Morgunblaðið - 21.12.2022, Side 27

Morgunblaðið - 21.12.2022, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022 „ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tekur þátt í alþjóðlega mótinu Pinatar Cup sem haldið verður á Spáni dagana 13. til 21. febrúar. Um fjögurra liða mót er að ræða en Ísland leikur þar við Skotland,Wales og Filippseyjar. Það verður í fyrsta skipti sem Ísland mætir Filippseyjum í A-landsleik kvenna en það er eina þjóðin af þessum fjórum sem verður með í lokakeppni heimsmeistara- mótsins næsta sumar. Þá hefur Ísland aðeins einu sinni mættWales en það var vináttuleikur árið 1993 sem Ísland vann 1:0 og Jónína Víglundsdóttir skoraði sigurmarkið. „Ómar Ingi Magnússon og Sandra Erlingsdóttir voru besta hand- knattleiksfólk Íslands á árinu 2022, að mati Handknattleikssambands Íslands. Ómar hefur verið einn besti leikmaður heims undanfarna mánuði og Sandra hefur gert fína hluti í Þýska- landi, eftir að hafa náð mjög góðum árangri í Danmörku. Ómar var kjörinn íþróttamaður ársins á síðasta ári. „Enska knattspyrnufélagið Manche- ster United hefur framlengt samninga þeirraMarcus Rashford, Luke Shaw, Diogo Dalot og Fred og eru þeir nú allir samningsbundnir út tímabilið 2023/24. Voru þeir allir með klásúlu í samningum sínum, sem gerði félaginu kleift að framlengja samningana. Spænski markvörðurinn David De Gea er með svipaða klásúlu, en félagið ákvað að framlengja ekki við hann að þessu sinni. „Enska knattspyrnufélagið Wolver- hamptonWanderers hefur samið við Atlético Madrid um kaup á brasilíska framherjanumMatheus Cunha. Úlfarnir fá hann lánaðan til vorsins og hafa síðan kauprétt á framherjanum fyrir 34 milljónir punda. „Brasilíski knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho vill yfirgefa enska knattspyrnufélagið Aston Villa og snúa aftur heim til Brasilíu. Coutinho kom fyrst til Aston Villa að láni á miðri síð- ustu leiktíð, sló í gegn og gerði í kjöl- farið fjögurra ára samning við félagið. Ekki hefur gengið sem skyldi síðan, því Coutinho hefur hvorki skorað né lagt upp mark á leiktíðinni til þessa. „Evrópska handknattleikssambandið, EHF, valdi í gær þá þrjá reynslubolta sem hafa skarað fram úr í Evrópudeild karla í handbolta á leiktíðinni. Ámeðal þeirra er landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson, sem hefur leikið vel með Val í keppninni til þessa. Valur er í fjórða sæti B-riðils í keppninni með fimm stig eftir sex leiki og á fína möguleika á að fara áfram í 16-liða úrslit. „Hann er leiðtogi í mjög ungu Valsliði og hefur skilað mikilvæg- um stigum fyrir sitt lið og átt sinn þátt í að íslenska liðið á enn möguleika á að fara áfram,“ segir m.a. í umfjöllun sambandsins um Björgvin. Hefja titilvörnina á nágrannaslag Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja titilvörnina í Bestu deild karla í fótbolta næsta vor með heimaleik gegn nágrönnum sínum í HK. Deildin byrjar átta dögum fyrr en nokkru sinni áður, eða mánudaginn 10. apríl. Þá mætast einnig KA – KR, Valur – ÍBV, Fylkir – Keflavík, Stjarnan – Víkingur og Fram – FH. Mótinu lýkur þremur vikum fyrr en í ár en viðbótarumferðirnar fimm í lokin verða leiknar frá 17. septem- ber til 7. október. Morgunblaðið/Eggert Kópavogur Breiðablik og HK mæt- ast í fyrstu umferð um páskana. Valur og Blikar í fyrstu umferð Besta deild kvenna í fótbolta 2023 hefst á sannkölluðum stórleik því Íslands- og bikarmeistarar Vals fá Breiðablik í heimsókn í fyrsta leik deildarinnar í vor. Liðin eiga að mætast á Hlíðarenda þriðju- dagskvöldið 25. apríl en sólar- hring síðar mætast Stjarnan – Þór/KA, ÍBV – Selfoss, Tindastóll – Keflavík og Þróttur R. – FH. Leikið er eftir nýju fyrirkomulagi en eftir 18 umferðir leika sex efstu liðin innbyrðis einfalda um- ferð og einnig fjögur neðstu liðin. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hlíðarendi Valskonur taka á móti Breiðabliki í fyrsta leik mótsins. Verið rússíbanareið lBjarki Már sáttur við fyrstumánuðina hjá stórliði VeszprémlPressan gríðar- leglKrísufundur eftir fyrsta tapiðlGott andrúmsloft í landsliðinu fyrir HM „Þeir hafa verið góðir,“ sagði Bjarki Már Elísson, landsliðs- maður í handbolta, í samtali við Morgunblaðið um fyrstu mánuðina hjá ungverska stórliðinu Veszprém. Bjarki gekk í raðir ungversku meistaranna frá Lemgo í Þýskalandi fyrir tímabilið. Bjarki hefur undanfarin ár verið einn besti vinstri hornamaður þýsku 1. deildarinnar og var hann lang- markahæsti leikmaður Lemgo í deildinni, öll þrjú tímabilin sín hjá félaginu. „Þetta hefur verið upp og niður, því ég meiddist í öxlinni fljótlega eftir að ég fór af stað. Ég kom svo til baka og síðan þá hefur þetta gengið allt í lagi, en ekkert frábærlega hjá mér persónulega. Liðinu gekk samt mjög vel. Ég náði mér svo betur á strik síðustu leikina fyrir frí. Þetta er búið að vera rússíbanareið. Ég held ég geti samt litið sáttur til baka þessa fyrstu sex mánuði. Maður er samt ekkert að velta þessu of mikið fyr- ir sér. Það er bara áfram veginn,“ sagði Bjarki. Hann er búinn að ná sér góðum af axlarmeiðslunum, sem voru sem betur fer í vinstri öxl, en Bjarki er rétthentur. „Þetta var vinstri öxlin. Ég þarf ekkert mikið á henni að halda. Hún er bara rétt svo til að ég geti hlaupið.“ Að venjast nýrri menningu Hann viðurkenndi að það tæki sinn tíma að aðlagast lífinu í nýju landi, en Veszprém er rúma 100 kílómetra suðvestur af höfuð- borginni Búdapest. Lífið þar er öðruvísi en Bjarki er vanur. „Maður er að aðlagast nýju landi. Það er margt nýtt, bæði fyrir mig og fjölskylduna. Menn- ingin er önnur og svo er maður alveg mállaus þarna. Það eru ekki margir sem tala ensku í bænum í Veszprém, það er meira um það í Búdapest. Það er mikill munur á þessu. Ég er svo með stelpu sem er í skóla og þetta er svolítið ann- að. Við vorum búin að vera í níu ár í Þýskalandi og maður þekkti það út og inn. Maður er að sjá fullt af nýjum hlutum hér og við erum enn að venjast þessu,“ útskýrði Bjarki. Hann viðurkenndi að hann skilji lítið sem ekkert í ungverskunni, sem er talin mjög flókin fyrir þá sem tala ekki málið. „Það gengur bara ekki neitt, enda er ég varla að reyna. Ég, konan mín og nokkr- ir aðrir úr liðinu förum einu sinni í viku að læra en það er bara upp á gamanið. Við erum ekkert að fara að læra þetta held ég, ég held það sé ekki hægt. Kannski ef maður er búinn að búa hérna í svona fimm ár. Maður verður bara að hitta á einhvern út í búð eða vera með Google Translate opið. Maður reddar sér einhvern veginn.“ Lifa fyrir Meistaradeildina Mikil pressa fylgir því að spila með Veszprém. Hvert tapað stig í deildinni jaðrar við stórslys og þá á liðið að ná mjög langt í Meistaradeildinni. Veszprém er sem stendur á toppi ungversku 1. deildarinnar, með fullt hús stiga eftir 13 leiki. Þá er liðið í öðru sæti A-riðils í Meistaradeildinni með 16 stig eftir tíu leiki, jafnmörg stig og topplið París SG. „Pressan er gríðarleg. Það er lögð sérstaklega mikil áhersla á Meistaradeildina. Leikirnir í deildinni eru þannig að við klárum þá flesta nokkuð auðveldlega. Það eru hörkuleikir á móti Szeged, en svo eru eitt eða tvö önnur lið sem veita okkur ágætissamkeppni. Annars eigum við bara að vinna. Meistaradeildin er sú keppni sem skiptir öllu máli fyrir klúbb- inn. Þeir lifa fyrir þá keppni. Það var búið að ganga rosalega vel, þangað til við töpuðum fyrsta leiknum um daginn. Eftir hann var krísufundur inni í klefa og það er enginn sáttur fyrr en maður er bú- inn að vinna næsta leik í Meistara- deildinni. Það er dálítið erfitt að lýsa þessu, en maður finnur þessa miklu pressu þegar maður er í kringum liðið og alla í kringum klúbbinn. Það er partur af þessu. Svona á þetta að vera í bestu klúbbunum,“ sagði Bjarki en eina tap liðsins til þessa í Meistara- deildinni kom gegn króatíska liðinu Zagreb á útivelli. Fær mun færri færi Bjarki hefur þó enn ekki lent í ósáttum stuðningsmanni úti á götu. „Ég hef allavega ekki lent í svoleiðis, þótt við eigum alveg tryllta stuðningsmenn. Flestir sem ég hitti á hafa verið mjög vingjarn- legir. Það gæti vel verið að ég lendi einhvern tímann í því að það verði öskrað á mig á götunni, en þá skil ég þá ekki hvort eð er,“ sagði hann léttur í bragði. Bjarki skoraði yfir 200 mörk í þýsku 1. deildinni öll þrjú tímabilin sem hann var hjá Lemgo. Þar lék hann flesta leiki frá upphafi til enda og fékk nóg af færum, sem hann nýtti yfirleitt vel. Minna fer fyrir honum hjá Veszprém, sérstaklega í Meistaradeildinni, þar sem liðið sækir mikið á miðja vörnina og á línuna og fer boltinn oft lítið í hornin. „Þetta er kannski ekki öðruvísi handbolti en ég er vanur, en þetta er öðruvísi handbolti en ég var að spila hjá Lemgo. Kannski eru ein- hverjir þjálfaralúðar sem myndu kalla þetta kjaftæði hjá mér, en ég kalla þetta spænskan handbolta hjá Veszprém. Það er mikið um klippingar og mikið leitað inn á miðjuna og á línu. Línumennirnir eru með fullt af skotum í hverj- um leik, en svo fáum við horna- mennirnir ekki að skjóta mikið,“ sagði Bjarki. Hann spilar oftast einn hálfleik í hverjum leik, á móti króatíska landsliðsmanninum Manuel Strlek. „Við erum svo að skipta spil- tímanum, þar sem við erum tveir í hægra horni og tveir í vinstra horni. Við spilum allir 30 mínútur í leik. Á þessum 30 mínútum fæ ég stundum bara eitt færi, sérstak- lega í Meistaradeildinni. Ég fæ fleiri færi í deildarleikjunum. Mað- ur þurfti smá tíma til að venjast því, en maður gerir það sem þarf til að vinna, til þess fór maður í þetta lið,“ sagði Bjarki. Hann segir samkeppnina við Strlek holla. „Við erum góðir félagar. Það er ekkert illt okkar á milli og við vitum hvernig staðan er. Við aðstoðum hvor annan, það er allavega þannig frá minni hlið. Svo fer hann kannski heim og segir við konuna sína að ég sé fáviti,“ sagði Bjarki kíminn, en bætti síðan aftur við að samstarfið hefði gengið vel. Síðasta stórmót gaf von Bæði deildin í Ungverjalandi og Meistaradeildin eru komnar í jólafrí og næstu leikir Bjarka verða í íslensku landsliðstreyjunni. Eftir áramót leikur Ísland tvo vináttuleiki við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu og svo tekur við HM í Svíþjóð og Pól- landi. Bjarki viðurkenndi að hann væri kominn með stórmótafiðring. „Hann er kominn. Ég vonast til að vera í lokahópnum og ef ég verð í honum verð ég mjög spenntur. Það var súrsæt tilfinn- ing eftir síðasta stórmót, en það gaf manni von,“ sagði Bjarki. Hann finnur fyrir því að pressan sé meiri núna á íslenska liðinu en stundum áður, en liðið endaði í sjötta sæti á EM í byrjun árs, þrátt fyrir gríðarlega mörg forföll vegna kórónuveirunnar. „Maður finnur fyrir meiri pressu. Það er fólk sem talar um að við eigum að gera þetta og hitt, en mér er alveg sama. Það sem skiptir máli er hvað við í hópnum viljum og ætlum okkur. Ég finn það hjá öllum sem ég hitti í hópnum að við vitum hvað við viljum og hvað við ætlum okkur. Maður finnur að hópurinn er að fara í sömu átt. Þá myndast gott andrúmsloft og það er gott að vera í þannig umhverfi. Það mun vonandi hjálpa liðinu mikið næstu ár,“ sagði Bjarki Már Elísson. UNGVERJALAND Jóhann Ingi Hafþórsso johanningi@mbl.is n Ljósmynd/Veszprém Fleygiferð Bjarki Már Elísson er enn að venjast nýju liði í nýju landi en lítur sáttur á til baka á fyrstu sex mánuðina hjá Veszprém í Unverjalandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.