd í forgang; það breyttist aldrei og alltaf bættist í hennar stóra hóp. Um þrítugt tókum við upp þráðinn að nýju, endurnýjuðum vinkon- uböndin, Sprækar skyldum við vera og samverustundirnar áttu að snúast um upplifun og ævin- týri. Í gegnum árin höfum við brall- að ýmislegt, fylgst hver með ann- arri á lífsins vegferð, glaðst, grát- ið, hlegið og rökrætt saman. Það er margs að minnast, ferðir og fjör innan lands sem utan. Eftirminni- lega hellaferðin á Lyngdalsheið- inni þegar Raggý tók sig til og söng í okkur kjark þegar margar voru að gefast upp vegna yfir- þyrmandi innilokunarkenndar, ævintýraferð í Baskalandi, Grikk- landsferð, sumarbústaðaferðir eða bara misrólegir göngutúrar með spjalli. Við þökkum fyrir að hafa fengið að verða samferða Raggý og notið vináttu hennar, það er okkur ómetanlegt og minningarnar góð- ar. Við vottum Gústa og fjölskyld- unni allri samúð og biðjum um styrk þeim til handa til að takast á við hið stóra skarð sem Raggý skilur eftir sig. Minning hennar mun lifa áfram í hjörtum okkar Sprækra. Aðalbjörg (Alla), Anna, Bergljót (Beggó), Guðlaug (Gulla), Katrín (Kata), Rúna, Sigríður (Sigga), Sigrún, Sigrún T., Þórlaug (Þolla), Þóra og Þórrún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.