Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022MORGUNBLAÐIÐ 13
Við sendum
landsmönnum öllum
hugheilar jóla-
og nýárskveðjur
með þökk fyrir árið
sem er að líða.
Hvölumhefur fjölgaðört
viðSuðaustur-Grænland
F
ram kemur í vísindagreininni
„A regime shift in the Southeast
Greenland marine ecosystem“,
sem birt var nýlega í vísinda-
tímaritinu Global Change Biology,
að óeðlilega mikill fjöldi hnúfubaka,
langreyða, háhyrninga, grindhvala
og höfrunga hefur verið við strendur
Suðaustur-Grænlands. Bæði er um að
ræða hvalategundir sem ekki hafa áður
sést á þessu svæði og tegundir sem
hafa verið á svæðinu en aldrei í jafn
miklum mæli.
Áætlað er að afrán þessara hvala
sem ratað hafa á þessar slóðir sé um
700 þúsund tonn af fiski og meira en
1,5 milljónir tonna af ljósátu og er talið
að þetta kunni að hafa veruleg áhrif
á fæðukeðjuna og skilyrði annarra
tegunda. Þá segir jafnframt að dregið
hafi úr fjölda náhvala og rostunga við
Suðaustur-Grænland „og er talið að
þessar tegundir hafi orðið fyrir áhrif-
um af búsvæðabreytingum“.
Á sér engin fordæmi
Fjallað er um greinina á vef Haf-
rannsóknastofnunar, en þar segir að
„vistkerfi við Suðaustur-Grænland
einkenndust af miklu magni af rekís en
hafa breyst mikið undanfarin ár og ára-
tugi í átt að tempraðra kerfi með aukn-
um sjávarhita og minni hafís sem nú er
nánast horfinn yfir sumarmánuðina.
[…] Víðtækar breytingar á vistkerfum
eins og þessar kallast „regime shift” á
ensku, og geta verið óafturkræfar þegar
kerfi fara fram fyrir ákveðinn vendi-
punkt (e. tipping point). Þættir eins og
hörfun hafíss geta haft víðtæk áhrif á
vistkerfi á stórum hafsvæðum.“
Þar segir einnig að hvarf hafíssins
við Suðaustur-Grænland „á sér engin
fordæmi undanfarin 200 ár þegar mæl-
ingar á hafís að sumarlagi lágu fyrir á
þessu svæði“. Þá er haft eftir prófessor
Mads Peter Heide-Jørgensen, sem
leiddi rannsóknina, að breytingarnar
sem hafa átt sér stað verði líklega
varanlegar um ókomna framtíð, „nema
hitastig lækki og rek hafíss frá Norð-
ur-Íshafinu aukist aftur. Samkvæmt
nýlegum skýrslum IPCC gera áfram-
haldandi loftslagsbreytingar á 21. öld
þá atburðarás ólíklega.“
Jørgensen starfar hjá Greenland
Institute of Natural Resources í
Danmörku, en rannsóknin var unnin
í samstarfi við fjölda vísindamanna í
Danmörku, Grænlandi, Bandaríkjun-
um og á Íslandi. Tveir sérfræðingar
Hafrannsóknastofnunar lögðu sitt af
mörkum til rannsóknarinnar, Gísli Vík-
ingsson hvalasérfræðingur og Andreas
Macrander hafeðlisfræðingur.
Hnúfubakar eru meðal þeirra
tegunda sem í auknum mæli sjást við
strendur Suðaustur-Grænlands vegna
hækkandi hitastigs og minni hafíss.
Morgunblaðið/SigurðurÆgisson
Hnúfubakar eru meðal þeirra tegunda sem í auknummæli sjást við strendur Suðaustur-
Grænlands vegna hækkandi hitastigs og minni hafíss.
Skortur á hafís og hækk-
andi hitastig sjávar hefur
leitt til stórfenglegra
breytinga í vistkerfinu við
Suðaustur-Grænland og
sést þar nú fjöldi hvala af
ólíkum tegundum, sem
áður voru fáir eða engir á
þessu svæði.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Gengið frá kaupum
Síldarvinnslunnar áVísi
Á fullveldisdaginn gengu kaup Síldarvinnsl-
unnar á Vísi í gegn. Margt bendir til að
Síldarvinnslan muni í auknum mæli beina
bolfiskafla sínum til vinnslu í Grindavík.
Þ
ann 1. desember síðast-
liðinn var endanlega
gengið frá kaupum Síldar-
vinnslunnar hf. á Vísi hf. í
Grindavík. Ákveðið var að kaupa
félagið í júlí en Samkeppnis-
eftirlitið þurfti að taka afstöðu til
kaupanna og samþykkti stofnun-
in kaupin um miðjan nóvember
síðastliðinn.
Nú bíða spennandi verkefni er
snúa að því að samþætta starf-
semi félaganna á sviði bolfisk-
veiða og -vinnslu, er haft eftir
Gunnþóri B. Ingvasyni, forstjóra
Síldarvinnslunnar, í tilkynn-
ingu á vef félagsins. Hann segir
jafnframt ljóst að Vísir sé vel
rekið fyrirtæki og mun það
styrkja Síldarvinnslusamstæð-
una með ótvíræðum hætti.
„Vísir var fjölskyldufyrirtæki
og við erum komin að þeim
tímamótum að horfa til fram-
tíðar með rekstrarformið. Við
teljum að það hafi verið mjög
skynsamlegt að fá hlutabréf í
Síldarvinnslunni í skiptum fyrir
fyrirtækið og taka þannig þátt
í áframhaldandi uppbyggingu
bolfiskhlutans hér í Grindavík,“
segir Pétur Hafsteinn Pálsson,
framkvæmdastjóri Vísis, í til-
kynningunni.
„Það er borin mikil virðing
fyrir Síldarvinnslunni og
menn treysta henni í hvívetna.
Innan Síldarvinnslunnar og í
eigendahópi hennar er að finna
landsliðið í íslenskum sjávar-
útvegi. Þar er mikil reynsla og
þekking. Það er tilhlökkunarefni
að hefja störf innan samstæðu
Síldarvinnslunnar og við lítum
framtíðina björtum augum,“
fullyrðir hann.
Afli til Grindavíkur
Ufsi sem Bergur VE, togari
gerður út af dótturfélagi
Síldarvinnslunnar, landaði í
Vestmannaeyjum 15. nóvember
síðastliðinn, var fyrsti aflinn sem
skipið hefur skilað til vinnslu hjá
Vísi. Gera má ráð fyrir að skip
Síldarvinnslunnar muni í aukn-
um mæli skila afla til vinnslu í
Grindavík, sérstaklega vegna
þess hve skorinn skammtur er af
hráefni um þessar mundir eftir
umfangsmiklar kvótaskerðingar
síðustu ára.
Vísir rekur bæði saltfisk-
vinnslu og frystihús í Grindavík
auk þess að gera út þrjá stóra
línubáta, eitt togskip og tvo
krókaaflamarksbáta. Hjá fyrir-
tækinu starfa um 250 manns, 100
á sjó og 150 í landi. Þá fylgja með
í kaupunum einnig töluverðar
aflaheimildir og hefur Vísir farið
með 5,41% af úthlutuðum kvóta í
þorski, 6,14% í ýsu og 1,73% í ufsa.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is