Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Nýheildarlögumáhafnir öðlast gildi Þ ó nokkrar breytingar eru gerðar á lögunum sem taka gildi 1. janúar næstkomandi, en er eitthvað sem útgerðir og sjófarendur þurfa sérstaklega að huga að á nýju ári? „Með gildistökunni er verið að sameina og uppfæra eldri lög. Þótt nýju lögin taki gildi um áramótin eru breytingarnar ekki þess eðlis að þær hafi bein áhrif á útgerðir strax 1. janúar. Samgöngustofa tekur vissulega við hlutverki undanþágu- og mönnunar- nefndar og einhverjar undanþágur sem áður þurfti að sækja um eru nú skrifaðar inn í lögin svo ekki mun lengur þurfa að sækja sérstaklega um þær. Þá er skilgreint hvaða skip þurfa matsvein eða bryta, miðað við hversu lengi skipið er úti, en ekki stærð þess líkt og áður var. Einnig eru innleiddar með lögunum stjórnvaldssektir fyrir brot á lögun- um,“ svarar Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Nýjar valdheimildir Undanþágunefnd og mönnunar- nefnd hafa séð um að veita tilteknar undanþágur til starfa um borð í skipum og ákveða frávik frá mönnunarkröfum. Eins og fyrr segir færist þetta hlutverk til Samgöngustofu, en samhliða því er úrlausn brota einfölduð með því að Landhelgisgæslunni verður veitt heimild til að taka ákvarðanir um stjórnvaldssektir. Það kann að hljóma einkennilega að Landhelgis- gæslan hafi ekki haft þessa heimild til að leggja á stjórnvaldssektir fyrir brot á lögum um áhafnir skipa, hvorki á fiskiskipum né farþega- og flutningaskipum. Þórhildur útskýrir að Landhelgis- gæslan hafi þurft að kæra öll mál til lögreglu. „Slíkt ferli hefur verið óþarflega þunglamalegt og dýr umsýsla að einföld brot þurfi alltaf að rata fyrir dóm. Með nýju lögun- um fær Landhelgisgæslan heimild til að sekta aðila fyrir að stjórna skemmtibát án tilskilinna réttinda, fyrir að brjóta reglur um lögskrán- ingu, svo sem að lögskrá rétt og vera með réttar tryggingar áður en siglt er af stað. Þá verður Gæslunni líka heimilt að sekta skipstjóra fyrir að fela öðrum en þeim sem hefur réttindi til þess hlutverk um borð í skipi, til dæmis ábyrgð á siglingavakt í brú. Svo verður heimilt að sekta útgerð ef hún getur ekki framvísað heil- brigðisvottorði fyrir alla skipverja þegar innleiddar hafa verið viðeig- andi heilbrigðiskröfur fyrir allar stöður. Svo mun Landhelgisgæslan geta sektað útgerð eða skipstjóra séu aðrir en lögmætir skírteinishaf- ar ráðnir til starfa sem krefjast skírteina, að ekki sé til skrá yfir skipverja og stöður þeirra um borð í skipinu og að mönnun skipsins sé röng miðað við lög eða ákvörðun um mönnun í tilviki annarra skipa en fiskiskipa.“ Ná einnig til erlendra skipa Nýju lögin gera ráð fyrir að það séu sömu mönnunarkröfur og áður fyrir fiskiskip en „skerpt er á því að það þarf stýrimann í öll skip sem er lengur úti en 14 tíma, enda er hámarksvinnutími sjómanna, sama hvaða stöðu þeir gegna, 14 tímar á sólarhring. Þetta hefur verið í lög- um um langa hríð en ekki allir verið sammála um að það væri nægilega skýrt svo það var skrifað skýrar,“ segir Þórhildur. Nýtt er í lögunum að þau taka jafnt til íslenskra skipa sem og erlendra sjófara sem hafa verið við Íslandsstrendur í 30 daga samfleytt eða 90 daga á ári. Eiga því ákvæði laganna einnig við um áhafnir erlendra þjónustuskipa laxeldis, dýpkunarskipa, dráttarskipa, far- þegabáta og farþegaskipa í útsýnis- og skoðunarferðum. Þórhildur segir þegar til staðar leiðir til að fylgjast með dvalartíma erlendra skipa á innsævi landsins. „Skip tilkynna stöðu sína reglulega til Vaktstöðvar siglinga og skulu al- mennt tilkynna stöðu sína með sjálf- virkum tilkynningarbúnaði. Þannig liggja fyrir rafrænar upplýsingar um skip á íslensku yfirráðasvæði á hverjum tíma. Samgöngustofa mun hafa eftirlit með þessum skipum líkt og almennt gengur og gerist með samstarfi við hafnaryfirvöld, Landhelgisgæsluna og önnur yfir- völd. Eftirlit Landhelgisgæslunnar á hafi úti er svo órjúfanlegur þáttur í þessu eftirliti þar sem líklegast væri að upp kæmist um brot.“ Fiskarar Þórhildur upplýsir að sérstaklega hafi verið gætt að því að orðalag þeirra væri kynhlutlaust, en þó ekki þannig að það nái til tiltekinna hugtaka sem hafa unnið sér til hefðar að vera sérstaklega kynjuð. Frá áramótum verður því í lögunum notað hugtakið „fiskari“ í stað „fiskimanns“ eins og áður var, sem og „útgerð“ í stað „útgerðarmanns“. Spurð hvort lögin séu til þess fallin að ýta undir bætta stöðu jafn- réttismála á sjó, svarar Þórhildur: „Lögin ein og sér tryggja auðvitað ekki fullkominn árangur í jafnréttis- málum á sjó, heldur þarf menningin og umhverfið að fylgja. Það er verk- efni sem þarf stöðugt að þróa í öll- um greinum og nær ekki eingöngu yfir jafnrétti kynjanna heldur bara almennt um gott vinnuumhverfi þar sem virðing er borin fyrir öllu fólki. Orðfæri nýju laganna er lítið en mikilvægt skref í þá átt.“ Ljósmynd/Wikipedia/Cavernia Ný lög um áhafnir skipa ná einnig til erlendra skipa sem notuð eru í atvinnuskyni við Íslandsstrendur, til að mynda sláturskip sem þjónusta fiskeldi. Þórhildur Elínardóttir Ný heildarlög um áhafnir skipa taka gildi um áramótin og eiga þau að skila skýrari regluverki og skilvirkara eftirliti. Þá verður Landhelgisgæsl- unni veitt heimild til að leggja á stjórnvalds- sektir fyrir brot gegn ákvæðum laganna, en slíkt hefur ekki verið heimilt til þessa. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Helstu atriði nýju laganna ⚫ Auk allra íslenskra skipa ná lögin nú einnig til erlendra skipa sem notuð eru í atvinnuskyni á íslensku innsævi í 30 daga samfleytt, eða samtals 90 daga á ársgrundvelli. Það gildir t.a.m. um skírteinakröfur, lágmarksmönnun, vaktstöðu, vinnu- og hvíldartíma og vinnuskilyrði.⚫ Undanþágunefnd og mönnunarnefnd skipa eru lagðar niður og Sam- göngustofa tekur við hlutverki þeirra. Lagaskilyrði, um veitingu á undanþág- um til þeirra sem ekki hafa tilskilin atvinnuréttindi til skip- og vélstjórnar, eru þrengd.⚫Ákvæði um að ávallt skuli vera tveir skipstjórnarmenn með tilskilin réttindi um borð smáskipa sem eru innan við 15 metra þegar útivist þeirra fer yfir 14 klukkustundir er skýrara og þrengra. Þó er gert ráð fyrir að þegar eigandi smáskips er lögskráður sem skipstjóri og smáskipavélavörður og er einn um borð, þurfi ekki stýrimann eða annan smáskipavélavörð þótt útivist fari fram yfir 14 klukkustundir.⚫ Kröfum um að borð séu matsveinar eða brytar er breytt þannig að miðað verður við útivist skips en ekki stærð þess eins og gildandi lög kveða á um.⚫Dregið var úr karllægni í orðfæri laganna. Þannig er orðið „fiskari“ notað í stað „fiskimanns“ og „útgerð“ í stað „útgerðarmanns“.⚫Með lögunum fá Landhelgisgæsla Íslands og Samgöngustofa heimild til að leggja á stjórnvaldssektir fyrir brot á tilteknum ákvæðum laganna og reglum samkvæmt þeim. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Þorgeir Í nafni kynhlutleysis í lagsetningu er í lögum nú stuðst við hugtakið fiskari í stað fiskimaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.