Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
Hafaþróað sjálfvirka vörngegnstrandi
K
veikjan að hugmyndinni
sem síðar varð Strandvari
var þegar fréttist að nýr
bátur, Jónína Brynja, hefði
strandað við Straumnes 25. nóv-
ember 2012, útskýrir Níels Adolf
Guðmundsson sem er einn þriggja
sem standa að baki tækinu. „[Í
umfjöllun um Jónínu Brynju] var
viðtal við Jón Arilíus Ingólfsson,
forstöðumann Rannsóknarnefndar
sjóslysa, þar sem kom fram að 27
bátar hefðu strandað á Íslandi frá
aldamótum vegna þess að stjórn-
endur sváfu á verðinum. Hann
sagði að menn virtust ekki virkja
viðvörunarbúnað sem þó væri í
leiðsögutækjum og dýptarmælum.
Þá kom þessi hugmynd um að
það þyrfti að athuga hvort hægt
væri að búa til eitthvert tæki eða
verkfæri fyrir sjómenn, sem gæti
komið í veg fyrir að þeir sigldu
upp í land þrátt fyrir að vera með
öll sín flottu siglingatæki um borð.
Siglingatækin hafa mörg hver verið
of flókin til notkunar og þá varð
lausnin að búa til tæki sem myndi
nýtast mun betur.“
Það er tengdafaðir Níelsar,
Hörður Þór Benediktsson, sem
er aðalhönnuðurinn á bak við
Strandvara. Sjálfur kveðst Níels
aðeins hafa aðstoðað við verkið
ásamt mági sínum, Þórarni Heiðari
Harðarsyni, en Hörður og Þórar-
inn eru rafmagnsverkfræðingar.
Hörður starfaði lengi fyrir Lands-
virkjun og Landsnet þar sem
hann hannaði rafeindabúnað fyrir
virkjanir og forritaði stjórntölvu
þeirra, en Þórarinn Heiðar starfar
við vöruþróun fyrir Össur. Sjálfur
starfar Níels hjá Iceland Seafood.
„Þeir [feðgarnir] hafa verið saman
í vélbúnaðinum og Hörður meira í
hugbúnaðinum. Ég hef sinnt því að
kynna tækið og hvetja menn til að
prófa það,“ útskýrir Níels.
Vel tekið
Þó svo að þríeykið hafi ekki átt
langa sjósókn að baki eru þeir
bundnir hafinu órjúfanlegum bönd-
um, enda ættaðir af Vestfjörðum.
„Ég ólst upp við sjávarsíðuna á Ísa-
firði, en báðir foreldrar mínir eru
frá Aðalvík,“ segir Hörður. Hann
segist hafa farið á sjó en viðurkenn-
ir að sjómannsferillinn hafi þó ekki
verið langur. „Pabbi átti trillu og ég
var oft á sjó með honum. Síðan var
ég tvö sumur á skaki á stærri bát-
um. Það var fyrir daga rafmagns-
rúlla, en við notuðum handsnúnar
handfærarúllur.“
Níels segir að þeir sem stunda
krefjandi veiðar á smærri bátum,
t.d. í krókaaflamarkskerfinu, hafi
verið helsti markhópurinn þegar
hugmyndin að Strandvara var í
mótun. „Þeir róa svo stíft – túrarn-
ir eru langir og mikil vinna þannig
að þeir geta verið þreyttir. Núna
síðustu mánuði hafa fleiri sýnt
þessu áhuga og við sjáum fram á að
þetta gæti einnig hentað vel fyrir
smærri togara.“ Salan hefur gengið
mjög vel að sögn hans, en fyrsta
tækið var selt í byrjun árs.
Þrátt fyrir að hafa fyrst farið í
sölu á þessu ári hefur það margra
ára notkun að baki en prófanir
hafa farið fram um langt skeið. „Við
fengum – þegar leið á þróunina
– að setja tæki um borð í bát hjá
Jakobi Valgeiri og það er búið að
vera í prófunum þar í mörg ár. Svo
höfum við fengið Gylfa í Grímsey
til að setja tæki í bát hjá sér og svo
á seinni stigum settum við tæki í
Háey hjá GPG.“
Forðast áreiti
Grundvallaratriði í öllum ör-
yggisbúnaði er að hann sé þannig
hannaður að hann valdi ekki óþarfa
ergelsi hjá notendum, sé einfaldur
í notkun og veiti þær upplýsingar
sem ætlað er. „Við höf l t
áherslu á að vera lau
falska viðvörun,“ seg
og rifjar upp að það
farið í taugarnar á m
þegar vökustaurnum
komið fyrir á sínum t
en þá kom ávallt mer
ef ekki var hreyfing í
brúnni. „Við vildum
að þetta yrði ekki
stöðugt áreiti. Ef
Strandvari yrði
að stöðugu áreiti
myndi tækið
líklega enda í
sjónum,“ segir Níels
og hlær.
„Hugmyndin var a
tæki sem væri alltaf
þess að það þyrfti að stilla
það sérstaklega til að
gefa viðvörun. Tæki
sem til dæmis þekkti
allar hafnir og gæfi
ekki viðvörun þegar
lagt væri að hafnar-
bakka. Og þegar stutt
væri til hafnar, þá væri
viðvörun seinkað,“ út-
kýrir hann. Þá skiluðu
jafnframt samtöl við
Rannsóknarnefnd
sjóslysa mikilvægum
ráðum sem nýttust
við hönnunina. Í kjöl-
farið var einnig unnið
ð því að tækið myndi
innig vara við árekstri
ð aðra báta.
„Jón Bernódusson
eitinn hjá Siglingastofn-
útvegaði okkur líka
styrk óumbeðið, sem var
gífurleg hvatning fyrir okkur. Síðar
sóttum við um styrk hjá Tækniþró-
unarsjóði og fengum 14 milljónir
króna í frumherjastyrk frá þeim.
Við höfum líka fengið fleiri styrki
frá Samgöngustofu,“ segir Hörður.
Þekkir strandlengju Íslands
Níels útskýrir að Strandvari
sé búinn upplýsingum um allar
hættur í nærumhverfi bátsins og
mæli fjarlægð. Komi upp staða sem
gæti skapað hættu gefur tækið
frá sér merki sem á að vekja þann
sem stýrir bátnum eða skipinu eða
vekur athygli á því að eitthvað sé í
uppsiglingu. Tækið er þannig ávallt
á verði án þess að þurfi að stilla
það.
Þá er Strandvari með upplýs-
ingar um alla strandlengjuna,
eyjur og sker og varar við grynn-
ingum, löngu áður en dýptarmælir
skipsins greinir þær. Einnig þekkir
tækið allar hafnir landsins og
gefur ekki viðvörun þegar lagt er
að hafnarbakka, auk þess sem það
þekkir strandlengjuna umhverfis
hafnir og seinkar viðvörun ef stutt
er í höfn. Tækið reiknar út flóð og
fjöru og greinir hvort grynningar
eru fram undan en það er hlaðið
upplýsingum um kletta sem fara á
kaf á flóði og um stórstraumsfjöru.
Þá er tækið einnig með staðsetn-
ingu sjókvía á hreinu. Ekki veitir af
eftir gríðarlegan vöxt fiskeldis hér
á landi. Strandvari sýnir auk þess
AIS-netabaujur á skjánum og rétta
staðsetningu á siglingabaujum.
„Strandvari sækir sjálfkrafa
nýjar uppfærslur, til dæmis um
strandlengju, sjávardýpi, boða og
sker þegar forritið breytist,“ segir
Hörður.
Alveg frá upphafi ferðar til enda-
loka hefur Strandvari hlutverki að
gegna, útskýrir Níels og bendir á
að tækið sé með með gátlista til að
fara yfir áður en lagt er úr höfn.
Enn fremur geymast upplýsingar
um siglinguna í vatnsþéttri einingu
ef óvænt atvik skyldu eiga sér stað,
en tækið sjálft er með töluverða
vatnsheldni.
Morgunblaðið/Eggert
Níels Adolf Guðmundsson, Hörður
Þór Benediktsson og Þórarinn Heiðar
Harðarson.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Mikið álag er á hverri áhöfn sem sinnir veiðum
í krókaaflamarkskerfinu og verða oft slys þegar
skipstjórnandi sofnar eða er annars hugar.
Strandvari er alsjálfvirkt tæki sem ætlað er að koma í veg fyrir strand skipa þegar skipstjórnandi sofnar við stýrið eða er annars
hugar, en fjöldi slysa verður á ári hverju vegna þessa. Tækið hefur vakið töluverða athygli á skömmum tíma og hefur fjöldi þeirra
ratað í báta landsins, þrátt fyrir að salan hafi ekki hafist fyrr en á fyrri hluta þessa árs.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
um ag
sir við
ir Níels
hafi
örgum
var
íma,
ki
ð hanna
á verði án
s
a
e
vi
h
unTækinu er ætlað að auka öryggi sjófarenda og þekkir
alla strandlengju Íslands í minnstu smáatriðum.