Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Bætaheilsu og líðanog lágmarkaálag S töðugar framfarir hafa átt sér stað í baráttunni við sjúkdóma og sníkjudýr sem herjað geta á eldisfisk og vinnur greinin jafnt og þétt að því að tryggja heilsu fiskanna og skapa þeim sem best skil- yrði til að vaxa og dafna. Vidar Aspehaug er sérfræðingur í heilbrigði eldisfisks og á að baki nærri þriggja áratuga feril í norsku laxeldi. Árið 2005 lauk hann doktorsgráðu í faginu og fjallaði doktors- rannsókn hans um sjúkdóminn blóðþorra (e. infectious salmon anemia). Hann stofnaði jafnframt og rak á sínum tíma rannsóknastof- una PatoGen sem þjónustar í dag laxeldi i Skotlandi, Noregi og Íslandi og er leiðandi á sínu sviði. Félagið seldi hann frá sér fyrir ári síðan og hafði hann í huga að taka sér langt og gott frí þegar kallið barst frá Ice Fish Farm á Íslandi, því vart hafði orðið við blóðþorra í laxeldi fyrirtækisins. Vidar býr enn í Noregi en heimsækir Ísland a.m.k. mánaðarlega til að sinna eftirliti og ráðgjöf og lætur hann vel af stöðu íslensks laxeldis: „Miklar framfarir hafa átt sér stað. Greinin á samt mikið starf óunnið, en á að sama skapi mikið inni,“ segir hann. Gengið hefur ágætlega að koma böndum á blóðþorrann í starfsemi Ice Fish Farm en sjúkdómurinn getur reynst fiskeldisfyrirtækj- um mjög kostnaðarsamur. Greindist blóðþorri í fyrsta skipti á Íslandi á síðasta ári en um er að ræða veirusjúkdóm sem hefur komið upp hjá fiskeldisstöðvum víða um heim. Var fyrsta tilfellið staðfest í Noregi árið 1984 en í Kanada árið 1996 og Skotlandi 1998. Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum í menn en getur valdið miklum afföllum. Krafan er sú að þegar smit greinist sé öllum fiski sem kann að hafa smitast slátrað án tafar. Aðstæður ágætar en hægt að gera betur Í umræðunni um aðstæður til fiskeldis á Íslandi hefur því oft verið haldið fram að skilyrðin við strendur landsins séu betri en víða annars staðar, m.a. vegna þess að lægra hitastig í sjó hjálpi til við að halda óværu í skefjum. Vidar segir að þó þetta eigi almennt við þá glími greinin við ýmsar áskoranir s.s. að bæta megi enn frekar ástand sjógönguseiða og að á Vestfjörðum hafi menn verið að glíma við laxalús. Segir hann að bætt heilsufar fisksins leiði til minni meðhöndlunar hans og meiri gæða afurða. Laxeldi á Austurlandi er laust við laxalús og er mikill kostur að þurfa ekki að meðhöndla laxinn vegna lúsar, enda mannaflsfrekt og kostnaðarsamt, og alltaf hætta á að fiskurinn verði fyrir hnjaski sem mer hold fisksins og veldur sárum. Engar nýjar töfralausnir hafa litið dagsins ljós í baráttunni við laxalúsina. Vidar telur helst hægt að binda vonir við kyn- bætur sem hafa leitt til þess að nýjar kynslóðir eldislaxa þola lúsina betur og þurfa sjaldnar á meðhöndlun að halda. „Á Íslandi ætti áherslan ekki síst að vera á að bæta heilbrigði göngu- seiðanna svo að þau þoli betur sjúkdóma og sníkjudýr,“ útskýrir hann. Spurður hvort það geti hjálpað fiskeldi á Íslandi að hafa t.d. lengra á milli kvía í sjó, og sem mestan aðskilnað á milli eldissvæða til að forða því að smit berist á milli, segir Vidar að oftar en ekki berist sjúkdómar ekki á milli svæða í sjó heldur á landi. „Berast þá örverur á milli kvía, t.d. með búnaði sem færður er á milli staða og samnýttur í fiskeldi á mörgum svæðum. Besta ráðið er að vakta ástand fisks- ins eins vel og kostur er og grípa þá til aðgerða um leið og grunur kviknar um sjúkdóm. Hjá Fiskeldi Austfjarða hf. er alger aðskilnaður eldissvæða og búnaður er aldrei fluttur milli svæða.“ Nefnir Vidar í þessu sambandi nýja tækni þar sem myndavélar ofan í kvíunum ljósmynda fiskinn í sífellu og gervigreind metur ástand fisksins. „Þessi tækni er enn í þróun en hefur svo sannarlega alla burði til að einfalda vökt- unina til muna.“ Fiskurinn dafnar vel ef það fer vel um hann Stjórnvöld víða um heim setja fiskeldi æ strangari skorður, m.a. til að tryggja það að framleiðslan fari fram með mannúðlegum hætti. Þá gera kaupendur líka æ ríkari kröfur um mannúðleg, umhverfisvæn og vönduð vinnubrögð í fiskeldi. Vidar segir að þær reglur sem gilda um fiskeldi í Evrópu falli vel að því sem við vitum um heilbrigði og velferð fiska og yfirleitt haldist hagsmunir fiskeldisfyrirtækja í hendur við þarfir fisksins: ef fiskurinn fær hæfilegt rými til að vaxa og hreyfa sig og ef vatnsgæðin eru í lagi er vaxt- arhraðinn góður, og bæði sjúkdómar og sár í lágmarki. Er gaman að nefna að laxinn hefur ekki gott af því að hafa allt of mikið pláss í kvíunum og honum reiðir best af í hæfilegri nálægð við aðra fiska. „Ef laxinn hefur of mikið rými tekur hann upp á því að helga sér svæði og byrjar að ráðast á aðra fiska í sömu kví, sem aftur eykur hættuna á sárum og sýkingum. Ef eldissvæðið minnkar þá hættir þessi hegðun og ástand fiskanna batnar um leið.“ Einnig skiptir það máli fyrir heilsu og vellíð- an fisksins að lágmarka streituvalda í um- hverfi hans, s.s. með því að halda fuglum frá kvíunum. „Það má gera með því að strengja net yfir kvíarnar, en yfir vetrartímann þarf yfirleitt að fjarlægja þessi net því að ísing get- ur safnast á þau og gert þau mjög þung. Hafa framleiðendur því gripið til þess ráðs að fóðra fiskinn með búnaði sem er þannig hannaður að fóðrinu er dreift undir vatnsyfirborðinu, frekar en að því sé úðað yfir kvína og þannig sækir fuglinn síður í kvína og fóðrið.“ Vidar Aspehaug er einn fremsti sérfræðingur heims á sínu sviði. Hann hefur hjálpað Ice Fish Farm að glíma við blóðþorrasmit sem kom upp nýverið. Ljósmynd/Ice Fish Farm Vidar segir forgangsmál að bæta heilbrigði þeirra gönguseiða sem íslenskt fiskeldi notar. Það er lykilatriði til að verj- ast sjúkdómum í fiskeldi að vakta ástand fisksins. Eitt af brýnustu verkefnum íslenskra eldisstöðva er að bæta ástand sjógönguseiða. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Til að halda fuglum frá og minnka áreiti má nota búnað sem dreifir fóðri undir vatnsyfirborðinu. Fiskurinn þarf hæfilegt pláss í kvíunum og hæfilegan straum til að synda í til að vera hraustur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.