Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022MORGUNBLAÐIÐ 19
Við óskum landsmönnum
gleðiríkrar hátíðar
og farsældar á nýju ári
Starfsfólk Ísfells
Ánægjameðpróteinverksmiðjuna íNeskaupstað
Í
janúar 2021 kynnti Síldarvinnslan stórfellda
fjárfestingaráætlun er miðaði að uppbyggingu
í Neskaupstað fyrir tæplega fimmmilljarða
króna. Fyrsti liðurinn var að koma upp lítilli
verksmiðju með tvær framleiðslulínur sem
afkasta 190 tonnum hvor og afköst á sólar-
hring því 380 tonn. Litla verksmiðjan er lausn
frá HPP Solutions ehf. (HPP) – sem lengi vel
var dótturfélag Vélsmiðjunnar Héðins, en er
nú sjálfstætt félag. Hún er ein af fjölmörgum
svokölluðum próteinverksmiðjum sem HPP
hefur selt víða um heim.
Fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar
að verksmiðjan sé komin í gagnið og segir
Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverk-
smiðja Síldarvinnslunnar, að fyrst hafi verið
látið reyna á aðra framleiðslulínuna og að það
hafi gengið vel. „Það hefur tekið sinn tíma að
stilla verksmiðjuna en það hefur ekki verið
vandkvæðum bundið. Ljóst er að verksmiðjan
skilar góðum afurðum og fyrstu mælingar vita á
gott. Segja má að allar væntingar hvað varða af-
köst og gæði afurða hafi staðist. Starfsmennirn-
ir eru mjög jákvæðir og þeim finnst gott að
keyra verksmiðjuna, en það skiptir auðvitað
miklu máli.
Til þessa hefur verið unnin síld í verksmiðj-
unni en í desember fáum við kolmunna til
vinnslu og þá er ætlunin að nýta báðar línur
verksmiðjunnar. Þegar fiskiðjuverið er að vinna
passar þessi litla verksmiðja vel til að vinna
afskurð og brottkast frá því. Hingað til hefur
afskurði og brottkasti frá verinu verið safnað
saman og síðan hefur það verið unnið í stóru
verksmiðjunni. Nú þarf hins vegar slík söfnun
ekki að eiga sér stað heldur er hráefnið unnið
strax þegar það er ferskt. Þetta skiptir miklu
máli og hefur að sjálfsögðu áhrif á gæði afurða.
Eins skapar tilkoma litlu verksmiðjunnar mikla
möguleika á sviði orkuhagræðingar. Þá er ljóst
að unnt er að nýta litlu verksmiðjuna til ýmissa
þróunarverkefna og það er ótvíræður kostur.“
Þá segir Hafþór fjölmarga möguleika skapast
með litlu verksmiðjunni og að spennandi verði
að nýta þá í framtíðinni.
Minni orka og minna pláss
Í færslunni er jafnframt haft eftir þeim
Ragnari Sverrissyni, framkvæmdastjóra
HPP, Þórði Elefsen, þjónustustjóra félagsins,
og Gunnari Pálssyni, þróunarstjóra HPP, að
að uppsetningin hafi gengið afar vel og gott
samstarf hafi verið við Síldarvinnsluna. Þá hafi
tekist að leysa á farsælan hátt þau vandamál
sem upp komu. Kveðjast þeir spenntir að sjá
hvernig framleiðslan verður úr mismunandi
hráefni, en eins og fyrr segir var fyrst byrjað á
síld en svo kolmunna nú í desember. Þá er stefnt
að því að loðna verði nýtt þegar sú vertíð hefst
síðar í vetur.
HPP, sem varð síðustu áramót sjálfstætt félag,
hefur selt próteinverksmiðjur sínar í ýmsum út-
færslum til skipaútgerða og fyrirtækja í Banda-
ríkjunum, Þýskalandi, Færeyjum, Englandi,
Finnlandi, Frakklandi, Grænlandi og Noregi.
Útflutningsverðmætin hafa náð að minnsta
kosti sjö milljörðum króna.
Styrkleikar HPP próteinverksmiðjunnar eru
sagðir liggja í því að hún tekur að minnsta kosti
30% minna pláss, er með 30% færri íhlutum og
eyðir 30% minni orku en hefðbundnar fiski-
mjölsverksmiðjur, samkvæmt upplýsingum
HPP. Vinnslugetan getur verið á bilinu 10 til
400 tonn á dag eftir því hver stærð próteinverk-
smiðjunnar er. Verksmiðjan hjá Síldarvinnsl-
unni er sú fyrsta hér á landi.
Leysi aðra þurrkara af hólmi
Þegar byggingu litlu verksmiðjunnar var lokið
hófust að fullum krafti framkvæmdir við stækk-
un „stóru verksmiðjunnar“. Um er að ræða
2.000 fermetra verksmiðjuhús við fiskimjöls-
verksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað,
en samhliða stækkun húsnæðisins hefur einnig
verið unnið að endurbótum á verksmiðjunni.
Þegar framkvæmdum lýkur er ráðgert að fiski-
mjölsverksmiðja félagsins geti afkastað 2.000
tonnum á sólarhring og verður þá heildaraf-
kastageta Síldarvinnslunnar 2.380 tonn á sól-
arhring í Neskaupstað. Áður en framkvæmdir
hófust var afkastagetan um 1.400 tonn.
Þess er getið í færslunni á vef Síldarvinnsl-
unnar að nú sé gert ráð fyrir að nýta stóran
HPP-þurrkara í „stóru verksmiðjuna“. Mun það
vera tilraunaverkefni sem getur skipt sköpum
þegar fram líða stundir. „Ef vel gengur má gera
ráð fyrir að HPP-þurrkarar leysi hefðbundna
þurrkara af hólmi með tímanum,“ er haft eftir
Gunnari Pálssyni, þróunarstjóra HPP.
Miðað við hve mikill orkusparnaður felst í því
að nýta lausnir HPP má búast við að þær verði
eftirsóknarverðari á komandi misserum enda
hefur orkuverð víða um heim verið heldur hátt.
Ekki síður hjá íslenskum vinnslustöðvum sem
þurftu að brenna olíu til að vinna loðnu síðasta
vetur þegar Landsvirkjun gat ekki afhent nægt
rafmagn til stórnotenda.
Ljósmynd/Síldarvinnslan
Framleiðsla í litlu fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er komin á fullt.
„Litla verksmiðjan“ í fiski-
mjölsverksmiðju Síldarvinnsl-
unnar í Neskaupstað er loks
komin á fullt. Þessari einingu
er ætlað að vinna afskurð úr
fiskiðjuverinu og nýtast í þró-
unarverkefnum. Áherslan er
lögð á að framleiða verðmæt-
ari afurðir en hingað til. Verk-
smiðjan er hluti af stórfelldri
fjárfestingu fyrirtækisins í
Neskaupstað.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is