Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
Fleiri ný skip væntanleg ánæstumisserum
Árangur á sviði nýtingar og veiða sem og minna kolefnisspor á hvert veitt kíló er háð því að sjávarútvegsfyrirtækin séu í stakk
búin til að fjárfesta í nýjum og öflugum tækjum. Smíði nýs skips er tímafrekt verkefni og mikil fjárhagsleg skuldbinding, en
nokkur ný skip eru væntanleg til landsins á komandi mánuðum og árum. Að minnsta kosti fjögur skip og einn bátur verða
afhent fram til apríl 2025. Þar af eru tvö uppsjávarskip og tveir ísfisktogarar, en báturinn er í krókaaflamarkskerfinu.
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is
Stakkavík fær fyrsta krókabátinnúr stáli á
Íslandi í áraraðir afhentan fyrri hluta 2023
Tölvumynd/Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Margrét GK verður fyrsti stálbáturinn
í krókaaflamarkskerfinu í áratugi.
Fyrsta nýsmíðin sem verður afhent er nýr
línubátur sem smíðaður er fyrir Stakkavík.
Báturinn mun bera nafnið Margrét GK og verður
gerður út innan krókaaflamarkskerfisins. Um er
að ræða fyrsta bátinn í sínum stærðarflokki sem
smíðaður er fyrir íslenska útgerð úr stáli í meira
en tvo áratugi.
Báturinn verður 29,9 brúttótonn og er hann-
aður til að vera eins stór og mögulegt er innan
gildandi regluverks fyrir báta sem eru innan við
30 brúttótonn. Áætlað er að eldsneytiseyðsla
bátsins verði fjórðungi minni en hefðbundinna
báta í þessum stærðarflokki með því að stækka
skrúfuna og minnka skrúfuhraða, en skrúfan er
knúin af tveimur 214 kílóvatta aðalvélum með
áföstum 46 kílóvatta rafal og vökvadælu.
Nýr línubátur Stakkavíkur verður búinn beitn-
ingavélabúnaði frá Mustad, krapakerfi frá Kæl-
ingu. Vinnslubúnaður á dekki verður frá Mikro
og siglingatæki í brú eru frá Sónar. Vélarnar eru
frá Mitsubishi. Vökvakerfið er frá Landvélum/
Rexroth. Þá er í bátnum 20 kílóvatta landvél og
tvær 16 tommu hliðarskrúfur.
Þá smíðar Skipasmíðastöð Njarðvíkur bátinn
í samvinnu við tyrkneska skipasmíðastöð. Af-
hending átti að verða nú í desember en nokkur
töf varð á afhendingu en búist er við að báturinn
verði afhentur með vorinu 2023.
NýrtogariRammaafhenturhaustið2023
Tölvumynd/Nautic
Nýr togari Ramma
verður svipaður
Akurey AK og Viðey RE.
Haustið 2023 er gert ráð fyrir að til landsins
komi nýr ísfisktogari Ramma hf. á Siglufirði.
Togarinn er hannaður hjá Nautic og verður
smíðaður hjá Celiktrans í Tyrklandi og er
smíðaverð um þrír milljarðar króna.
Mesta lengd skipsins er 48,1 metri og
breiddin 14 metrar. Aðalvélin er með 1.795
kílóvött og tengd skrúfu sem verður 3,8 metr-
ar í þvermál, en togarinn verður búinn fjórum
togvindum og verður toggetan 45 tonn. Skipið
er sagt svipað og Akurey AK og Viðey RE sem
einnig voru smíðuð hjá tyrknesku skipasmíða-
stöðinni Celiktrans sem Brim hf. gerir út, en
þó aðeins styttra og breiðara.
Ekki er gert ráð fyrir sjálfvirku lestarkerfi en
rými verður fyrir 590 fiskikör sem taka 440
lítra hvert og getur togarinn borið 185 tonna
afla. Vinnsludekkið verður alls 285 fermetrar.
Þá gerir hönnun togarans ráð fyrir 16 manna
áhöfn, en svefnpláss er fyrir 20 í fjórum
einstaklingsklefum og sex tveggja manna
klefum.
Fyrsta nýsmíði Þorbjarnar í hálfa öld verður
afhent útgerðinni fyrri hluta árs 2024
Tölvumynd/Þorbjörn hf.
Nýsmíði Þorbjarnar á samkvæmt
áætlun að vera tilbúin 2024.
Þorbjörn hf. í Grindavík tilkynnti í mars á þessu
ári að gengið hefði verið frá samningi við
skipasmíðastöðina Armon í Gijón á Spáni um að
smíða nýjan ísfisktogara. Um er að ræða fyrstu
nýsmíði félagsins frá árinu 1967.
Togarinn verður 58 metrar á lengd og 13,6
metrar að breidd. Þá mun 2.400 kílóvatta
aðalvél knýja skrúfu sem verður fimm metrar
í þvermál og verður snúningshraði skrúfunnar
minni en áður hefur þekkst í eldri fiskiskipum
af sambærilegri stærð. Vegna stærðar skrúf-
unnar og snúningshraða verður skipið meðal
sparneytnustu skipa í þessum flokki. Auk þess
verður það búið til veiða með tveimur botnvörp-
um samtímis og togvindurnar knúnar rafmagni.
Nýr togari Þorbjarnar er hannaður af Sævari
Birgissyni, skipatæknifræðingi og stofnanda
Verkfræðistofunnar Skipasýnar ehf., í samstarfi
við starfsmenn Þorbjarnar. Sérstaklega hefur
verið horft til sjóhæfni skipsins í hönnuninni
með áherslu á öryggi og bætta vinnuaðstöðu.
Það hafa allir í áhöfn eigin vistarverur og
hreinlætisaðstöðu. Jafnframt er gert ráð fyrir að
auðvelt verði að breyta skipinu í frystitogara ef
það skyldi verða nauðsynlegt. Gera áætlanir ráð
fyrir að smíðum ljúki fyrri hluta árs 2024.
Uppsjávarskip fyrir Skinney-Þinganesog
Gjögur væntanleg vor 2024ogvor 2025
Tölvumyndir/Karstensens Skibsværft
Djúprista nýs skips Skinneyjar-
Þinganess verður aðeins 6,5 metrar.
Hornfirska sjávarútvegsfyrirtækið Skinn-
ey-Þinganes og eyfirska útgerðin Gjögur gengu
frá samningi um smíði á sitt hvoru uppsjáv-
arskipinu við skipasmíðastöðina Karstensens
Skibsværft A/S í Skagen í Danmörku á síðari
hluta 2021.
Lengd skipanna verður 75 4 metrar og
breiddin 16,5 metrar, en lest
2.400 rúmmetrar. Athygli ve
mið af því að djúpristan verð
eða um 6,5 metrar. Skipin ve
5.200 kílóvatta aðalvél af ge
Wartsila 8V31 og kælikerfi f
FrioNordica. Þá er gert ráð
fyrir svefnplássi fyrir 16.
Karstensens hefur
smíðað nýjustu uppsjáv-
arskip íslenska flotans
og má nefna nýjan Börk
NK fyrir Síldarvinnsluna
og nýjan Vilhelm Þor-
steinsson EA fyrir Samherja. Ný skip Skinneyj-
ar-Þinganess og Gjögurs eru sögð svipuð Berki
og Vilhelmi Þorsteinssyni, en eru sérhönnuð
fyrir þarfir félaganna og þau því styttri og
botnlagið öðruvísi.
Áætluð afhending skips Skinneyjar-Þinganess
er í apríl 2024 og,
arrými verður um
kur að hönnunin tók
i sem minnst
rða búin
rðinni
rá
skips Gjögurs í apríl
2025.
Nýtt uppsjávarskip Gjögurs
verður afkastamikið.