Morgunblaðið - 21.12.2022, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022
DÆGRADVÖL24
• Olíulitir
• Akrýllitir
• Vatnslitir
• Trélitir
• Trönur
• Blindrammar
• Strigi
• Penslar
• Spreybrúsar
• Teikniborð
• Gjafasett
• Teikniborð
• Ljósaborð
• Skissubækur
... og margt fleira
Þess vegna leggjum við mikinn
metnað í myndlistarvörurnar okkar.
Listin er eilíf
SLIPPFÉLAGIÐ
Fellsmúla 26 og Skútuvogi 2,
Reykjavík, S: 588 8000
Dalshrauni 11, Hafnarfirði, S: 588 8000
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720
Austurvegi 58, Selfossi, S: 482 1250
Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760
Opið: 8-18 virka daga / 10-14 laugardaga
slippfelagid.is
Demantsbrúðkaup
Stjörnuspá
21.mars - 19. apríl A
HrúturÞú nálgast viðfangsefni þín af mikilli
sannfæringu: það gerir þig fram úr hófi
verndandi. Fólk tekur eftir því hvað þú sendir
frá þér sterka strauma.
20. apríl - 20.maí B
Naut Ígrundaðu á hvern máta þú getur bætt
heilsuna í dag.Vertu þolinmóður og leyfðu
hlutunum að taka á sig mynd áður en þú
hleypur til og grípur til aðgerða.
21.maí - 20. júní C
TvíburarÞað væri góð hugmynd að slípa til
vinnuaðferðir þínar.Kynntu þér aðstæður og
vertu við öllu búinn.Þú átt einstaklega gott
með að gera þig skiljanlegan núna.
21. júní - 22. júlí D
KrabbiÞað er áskorun að halda væntingum
þínum innan ramma raunsæis.Drífðu þig nú
á fyrirlestur eða eitthvað sem vekur áhuga
þinn og þú munt uppskera ríkulega í nýjum
hugmyndum.
23. júlí - 22. ágúst E
LjónÞað skiptir óhemju miklu máli nú til dags
að öll skilaboð séu stutt og skýr og svari þeim
spurningum sem upp kunna að koma.Hafn-
aðu neikvæðni og finndu orkuna magnast.
23. ágúst - 22. september F
MeyjaÞað er stórskemmtilegt að horfa á
hlutina með augum barnsins.Ólíkir kraftar
mynda nokkuð fallegt er þeir koma saman.
23. september - 22. október G
VogÞetta getur orðið mjög góður dagur.
Frelsi þitt og sjálfstæði til eigin verka er í góðu
jafnvægi.Að hitta nýtt fólk laðar það besta
fram í þér.
23. október - 21. nóvember H
SporðdrekiÁður en draumsýn verður að
veruleika verður þú að freista gæfunnar.
Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á
hlutunum og það ber líka að virða.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Fólkið sem þú rekst á virðist tala
bara til að geta hlustað á sjálft sig og reynir
sífellt að sýnast betri en náunginn.Gættu
orða þinna ef þú verður spurður álits.
22. desember - 19. janúar J
SteingeitÞú getur bætt umhverfi þitt og
samband við aðra úr fjölskyldunni á fjölmarga
vegu. Innri stöðugleiki er grundvallarþáttur
þess að fá sem mest út úr deginum.
20. janúar - 18. febrúar K
VatnsberiÞú átt skilið að hvíla þig eftir góða
vinnutörn.Hugsaðu þig vandlega um þegar
kemur að fjárútlátum og mundu að græddur
er geymdur eyrir.
19. febrúar - 20.mars L
Fiskar Eitthvað það kann að gerast sem
kemur þér verulega á óvart. Þú ert óvenju
orkumikill í dag og kemur ótrúlega miklu í
verk á stuttum tíma.
Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur – 40 ára
Rosamargt á teikniborðinu
A
rndís Þórarinsdóttir
er fædd 21. desember
1982 í Reykjavík og
ólst upp í Vestur-
bænum. „Ég átti
mjög hamingjurík bernskuár.
Báðir foreldrar mínir ólust einnig
upp í vesturbæ Reykjavíkur, svo
ræturnar eru mjög djúpar í þeim
borgarhluta.“
Arndís var í Ísaksskóla,
Melaskóla og Hagaskóla og tók
svo stúdentspróf af fornmála-
deild Menntaskólans í Reykjavík
árið 2002. Hún lauk BA-prófi í
almennri bókmenntafræði frá
Háskóla Íslands. „Á háskólaárun-
um fóru áhugamálin að skýrast
– ég vann með skóla á Borgar-
bókasafninu og skrifaði leikgerð
upp úr skáldsögu George Orwell,
1984, fyrir Stúdentaleikhúsið
ásamt Þorleifi Erni Arnarsyni og
var aðstoðarleikstjóri hans við
uppfærsluna. Sú reynsla stýrði
því eflaust að framhaldsnám í
leikritun og dramatúrgíu varð
fyrir valinu og árið 2005 fluttum
við hjónin til London, þar sem
eiginmaður minn starfaði sem
forritari hjá stórfyrirtækinu Am-
azon á meðan ég sinnti náminu
við Goldsmith‘s College.
Þegar ég lauk námi og við flutt-
um aftur til Íslands vann ég um
nokkurra mánaða skeið við blaða-
mennsku en þáði fljótlega starf
sem deildarstjóri á Bókasafni
Kópavogs, þar sem ég starfaði
í áratug með yndislegu fólki við
gefandi verkefni.
Arndís gaf út sína fyrstu skáld-
sögu, unglingabókina Játningar
mjólkurfernuskálds, árið 2011.
„Þá var dóttir okkar á þriðja ári
og von var á syninum. Næstu ár
skrifaði ég því hægt, þótt ég lyki
að vísu meistaragráðu í ritlist,
en 2018 kom út bókin Nærbuxna-
verksmiðjan. Útgáfa hennar
markaði upphaf þess að ég helg-
aði mig skrifunum og síðan hafa
komið út níu bækur til viðbótar.“
Eina þeirra, Blokkina á
heimsenda skrifaði Arndís
ásamt Huldu Sigrúnu Bjarna-
dóttur, vinkonu sinni, og sú bók
hlaut bæði Barnabókaverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur og Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin og
hefur nú verið seld til fjögurra
Evrópulanda. Nýjasta bók
Arndísar heitir Kollhnís og kom
út núna í haust og hefur fengið
mjög góðar móttökur, en hún er
tilnefnd til Fjöruverðlaunanna,
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
og hafnaði í öðru sæti í barna-
bókaflokki Bóksalaverðlaunanna.
Mest hefur Arndís skrifað af
barnabókum, en líka ljóðabókina
Innræti, auk þess að hafa skrifað
smásögur og greinar í tímarit.
„Það er rosamargt á teikni-
borðinu en ég veit ekki enn
hvað af því verður fyrst til að
klekjast út. Mig langar að vinna
meira með Huldu, það er búið
að vera rosagaman að fylgjast
með viðtökunum á bókinni okkar
í útlöndum. Það kyndir undir
lönguninni til að halda áfram að
vinna saman. Ég er alltaf að fikta
við ljóðagerð en það gerist hægt
og ég veit ekki hvenær næsta bók
kemur, þegar ég er búin að safna
í næsta einnar bóka skammt. Mér
finnst gaman að skrifa ólíka texta
og bækur mínar eru ólíkar. Mig
langar líka að skrifa skáldsögu
fyrir fullorðna en svo verður að
sjá til hvað af þessu nær fullum
þroska fyrst.“
Arndís segir að áhugamál
hennar séu alltof fyrirsjáanleg.
„Þau eru bókmenntir og lestur;
blekpennar, fallegar stílabækur
og límmiðar. Það eru allir með
ritfangablæti í þessum bransa.
Þegar ég var yngri þótti mér
ansi súrt að eiga afmæli svona
seint á árinu en það hefur vanist
vel og mér þykir mjög vænt um
sólstöðuafmælisdaginn minn. Það
er alltaf bjartara fram undan á
afmælinu mínu. Ég naut þess líka
að Guðmundur móðurafi minn
er fæddur á jóladag 1924 – hann
verður níutíu og átta ára á sunnu-
daginn – og því var heilmikil
Fjölskyldan Freydís, Haukur, Þórarinn og Arndís á svölunum heima í Safamýrinni síðastliðinn sunnudag.
Ljósmynd/Kristín Viðarsdóttir
Í HöfðaArndís og Hulda taka við Barnabókaverðlaunum Guðrúnar Helga-
dóttur úr hendi Dags B. Eggertssonar árið 2020.
Hjónin Anna
Björk Guð-
björnsdóttir
og Almar
Grímsson
fagna 60 ára
brúðkaupsaf-
mæli. Þau voru
gefin saman 21.
desember 1962
af sr. Óskari
Þorlákssyni.
Fyrst bjuggu
þau í Dan-
mörku en fluttu
til Hafnar-
fjarðar 1965
að loknu námi.
Almar starfaði
í apótekum
en hóf starf
í heilbrigðis-
ráðuneytinu
1971 og hjá
WHO 1979. Kom þá aftur heim og varð fulltrúi Íslands og Norðurlanda
í stjórn WHO 1983-86 og síðan apótekari í Hafnarfjarðar Apóteki. Anna
Björk er jógakennari. Hún var ritari hjá tryggingafélagi í Danmörku á
námsárunum og síðar hjá landlækni og á Landspítala en meðan Almar
rak apótekið starfaði hún þar.
Almar er mikil félagsvera, var m.a. formaður Lyfjafræðingafélags
Íslands og virkur í alþjóðasamstarfi og átti sæti í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar 2006-10. Hann var formaður Krabbameinsfélags Íslands, fékk
gullmerki þess og var sæmdur fálkaorðunni 1991 fyrir störf sín að heil-
brigðismálum.
Almar hóf 1997 störf að samskiptum Íslands við íslensk ættað fólk í
Vesturheimi og hafði forgöngu um stofnun ungmennaverkefnis (Snorra-
verkefnið). Þau hjónin hafa unnið samhent við að styrkja böndin við
Vesturheim.
Anna Björk og Almar eiga 3 börn: Önnu Birnu prófessor í lyfjafræði við
Hafnarháskóla, Örn lífefnafræðing í Boston og Steinar mannfræðing sem
býr og starfar í Hafnarfirði. Barnabörnin eru 4 og barnabarnabörnin 2.